Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 4
Jt \ Helgi Jóhann- esson með lax sem hann veiddi í Fnjóská í Fnjóskadal fyr- ir nokkrum dögum. Fiskur- inn veiddist í Skúlaskeiði og tók tóbý spún. DV-mynd B. Hólm Laugardalsá viö ísafjarðardjúp: - á aðeins sex dögum fyrir vestan ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 Veiðiskapurinn heldur áfram. Veiðimenn eru að fá hann þó sums staðar gangi rólega eins og í Vatns- dalsá í Húnvatnssýslu þar sem aðeins eru komnir 30 laxar á land, í Laxá í Dölum líka en þar eru aðeins komn- ir 33 laxar á land og það sama má segja um Miðfjarðará í Húnavatns- sýslu þar sem eru komnir um 90 lax- ar. Hofsá 1 Vopnafirði hefur heldur ekki náð sér á strik og hafa veiðst fá- ir laxar þar. Norðurá í Borgarfirði hefur gefið flesta laxana, yfir 500, Þverá í Borgarflrði er með 340 laxa, Blanda og Ytri-Rangá koma næstar með yfir 220 laxa hvor veiðiá. „Það veiðast núna orðið 10-12 lax- ar á dag í Miðfjarðará og veiðin hef- ur aðeins lifnað við, áin hefur gefið á milli 80 og 90 laxa núna,“ sagði Árni Baldursson er við spurðum um stöð- una. „Veiðin hefur gengið ágætlega í Brynjudalsá i Hvalfirði og það eru komnir nokkrir laxar á land, laxinn er komin upp í efri fossinn. Ég var að tala við Þorkel í Ferjukoti og það voru laxar að stökkva á Ferjukotseyr- unum, enda aðalgöngutíminn þessa dagana. Það er bara að fá laxinn til stoppa og taka agnið,“ sagði Árni ennfremur. Veiðin byrjaði rólega í Laugar- dalsá við ísaöarðardjúp en veiði- menn sem voru þar fyrir nokkrum dögum veiddu 31 lax á sex dögum og 6 þeirra laxa veiddust á stuttum tíma á flugu upp við vatn. Töluvert af laxi hefur verið að ganga í ána og líklega eru komnir um 90 laxar á land úr henni. Gengur vel í Langá á Mýrum „Við erum í sjöunda himni hérna við Langá, við erum með þetta 25-30 laxa á dag og áin er komin yfir 250 laxa. Á sama tíma i fyrra vorum við komnir með 70 laxa og fiskifræðing- arnir spáðu slöppu sumri,“ sagði Ingvi Hafn Jónsson við Langá á Mýr- um. „Stærsti laxinn er 15 punda en veiðimenn hafa séð stærri fiska, lik- lega kringum 20 pund en þeir hafa ekki tekið ennþá. Sleppingarnar eru greinilega að skila sér héma í Langá og vatnið er gott í henni þó það kæmi þurrkur lengi," sagði Ingvi Hafn enn- fremur. G.Bender í fluguveiöi Mælum stangir, splæsum línur og setjum upp aui gir. I lur Æji Sportvörugerðin hf„ Skipholt 5. s. 562 8383. Bæjarstjórinn á Ólafsfirði segir kröfur KSI kosta 75 milljónir króna: Kröfur í skjóli KSI Mannvirkjanefnd Knattspyrnu- sambands íslands hafði samþykkt að veita undanþágu fyrir leiki i 1. deild karla til 15. júní sl„ en fram- lengdi frestinn svo til 15. júlí nk. Verði ekki orðið við kröfum mann- _ , virkjanefndar KSÍ verða engir deild- * arleikir í knattspymu á Ólafsflrði eftir 15. júli nk. Síðasti leikurinn yrði þá daginn áður, 14. júlí, en þá taka heimamenn í Leiftri á móti ÍR. Ásgeir Logi Ásgeirsson bæjarstjóri segir að það kosti ekki undir 75 milljónum króna að byggja stúku við grasvöll Ólafsflrðinga, og það sé 0^ einfaldlega of stór biti nú. Eggert Magnússon, formaður KSl, sem staddur er í Argentínu á úr- slitakeppni HM u-21, segir að eitt verði yfir alla að ganga, en það sé algjört bull í bæjarstjóranum að það kosti 75 milljónir króna að uppfylla kröfur KSÍ. T.d. hafi Grindvikingar byggt stúku fyrir 1500 áhorfendur sem kosti um 70 milljónir króna, eða um 45 þúsund krónur á hvert sæti. Kostnaðurinn sé ekki nema 2 til 3 milljónir króna. Á sömu villi- götum sé Steinunn Valdis Óskars- dóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, þegar hún heldur því fram að KSÍ sé að gera alls kyns kröfur sem kosti milljónir króna. „Númer eitt er það að félögin samþykktu á ársþingi KSt fyrir 10 árum síðan þessa reglugerð sem unnið hefur verið eftir, og þetta er ekkert sem vondir karlar í mann- virkjanefnd eða stjórn KSt eru að búa til til þess að skapa mönnum vanda. Það er fyrst og fremst verið að gera umhverfi vallanna betra fyr- ir áhorfendur, og það hefur sýnt sig alls staðar í heiminum að þar sem er betri aðstaða fyrir þá, koma fleiri á völlinn. Til þess eru menn að leika knattspymu og um leið eykur það tekjur. Sum félög hafa kannski verið að fara fram á miklu meira við viðkomandi sveitarstjórnir í þeirri von að þær uppfylli það, og það er auðvitað hið besta mál. En staðreyndir málsins verða hins veg- ar að liggja á borðinu og þau eiga ekki að skýla sér bak við KSÍ i því máli. Það verða að vera í gangi ákveðnar tímaáætlanir um aðgerðir sem uppfylla lágmarkskröfur og það hafa flest sveitarfélög verið að gera. Þetta tengist alls ekki því að upp- fylla kröfur um EES-staðla, enda værum við í miklum vandræðum ef við værum að bera okkur við lönd sem eru í meiri atvinnumennsku en á íslandi. Næsta skrefið er hins veg- ar að uppfylla kröfur Evrópuknatt- spyrnusambandsins um leyfi fyrir félagið og keppnisvöllinn sem er lágmarkskrafa til þátttöku í Evrópu- keppni," segir Eggert Magnússon. Lúðvík S. Georgsson, formaður mannvirkjanefndar, segir að í efstu deild séu málin orðin í lagi nema það vanti girðingu í Vestmannaeyj- um og í Grindavík þar sem sé kom- in ný áhorfendastúka. í 1. deild eru það norðlensku félögin Dalvik, Tindastóll á Sauðárkróki, Ólafs- fjörður og Siglufjörður en síðast- nefnda félagið fái aðlögun þar sem það hafi ekki leikið í efri deildum undanfarin ár. Fyrir sunnan er það Stjarnan en þar sem fyrir liggi að ráðast þar í stúkubyggingu í haust er það tekið gilt, liggi fyrir staðfest yfirlýsing þar um. Verði félögin ekki búin að uppfylla skilyrðin 15. júlí kann það að leiða til heima- leikjabanna, en endanleg afstaða þar að lútandi verður ekki tekin fyrr en nær dregur þeirri dagsetn- ingu að sögn Lúðvíks S. Georgsson- ar. Hann ítrekar að ekki sé verið að fara fram á neinar stúkubyggingar, heldur uppbyggð stæði fyrir 300 manns í þessari deild. Það sé fram- kvæmd sem ekki eigi að kosta meira en 2 til 3 milljónir króna, en smáskammtalækningar verða ekki samþykktar. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.