Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 2
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 17 Sport Sport Framarar fóru illa með dauðafærin í Keflavík í gær: 2 víti forgörðum Það er óhætt að segja að óheppnin hafi elt leik- menn íi'am, er Keflavík og Fram gerðu 2-2 jafn- tefli í Keflavík í gærkvöld. Heimamenn leiddu í hálf- leik með marki Hauks Inga Guðnasonar, en gest- imir gerðu tvö mörk á tíu mínútna kafla og virtust til alls liklegir. En það vora Keflvíkingar sem áttu lokaorðið er Guð- mundur Steinarsson jafn- aði úr vítaspyrnu stund- aröórðungi fyrir leikslok. Þorbjörn Atli slapp í gegn og átti skot í stöng strax á 4. mínútu en framhaldið var heldur bragð- dauft hjá báðum liðum og það var ekki fyrr en á 31. mínútu að Keflvíkingar skoruðu eftir að Zoran sendi frá vinstri kanti og Haukur Ingi skallaði knöttinn í netið. Lítið var um færi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en þó komst Freyr Karlsson í gott færi, er Þorbjörn Atli lagði knöttinn fyrir hann, en Freyr var of lengi að athafna sig og færið rann út í sandinn. Seinni hálfleikurinn var stór- skemmtilegur og virtust leik- menn Fram taka öll völd á vellin- um á köflum. Á 58. mínútu átti Þorbjörn Atli skalla í stöng og í framhaldinu fylgdi Viðar Guð- jónsson eftir en Gunnleifur varði vel. Á 61. mínútu var dæmd víta- spyma á Gunnar Oddsson, fyrir brot á Hauki Haukssyni. Vítaspyrnuna tók Þorbjörn Atli, en hann skaut yfir. Þorbjöm Atli bætti þó fyrir mistökin og skoraði gott mark tveim mínút- um seinna og Framarar sóttu áfram. Á 69. mínútu sendi Daði inn á Þorbjöm Atla, sem lék fram hjá Gunnleifi, en þó frá marki, og Gunnleifur braut á Þorbirni og vítaspyrna dæmd. Víta- spyrnuna tók Ágúst Gylfa- son, en Gunn- leifur varði vel. Það kom þó að því að eitthvað lét undan, á 73. mínútu þegar Ágúst tók aukaspyrnu og sendi inn á teig og þar var mættur Hauk- ur Hauksson, en Gunnleifur varði skot hans, en Viðar Guð- jónsson fylgdi vel á eftir og kom gestunum í forystu. Það var svo á 76. mínútu að Egill Már Markús- son, dómari leiksins, dæmdi sína þriðju vítaspyrnu og i þetta skipt- ið var það fyrir brot Egg- erts Stefánssonar á Guð- mundi Steinarssyni. Egg- ert virtist fara fyrst í knöttinn en Egill Már var vel staðsettur og viss í sinni sök. Úr spyrnunni skoraði Guðmundur sjálf- ur. Lokamínúturnar voru svo flörugar þar sem bæði lið freistuðu þess að ná sigri en lokatölur 2-2. Ef á heildina er litið má segja að Framarar megi vera svekktir með að fara frá leiknum með aðeins eitt stig. Þeir tóku öll völd á vellinum á 15 minútna kafla í seinni hálfleik og fengu tvær vítaspyrnur sem nýttust ekki en skor- uðu þó tvö mörk á þessum tíma. Þeir áttu einnig þrjú stangarskot og var Þor- björn Atli ógnandi í fram- linunni, og Haukur studdi vel við hann. Viðar Guðjóns- son og Ágúst Gylfason áttu fínan leik á miðjunni og þá var Eggert sterkur í vörninni. Keflvíkingar virtust ætla að fara með heldur þægilegan sigur út úr einvíginu eftir fyrri hálf- leikinn en í þeim seinni náðu þeir sér ekki á strik og það var í senn góð markvarsla Gunnleifs og óheppni og klaufagangur Framara sem gerði það að verk- um að þeir fengu möguleikann á að jafna sem þeir og gerðu. Gunn- leifur var þeirra langbesti mað- ur, en annars var sóknarleikur Keflvíkinga fremur bitlaus og þá sérstaklega i seinni hálfleik. Haukur Ingi Guðnason lék fyrstu 55 mínúturnar en er greinilega ekki orðinn góður af ökkla- meiðslum sem hafa hrjáð hann undanfarið og við þvi mega Kefl- víkingar einfaldlega ekki. „Við verðum að sætta okkur við þessa niðurstöðu, þó við sé- um ekki sáttir við spilamennsku okkar manna. Það er spurning hvort menn hafi mætt með því hugarfari að verkefnið yrði auð- velt, en staðreyndin er sú að það er enginn auðveldur leikur í þessari deild. Því fyrr sem menn átta sig á þvi, því betra,“ sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Keflvíkinga, að leik loknum. „Miðað við seinni hálfleikinn þá áttum við að klára þennan leik, en við vorum klaufar að fá ekki meira út úr þessum leik. Ég er samt mjög ánægður með spila- mennsku minna manna i seinni hálfleiknum sérstaklega," sagði Kristinn R. Jónsson, þjálfari Fram, eftir leik. -EÁJ Keflavík-Fram 2-2 (l-O) Mörkin: 1-0 Haukur Ingi Guönason (31 mín., skalli eftir fyrirgjöf Zoran Ljubicic), 1-1 Þorbjöm Atli Sveinsson (63., skot úr teig eftir stungusend- ingu frá Hauki Haukssyni), 1-2 Keflavík (4-4-2) Gunnleifur Gunnleifsson 4 Kristinn Guðbrandsson 3 Gunnar Oddsson 3 Gestur Gylfason 3 Kristján Jóhannsson 3 Zoran Daníel Ljubicic 3 (62., Hólmar Ö. Rúnarss. 3) Ragnar Steinarsson 3 Hjálmar Jónsson 3 Þórarinn Kristjánsson 3 (74., Jóhann Benediktsson 3) Haukur Ingi Guönason 3 (56., Magnús Þorsteinsson 3) Guðmundur Steinarsson 3 Áhorfendur: 650. Gœói leiks: 4. Dómari: Egill Már Markússon (4). Gul spjöld: Krist- ján, Hjálmar (Keflavík.) Rauð spjöld: Engin. Skot: 12-22. Skot á mark: 4-14. Varin skot mark- varða: Gunnleif- ur 9 (11, 82%) - Gunnar 2 (4, 50%). Hortv 5-6. Aukaspyrnur fengnar: 10-12. Rangstöður: 0-2. Viðar Guðjónsson (73., skot úr teig eftir að hafa fylgt eftir skoti Hauks), 2-2 Guðmundur Steinarsson (76., úr vita- spymu, eftir að Eggert hafði brotið á Guðmundi). Fram (4-4-2) Gunnar Magnússon 3 Sævar Guðjónsson 3 (85., Baidur Knútsson -) Eggert Stefánsson 4 Ingvar Ólason 3 Valur Fannar Gíslason 3 Daöi Guðmundsson 3 Viðar Guðjónsson 4 Ágúst Gylfason 4 Freyr Karlsson 3 (71., Ásmundur Arnarsson 3) Haukur Hauksson 4 (82., Andri F. Ottósson -) Þorbjöm Atli Sveinsson 4 Maöur leiksins: Þorbjörn Atli Sveinsson, Fram Þorbjörn Atli Sveinsson. Pétur Björnsson íþróttaþjálfari: Sjóndeildarhringurinn nær ekki út fyrir Isafjörð „Eftir að sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjöröum sameinuðust komu fyrirmæli frá ÍSÍ um að íþróttasamböndin á svæðinu yrðu að sameinast, þannig að Héraðssamband Vestur-ísfirðinga og íþrótta- bandalag ísafjarðar sam- einuðust 1 eitt samband með höfuðstöðvar á Isa- firði. HVÍ hélt uppi miklu starfi; reglulega voru haldin unglingamót auk þess sem veglegt héraðs- mót var haldið á hveiju sumri. Eftir samrunan hefur þetta allt lognast út af. Það er eins og litlu staðirnir í þessu sam- starfi séu gleymdir," segir Pétur Bjömsson sem er þjálfari hjá íþróttafélag- inu Stefni á Suðureyri. Nokkur ólga er meðal íþróttaáhugamanna i smærri byggðum Ísaíjarð- arbæjar með val á kepp- endum á landsmót UMFÍ á Egilsstöðum í sumar og finnst þeim hlutur smærri byggðanna fyrir Flateyri, Þingeyri og Suður- eyri. „Þessi maður veit ekkert hvað er að gerast á litlu stöðun- um. Sjálfur er ég að þjálfa frjálsar íþróttir á Suðureyri og er þar með góðan efnivið sem til að fara og keppa á landsmót- inu. Allir þessir staðir hafa ver- ið með íþróttakennslu á sumr- in. Sjóndeildarhringurinn nær bara ekki út fyrir ísafjörð," seg- ir hann enn fremur. Ákveðið hefur verið að landsmót UMFÍ verði haldið í Ísaíjarðarbæ árið 2004 og er þegar far- ið að takast á um þátt litlu staðanna í móts- haldinu enda séð að leggja þarf í nokkurn kostnað við uppbygg- ingu íþróttamannvirkja til að geta haldið mótið. „Það eru uppi sterkar Pétur Björnsson, þjálfari á Suöureyri, er afar ósáttur viö þá stefnu sem íþróttamálin i ísa- fjaröarbæ hafa tekiö. DV-mynd GS borð borinn enda hafi HVÍ um stenst jöfnuð við það besta á áratugaskeið sent keppendur á landsmótin. Pétur segir það hafa fyllt mælinn hjá sér þegar Hermann Níelsson, starfsmað- ur þessa nýja sameinaða hér- aðssambands, kom fram í út- varpsviðtali og sagði að engar frjálsíþróttir væru stundaðar á sínu sviði. Þessi maður hefur aldrei komið á æfingu hjá okk- ur til að sjá hvað er um að vera þrátt fyrir að ég sé búinn að benda honum á að koma og skoða starfið hjá okkur. Þess í stað virðist sem verið sé að velja fólk af götunni á ísafirði utan mótið vegna þess að þeir tilheyri ekki ísa- fjarðarbæ. Yfirgangur Isfirðinga sést hvað best á því að nú er farið að setja þeim golfáhugamönnum sem koma héðan af fjörðunum skilyrði fyrir notkun vallarins á ísa- firði,“ segir Pétur sem er afar ósáttur við þau vinnubrögð sem viðhöfð eru hjá hinu nýja héraðssambandi. -GS ? * SÍMA DEILDIN Fylkir 9 5 3 1 14-5 18 FH 8 4 3 1 9-6 15 Keflavík 9 4 2 3 14-13 14 ÍA 8 4 1 3 14-9 13 ÍBV 8 4 1 3 6-8 13 Valur 8 3 2 3 9-10 11 KR 9 3 2 4 8-10 11 Grindavík 6 3 0 3 9-9 9 Breiöablik 8 2 1 5 8-14 7 Fram 9 1 1 7 8-15 4 Markahæstir: Hjörtur Hjartarson, ÍA ............8 Kristján Brooks, Breiöabliki......5 Guömundur Steinarsson, Keflavik 4 Haukur Ingi Guönason, Keflavík . . 4 Sævar Þór Gislason, Fylki .........4 Sverrir Sverrisson, Fylki .........4 1. DEILD KARLA raddir um að allt mótið KA 7 5 2 0 21-4 17 eigi að fara fram á ísa- Þór 7 5 1 1 20-6 16 firði þrátt fyrir að margt Stjarnan 7 4 3 0 12-6 15 mæli með því að nota Þróttur R. 7 3 2 2 9-8 11 litlu staðina þar sem Víkingur 8 2 4 2 13-9 10 einfalt er að laga íþrótta- ÍR 8 1 6 1 12-16 9 aðstöðuna að kröfum Tindastóll 8 2 3 3 13-19 9 landsmótsins. Jafnvel Leiftur 8 2 1 5 8-13 7 hefur verið talað um að Dalvík 8 2 0 6 8-22 6 halda Bolvíkingum fyrir KS 8 0 2 6 4-17 2 Markahæstir: Hreinn Hringsson, KA............10 Jóhann Þórhallsson, Þór..........7 Sumarliði Árnason, Víkingi ......6 Garöar Jóhannsson, Stjörnunni . . 5 Kristmar Geir Björnsson, Tindast. 5 Orri Freyr Óskarsson, Þór .......5 Hans Sævar Sævarsson, Þrótti ... 4 Arnar Þór Valsson, ÍR ...........4 Þorleifur K. Árnason, Dalvík .... 4 Davíð Þór Rúnarsson, Tindastóli. . 4 Leicester City festi í dag formlega kaup á enska markverðinum Ian Walker fyrir 2,5 milljónir punda. Wal- ker, 29 ára, hefur leikið með Totten- ham Hotspur undanfarin 12 ár en missti sæti sitt á liðnu tímabili til Skotans Neil Sullivan. Enski miðvörðurinn Wes Brown hef- ur skrifað undir nýjan samning við Manchester United. Samningurinn er til tjögurra ára og talið er að hann færi Brown 5,3 milljónir króna í viku- laun. United er þarna að verðlauna Brown, 21 árs, fyrir frábæra frammi- stöðu á síðustu leiktíð en kappinn reif sig upp úr erflðum hnémeiðslum og stóð sig vel við hliðina á Jaap Stam í hjarta varnar liðsins. Arsenal hefur neitað West Ham um enska landsliðsmanninn Ray Parlour eftir að síðarnefnda félagið spurðist fyrir um leikmanninn í gær. Glenn Roeder, nýráðinn stjóri West Ham, var með Parlour á lista yflr leikmenn sem hann vildi fá til félagsins en hann hefur um 16 milljónir punda til að eyða. David James, markvörður Aston Villa, og sóknarmaðurinn Lee Hughes hjá West Bromwich Albion eru einnig taldir vera á lista Roeders. Knattspyrnustjóri Stoke City, Skaga- maðurinn Guðjón Þórðarson, hefur gefið út að hann muni ekki ráða nýjan þjálfara fyrir aðallið félagsins eftir brotthvarf Nigel Pearsons. Guðjón hyggst endurvekja þá daga er hann stjórnaði öllum æflngum sjálfur og tel- ur að bæði hann og liðið hafi gott af því. Loksins er farið að birta til hjá Ron- aldo eftir að hafa varla séð til sólar síðan í úrslitaleiknum á HM í Frakk- landi fyrir þremur árum. Hann er nú byrjaður aftur að æfa með Inter og heldur til Sardiníu þar sem félagið er með æfingabúðir. Enski landsliðsmaðurinn Gareth Southgate hefur gengið til liðs við Middlesbrough frá Aston Villa fyrir óuppgefna upphæð. Hann bað um sölu frá félaginu fyrir ári en hann á þó enn eftir aö ganga undir læknisskoðun. -ósk/AÁ/esá Atli Víöar Björnsson FH-ingur sést hér i einu af þeim dauöafærum sem hann fékk i gær en Þórhallur Dan Jóhannsson úr Fylki gerir sig tilbúinn aö bjarga á marklínu. Á innfelldu myndinni er Daöi Lárusson, markvöröur FH, en hann hefur haldíö hreinu i öllum fjórum heimaleikjum nýliöanna. DV-mynd E.ÓI. - FH og Fylkir skildu markalaus í toppleik liðanna í Kaplakrika í gær Daði Lárusson, markvörður ný- liða FH-inga, hefur enn ekki feng- ið mark á sig á heimavelli í sumar og í gær bjargaði hann sínum mönnum í markalausu jafntefli við topplið Fylkis þegar hann varði glæsUega frá Sævari Þór Gíslasyni sem sloppið haföi einn í gegn um FH-vörnina. Daði kórón- aði þar með góðan leik sinn en hvað fór í gegnum hugann þegar Sævar Þór slapp einni í gegn. Var öruggur í leiknum „Ég ákvað að biða eftir því að hann myndi skjóta og það hjálpaði mikið að ég var öruggur í leiknum og fann mig vel. Þetta gerir fótbolt- ann skemmtilegan að fá þessi krítísku atriði sem skipta öllu máli í lokin. Ég þakka góðri vörn og því leikskipulagi sem við leggj- um upp með að ég er ekki búinn að fá á mig mark í Krikanum í sumar. Við erum síðan að vonast eftir að þetta verði eitt til tvö mörk fyrir okkur en því miður gekk það ekki í þessum leik þrátt fyrir að mér hafi fundist við vera að spila betur. Við erum meö mik- inn metnað í Krikanum og stefn- um hátt. Það er góður stígandi í þessum hjá mér sjálfum og von- andi helst það áfram,“ sagði besti maður vallarins i gær, Daði Lárus- son, markvörður FH. Atli Viöar ógnandi Það má segja að Daði hafi bjarg- að þvi að stigið kom í FH-hús en lélegri færanýtingu í fyrri hálfleik mega FH-ingar kenna um að öll stigin þrjú voru ekki þeirra líkt og í hinum þremur heimaleikjum sumarsins á undan. FH lék mun betur í fyrri hálfleik og hinn stór- skemmtilegi framherji Hafnar- fjarðarliðsins, Atli Viðar Björns- son, var duglegur við að koma sér í færi. Næst komst Atli Viðar því að skora þegar að hann skaut í stöng á 50. mínútu en áður höfðu báðir miðverðir Fylkismanna bjargað frá honum á marklínu auk þess að hann átt skot rétt fram hjá. Fylkismenn náðu aðeins að rétta sinn hlut í seinni hálfleik, Sverrir Sverrisson fékk gott færi á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og áður en Sævar Þór slapp einn í gegn átti hann gott skot sem Daði varði meistaralega vel. Orðnir þreyttir í lokin Þórhallur Dan Jóhannsson átti góðan leik i Fylkisvörninni en hann var hvildinni feginn i leiks- lok. „Við vorum orðnir ansi þreyttir enda eru síðustu dagar búnir að vera mjög erfiðir. Við höfum spilað við ÍBV, ÍA og KR og svo FH i dag (gær) þannig að þetta er búið að vera mjög strembið. Ég held að 0-0 hafi samt verið sann- gjarnt því það voru færi á báða bóga. Þeir eru skæðir þarna frammi og mér fannst þeir fá of mikil svæði í fyrri hálfleik en ég var líka guðs lifandi feginn þegar Logi tók Atla og Jóhann út af því það létti aðeins á pressunni," sagði Þórhallur í leikslok. Leikurinn í gær var annars ágætis skemmtun og synd að eng- in mörk skyldu líta dagsins ljós. Því má að vissu leyti þakka markvörðum liðanna því þau bæði hafa yfir 'mjög vaxandi markvörðum að ráða því auk Daða er Kjartan Sturluson einnig að eiga sitt besta sumar. Kjartan greip vel inn í gær og hélt I sjötta sinn hreinu á tímabilinu. Jafntefli toppliðanna gefur aftur á móti næstu liðum sem eru skammt undan tækifæri til að jafna enn stöðuna á toppnum. FH og Fylkir hafa þó bæði burði tU að halda sér við baráttuna um titilinn það sem eftir er sumars. -ÓÓJ FH (4-3-3) Daði Lárusson 5 Hilmar Björnsson 3 Róbert Magnússon 3 Freyr Bjarnason 4 Magnús Ingi Einarsson 4 Baldur Bett 3 (73., Davíð Þór Ólafsson -) Heimir Guðjónsson 4 Davíð Þór Viðarsson 3 Jóhann MöUer 2 (78., Hannes Þ. Sigurðsson -) Atli Viðar Björnsson 4 (78., Hörður Magnússon -) Jón Þ. Stefánsson 3 Gul spjöld: Davíð Þór á 41. mín. (FH), Ólafur Stigsson á 36. mín. (Fylkir). Skot: 10-9. Skot á mark: 5-6. Varin skot markvarða: Daði 5, 100% - Kjartan 2,100%. Hortv 8-6. Aukaspymur fengnar: 8-17. Rangstöður: 5-5. Fylkir (4-3-3) Kjartan Sturluson 4 Hreiðar Bjarnason 3 ÞórhaUur Dan Jóhannsson 4 Hrafnkell Helgason 4 Gunnar Þór Pétursson 2 Finnur Kolbeinsson 3 Ólafur Stígsson 4 Sverrir Sverrisson 2 (75., Theódór Óskarsson -) Pétur Björn Jónsson 2 Steingrímur Jóhannesson 2 (62., Erroll McFarelane 2) Sævar Þór Gíslason 3 Maður leiksins: Daði Lárusson, FH Dýrmætt 0-1 Davíð Þ. Rúnarsson (12.) 0-2 Kristmar Björnsson (64.) 1-2 Þorleifur Árnason (67.) TindastóU krækti sér í 3 dýr- mæt stig í botnbaráttu 1. deild- ar karla í knattspyrnu með 1-2 sigri á Dalvík á útiveUi í gær. Dalvíkingar voru meira með boltann framan af en einhæfir sóknartilburðir þeirra skiluðu litlu og voru það gestirnir sem fyrstir komust á blað eftir góða skyndisókn. Þorsteinn H. Gests- son náði þá góðri sendingu inn í teig Dalvíkinga sem Davíð Þ. Rúnarsson afgreiddi í markið. Heimamenn komu sterkir inn í síðari hálfleikinn og spilið fór að ganga betur en lukkan var þeim ekki í hag uppi við markið. Gestirnir nýttu sér vindinni um miðjan síðari hálf- leik og Kristmar Björnsson komst einn gegn Sævari og skoraði, mark sem var alveg gegn gangi leiksins. Dalvíking- ar létu þó ekki hugfaUast og Þorleifur minnkarði muninn stuttu síðar eftir mistök í vörn Tindastóls og aUt stefndi í að þeir gætu jafnað leikinn. Á 74. mínútu kom hins vegar reiðarslag þegar Dalvikingnum Páli Pálssyni var vikið af veUi fyrir tæklingu aftan frá. Garðar Örn Hinriksson dómari var vissulega í fuUum rétti þegar hann veifaði rauða kortinu en því miður var þetta eitt af fáu sem má dæma gott í hans leik sem var oft og tíðum fuUur ósamræmis. Við þetta sat og Dalvíkingar gengu af veUi, vonsviknir. Maður leiksins: Þorsteinn Vigfússon, Tindastóli. -ÓK Bjarni, þjálfari Fylkismanna: Spiluðum ekki vel „Þetta var köflóttur leikur og liðin báru þess kannski merki að vera að spUa fjórða leikinn á ellefu dögum. Við náðum okkur bara aldrei á strik í leiknum og við vorum ekki að spila sérlega vel i þessum leik. Við erum búnir að vinna KR, Skagann og Vestmannaeyjar í siðustu leikjum, þetta voru engir smá leikir og við náðum bara ekki upp þeim neista sem við höfðum haft í þeim leikjum. Það var samt mjög mikilvægt að tapa ekki leiknum þvi annars hefðu þeir náð okkur að stigum. Þetta var það næstbesta sem gat komið fyrir okkur,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis. -ÓÓJ Logi Ólafsson, þjálfari FH: Svekktir „Ég veit ekki hversu svekktir þeir eru en við erum mjög svekktir því við feng- um töluvert mikið af færum og þá sér- staklega í fyrri hálfleik. Ef við hefðum nýtt eitt þeirra hefði þessi leikur þróast á annan veg. Ég er samt nokkuð ánægð- ur með leikinn og ég mér fannst við spila þennan leik ágætlega. Þrátt fyrir markaleysið held ég að þessi leikur hafi alls ekki verið leiðinlegur á að horfa. Þeir sem græða mest á þessum úrslitum eru keppinautar okkar sem eru fyrir neðan okkur og að þvi leyti til erum við ósáttir við þetta. Við ætluðum að byggja á því að halda markinu hreinu og það gekk upp en við hefðum bara þurft að nýta okkar færi til að vinna leikinn," sagði Logi Ólafsson, þjálfari FH, eftir jafntefli við Fylki í gær. -ÓÓJ Enn eitt jafnteflið 1-0 Grétar M. Grétarsson (19.) 1- 1 Boban Ristic (63.) 2- 1 Brynjólfur Bjarnason (79.) 2-2 Sigurður Sighvatsson (84.) ÍR og Víkingur skildu jöfn, 2-2, á ÍR-vellinum í gærkvöldi í nokkuð Qörugum leik. Þar með hafa ÍR-ing- ar gert sex jafntefli í átta leikjum og hafa einungis sigrað í einum leik í sumar. Heimamenn geta ver- ið sáttir við þetta jafntefli þar sem Víkingar voru oft klaufar fyrir framan mark ÍR-inga og fengu nokkur tækifæri í lok leiksins til að tryggja sér sigurinn en án árangurs. Jafnræði var liðunum í upphafi leiks og skiptust þau á að sækja. Það voru heimamenn sem fengu fyrsta hættulega marktækifærið í leiknum eftir mistök Ögmundar Rúnarssonar þegar hann ætlaði að kasta fram völlinn en henti beint á Ásmund Haraldsson, ÍR-ing, fyrir framan vítateig. I kjölfariö fengu ÍR-ingar þrjú ágætis færi til að skora en Ögmundur varði eitt skot vel og vörnin bjargaði tvisvar, ann- að skiptið á línu. Grétar Már Grét- arsson kom síðan ÍR yfir á 19. mín- útu eftir góðan undirbúning Árn- órs Gunnarssonar. Eftir markið sóttu Víkingar í sig veðrið og réðu lögum og lofum á vellinum það sem eftir var af fyrri hálfleik, en náðu ekki að skora. Besta færið fékk varnarmaðurinn Sigurður Sighvatsson en honum tókst að brenna af úr færi sem var erfiðar að skora ekki en að skora. Sigurður átti þó eftir að bæta fyrir þetta seinna í leiknum. tR-ingar komu grimmari til seinni hálfleiks og áttu sláarskot á 52. mínútu. 11. mínútum slðar jafn- aði Boban Ristic en honum brást ekki bogalistin í upplögðu færi. Næstu tíu mínúturnar fengu gestirnir þrjú góð færi til að kom- ast yfir en herslumuninn vantaði. Það voru síðan heimamenn sem komust yfir með skallamarki Brynjólfs Bjarnasonar á 79. mínútu og virtist allt stefna í heimasigur. Sigurður Sighvatsson var ekki hættur og jafnaði á 84. mínútu með skalla eftir hornspyrnu og nýtti sér hæð og kraft sem hann býr yfir. Eftir þetta sóttu Vikingar látlaust og freistuðu þess að næla sér í stig- in þrjú og voru nokkuð nálægt þvi og iR-ingar voru nánast i nauðvörn þar til slakur dómari leiksins flautaði leikinn af. Maður leiksins: Tómas Inga- son, ÍR. -Ben SÍMADEILDIN Valur - Breiðablik á Hlíðarenda þriójudaginn 10. júlí 2001 kl. 20:00 Grillmeistararnir galdra að venju fram kvöldverðinn fyrir leik, gegn vœgu verði - f T1 j *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.