Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 2
30 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 35 Bílar DV Bílar Eitt af því sem einkennir nýja Skoda Superb er sérlega breiðar afturhurðir. Skoda Superb var framleiddur frá 1934 til 1949 sem stærsti fólksbíll Skoda. Þetta eintak hefur veriö endurgert einstaklega fallega en um tima var þetta þjóöhöföingjabíll í Finnlandi. Hann er meö hægri hand- ar stýri sem á árunum fyrir síöari heimsstyrjöld var algengt á megin- landi Evrópu þótt hægri umferö væri í gildi. Ástæöan var sú aö vegir og stræti voru svo mjó aö heppilegt þótti aö hafa stýriö hægra megin til aö geta varaö sig á vegarkantinum. Skoda Superb: Rúmgóöur bíll í efri-millistærð Nýr Skoda Superb, sem kynntur var á alþjóðlegu bílasýningunni í Frank- furt 13.-23. september, er byggður á kínversku útgáfunni af Volkswagen Passat en hún er lítið eitt stærri en þýska útgáfan. Þetta er laglegur bíU að sjá og ber augljós einkenni frændskap- arins við Volkswagen en Skoda er nú orðinn hluti af samsteypunni Volkswagen-Audi-Seat. Hann tilheyrir efri-millistærðarflokki og er býsna rúmgóöur og augljóst að honum er ætl- að að vera þægilegur bíll. Superb er gamalt nafn hjá Skoda en stærsti fólksbíll sem Skoda hefur fram- leitt var einmitt Skoda Superb sem framleiddur var með nokkurri þróun frá 1934 til 1949 þó framleiðsla lægi niðri nokkur striðsárin. Meðal þess sem þessi gamli, stóri Superb státaði af var möguleikinn á 4,018 strokka 90 ha. vél. Nýi Superb er jafnframt stærsti Skoda-fólksbíllinn nú til dags. I honum er hægt að velja um fimm vélar, þar af tvær dísilvélar. Bíllinn er dável búinn, m.a. með fjóra liknarbelgi sem staðal- búnað. Með stærstu vélinni fylgir raf- eindastýrð stöðugleikastýring og spól- vöm en þessi búnaður er einnig fáan- legur gegn aukagjaldi með minni vél- unum. Að sögn Sverris Sigfússonar, for- stjóra Heklu hf., er Skoda Superb ekki væntanlegur á íslenskan markað fyrr en á miðju ári 2002. -SHH Ford Start frá Pininfarina - gerður á sömu botnplötu og Ka og getur hvort heldur verið framhjóladrifinn eða með aldrif. Pininfarina Ford Start: Með 200 hestafla Duratec-mótor í endurminningum sínum rifjar ítalski verkfræðingurinn og bíla- hönnuðurinn Pinin Farina það upp þegar hann sem 27 ára verkfræðing- ur hjá Stabilamenti Farina á Ítalíu fór til Bandaríkjanna vorið 1920 og heimsótti þar m.a. verksmiðjur Ford í Detroit. Um þær mundir framleiddi Ford 3000 bíla af gerðinni Ford-T á dag með framleiðslukerfi sem enn var óþekkt í Evrópu. Pinin Farina var dolfallinn yfir tækninni og hug- vitsseminni hjá Ford og Henry fyrir sitt leyti skoðaði teikningar Pinins af miklum áhuga og bauð honum svo að koma og vinna hjá sér. „Ég varð upp með mér en vissi um leið að ég gat ekki þegið það. Ég var bara þama til að læra,“ sagði Pinin í endur- minningunum. „Á þessum eina degi hjá Ford lærði ég kannski engin ósköp um fyrirtækið sem slíkt heldur um mikilvægi andans á bak við fyr- irtækið." Þetta hagnýtti hann sér þegar hann skipulagði sitt eigið fyrirtæki tiu árum seinna og nú, 35 árum eftir fráfall Pin- ins, er samstarf Ford og Pininfarina kannski meira en nokkru sinni fyrr. Á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfúrt sýnir Pininfarina hugmynd að Fordbil sem í meðfórum Pininfarina hefur fengið nafhið Start - vísbending um að þaö sé upphafið að einhverju meira. Þetta er götusportari sem hugsanlega gæti oröið að veruleika árið 2003 og þá með 2,0 1 Duratec turbo-vél með for- þjöppu, 200 ha. Hér má sjá gripinn í út- færslu sem kölluð er 2+2 en í grund- vallaratriðum þýðir það tvö góð sæti frammi í og önnur tvö kannski ekki al- veg eins góð aftur í. -SHH Renault Talisman: Framúrstefnulegur sportbíll Renaultmenn hafa löngum verið djarfir í því sem þeir setja á mark- aðinn en ennþá djarfari í því sem þeir sýna sem hugmyndir. Þeir bregðast heldur ekki með sport- kúpubaknum Talisman sem þeir sýna í Frankfurt nú: 4,5 lítra V8 vél með sjálfskiptingu/valskiptingu, drif á afturhjólum; hurðimar svo- kallaðir „mávavængir“. Sýn aftur úr bílnum er með þremur radd- stýrðum myndavélum sem varpa myndum sínum á skjá í mælaborði. -SHH .'jjJiif/ujjjJ yj Jíyyfij Íj /íjJJiJ Kóreskir bílaframleiðendur eru í ess- inu sínu á bílasýningunni í Frankfurt og sýna hvern nýjan bílinn á fætur öðrum, fyrir utan hugmyndabíla. Strax við dym- ar inn í sal 9 á sýningasvæðinu tekur Kia á móti gestum með hugmyndabílinn K?AVC (Kia Advanced Concept Car). Þetta er útlitslega einn áhugaverðasti hugmyndabíllinn í Franltfurt þetta árið; aðalefnin í honum em ál, gler og neoprene, en að öðru leyti er kannski ekki mikið um hann að segja á þessu stigi málsins. Innar í salnum er Hyundai með nýjan kúpubak. Nýr Hyundai Copué er 2+2 sportbíll með hreinar línur og val um tveggja lítra fjögurra strokka vél, 138 ha., eða 6 strokka 2,71 álvél, 167 ha. Þessi bíll er alltaf að verða evrópskari í útliti - kannski væri rétt að segja ítalskari? Hyundai með skemmtibíl í sal Hyundai má einnig sjá hug- myndabílinn Clix sem framleiðandi seg- ir að sé fjórir bilar í einum. Hann er 2+2 sportbíll sem aldrifi/sídrifi, hann má nota sem venjulegan heimilisbíl eða sem eins konar pikkuppbil, eða að vissu marki sem jeppling. Framleiðandi vill þó ekki skilgreina hann sem SUV, eins og jeppar/jepplingar kallast nú einu nafni úti í heimi, heldur FAV sem er skamm- stöfun á Fun Activity Vehicle, skemmti- bíll. Eitt af einkennum Clix er þakið sem er úr fjórum dökkgráum glereiningum sem sex mótorar sjá um að hreyfa að óskum ökumannsins. Þannig má breyta bílnum í skyndi úr kúpubak i „targa“- topp, opinn bíl eða skúffubíl, bara með því að þrýsta á hnappa. Þakið hverfur einfaldlega aftur í skott - er það er ekki fullt af öðru, en þá sjá skynjarar um að stöðva hreyfinguna áður en nokkuð skemmist. Vélin í Clix - eins og er - er 2,2 1 300, ha„ en hjólin eru á 19 tommu felgum. Daewoo dreymir fallega Liggi leiðin áfram inn salinn kemur röðin að Daewoo sem nú er undir stjóm skiptaráðanda í Kóreu og bíður hugsanlegrar yfirtöku General Motors. Hugmyndabíllinn Da- ewoo Kalos Dream (Kalos er gríska og þýðir fallegur) er hugmynd Da- ewoo um hvemig næsti smábill ætti hugsanlega að vera. Hann er rúm- góður innan og vel bú- inn, m.a. með upphitaða útispegla sem staðalbún- að. Hann er með 2480 mm hjólahaf og er ætlað að bjóða upp á val um þijár vélar, 1,2 1, 1,4 1 og 1,6 1, með handskiptingu sem staðalbúnað en sjálfskiptingu í boði. Sæt- um er þannig upp stillt að ökumaður og farþegar sitja hátt í bílnum, líkt og gerist í litlu fjölnotabílunum, en æ fleiri em að átta sig á hve þægilegt er að umgangast þannig bíla. Það á einmitt við um Daewoo Rezzo, fjölnotabilinn sem kynntur var á síðustu bílasýningu í Frankfúrt, 1999, og þá und- ir nafninu Tacoma. Nú er þetta orðinn fullburða bíll, laglegur eins og fyrirheit- ið var um og von er til því útlitið er hannað hjá PininFarina á Ítalíu. Fleira gott er aðfengiö: fjöðmn frá Porsche og bremsukerfi ffá Delphi. Búnaður fjöl- breyttur: farþegasætið frammi í snún- ingsstóll svo hægt er að horfast í augu við þá sem sitja aftur í. Val um helm- ingaskipt aftursæti eða þrjá stóla sem hægt er að fella fram, val um tvær vélar, handskiptingu eða sjálfskiptingu. Nýr og stærri jeppi frá SsangYong Síðast en ekki síst skal svo nefna SsangYong, sem nú er aftur orðinn sjáif- stæður bílaframleiðandi. Varð það í fyrra eftir að hafa verið undir Daewoo um hríð. En nú kemur sjálfstæður SsangYong til skjalanna aftur og sýnir nýjan myndarleg- © Rexton - nýi jeppinn frá SsangYong, viO- bót viö Musso og Korando. © K?AVC hugmyndabíllinn frá Kia er meö snotrari hugmyndabílum I Frankfurt þetta haustiö. Ekki skaöar aö hafa laglega stúlku hjá honum. Þaö vakti nokkra athygli aö nú var aftur víöa reynt aö punta upp á sýningarbíla meö ungum stúlkum I heldur nærskornum föt- um, en sá siöur haföi beöiö nokkuö afhroö meöan femínisminn var í mestum algleymingi. - Því miöur uröu blessaöar stúlkurnar nokkuö aö draga sig í hlé víöast hvar þegar leiö á morgun fyrsta dags undan áfjáöum bílablaöa- mönnum - þaö er aö segia áfjáöum í bílana. ® Nýr Hyundai Coupé - alltaf aö veröa evr- ópskari. ® Daewoo Kalos Dream er hugmynd Daewoo um næstu kynslóö smábíls. © Hyundai Clix - hugmyndabíll sem er fjör- faldur í roöinu. © Daewoo Rezzo hét Daewoo Tacoma þegar hann var kynntur sem hugmyndabíll í Frankfurt 1999 - nú fullgeröur fjölnotabíll í minni milli- stæröarfiokki. an jeppa sem gæti komið á markað á næsta ári, Rexton. Hann er viðbót við Musso og Korando en kemur í staðinn fyr- ir hvorugan. Rexton er stærri en Musso og afar vel búinn, keppir að sögn framleið- enda beint við Grand Cherokee, Land Rover Discovery, MMC Pajero og Toyota LandCruiser 90 með hönnunarlegri hlið- sjón af Lexus RX300, Benz M og BMW X5. SsangYong hefur lagt mikla vinnu í Rexton og ætlar honum stóran hlut, m.a. hvað snertir óvirkt öryggi. Rexton er með aldrif/sídrif og er sá búnaður frá Borg Wamer, enda er gangverkið allt mjög áþekkt og í Musso, m.a. vélar eru þær sömu, nema ekki 100 ha. dísilvélin. Rexton er væntanlegur hingað til lands næsta sumar. -SHH CJievrolet TrailBlazer: Með sér- lega spar- neytna 273 hestafía bensínvél Amerískir Chevroletjeppar hafa ekki verið í miklu upplagi á íslenskum götum eða fjallvegum síðan nokkuð var um Blazerjeppana, aðallega á sjö- unda og áttunda áratugnum. Hugsan- lega fer að verða einhver breyting á því. Chevrolet sýnir í Frankfurt falleg- an jeppa, framlengingu af gamla Blaz- er sem heitir TrailBlazer. Hjartað í þessum nýja bíl er ný 4,21 sex strokka Vortec-vél, smiðuð úr áli. Hún er býsna öflug, skilar 273 hestöfl- um með snúningsvægi upp á 373 Nm við 3500 sn.mín. Samt staðhæfir fram- leiðandi að meðaleyðslan sé ekki nema um 13 lítrar á hundraðið „sem er vel undir þvi sem gerist í þessum flokki“, segir í upplýsingunum. Ef satt reynist Chevrolet TrailBlazer: Liölega teikn- aöur bíll sem sýnist nettari en hann er. er óhætt að taka undir það. Þessu er m.a. náð fram með breytúegum ventla- tíma (WT) ásamt endurnýtingu af- gassins sem jafnframt tryggir litla mengun frá vél. Rafeindastýrð drifstýr- ing, kölluð Autotrac, kemur til skjal- anna þegar virkilega er þörf á að nota aldrifið. Millikassi með fjölplötutengslum gefur val um hátt og lágt drif og fjög- urra gíra sjálfskipting er staðalbúnað- ur. TrailBlazer er með 16 tommu álfelg- ur og samkvæmt bókinni á hann að geta tekið snjókeðjur á staðaldekkjun- um, 215/70x16, þannig að vandalaust ætti að vera með 4 sm hækkun að koma honum á 30“ dekk til að auka jeppaeiginleikana. Bíllinn er allur á gormum, með jafnvægisása framan og aftan. Hvað öryggi snertir má nefna að bíllinn er með fjóra líknarbelgi en nú keppist hver um annan þveran við að Ekki síöur fallega hannaöur og frá- genginn aö innan en utan. koma sem flestum liknarbelgjum og líknarpulsum fyrir í bilum sínum - allt upp í 8 stykki í venjulegum smábú! Þetta er virkilega vel búinn bill með fallegt handbragð, ekki síst á innrétt- ingu og sætafrágangi. Hann á að fara í sölu á meginlandinu þegar í þessum mánuði og að sögn talsmanna Bíl- heima hf. er ekki ólíklegt að hann verði á boðstólum í Sævarhöfðanum áður en langt um líður. -SHH Ford Fusion Concept: Með þriggja strokka 110 hestafía vél Ford Fusion Concept er fallega hannaöur bíll og álitlegur lelöarvísir Ford inn I framtíöina. Fyrir utan nýju Fiestuna, sem gerð voru góð skil í DV-bílum 1. sept. sl., frumsýndi Ford nýjan og áhugaverðan hugmyndabíl á bílasýningunni í Frankfurt: Ford Fusion. Með þessum bil sýnir Ford fallega hönnun sem vel mætti ímynda sér að gæti vísað til þess sem kemur með næstu kynslóðum bíla; senn líð- ur að því að önnur kynslóð Focus komi fram þó hann hafi fengið dálitla andlitslyftingu nú til bráðabirgða. Ford Fusion Concept er sýnd- ur í Frankfurt ekki aðeins sem fallegt útlit heldur einnig með áhugaverðri tækni: þriggja strokka 1,1 1 forþjöppuvél, DISI, sem skilar 110 ha. orku. Hún er byggð á þrautreyndri 1,6 1 Zetec- vélinni að breyttu breytanda og bættu bætanda og er orðin svo fyr- irferðarlítil að hún vegur aðeins 100 kg. Forþjappan eykur afköst vélar- innar um 15% en góð eldsneytisnýt- ing, lítil eyðsla og mikil vistmildi næst fram með breytilegum ventla- tima. Með þessari vél kemur einnig ný kynslóð sjálfskipts gírkassa - það er að segja hefðbundins girkassa sem skiptir sér sjálfur og sjálfvirkri kúp- lingu. Kjósi ökumaður það getur hann líka skipt sjálfur handvirkt. Skiptingar af þessu tagi eru sem óð- ast að ryðja sér til rúms en eftir því sem þeim framleiðendum fjölgar sem tileinka sér tæknina tekst betur að útrýma þeim barnasjúkdómum sem tækninni fylgja. Með þvi að nota hefðbundinn gírkassa af þessu tagi, með þeim skiptibúnaði sem Ford hefur þróað, segjast þeir Fordarar hafa bætt spameytni Ford Fusion með þriggja strokka vélinni um 4-8% miðað við heföbundna sjálfskiptingu. -SHH Mikiö var lagt í sýningarsal Volkswagen í Frankfurt. Hér svífa tveir Polo-bíl- ar yfir höföum gestanna. Volkswagen Polo: Með stór, kringlótt augu Volkswagen kynnti á Frankfurt- sýningunni fjórðu kynslóð Polo og þó við fyrstu sýn virðist munurinn ekki mikill er hann þó nokkur þegar betur er að gætt. Meðal annars er skarp- ari útlitsmunur en áður var milli tveggja dyra og fjögurra dyra útfærsln- anna og svo horfir nýi Volkswagen Polo fjögurra huröa - meiri munur er á tveggja og fjögurra huröa Polo nú en áöur. Poloinn út í heiminn með þessum stóru og kringlóttu augum - ef nota má þannig samlíkingu um ljósabún- aðinn. Hann er hærri en þriðja kynslóðin sem hann tekur við af og enn betur búinn. Val er um 5 mis- munandi vélar, þar á meðal annars nýja þriggja strokka 65 ha. vél og tvær dísilvélar. -SHH Citroén C3: Milli Saxo og Xsara Citroén kynnir í Frankfurt nýjan snotran bíl, C3, sem að stærðinni til er mitt á milli Saxo og Xsara. Boðið verður upp á val um fimm vélar, þar af tvær dísilvélar sem gætu komið sér vel þegar búið verður að laga dísilskattinn hérlendis. Sjálf- virkur skiptibúnaður er boðinn með stærstu bensínvélinni. Citroén C3 er með rafmagns-hjálparátaki á stýri, sem í sjálfu sér er eldsneytis- sparandi, en hvað óvirkan öryggis- búnað snertir verður C3 boðinn með allt upp í 6 líknarbelgi! Meðal nýjunga má telja svokallað Modubo- ard, en það er fjölhagaskilrúm sem hægt er í fljótheitum að hólfa far- angursrýmið með eða leggja það flatt í gólfið. C3 ætti að vera vænt- anlegur á markað á næstu mánuð- um. -SHH i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.