Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001 19 DV Sport Þýski handboltinn um helgina: Kiel náði jöfnu í Magdeburg - Flensburg tapaöi stigi og sama spennan heldur áfram Magdeburg sá á eftir stigi í hat- rammri toppbaráttu í þýsku deild- inni í handknattleik um helgina. Magdeburg tók á móti Kiel og átti lengstum í vök að verjast en jafhtefli, 24r-24, varð niðurstaðan áður en yfir lauk. Flensburg, sem veitir Mag- deburg harða baráttu um þýska- landsmeistaratitilinn, sá einnig á eft- ir stigi þegar liðið gerði jafntefli, 23-23, á útivelli gegn Gummersbach. Eftir þessi úrslit er ljóst að ekki kemur í ljós hvaða félag vinnur titil- inn fyrr en í lokaumferðinni. Kiel náði frumkvæðinu í leiknum gegn Magdeburg og var staðan um tima í fyrri hálfleik 7-13 fyrir Kiel en með góðum spretti fyrir leikhlé tókst Magdeburg að minnka muninn nið- ur í þrjú mörk, 11-14. Alfreð Gísla- son, þjálfari Magdeburg, las greini- lega vel yfir hausamótunum á sinum mönnum í leikhléi en allt annað var að sjá til liðsins í síðari hálfleik. Eft- ir aðeins fjögurra mínútna leik í síð- ari hálfleik var Magdeburg búið að jafna, 14-14, og hélst mikil spenna það sem eftir lifði leiksins. Lokamín- úturnar voru æsilegar, Magdeburg var með boltann síðustu sekúndurn- ar en tókst ekki að knýja fram sigur. Lövgren fékk rauða spjaldið Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg en Köthel skoraði sex mörk. Stefan Lövgren var markahæstur hjá Kiel með átta mörk en fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins fyrir brot á Ólafi Stefánssyni. Þegar tveimur umferðum er ólok- ið er Magdeburg efst með 57 stig, Flensburg er i öðru sæti með 56 stig og Lemgo í þriðja sæti með 56 stig en liðið sigraði Nordhorn á útivelli, 23-27, þar sem Marc Baumgartner skoraði 11 mörk fyrir Lemgo. Mag- deburg mætir Wailau Massenheim á útivelli í vikunni og Flensburg í síð- asta leiknum um næstu helgi á heimavelli og gæti þar orðið um hreinan úrslitaleik að ræða. Úrslit í öðrum leikjum urðu þau að Dormagen og Grosswaidstadt gerðu jafntefli, 25-25, Wallau Massenheim sigraði Essen, 31-28, Nettelstedt tapaði heima fyrir Minden, 22-27, Eisenach vann Bad Schwartsu, 21-19, og Solingen lá heima fyrir Willstatt, 26-33. I fallbaráttunni eru Hildesheim og Wuppertal faliin. Dormagen, Eisenach, Nettelstedt, Hameln og Wiilistatt berjast öll við fall- drauginn. -JKS Ólafur Stefánsson hefur átt hvern stórleikinn á fætur öórum með Magdeburg. Hann skoraöi sjö mörk gegn Kiel en liðiö á tvo erfiða leiki fyrir höndum áður en yfir lýkur. DV-mynd Hilmar Boltinn áSýn 14.-21. maí mán KR-ÍA Símadeildin kl. 19:45 8-liða úrslit í NBA: Grand Prix-mótið í Japan: Greene með lang- besta tíma ársins mán Símadeildin 2001 Hver verður meistari? kl. 20:40 Þd Fyiklr-KR Simadeildin kl. 19:40 mið stoke - Walsall Úrslltakeppni 2. deildar kl. 21:00 fím íslensku mfiitdn kl. 23:15 sun italski boltinn kl. 12:45 sun Úrslltakeppnl NBA kl. 19:00 sun íslensku mfiridn kl. 23:10 www.syn.is eðaisima 515 6100 Philadelphia jafnaöi metin Philadelphia sigraði Toronto, 79-84, í fjórðu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum NBA-deildar- innar i gærkvöld. Staðan er 2-2 og mikil barátta sjáanleg á milli liðanna í næstu leikjum. Phila- delphia náði um tíma 14 stiga forystu í leiknum en Toronto náði af miklu harðfylgi að minnka muninn. Phiiadelphia var svo sterkara i lokin og vann mikilvægan sigur. Allen Iverson skoraði 30 stig fyrir Philadelphia og hjá Toronto var Vince Carter stigahæstur með 25 stig. Vince Carter átti stjörnuleik í þriðju viðureigninni þegar Toronto sigraði Philadelphiu, 102-78, Carter skoraði 50 stig, átti sjö stoðsendingar, tók sex fráköst og varði fjögur skot. Hann skoraði úr átta þriggja stiga skotum í röð í fyrri hálf- leiknum en alls skoraði hann 34 stig í hálfleikn- um. Allen Iverson var stigahæstur hjá Phila- delphia með 23 stig. Los Ang- eles Lakers á sigurinn vísan í ein- Nowitzky skoraði víginu gegn 30 stig gegn San Sacramento, Antonio. ieiðir ^ eftir örugg- an sigur, 103-81. Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers og Shaquille O’Neal gerði 21 stig og tók 18 fráköst. Chris Webber skoraði 28 stig fyrir Sacramento. Dailas vann sinn fyrsta sigur í slagnum við San Antonio og er staðan í einvígi liðanna 3-1. Dallas vann á heimavelli, 112-108, í jöfnum og spennandi leik. Dirk Nowitzky skoraði 30 stig fyrir Dallas og Michael Fu- inley 25 stig. Hjá San Antonio var Tim Duncan stigahæstur með 29 stig og tók 18 fráköst og David Robinson skoraði 25 stig. -JKS Bandaríkjamaðurinn Maurice Greene, Ólympíumeistari og heims- metshafi í 100 m hlaupi, náði lang- besta tíma ársins í greininni þegar hann sigraði með miklum yfirburðum á öðru Grand Prix-móti ársins sem fram fór í Osaka i Japan um helgina. Greene hljóp á 9,96 sekúndum sem er 17/100 úr sekúndu lakara en heims- metið sem hann setti fyrir tæpum tveimur árum. Annar í hlaupinu varð æfingafélagi Greenes, Bandaríkjamað- urinn Bernard Williams, en hann hljóp á 10,17 sekúndum. Williams átti fyrir mótið besta tima ársins, 10,08 sek. Þriöji í hlaupinu varð Ghanabú- inn Abdul Aziz Zakari á 10,19 sek. Þetta er annað árið í röð sem Greene sigrar á Grand Prix-mótinu í Osaka. í fyrra varð sigur hans á mót- inu upphafið að frábærum árangri hans á árinu en Greene varð tvöfald- ur Ólympiumeistari í Sydney, en auk þess að sigra í 100 m hlaupinu var hann í sigursveit Bandaríkjamanna í 4x100 m hlaupi. Fyrirfram var búist við miklu ein- vígi í Osaka á milli þeirra Greenes og Obadele Thompson frá Barbados, bronsverðlaunahafa frá Sydney sem forfallaðist á síðustu stundu vegna meiðsla. Greene hefur sett stefnuna á nýtt heimsmet í 100 metrunum í sumar og átti jafnvel von á að slá það strax á mótinu um helgina. „Þar sem það Uverpool - Alaves Evrópukeppni félagsliða kl. 18:15 Maurice Greene kemur hér í mark á Grand Prix-mótinu í Japan á besta tíma ársins í 100 m hlaupi. Reuters tókst ekki hér þá kemur það bara næst. Ég gerði það sem ég gat en fékk ekki næga keppni. Ég hef verið að æfa með Williams að undanfomu og átti von á honum mun sterkari," sagði hinn fótfrái Greene sem sett hefur stefnuna á þrjú gull á HM í Kanada í haust, í 100 og 200 m hlaupi og í 4x100 m hlaupi. Að öðm leyti var árangurinn á mót- inu í Osaka frekar slakur og svo að sjá sem flestir þeir bestu séu ennþá háifryðgaðir eftir Ólympíuævintýrið í fyrrahaust. Heimamenn höfðu þó ástæðu til að fagna því Japaninn Koji Murofushi gerði sér lítið fyrir og sigraði í sleggjukasti með risakasti upp á 82,59 metra og sigraði þar sjálfan Ölympíu- meistarann frá Sydney, Pólverjann Szymon Ziolkowski, sem lenti í öðra sætinu með 80,86 m. -EK Símadeildin í knattspyrnu hefst á morgun: Atta í banni í fyrstu umferð Átta leikmenn í Símadeild- inni í knattspyrnu karla, sem hefst á morgun með leik Fylkis og KR, taka út leikbann í 1. umferð. Zoran Djuric, sem væntanlegur er til Grindvík- inga, tekur út tveggja leikja bann. Eftirtaldir leikmenn taka hins vegar út eins leiks bann í 1. umferð: Óli Stefán Flóvents- son, Grindavík, Sinisa Kekic, Grindavík, Þorsteinn Sveins- son, Breiðabliki, Arngrímur Arnarsson, Breiðabliki, Valur Fannar Gíslason, Fram, Davíð Ólafsson, FH, og Kári Steinn Reynisson, ÍA. Framantaldir leikmenn fengu þessi bönn í síðustu umferð mótsins i fyrra. Það verður skarð fyrir skildi fyrir Grindvíkinga að verða án þeirra Óla Stefáns og Kekic i leiknum gegn Keflvíkingum á fimmtudag enda eru þeir lykil- menn i liðinu. -JKS Ragnar með sex mörk Ragnar óskarsson skoraði sex mörk fyrir Dunkerque sem sigr- aði ACBB, 25-34, í París í gær í frönsku 1. deildinni í handknatt- leik. Ragnar lék einungis fyrri hálfleikinn en Dunkerque náði um tíma 14 marka forystu. Dunkerque er í 6. sæti með 52 stig, þremur stigum á eftir næsta liði en 5. sætið gefur sæti í Evr- ópukeppninni. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.