Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 4
36
Bílar
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001
BÍLASALA1M<*>SKEIFAN
• BILDSHOFÐA 10 •
S: 577 2800 / 587 1000
Akureyri: Bilasalan Ós - Hjalteyrargötu 10 - Simi 462 1430
Musso Grand Luxe TDi 08/99,
ek. 56 þús. km, ssk., 31" dekk,
topplúga, dráttarbeisli, cd o.fl.
Verö 2.550.000
Ford Fiesta Flair 2001, nýr
óekinn bíll. 5 g., cd, rafdr. ruður.
Verð 1.290.000
Mazda 323 1,6 GLX 1992, ssk.,
rafdr. rúður, samlæsing, smurbók.
Góður bíll.
Verð 350.000
Suzuki Grand Vitara, árg. 1998,
5 g., ekinn 68 þús. km, rafdr.
rúður, samlæsing,
Verð 1.520.000, sk. á ód.
Subaru Legacy GL st., árg.
1999, ek. 84 þús. km, ssk., álf,
ABS o.fl.
Verð 1.650.000, sk. á ód.
Subaru Legacy GL st. 4x4
10/98, ssk., álf., ek. aðeins 19 þús.
km! Einn eigandi frá upphafi.
Verð 1.630.000, sk. á ód.
Daewoo Leganza EXE, árg.
1999, 5 g., leður, topplúga,
loftkæling, ABS, spólvörn
o.m.fl., ek.94 þ. km.
Verð 1.350.000, sk. á. ód.
Greiðslukjör, VisaÆuro
raðgreiðslur.skuldabréf, öll skipti
möguleg, ódýrari. Komdu með bílinn,
skráð'ann og við auglýsum hannfrítt
á Netinu með mynd.
Korando TDi, ssk., ek. 27 þús.
km, 33" dekk, upphækkaður,
driflæs., loftdæla o.fl.
Verð 2.550.000, sk. á ód.
DV
Reynsluakstur nr. 641
Einstaklega vel
búinn en um leið
hófsamur sportbíll
Kostir Búnaður, þœgindi,
hljómtœki
Gallar: Mœtti hafa sportlegri
aksturseiginleika, þyngd
Lexus-fjölskyldan er stfellt að
stækka og nýjasti meðlimurinn í
henni er SC 430 sportbíllinn sem
kynntur var á bílasýningunni í Genf í
vor. P. Samúelsson hefur pantað einn
slíkan til landsins og buðu DV-bílum
að reyna gripinn sem segja má að sé
eins konar lúxusútgáfa af alvörusport-
bíl. Hann er með harðan topp sem fella
má niður í skottið með því að þrýsta á
hnapp. Vélin er öflug V8 vél og drifið
að aftan til að tryggja sportbílaeigin-
leikana.
Hljóölátur, jafnvel með þakið
Að flestu leyti er vélin sú sama og í
LS430 nema að hún hefur örfáa hesta
fram yfir hana. Viöbragðið er betra
enda bíllinn léttari og fmnst betur
þrátt fyrir mýktina sem einkennir Lex-
us-bílana. Það er líka annað Lexus-ein-
kenni á þessum bíl. Það er hversu
hljóðlátur hann er, jafnvel með þakið
niðri. Vindhljóð og vélarhljóð eru
hverfandi, eitthvað sem maður býst
ekki við í sportbíl, og spuming hvort
það hefði ekki verið í lagi að leyfa að-
eins fleiri desibelum að njóta sín. Veg-
hljóð er einnig af skomum skammti en
þó meira en í öðrum gerðum Lexus og
kemur það til vegna harðra lágbarða
dekkja. Auk þess em dekkin með
breiðum bönum sem þýðir að hægt er
að aka á þeim töluverðan spotta þótt
springi á þeim. Annars étur sportleg
klafaflöðrunin upp ílestar ójöfnur en
litlar holur og ræsi láta til sín segja. í
raun er uppsetning bílsins nokkuð
hefðbundin ef frá er skilinn toppurinn
sem opnast á 25 sekúndum.
Ekkert skorið við nögl í inn-
réttingu
Annað má segja um innréttinguna
Vél:
Rúmtak:
Ventlar:
Þjöppun:
Gírkassi:
LEXUS SC430
VÉLBÚNAÐUR:
4,3 lítra, V8 WTi bensínvél
4293 rúmsentímetrar
_________________
32
—
10,5:1
5 gíra sjálfskiptur með ECT-i
UNDIRVAGN:
Fjöðrun framan:
Fjöðrun aftan:
Bremsur f/a:
Dekk:
Tvöföld klafafjöðrun
Tvöföld klafafjöðrun
D/D, ABS með átaksjöfnun
245/40 ZR 18
YTRI TOLUR:
í
Lengd/breidd/hæð: 4515/1825/1350 mm
Hjólahaf: 2620 mm
Beygjuradíus (innri): 5,4 metrar
Farþegar ásamt ökumanni: 4
Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 4/4
Farangursrými: 246 lítrar
HAGKVÆMNI:
Eyðsla á 100 km: 12,3 lítrar
Eldsneytisgeymir: 85 lítrar
Verð: 7.800.000 kr.
Umboð: P. Samúelsson
Staðalbúnaður: Mark Levinson hljómtæki með stillinjgar á stýrishjóli, 9 há-
talarar, skriðstillir, fjarstýrðar samlæsingar m. þjófavorn, tvöföld miðstöð,
rafstýringar með minni á framsætum og stýri, þokuljos, upphituð sæti.
skrikvörn, leðurinnrétting, viðarklæðning (fuglsauga), aksturstölva með
snertiskjá.
SAMANBURÐARTÖLUR:
Hestöfl/sn.: 284/5600
Snúningsvægi/sn.: 417 Nm/3500
Hröðun 0-100 km: 6,4 sek.
Hámarkshraði (sjsk.): 250 km/klst.
Eigin þyngd: 1750 kg
Bíllinn sem við prófuðum var með
dýrustu gerð af innréttingu,
uðu fuglsauga í við og hvítu gæða-
leðri sem er sérmerkt elns og
Armani-jakkaföt.
@ Lágbarða dekkin eru svokölluð
„Run-flat" og eiga að þola akstur í
góða stund þótt þau verði loftlaus.
og þar er sko
ekkert skorið
við nögl. Sætin
eru með hvítu,
sérsniðnu leð-
uráklæði og eru
bæði framsætin
með rafstiiling-
um sem virka á
tiu vegu. For-
rita má þau
o
Toppurinn opnast eöa lokast á að-
eins 25 sekúndum.
Vélin er sllkimjúk en
er því sem næst sama
LS430.
©
bæði með stiilingum fyrir þá sem sitja
þar oftast og þá nóg að ýta á einn takka
til að það gerist. Stýrið er einnig með
rafstillingum og forritanlegt eins og
sætin. Ljós viðarinnrétting setur lika
mikinn svip á bílinn en hún er kölluð
fuglsauga vegna litarins. Sætin aftur i
geta tekið tvo með herkjum en lítið
pláss er fyrir fætur þótt vel fari um þá
að öðru leyti. Það sem vekur mesta at-
hygli í mælaborði er þó miðstokkur-
inn. í þessum bil var búið að koma fyr-
ir Mark Levin-
son hljómtækj-
um, merki sem
margir græju-
flklar kannast
við, sem er um
200.000 kr.
aukakostnað-
ur. Það er í
sjálfu sér lítil
upphæð þegar
haft er í huga
merkið, niu
hátalarar og
svo framvegis.
Fyrir ofan
hljómtækin er svo flatur snertiskjár
sem hægt er að loka og þar má gera
ýmsa hluti eins og að stjóma græjum,
miðstöð, leiðsögukerfi og fleiru. Einnig
er þar dagbók fyrir allt viðhald og
hægt er að bæta við færslum, eins og
til dæmis að láta minna sig á að tími
sé til kominn að bóna bílinn. Aflur
þessi búnaður hefur sitt að segja í
þyngd bílsins, enda er hann hvorki
meira né minna en 1750 kíló sem er
mikið fyrir sportbíl.
Á sér fáa keppinauta
Erfltt er að gera sér grein fyrir
hvaða bílar keppa við þennan á mark-
aði nema ef vera skyldu dýrastu útgáf-
ur Mercedes Benz SL og CL. Lexusinn
hefur felianlegan toppinn fram yfir þá
þótt Benzinn hafi vinningin í hestöfl-
um og sportlegri eiginleikum. Auðvit-
að er hægt að fá jafn vel búna sportbíla
frá merkjum eins og Porsche en þeir
væru töluvert dýrari. SC430 slær
kannski ekki nein met í tölum yfir afl
og getu en gefúr öðrum bflum langt nef
þegar kemur að því að gæla við öku-
manninn. -NG