Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 8
26 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 Sport i>v Ekki síðra lið - segir Magnús Pálsson, þjálfari KR íslandsmeistari: (4) 1993, 1997-1999. Bikarmeistari: (1)1999. Flest mörk á tímabili: 76 (2000) Fæst mörk á sig á tímabili: 5 (1999) Leikjahæst: Guörún Jóna Kristjánsdótitr, 177. Markahæst: Helena Ólafsdóttir, 140. Markahæst á tímabili: Olga Færseth, 2000, 26 mörk. „Við höfum misst nokkra lykil- leikmenn en á móti höfum við feng- ið aðra góða i staðinn og þá hafa nokkrar ungar stelpur fengið að spreyta sig í vorleikjunum og stað- ið sig vel,“ sagði Magnús Pálsson, þjálfari KR við DV-Sport. „í raun tel ég að við séum ekki með neitt síðra lið en í fyrra. Það er nýkominn til liðsins bandariskur markvörður sem lofar góðu og ég sé enga ástæðu til annars en að vera bjartsýnn varðandi gengi liðs- ins i sumar. Ég held að við og Breiðablik verðum í toppbarátt- unni líkt og undanfarin ár þrátt fyrir að mæta með nokkuð breytt lið til leiks og eins tel ég að Valur verði með í þeirri baráttu af krafti og þá eiga Stjarnan og ÍBV eflaust eftir að bíta vel frá sér. FH liðið er spurningarmerki því ef útlending- arnir þeirra verða sterkir þá er lið- ið til alls víst og ég reikna í heild- ina séð með talsvert jafnara móti en í fyrra og fleiri hörkuleikjum. Það verður síðan athyglisvert að sjá hvað gerist í ágúst þegar marg- ir leikmenn þurfa að yfirgefa lið sín vegna náms í útlöndum; það gæti jafnvel ráðið úrslitum verði mótið jafnt,“ sagði Magnús Páls- son, þjálfari KR. Magnús Pálsson þjálfar lið KR annað árið í röð, hans fyrstu ár með úrvalsdeildarlið kvenna. Guörún Gunnarsdóttlr, varnarmaöur, 19 ára, 175 cm, 55/2. Hrefna Huld Jóhannesdóttir, miöjumaöur, 20 ára, 168 cm, 70/33. Elín Jóna Þorsteinsdóttir, varnarmaöur, 20 ára, 169 cm, 43/2. Þórunn Helga Jónsdóttir, miöjumaöur, 16 ára, 168 cm, 0/0. Ólína K. Sigurgeirsdóttir, varnarmaður, 17 ára, 170 cm, 0/0. Embla Sigríður Grétarsdóttir, sóknarmaöur, 19 ára, 167 cm, 33/5. Hólmfríöur Magnúsdóttir, miöjumaöur, 16 ára, 171 cm, 4/1. Anna Berglind Jónsdóttir, sóknarmaður, 17 ára, 163,4/0. Leikir KR í sumar 24/5 Stjarnan Ú 17.00 30/5 Breiðablik Ú 20.00 4/6 Þór/KA/KS H 14.00 12/6 FH Ú 20.00 20/6 Valur H 20.00 26/6 ÍBV Ú 20.00 3/7 Grindavík H 20.00 9/7 Stjarnan H 20.00 20/7 Breiðablik H 20.00 9/8 Þór/KA/KS Ú 19.00 13/8 FH H 19.00 21/8 Valur Ú 18.00 28/8 ÍBV H 18.00 2/9 Grindavík Ú 14.00 Guörún Jóna Kristjánsdóttir, miöjumaöur, 28 ára, 162 cm, 177/78. Helena Ólafsdóttir, Ásdís Þorgilsdóttir, sóknarmaöur, 31 árs, varnarmaöur, 26 ára, 169 cm, 179/149. 160 cm, 110/19. Komnar og farnar Nýir leikmenn: Hrefna Huld Jóhannesdóttir frá Breiðabliki. Beth Manghi frá Bandaríkjunum. KR í titilbaráttunni „Ég spái KR-stúlkum öðru sætinu eftir haröa keppni gegn Breiðabliki. Líkt og með Breiðablik þá hefur KR misst marga sterka leikmenn sem er mikil blóðtaka. Það þyrfti þó ekki að breytast. mikið til að þessi spá mín rættist ekki,“ segir Vanda Sigur- geirsdóttir um KR-liðið í sumar. „Ég tel að það skipti miklu máli fyrir KR-lið- iö aö lykilmenn þess sleppi við meiðsli í sumar. Þar get ég sérstaklega nefnt leikmenn á borð við Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur, Eddu Garðars- dóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Ef að þessir leikmenn verða heilir megnið af keppnistíma- bilinu verður KR-liðið mjög sterkt og þá fýkur þessi spá ef til vill út í veður og vind. Það hefur kannski ekki verið alveg að marka úrslitin hjá KR í vorleikjunum. Það hefur verið nokkuð um meiðsli það sem af er. í KR-liðinu er mikið af ungum og mjög efni- legum stelpum og líkt og í Kópavoginum er mjög vel staðið að málum hvað varðar kvennaknattspymuna. Annars held ég að íslandsmótið veröi mjög spennandi og skemmtilegt í sumar. Og líklega hefur aldrei verið jafn erfitt að spá fyrir um röð liöanna. Hjá mörgum liðum eru margir erlendir leikmenn og gengi viðkomandi liða ræöst mikið af frammistöðu þeirra," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir. Spá Vöndu: 2. sæti. Að auki í hópnum hjá KR: Anna Lovísa Þórsdóttir, 23 ára sóknarmaður. Tinna Hauksdóttir, 17 ára varnarmaður. Brynja Guðmundsdóttir, 18 ára markvörður. Tinna Rúnarsdóttir, 18 ára varnarmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.