Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2001, Blaðsíða 24
52 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001 Tilvera llllð Galdrarnir á Ströndum Á galdrasýningunni á Ströndum gefst fólki kostur á að sjá fyrir hvað fólk var dæmt á galdraöldinni. Finna má þar skræður og blöð, galdrastafi og gripi. Þar má einnig sjá hvernig galdrakúnstir lifðu í þjóðtrúnni og hverju menn ímynduðu sér að hægt væri að áorka með aðstoð yfimáttúrlegra krafta. Leikhús ■ UNGIR MENN A UPPLEIÐ Leikrit Stúdentaleikhússins, Ungir menn á uppleiö, verður sýnt klukkan 20 í kvöld í Kaffileikhúsinu. Miðaverð er 1.500 krónur en 2.800 krónur með mat. Uppselt. Sýningar i KAUPFELAGSSAFNIÐ A HVOLSVELLI I Sögusetrinu á Hvolsvelli er sýning um sögu kaupfélagsverslunar á Suöurlandi. Þar er leitast við að bregöa upp svipmynd af verslunarháttum fyrrí tíma a Suðurlandi og störfum þeirra sem þar lögöu hönd á plóg. ■ TIKK TIKK TAKK TAKK I borðstofu Hússins á Eyrarbakka er sýning sem heitir Tikk tikk takk takk - Frá Bakkaúrum til Borgundarhólmsklukku. Eins og nafnið ber með sér eru þar gömul úr og klukkur af ýmsum gerðum. Húsiö er auk þess hluti af byggðasafni Arnesinga. Það er í hóþi elstu bygginga á íslandi, var flutt tilsniðið til landsins 1765. ■ RÁÐHERRASTOFA í LÖNGUBÚÐ í Löngubúö á Djúpavogi er Ráðherrastofa Eysteins Jónssonar. Þar eru munum og myndum úr eigu Eysteins Jónssonar smekklega fyrir komið. ■ RÍKARÐSSAFN ÍLÓNGUBÚÐ Safn Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara er einnig aö finna í Lóngubuö. Það geymir áhöld og persónulega muni Ríkarös, auk listaverka hans af ýmsum gerðum. ■ KRAMBÚÐ í GÖMLU BÚD I Gömlubúð á Höfn hefur nýlega verið komið fyrir krambúö sem minnir ótvírætt á upprunalegt gildi hússins. Þar er líka byggðasafn meö hinum ýmsu munum frá gamalli tíð. ■ SAIVIGÖNGUIVIINJASAFNH) Á YSTAFELLI A feröinni í heila öld heitir sýning í Samgönguminja- safninu á Ystafelli í Köldukinn. Þar eru gamlar bifreiöar og önnur samgöngutæki í hávegum höfð. ■ TIL FEGURÐARAUKA I ARBÆJARSAFNI I Arbæjarsafni standa yfir margar sýningar. Sú nýjasta er Til fegurðarauka, það er sýning á útsaumi og hannyröum. Hún er í húsinu að Suðurgötu 7. í Lækjargötu 4 er sýningin Saga Reykjavíkur - Frá býli til borgar. í Kjöthúsi er sýningin Saga byggingatækninnar. í Líkn er sýningin Mlnningar úr húsi. I Efstabæ má sjá hvernig tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu um 1930. ■ BLÓDUG VÍGAFERLI OG GOTULIF VIKINGANNA I YORK I HAFNARFIRÐI I Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York. ■ ÁSGEIR GUÐBJARTSSON í SJOMINJASAFNINU I Sjóminjasafni Hafnarfjaröar stendur yfir handverkssýning Asgeirs Guöbjartssonar. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Gerir upp gamlan eikarbát: Ætlar að skreppa út fyrir skerjagarðinn Stokkseyri. Hásumar og sól. Glampar á þaraklædd skerin sem skaga vel upp úr á liggjand- anum. Undir háum húsvegg, upp af bryggjunni, er Ólafur Auðunsson að hefla borðstokk- inn á bátnum sínum. Hann á orðið margt handtakið í þessum bát. Kveðst hafa fengið hann i skiptum fyrir „eitthvert dótarí". Sá eini sem eftir er Báturinn er 4-5 tonn, um þrjátíu ára gamall, smíðaður á Hofsósi um 1960. „Þaö voru smíðaðir sex svona. Ég held þetta sé sá eini sem eftir er,“ segir Ólafur og telur hina hafa logað vel á áramótabrennum. „Það munaði nú minnstu að þessi færi á bál líka þegar ég áttaði mig á því hvað hann var illa farinn,“ segir hann. Nú er hann búinn að endurnýja tlest böndin í bátnum og næsta verk- efni er að smiða lítið hús á hann. Aðspurður um nafnið á fleytunni segir hann fánum prýdda plötu með nafninu Auð- björg hafa fylgt með en hann megi ekki nota það því nafnið sé í lögvemdaðri eigu annars. „Ég finn eitthvert gott nafn,“ segir hann bjartsýnn. Tómur leikaraskapur Ólafur kveðst hafa verið skip- stjóri hér á Stokkseyri á bátum kaupfélagsins en ekki hafa ver- ið á sjó hin síðari ár. Nú lítur út fyrir að hann ætli á flot aft- ur. „Þetta er auðvitaö tómur leikararskapur," segir hann og heldur áfram: „Það er erfitt að vera á smábát hér fyrir opnu hafi. Það er nokkuð öðruvísi inni á flóum og fjörðum þar sem sjórinn er orðinn eins og heiðartjörn um leið og vind lægir.“ Samt stefnir Ólafur á að sjósetja með haustinu og athuga hvort hann getur ekki skroppið út fyrir skerjagarðinn og veitt sér ýsu í soðið. -Gun Olafur Auöunsson Munaöi minnstu aö báturinn færi á báiiö. igaggi Samkvæmisleikir og rann- sóknarblaðamennska Meg Ryan og Russell Crowe Hvort ætli þaö sé Kidman eöa Ryan sem nýtur ásta Russells? Nóg að gera hjá Russell Það virðist gefa vel á bátinn í kvennamálunum hjá Russell Crowe þessa dagana ef eitthvað er að marka alþjóðlegar gróur á leiti. Fréttastofan Associated Press skýrði frá því að Russell væri nú staddur á Kyrrahafseyjunni Waka- ya ásamt Nicole Kidman sem nú stendur í erfiðum skilnaði við sinn ekki-svo-ektamann, Tom Cruise. Yf- irvöld vilja ekki kannast við sög- urnar enda er staðurinn þekktur fyrir þagmælsku sem stjörnunum fellur vel. Ef rétt reynist þá er Russell að færast mikið í fang þessa dagana. Breska blaðið The Sun greindi í vik- unni frá því að skötuhjúin Meg Ryan og Russell Crowe væru aftur byrjuð saman. Russell og Meg sáust mæta á hótel í New York eftir róm- antískar samvistir í bænum. Hótel- starfsmaður segir hafa verið aug- ljóst að þau væru meira en bara vin- ir. Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. Það var dapurlegt að fylgj- ast með frammistöðu spyrla i tslandi í dag síðastliðiö fóstudagskvöld. Þar sat Árni Johnsen fyrir svörum vegna BYKO-málsins svokallaða. Ámi komst upp með að tala um málið eins og það væri afsprengi gúrkutíðar I fjöl- miðlum og þegar hann var spurður hvenær væri tími til að segja af sér lét hann eins og hann skildi ekki spurninguna. Maður er ýmsu vanur frá stjórnmála- mönnum þannig að það kom manni svo sem ekki á óvart að Ámi skyldi skella allri skuld á fjölmiöla og saka þá um upphlaup. Hitt kom meira á óvart að Stöð 2 skyldi í byrjun afgreiða mál- ið sem eins konar grín eða dútl með því að setja í hlut- verk spyrla fólk sem getur ekki sýnt harða frétta- mennsku. Andrea og Teitur eru ágæt í samkvæmis- spurningum en þær áttu bara ekki við í þetta sinn. „Medan Morgunblaðið svaf átti Þóra Kristín Ásgeirsdóttir stórleik í útvarpinu. Það eru ekki tnargir fjölmiðlamenn sem leggjast í sjálfstœða rannsóknarvinnu við undirbún- ingfrétta en það gerði hún og opinberaði „kantsteinamálið“. Frábær og sjálfstœð fréttakona. “ Orð eins og: „Hristirðu þetta ekki bara af þér, Árni?“ voru fyrir neðan all- ar hellur. Andrea opinber- aði svo enn á ný litinn skilning sinn á málinu nokkrum kvöldum seinna þegar hún kallaði það „sápuóperu". Stöð 2 á ágætt fólk i sínum röðum en það var ekki notað til að gefa þessu máli vigt. Þess vegna voru þær umræður sem þar fóru fram um málið að mestu gagnslausar. Morgunblaðinu tókst að fela þessa neyðarlegu frétt um fyrrum blaðamann sinn lengst inni í blaði. Það var ekki fyrr en formaður Sjálf- stæðisflokksins hafði tekið á málum á röggsaman hátt að Morgunblaðið sá ljósið. Þá reis það úr dvala og lagði hverja síðuna á fætur annarri undir umtjöllun. Meðan Morgunblaðið svaf átti Þóra Kristín Ás- geirsdóttir stórleik í útvarp- inu. Það eru ekki margir fjölmiðlamenn sem leggjast í sjálf- stæða rannsóknarvinnu við undir- búning frétta, en það gerði hún og opinberaði „kantsteinamálið“. Frá- bær og sjálfstæð fréttakona. Svo kom Árni í útvarpið og sagði: „Best að segja hlutina eins og þeir eru...“ Og skrökvaði og skrökvaði eins og skólastrákur sem telur sig geta kjaftað sig út úr klípunni. Þeg- ar hann er svo staðinn að lygi segist hann ekki hafa beinlínis logið, bara ekki hafa sagt alveg satt. Helst koma upp í huga manns orð sem Árni sagði fyrir fimm árum um ákveðinn mann: „Hann hefur logið sig áfram í þessu máli jafn rólega og maðkurinn mjakast áfram í mold- inni...“ Kemst Árni upp með þetta? Varla. Þökk sé blaðamönnum á borð við Þóru Kristínu og Reyni Traustason sem hóf umfjöllun um mál sem hefði átt að leggja undir sig forsíðu DV en var þess í stað lítt áberandi neðandálksfrétt sem benti á síðu sex. Sem reyndist svo vera æði mik- ilvæg síða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 163. tölublað (18.07.2001)
https://timarit.is/issue/200427

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

163. tölublað (18.07.2001)

Aðgerðir: