Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 27 Viljum meira - segir Auöur Skúladóttir, þjálfari Stjörnunnar Besti árangur: 2. sæti 1988. Lengst í bikar: í bikarúrslit 1993. Flest mörk á tímabili: 44 (1994) Fæst mörk á sig á timabili: 14 (1988, 1992) Leikjahæst: Auður Skúladóttir, 156. Markahæst: Guðný Guðnadóttir, 55. Markahæst á tímabili: Guðný Guðnadóttir, 1992,15 mörk. „Ég hlakka til að mótið hefjist eftir langt og strangt undirbúnings- timabil. Við setjum stefnuna á að gera betur en í fyrra og ég tel að liðið komi vel undirbúið til leiks,“ segir Auður Skúladóttir, þjálfari Stjörnunnar í samtali við DV- Sport. Æfmgar hafa gengið ágætlega í vetur og þá fórum við i æfingaferð til Portúgals sem kemur til með að skila sér mjög vel enda ómetanlegt að fá að æfa við slíkar kjöraðstæð- ur. Hópurinn er stór og fínn og hef- ur reyndar aldrei verið eins breið- ur og nú þótt auðvitað hafi orðið nokkrar breytingar en vonandi verða þær til þess að styrkja liðið. Við eigum margar ungar og efni- legar stelpur sem við ætlum að byggja liðið á í sumar og verðum ekki með neinn útlending. Við fengum smjörþefinn af toppbarátt- unni síðastliðið sumar og erum reynslunni ríkari og viljum auðvit- að meira. Ég tel að Valur komi til með að bætast við í toppbaráttuna frá því í fyrra. Breiðablik og KR eru auðvitað með mjög sterk lið og vonandi náum við að blanda okkur í þessa baráttu af krafti sem ég held að verði jafnari en undanfar- in ár,“ sagði Auður Skúladóttir, þjálfari og leikmaður Stjörnunnar. Sport Auður Skúladóttir, 29 ára, 169 cm, 166/28, þjálfar og spilar með Stjörnunni fjórða árið í röð. Árdís Björk Ármannsdóttir, varnarmaöur, 19 ára, 170 cm, 4/0. Guörún Halla Finnsdóttir, miöjumaöur, 17 ára, 165 cm, 11/1. Lilja Kjalarsdóttir, miöjumaöur, 18 ára, 167 cm, 35/4. Steinunn H. Jónsdóttir, miöjumaöur, 32 ára, 174 cm, 155/17. Sigrún Auöur Siguröardóttir varnarmaöur, 21 árs, 162 cm, 14/0. Guörún Guðjónsdóttir, sóknarmaöur, 20 ára, 170 cm, 34/3. Lovísa Lind Sigurjónsdóttir, varnarmaöur, 22 ára, 168 cm, 83/20. Anna Sif Hjaltested, markvörður, 16 ára, 165 cm, 0. Elfa Björk Erlingsdóttir, miöjumaöur, 19 ára, 170 cm, 63/25. Hanna Heiöur Bjarnadóttir, varnarmaöur, 20 ára, 175 cm, 9/0. María B. Ágústsdóttir, markvöröur, 18 ára, 173, 52/0. Katrín Jónsdóttir, miöjumaöur, 21 árs, 165 cm, 2/0. Erna S. Siguröardóttir, miöjumaöur, 19 ára, 160 cm, 44/5. Helga M. Vigfúsdóttir, miöjumaöur, 19ára, 165 cm, 2/0. Sigríöur Ólafsdóttir, varnarmaöur, 21 árs, 177 cm, 46/1. Sigrún Anna Snorradóttir, varnarmaöur, 18 ára, 164 cm, 4/0. Gréta Guönadóttir, miöjumaöur, 25 ára, 160 cm, 87/6. Lára B. Einarsdóttir, markvörður, 16 ára, 174,1/0. Leikir Stiörnunnar 24/5 KR H 17.00 27/5 Þór/KA/KS Ú 16.00 4/6 FH H 14.00 12/6 Valur Ú 20.00 19/6 ÍBV H 20.00 26/6 Grindavík Ú 20.00 3/7 Breiðablik H 20.00 9/7 KR Ú 20.00 21/7 Þór/KA/KS H 16.00 9/8 FH Ú 19.00 13/8 Valur H 19.00 21/8 ÍBV Ú 18.00 28/8 Grindavík H 18.00 2/9 Breiðablik Ú 14.00 Komnar og farnar Nýir leikmenn: Árdís B. Ármannsdóttir frá Aftureldingu. Hanna Bjamadóttir frá ÍBV. Guðrún Guðjónsdóttir frá FH. Helga M. Vigfúsdóttir frá Breiðabliki. Fyrrverandi leikmenn sem byrjaóir eru aftur: Sigríður Ólafsdóttir og Sigrún Auður Sigurðardóttir. Farnar frá félaginu: Justine Lorton til Englands. Heiða Sigurbergsdóttir, frá vegna barneigna. Hœttar: Rósa Dögg Jónsdóttir. Jóhanna Arnaldsdóttir. Þórdís Anna Gylfadóttir. Fjórða „Ég tel nokkuð erfitt að spá fyrir um gengi Stjömunnar í sumar. Liðið miss- ir þó Heiðu Sigurbergsdóttur sem fer brátt að fjölga þjóöinni og það veikir liðið. Ég spái Stjömunni fjórða sæti og það er þeirra í sumar að sýna fram á að ég hafi rangt fyrir mér,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir um liö Stjörn- unnar. „Stjarnan er með stóran hóp og svo til sama hóp og þær hafa haft nokkur sætið raunhæft síðustu árin. Hópurinn er þvi stöðugt að eldast og öðlast meiri reynslu þannig að liðið ætti að geta gert góöa hluti i sumar. Hin liðin i deildinni hafa verið að styrkja sig með erlendum leik- mönnum og það á eftir að koma í ljós hvernig þeir standa sig, hversu sterkir þeir leikmenn eru í raun og veru. Þess vegna er erfitt að spá fyrir um endan- lega röð liðanna þegar sumarið verður á enda. En miðað við stöðuna í dag held ég að fjórða sætið til handa Stjörn- unni sé nokkuð raunhæfur möguleiki," sagði Vanda Sigurgeirs^ dóttir. Spá Vöndu: 4. sæti. KEMUR ÞER BEINT AÐ EFNINU! Innflytjandi: Pharmaco hf. - Útsölustaðir: Apótek í Vega fæðubótarefnum er Hvorki matarlím (gelatína)né tilbúin aukefni, litarefni, bragðefni eða rotvarnarefni. Ennfremur innihalda þau ekki korn, hveiti, glúten, sykur, sterkju, salt, ger eða mjólkurafurðir. SLIMMING hydroxy-citric acid AND CHROMIUM SUITABLE fOR VEGETARIANS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.