Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 1
+ Hallgrfmur Helgason Stefnir að Nóbelnum Tfmamótaviðtal við rithöfund meö markmið Bls. 25 Myndlistin í V E T U R Engin takmörk fyrir tjáningarmáta listamanna Bls. 26 Benedikt Erlingsson Maðurinn sem DÝRATEGUND Viötal við leikstjórann sem fær heilt leikhús fyrir sig Bts. 16 FRAM UNDAN Skáldsögur eftir Ifklegasta sem ólíklegasta fólk Bls. 25 Leiklistin í V E T U R Veröur fjör á fjölunum? Bls. 16 Gunnlaugur Scheving: Hákarlinn tekinn inn (1965). I imjndum hans ríkir hin einstæða íslenska birta sem ásamt myndefninu qerir það að uerkum að mqndir hans þekkjast hvarsem maður mætir þeim. Yfirlitssýning á verkum Gunnlaugs Schevings í Listasafni íslands 2 7.10.-9.12.: Sýningin hefur þann metnaö aö vera yfirlit yfir listferil Gunnlaugs Schevings, alveg frá því um 1930 og fram til verka sem hann vann skömmu fyrir andlátiö 1972. Þetta er eins konar framhald sýningar sem var í safninu 1997 á dánargjöf Schevings, en hann ánafnaöi Listasafni íslands um þaö bil 2000 verk,“ segir Ólafur Kvar- an, forstöðumaöur Listasafns íslands og sýningarstjóri stórr- ar yfirlitssýningar á verkum Gunnlaugs Schevings sem verö- ur opnuð í safninu 20. október. Sýningin 1997 var sú fyrsta f safninu eftir að Ólafur Kvaran tók við þvf og lagði áherslu á að gefa innsýn f sköpunarferli verka Schevings. „Þar sýndum við skissur, teikningar, vatnslita- myndir - undirbúningsmyndir undir þessi stóru olíumálverk," segir Ólafur. „Nú verða ein- göngu sýnd málverk en þessar tvær sýningar á verkum hans, 1997 og 2001, mynda eitt metnað- arfyllsta rannsóknarverkefni sem við höfum ráðist f hér á safninu.“ - Hvert er að þfnu mati höfuðframlag Gunn- laugs Schevings til fslenskrar myndlistar? „Það sem gefur honum tvfmælalaust mikla sérstöðu f fslenskri myndlist er að hann fjallar alltaf um manneskjuna, alveg frá upphafi á fjórða áratugnum,“ segir Ólafur, „hvort sem hann sýnir hana á stórsniðnum sjávarmyndum, f sveitasamfélaginu eða f tengslum við þjóð- trúna. Manneskjan er miðlæg fverkum hans.“ - Þó telst hann ekki til raunsæismanna f myndlist? „Nei, á fjórða áratugnum er hann mótaður af expressjónisma þess tfma en sfðar er hann fyrst og fremst mótaður af viðhorfum innan módernismans sem koma fram til dæmis hjá Picasso og Léger, þessari ffgúratívu myndlist sem vex fram í Evrópu upp úr 1920. Það er inn- an þess ramma sem Scheving þróar sitt mjög svo persónulega tjáningarform.“ - Hver finnst þér vera staða hans f 20. aldar myndlist á Islandi? „Annars vegar er hann listamaður sem vinn- ur með mjög sterka frásögn - hann er frásagn- armálari sem fjatlar um fslenskan veruleika - hins vegar hefur hann nýtt sér f rfkum mæli bæði hugmyndalega og formræna ávinninga módernismans. Það gefur honum ákveðna sér- stöðu.“ - Myndirðu raða honum meðal - segjum - fimm bestu málara 20. aldar á Islandi? Ólafur bregst vel við svona blaðamannslegri spurningu: „Ég tel hann tvímælalaust meðal okkar allra bestu myndlistarmanna og efnistök hans, hvernig hann vinnur með myndefni sitt - manninn - fólfku samhengi, gera hann afar sér- stakan. Um leið tvinnar hann myndefnið svo vel inn f alþjóðlegt samhengi. Mig minnir að Erró hafi einu sinni sagt f viðtali að maður þekkti Scheving alls staðar, verk hans væru svo sérstök - og það hafa margir þá reynslu." Sýningin stendur f Listasafni Islands til 9. desember. Minna má á að 2. október hefst nám- skeið um Gunnlaug Scheving og list hans á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Is- lands og Listasafnsins. Umsjón hefur Margrét Elfsabet Ólafsdóttir en kennarar verða Gunnar Árnason heimspekingur, Guðbergur Bergsson rithöfundur, Viktor Smári Sæmundsson for- vörður, Júlfana Gottskálksdóttir listfræðingur og Ólafur Kvaran. Skráning fsfma 525 4444 eða á póstfangi endurmenntun@hi.is. -SA MENNING ZODl/ZODZ 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.