Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2001, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2001, Page 8
8 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2001 I>V Fréttir Önnur keppnisgögn verða afhent gegn skilatryggingu að upphæð kr. 10.000. hjá trúnaðarmanni. Skilafrestur Tillögum skal skila til trúnaðarmanns, á skrifstofu Arkitektafélags íslands að Hafnarstræti 9, 2. hæð 101 Reykjavík eigi síðar en 5. nóvember 2001. Nánari upplýsingar og samkeppnislýsingu er að finna á heimasíðu samkeppninnar, http://www.midborg.net, sem opnar 13. júní. Upplýsingar verða einnig veittar á skrifstofu Arkitektafélags íslands í síma: 551 1465 milli 09:00-12:00 virka daga og hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur í síma: 563 2340, milli 10:00-16:15 virka daga. Reykjavík, 9. júní 2001. Stangaveiöifélag Reykjavíkur: Nýir samningar í Norðurá og Hítará „Við erum mjög hressir með þessa nýju saminga í Norðurá í Borgarfirði og Hítará á Mýrum. Norðurársamingurinn er til fjög- urra ára en Hítarársamingurinn til þriggja ára,“ sagði Bjami Ómar Ragnarsson, formaður Stangaveiði- félags Reykjavíkur, í samtali við DV í gærdag, þegar samingarnir voru í höfn. Veiðifélag Norðurár sam- þykkti saminginn í fyrrakvöld á fundi í Norðurárdalnum og stóð hann lengi yfir. „Það er alltaf góð stemning fyrir Hítaránni, og það er löngu uppselt á svæði eitt í henni, og Norðuráin er sterk í veiði og sölu veiðileyfa. Núna hafa veiðst 70 laxar þá daga sem áin hefur verið opin,“ sagði Bjami í lokin. G. Bender Nýr þjónustusamningur við heilbrigðisráðuneytið: Ráðherra semur við systurnar Frá undirritun þjónustusamningsins Hér er skrifaö undir nýjan þjónustusamning. Frá vinstri eru systir Petra Leewens, stjórnarformaöur St. Franciskusspítala og fyrrverandi príorinna St. Franciskusreglunnar, Jón Kristjánsson, heilbrigöis- og tryggingamálaráð- herra, og Róbert IV. Jörgensen, framkvæmdastjóri St. Franciskusspítala. DV, STYKKISHÓLMI: Heilbrigðisráðuneytið og St. Franciskusspítali í Stykkishólmi skrifuðu undir þjónustusamning síðastliðinn þriðjudag sem gildir frá Hugmyndasamkeppni, um skipulag miðborgar og hafiiarsvæðis við Austurhöfii Að höföu samráði við samstarfsnefnd ríkis og borgar um tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel, efnir Reykjavíkurborg til hugmyndasamkeppni um skipulag miðborgar og hafnarsvæðis við Austurhöfn. Keppnissvæðið Keppnissvæðið afmarkast í megindráttum af Suðurbugt / Norðurstíg í vestur, Klapparstíg og Ingólfsstræti í austur og Sæbraut, Tryggvagötu og Hafnarstræti. Tilgangur og markmið Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir að skipulagi svæðisins sem er um margt sérstakt, áhugavert og einstakt í miðborg Reykjavíkur. Gera má ráð fyrir að byggingar á samkeppnissvæðinu verða mjög áberandi úr ýmsum áttum og ekki ólíklegt að þær geti orðið einskonar "viti" eða tákn miðborgar Reykjavíkur í framtíðinni. Tegund og tilhögun samkeppninnar Samkeppnin er hugmyndasamkeppni. í því felst að útbjóðandi er fýrst og fremst að leita eftir grundvallarhugmyndum, tilhögun að skipulagi svæðisins miðað við þá starfsemi sem gert er ráð fyrir að þar verði s.s. tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð, hótel, miðstöð fyrir almenningsvagna svo eitthvað sé nefnt. Verðlaun Heildarverðlaunafé samkeppninnar er kr. 8.000.000. Fyrstu verðlaun verða aldrei lægri en 40% þeirrar fjárhæðar. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 2.000.000. Þátttökuréttur Samkeppnin er opin öllum er taka vilja þátt með fyrirvara um tengsl við dómnefndarmenn. Tekið skal fram að það takmarkar ekki rétt til þátttöku hafi aðilar, á fyrri stigum, unnið tillögur af skipulagi svæðisins eða hluta þess enda verða öll opinber gögn og tillögur, sem unnar hafa verið af svæðinu, aðgengileg keppendum á heimasíðu samkeppninnar. Dómnefnd Formaður er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. Meðdómendur eru Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi, Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, Ólafur B. Thors, formaður samstarfsnefndar ríkis og Reykjavíkurborgar um tónlistarhús, ráðstefiiumiðstöð og hótel, Albína Thordarson, arkitekt, Sólveig Berg Björnsdóttir, arkitekt og Knud Fladeland Nielsen, arkitekt. Afhending keppnisgagna og þátttökugjald Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust frá og með 13. júní 2001 á skrifstofu Arkitektafélags íslands, Hafnarstræti 9, milli 09:00-12:00 virka daga og í afgreiðslu Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, milli 10:00-16:15 virka daga. Hana má einnig nálgast á heimasíðu samkeppninnar, http://www.midborg.net. 1. janúar sl. til ársloka 2003. í samningnum kemur fram að St. Franciskusspítalinn er einkasjúkra- hús í eigu St. Franciskusreglunnar. Stofnunin tók að sér að annast heilsugæsluþjónustu á svæðinu frá og með 1. janúar 1998. Hún starfar eins og áður samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og í samræmi við reglugerðir og önnur stjórn- valdsfyrirmæli er varða starfsemi hennar. Grunnhlutverk St. Franciskus- spítala er að þjóna íbúum á Snæ- fellsnesi og í Dölum, en sérhæfð deild spítalans fyrir sjúklinga með háls- og bakvandamál tekur við sjúklingum alls staðar af landinu. í skipuriti stofnunarinnar eru fag- svið hennar skilgreind sem sjúkra- svið og heilsugæslusvið. Stofnunin skal meta þörf fyrir heilbrigðisþjónustu á starfssvæði sínu og með hvaða hætti henni verði mætt. í því ljósi skal stofnun- in setja fram í áætlunum sínum skýr markmið, meðal annars tölu- lega um árangur af starfseminni, leiðir að settu marki og hvemig staðið skuli að mati á árangri. Til þess að sinna þeim verkefnum sem samningurinn kveður á um mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið beita sér fyrir að árlegar fjár- veitingar til starfseminnar verði miðaðar við fjárlög hvers árs, á þessu ári kr. 213.900.000. Róbert Jörgensen framkvæmda- stjóri sagði það von sína að sá samningur sem verið var að undir- rita verði til að stuðla að því að hér verði áfram veitt markviss og góð þjónusta og samningurinn verði stofnuninni gott verkfæri til að styðjast við í þeirri hröðu þróun sem er til staðar í heilbrigðiskerf- inu í dag. Miklar breytingar hafa orðið á síðustu árum og nokkuð ljóst að þeim er ekki lokið. Róbert þakkaði heilbrigðis- og trygginga- ! málaráðherra, Jóni Kristjánssyni, og sagðist óska þess að þjónustu- samningurinn styrkti starfsemi og starfsöryggi St. Franciskusspítala, til hagsbóta fyrir þá, sem þjónustu hans njóta. -DVÓ DV-MYND ÞORSTEINN ÓLAFS Skrifaö undir Sigurjón Valdimarsson, formaöur Veiðifélags Noröurár, og Bjarni Ómar Ragn- arsson, formaöur Stangaveiöifélags Reykjavíkur, handsala nýja saminginn í veiöihúsinu viö Noröurá í Borgarfiröi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.