Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001
27
Sport
DV
Emile Heskey, Stephen Gerrard og Robbie Fowler fagna hér Michael Owen sem skoraöi sigurmark Liverpool þegar tvær mínútur voru til leiksloka.
Reuter
Liverpool enskur bikarmeistari í sjötta sinn:
Owen beittur
- skoraði tvö mörk á lokakaflanum gegn Arsenal
Það hefur oft sannast að leikurinn
er ekki búinn fyrr en dómarinn hef-
ur flautað hann af. Þetta var ítrekað
enn frekar í bikarúrslitaleiknum á
milli Liverpool og Arsenal á Milleni-
um-leikvanginum í Cardiff á laugar-
daginn var. Arsenal, sem hafði verið
mun atkvæðameira í leiknum, hafði
forystu, 1-0, þegar sjö mínútur voru
til leiksloka. Arsenal gat hæglega
verið búið að gera út um leikinn,
fékk till þess fullt af tækifærum en
einskær klaufaskapur og góð mark-
varsla Sanders Westervelds kom í
veg fyrir að Lundúnaliðið bætti við
mörkum.
Patrick Ljungberg kom Arsenal
yfir á 73. mínútu, fékk sendingu frá
Pieres, lék síðan á Westerveld og
kom boltanum í netið.
Michael Owen stal hins vegar sen-
unni i leiknum með tveimur glæsi-
legum mörkum á lokakaflanum.
Jöfnunarmarkið gerði hann eftir
aukaspymu frá Gary McAlIister,
sendingin fyrir markið lenti á koll-
inum á Markus Babbel, boltinn lenti
fyrir fætur Owens sem skoraði með
viðstöðulausu skoti.
Þætti Owens var síður en svo lok-
ið því tveimur mínútum fyrir
leiksloks gulltryggði hann sigur
Liverpool. Patrick Berger átti langa
sendingu fram á Owen sem skoraði
utarlega í teignum fram hjá David
Seaman. Þvílikur leikur hjá Michael
Owen, sem réð sér að vonum varla
fyrir kæti sem og aðrir liðsmenn
þegar dómarinn flautaði leikinn af.
Lokakaflinn var dramatískur og
rennur öllum sem á horfðu seint úr
minni
Fyrri hálfleikurinn var hraður en
lítið fyrir augað. Hvorugt liðið náði
að skapa sér hættuleg tækifæri og
opna þannig leikinn í hálfleiknum
en dómari leiksins virtist sleppa
nokkuð tveimur augljósum víta-
spymum. Thierry Henry átti í fyrra
dæminu skot af stuttu færri en
Stephan Henchoz, varnarmaður
Liverpool, varði greinilega meö
handleggnum. í síðara tiifellinu var
Michael Owen felldur innan vita-
teigs en dómari sá ekkert athuga-
vert.
Arsenal fékk tvö upplögð tækifæri
til að skora áður en Ljungberg braut
múrinn. Jamie Carragher varði á
línu frá Ashley Cole og skömmu sið-
ar fékk Ljungberg upplagt færi en
Sami Hypia varði á línu. Rétt eftir
að Arsenal hafði náð forystunni
hefði Tiherry Henry hæglega getað
aukið muninn en Sander Wester-
veld, markvörður Liverpool, varði
glæsilega frá honum af stuttu færi.
Owen geröi gæfumuninn
„Það var aðdáun að sjá liðið rifa
sig upp á lokakafla leiksins. Inn-
koma þeirra Fowlers og Bergers
breytti miklu en það er á engan hall-
að að segja að framganga Owens
hafi gert gæfumuninn," sagði Ger-
ard Houllier, knattspyrnustjóri
Liverpool, eftir leikinn.
„Þetta var spurning um að gefast
aldrei upp og það gerðum við ekki
og uppskárum samkvæmt því,“
sagði Micheal Owen.
„Við áttum hiklaust að klára
þennan leik en getum engum um
kennt hvernig fór nema sjálfum okk-
ur. Liðið fór illa meö upplögð tæki-
færi og blæddi fyrir það. Annars var
liðið á köflum að leika vel og synd
að nýta það ekki til sigurs,“ sagði
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal. -JKS
Frakkinn Gerard Houlier, knattspyrnustjóri Liverpool, hampar hér hinum
eftirsóttu verölaunum í ensku bikarkeppninni I Cardiff sl. laugardag.
ENGLAND
Bikarúrslit
Arsenal-Liverpool........1-2
1-0 Ljungberg (73.), 1-1 Owen (83.),
1-2 Owen (88.)
Úrvalsdeild
Southampton - Manch. Utd . . 2-1
1-0 Brown (11. sjálfsm.), 2-0 Pahars
(15.), 2-1 Giggs (71.)
Leeds - Bradford ........6-1
1-0 Viduka (14.), 1-1 Ward (22.), 2-1
Harte (19.), 3-1 Bakke (27.), 4-1 Smith
(38.), 5-1 Kewell (43.), 6-1 Bowyer
(84.9).
1. deild - aukakeppni
WBA-Bolton ..............2-2
1-0 Roberts (44.), 2-0 Hughes (55. víta-
sp.), 2-1 Guöni Bergsson (81.), 2-2
Frandsen (88. vítasp.)
Birmingham-Preston ..... 1-0
1-0 Eaden (55.)
2. deild - aukakeppni
Stoke - Walsall .........0-0
Wigan - Reading..........0-0
3. deild - aukakeppni
Blackpool - Hartlepool...2-0
1-0 Ormerod (61.), 2-0 Ormerod (78.)
Hull - Leyton Orient ....1-0
1-0 Eyre (69.)
Leeds gerði sex
Leeds United eygir möguleika
á sæti í Meistaradeild Evrópu á
hausti komanda. í gær gjörsigr-
aði liðið Bradford á heimavelli,
6-1, en í lokaumferðinni um
næstu helgi á liðið heimaleik
gegn Leicester en á sama tíma
leikur Liverpool á útivelli gegn
Charlton.
Ef Leeds vinnur og Liverpool
gerir jafntefli eða tapar er sætiö
tryggt. Liverpool gefur örugglega
þumlung eftir i þessari baráttu
en álagið er mikið á liðinu þessa
dagana. Á miðvikudag leikur
Liverpool úrslitaleikinn í
UEFA-bikarnum gegn spænska
liðinu Alaves í Dortmund.
-JKS
Guðni skoraði
Guðni Bergsson skoraði fyrra
mark Bolton í fyrri leiknum
gegn W.B.A. í umspili um laust
sæti í úrvalsdeildinni. Leiknum
lyktaði 2-2 eftir að W.B.A. komst
í 2-0 en Guðni Bergsson minnk-
aði muninn á 81. mínútu og Per
Frandsen jafnaði metin tveimur
mínútum fyrir leikslok. Bolton á
heimaleikinn eftir og verða því
möguleikar liðsins að teljast
allnokkrir.
í hinum leiknum sigraði
Birmingham City lið Preston,
1-0. Síðari leikimir verða á mið-
vikudag.
-JKS
Stoke lék illa
Stoke City gerði markalaust
jafntefli við Walsall i fyrri leik
liðanna í umspili um laust sæti í
1. deild. Stoke lék illa í leiknum
og verður liðið að kallast heppið
að hanga á jafnteflinu. Róðurinn
gæti reynst liðinu erfiður í síð-
ari leiknum í Walsall.
Bjarni Guðjónsson og Brynjar
Björn Gunnarsson voru í byrjun-
arliðinu en Ríkharður Daðason
kom inn sem varamaður í síðari
hálfleik.
gý/ SKOTIANP
Dunfermline - Motherwell ... 1-2
Rangers - Kilmamock........5-1
St. Johnstone - Dundee Utd . . 2-3
St. Mirren - Aberdeen......2-1
Celtic - Dundee ...........0-2
Hibernian-Hearts...........0-0
Celtic, sem hefur fyrir nokkru
tryggt sér skoska meistaratitilinn,
tapaöi sínum fyrsta heimaleik í úr-
valsdeildinni á tímabilinu í gær þeg-
ar Dundee kom í heimsókn á Park-
head í Glasgow. -JKS