Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 31 I>V Sport DV-Sport fer yfir efnilegustu unglingana: Efnilegar stelpur - Ragnhildur Guðmundsdóttir úr FH sú efnilegasta hjá stelpum 17 ára og yngri Síðasta mánudag birtum við lista yfir efnilegustu stelpurnar í handboltanum á aldrinum 18-19 ára. Núna er komið af stelpum sem eru 17 ára og yngri og er af nægu að taka þar sem margar stelpur eru mjög svo efnilegar og er gaman að sjá þær framfarir sem eru hjá stelpum i dag. Tvö ár meö meistaraflokki DV-sport fékk Ágúst Jóhanns- son, unglingalandsliðsþjálfara kvenna, aftur með sér í lið og má sjá hér til vinstri allar þær efni- legustu og umsögn á fyrstu tíu en síðan koma þær sem eru þar rétt á eftir. Þann lista leiðir FH-ingurinn Ragnhildur Guðmundsdóttir en Ragnhildur hefur, þrátt fyrir ung- an aldur, verið að leika með meistaraflokki FH undanfarin tvö timabil. Þá hefur hún bæði leikið Umsjón: Benedikt Guðmundsson með 20 ára landsliðinu sem og 18 ára liðinu. Ragnhildur er dóttir Guðmundar Karlssonar sem þjálf- ar meistaraflokk karla hjá FH og þarf því ekki leita langt til að fá ráðleggingar. Næst á eftir henni kemur Elísa- bet Gunnarsdóttir úr Stjörnunni en hún er mjög efnilegur linu- maöur. Elísabet hefur einnig ver- ið að leika með U-20 og U-18 þrátt fyrir að vera nokkuð yngri en aðrir leikmenn liðsins. Fylkir meö efnilegar stelpur Það er gaman að sjá að Árbæj- arfélagið Fylkir á tvær stelpur á topp 10-listanum en Fylkir hefur ekki verið áberandi í kvenna- handbolta en virðist eiga mikið af efnilegum stelpum. Sé tekið mið af 20 manna list- anum þá á Stjarnan úr Garðabæ flesta leikmenn eða alls sex tals- ins. -Ben Hi Þær Ragnhildur Guömundsdóttir úr FH og Elísabet Gunnarsdóttir úr Stjörnunni eru tvær efnilegustu handboltastelpurnar á landinu í dag hjá stelpum 17 ára og yngri. DV-mynd Ben 20 efnilegustu - handboltastelpurnar - 17 ára og yngri 1. Ragnhildur Guðmundsdóttir (1984) FH Öflug skytta sem getur einnig leikið á miðju. Hún er líkamlega sterk miðað við aldur og hefur yflr að ráða fjölbreyttum skotum, hún hefur jafnframt gott auga fyrir línuspili. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún öðlast þó nokkra reynslu, hún hefur leikið með m.fl. hjá FH síðustu tvö ár og einnig hefur hún leikið bæði með U-18 og U-20 ára landsliðinu. 2. Elísabet Gunnarsdóttir (1984) Stjarnan Ein af efnilegustu línumönnum landsins. Hennar helstu styrkleikar eru líkam- legur styrkur og góður leikskilningur, það er erfltt að stoppa hana ef hún fær bolt- ann. Hún þarf að bæta sig í varnarleik. Hún hefur tekið miklum framforum síð- ustu ár og hefur alla burði til að ná langt. Eins og Ragnhildur hefur hún bæði leikið með U-18 og U-20 ára landsliðinu. 3. Helga Dóra Magnúsdóttir (1984) ÍR Efnilegur markvörður sem hefur bætt sig mikið síðustu ár. Hún er hávaxin með góða snerpu og flnar staðsetningar. Hún þarf að bæta sig töluvert tæknilega en ef hún heldur áfram að leggja jafn mikið á sig hefur hún alla burði til að ná langt. 4. Eva Margrét Kristinsdóttir (1985) Grótta/KR Eva er hávaxin og líkamlega sterkur leikmaður, hún hefur æft línu og skyttu síðustu ár en er farin að einbeita sér meira að skyttunni. Hún er öflug skytta og sterkur varnarmaður, ef hún bætir við sig snerpu og kraft verður hún erfið viður- eignar í framtíðinni. 5. Geröur Rún Einarsdóttir (1985) Grótta/KR Gerður er sterk maöur á mann, jafnframt er hún með góð gólfskot. Hraði og snerpa eru hennar stærstu kostir. Hana skortir áræðni við að taka af skarið og einnig mætti hún bæta sig í vörn. 6. Helga Björk Pálsdóttir (1984) Fylkir Helga Björk er hávaxin skytta sem erfitt er að stoppa í loftinu. Hún er góð í gegnumbrotum en hún þarf að styrkja sig töluvert líkamlega. 7. íris Dögg Haröardóttir (1985) ÍR Öflug skytta með gott auga fyrir línuspili. Hana skortir meiri fjölbreytileika og einnig þarf hún að styrkja sig meira líkamlega. 8. Olga Hrönn Jónsdóttir (1984) Fylkir Efnilegur hornamaður sem hefur vaxið mikið sem leikmaður undanfarið. Hún er sterk maður á mann og nýtir færin sín vel. 9. Sólveig Lára Kjærnested (1985) Stjarnan Teknískur hornamaður með skemmtilegar hraðabreytingar, hún er með fjöl- breytt skot og nýtir færin sín vel. Hún þarf að styrkja sig mikið líkamlega. 10. Jóna Kristín Heimisdóttir (1984) FH Efnilegur leikmaður sem stendur alltaf fyrir sínu og getur leikið allar stöður fyrir utan. Hún er sterk maður á mann en mætti vera fjölbreyttari í skotum. Næstar inn á listann: 11. Dagmar Ýr Arnardóttir (1985) Stjarnan, 12. Margrét Lára Viðarsdóttir (1986) ÍBV, 13. Rakel Bragadóttir (1986) Stjaman, 14. Valgerður Árnadóttir (1984) Víkingur, 15. íris Sverrisdóttir (1985) ÍR, 16. Anna Úrsula Guðmunds- dóttir (1985) Grótta/KR, 17. Arna Gunnarsdóttir (1986) Stjaman, 18. Björk Gunnarsdóttir (1986) Stjarnan, 19. Ásta Gunnarsdóttir (1984) Fjölnir, 20. Hrönn Kristinsdóttir (1984) Fylkir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.