Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Side 20
34
MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001
Andri Sigþórsson.
Andri með heilahristing
Andri Sigþórsson
fór ekki meö liði
sinu, Molde, til
Óslóar í fyrrakvöld
og tók ekki þátt í
viðureign liðsins
við Stabæk í gær.
Ástæðan er að á æf-
ingu fyrir helgi
lenti Andri í sam-
stuði vð einn félaga
sinna og lá óvígur
eftir með heilahrist-
ing. Læknir liðsins
tók þá ákvörðun að
ekki kæmi til greina
að Andri léki gegn
Stabæk svo fljótt eft-
ir höfuðhöggið. Það
er leitt fyrir þá Is-
lendinga sem voru á
Nadderud og ætluðu
að fylgjast með
Andra í leik með
Molde. Það sem er
kanski verst fyrir
Andra er að milli
tuttugu og þrjátíu
sendisveinar frá
liðum á Englandi,
Þýskalandi og Italíu
verða í Bekkestua í
dagtilþessað fylgj-
ast með leiknum.
-GÞÖ
Guðfinnur Kristmannsson skoraði
J fimm mörk og þar af eitt úr víti þegar
lið hans, GIK Wasaiterna, vann IF Guif
20-14 í sænsku úrvalsdeildinni í hand-
knattleik á laugardag. Wasaiterna er í
fimmta sæti með fimm stig eftir fimm
leiki en liðin bæði fyrir ofan og neðan
eiga flest einn leik til góða á Guðfinn og
félaga.
Michael Jordan virðist vera aö ná sér
rækilega á strik eftir endurkomuna I
NBA-deildina. Kappinn skoraði 18 stig
á 12 mínútum þegar Washington Wiz-
ards sigruðu Miami Heat 99-79 í æfinga-
leik í fyrrinótt. Jordan hitti úr sjö af tíu
skotum sínum utan af velli og úr öllum
Qórum vítaskotum sínum.
Bandaríkjamaðurinn Mike Tyson vann
í fyrrakvöld Danann Brian Nielsen í
þungavikt hnefaleika á Parken í Kaup-
mannahöfn. Það var fyrir 7. lotu sem
úrslitin réðust þegar dómarinn ákvað
að best væri fyrir Nielsen að halda sig
bara í horninu og byrja ekki lotuna.
Daninn mun hafa sagt dómaranum að
hann sæi vart út um vinstra auga.
Áhorfendur voru ekki ánægðir með
ákvörðun dómarans en þeirra elskuleg-
ur ofur-Brian gekk í gegnum ansi harð-
ar barsmíðar þar til ákvörðunin var
tekin og virtist ekki geta vikið sér und-
an höggum Tysons. Nielsen fór einu
sinni í gólfið og það strax í 2. lotu.
Dino Zoff fyrrverandi þjálfari Lazio og
ítalska landsliðsins, hefur lýst yfir
áhuga sínum á að taka við stöðu lands-
liðsþjálfara Skota en Craig Brown var
sagt upp störfum fyrir viku. „Ég vil fyr-
ir alla muni komast aftur í boltann og
þessi staða vekur áhuga minn,“ segir
Zoff sem hefur verið atvinnulaus síðan
Lazio sagði honum upp fyrir skömmu.
„Það væri stórt skref að flytja til annars
lands en ég er tilbúinn að gera það ef
ástandið er mér að skapi.“
Gústaf Bjarnason skoraði fjögur mörk
þegar lið hans Minden sigraði Solingen,
24-30, á útivelli i þýska handboltanum
á laugardag, Ölafur Stefánsson
skoraði fimm mörk i stórsigri
Magdeburg á Post Schwerin, 35-19 og
Sigurður Bjarnason var með átta
mörk í 27-29 sigri Wetzlar á Willstátt á
útivelli. Essen lék ekki um helgina.
Bandarikjamaðurinn Maurice Greene,
spretthlauparinn litríki, hefur ákveðið
að láta sauma handa sér keppnisbúning
í fánalitunum til þess að sýna foður-
landsást sína. Greene var, ásamt félög-
um sínum, gagnrýndur fyrir það að
sýna fánanum óvirðingu á Ólympíu-
leikunum í Sydney eftir sigur þeirra í
4x100 m boðhlaupi. Þeir notuu fánann
sem höfuðbúnað að hætti araba og not-
uðu hann sem bakgrunn við ýmsar
uppstillingar fyrir ljósmyndara. Ný
alda þjóðernishyggju í Bandaríkjunum
í kjölfar hryðjuverkanna í síðasta mán-
uði hefur náð til Greene sem vill heiðra
fánann á þennan hátt.
Geir Kristinn Aðalsteinsson, horna-
maður Þórsara í Nissandeild karla,
verður frá keppni í um mánuð eftir að
i Ijós kom að hann hafði riflð kross-
band. Frá þessu var gre'int á vefsíðu
Þórsara. Þetta er nokkur blóðtaka fyrir
nýliðana þar sem Geir hefur verið einn
af sterkustu mönnum liðsins og skoraði
10 mörk úr 11 skotum í fyrstu 2 leikjun-
um.
Velsverjinn lan Woosnam varð í gær
heimsmeistari í holukeppni i golfi þeg-
ar hann sigraði Irann Padraig Harr-
ington í úrslitum á Wentworth-vellin-
um á Englandi. Woosnam átti tvær hol-
ur á Harrington þegar ein var óleikin.
Woosnam, sem er 43 ára, varð elsti
maðurinn til að vinna titilinn sem
hann vann einnig 1987 og 1990 en þetta
var fyrsti stóri sigur hans í meira en
fjögur og hálft ár. Harrington er orðinn
vanur því að vera í öðru sæti, hann hef-
ur gert það á sjö stórum mótum á ár-
inu.
Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðs-
ins Chelsea hafa ákveðið að fela leik-
mönnum það að ákveða hvort þeir fara
með liðinu til ísrael til aö leika við
Hapoel Tel-Aviv í Evrópukeppni félags-
liða á fimmtudag. Þessa ákvörðun tek-
ur félagið í ljósi atburða í Mið-Austur-
löndum undanfarið og því má búast við
að einhverra verði saknað í leiknum.
-ÓK/ÓÓJ
Skagamenn fullkomnuðu eftir-
minnilegt Skagasumar í fótboltan-
um með því að fá öll þrjú stærstu
einstaklingsverðlaunin á lokahófi
Knattspyrnusambandsins sem var
haldið á fóstudagskvöldið.
Hjörtur Hjartarson hóf kvöldið á
að taka við gullskónum og i lok
þess eignuðust Skagamenn einnig
besta leikmann mótsins í fyrirliða
sínum, Gunnlaugi Jónssyni, sem og
þann efnilegasta, í Grétari Rafni
Steinssyni.
Gunnlaugur varð þriðji vamar-
maðurinn á fjórum árum til þess að
hljóta þessi verðlaun og ennfremur
sjötti Skagamaðurinn sem er met.
Þá var Gunnlaugur fyrsti fyrirliði
íslandsmeistaraliðs í sex ár sem er
kosinn bestur en síðastur á undan
honum til að leika þann leik var
Ólafur Þórðarson, núverandi þjálf-
ari hans, meö ÍA 1995. Grétar Rafn
varð aftur á móti fyrstu miðjumað-
urinn í tíu ár sem er kosinn sá efni-
legasti og Skagamenn eru jafnframt
það félag sem oftast hefur haft þann
efnilegasta innan sinna raða en
þetta var í fimmta skipti.
Hjörtur fékk eins og áður segir
gullskóinn, Ásmundur Arnarsson,
Fram, fékk silfurskóinn og Þórar-
inn Kristjánsson, Keflavik, brons-
skóinn þar sem hann spilaði færri
mínútur en Grétar Hjartarson,
Grindavik.
Olga kosin í annaö sinn
Olga Færseth var kosin leikmað-
ur ársins í kvennaflokki í annað
sinn á fjórum árum, en Olga fékk
einnig gullskóinn fyrir þau 28 mörk
sem hún gerði fyrir KR i 14 deildar-
leikjum sumarsins. Dóra Stefáns-
dóttir úr Val var kosin efnilegasti
leikmaðurinn hjá stelpunum en
hún var ekki á lokahófinu þar sem
hún er nú í aðalhlutverki hjá ung-
mennalandsliðinu sem er að gera
góða hluti þessa dagana í Rúss-
landi.
Olga varð fyrsti leikmaðurinn í
sex ár í kvennaflokki sem er kosinn
þrátt fyrir að vera ekki í meistara-
liði.
Olga fékk eins og áður segir gull-
skóinn, Pauline Hamill, ÍBV, fékk
silfurskóinn og Bryndís Jóhannes-
dóttir, ÍBV, fékk bronsskóinn þar
sem hún spilaði færri mínútur en
Hrefna Jóhannesdóttir, KR.
Fimm lið áttu leikmenn í liði árs-
ins í karlaflokki, Skagamenn þá
flesta eða þrjá en FH, Grindavík,
ÍBV og Fylkir áttu öll tvo leikmenn
hvert. Liðið var annars þannig
skipað: Birkir Kristinsson, ÍBV,
Hilmar Björnsson, FH, Gunnlaugur
Jónsson, ÍA, Hlynur Stefánsson,
ÍBV, Ólafur Órn Bjarnason, Grinda-
vík, Sinisa Kekic, Grindavík, Ólaf-
ur Stígsson, Fylki, Heimir Guðjóns-
son, KR, Grétar Rafn Steinsson, ÍA,
Sævar Þór Gíslason, Fylki og Hjört-
ur Hjartarson, ÍA. Ólafur Þórðar-
son, þjálfari Islandsmeistara Skaga-
manna, var síðan kosinn þjálfari
ársins.
Fimm lið áttu leikmenn í liði árs-
ins í kvennaflokki, Blikar flesta eða
fjóra en KR átti þrjá. Liðið var ann-
ars þannig skipað: Þóra Björg
Helgadóttir, Breiðabliki, Björg Ásta
Þórðardóttir, Breiðabliki, Eva Sól-
ey Guðbjörnsdóttir, Breiðabliki,
Auður Skúladóttir, Stjörnunni,
Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Val, Ás-
dís Þorgilsdóttir, KR, íris Sæ-
mundsdóttir, ÍBV, Edda Garðardótt-
ir, KR, Dóra Stefánsdóttir, Val,
Sarah Pickens, Breiðabliki og Olga
Færseth, KR.
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari
íslandsmeistara Breiðabliks, var
síðan kosinn þjálfari ársins.
Kristinn Jakobsson var valinn
dómari ársins fjórða árið I röð og í
sjötta sinn á átta árum en auk þess
að standa sig vel hér heima hefur
hann verið að sanna sig á erlendri
grundu líka.
Róbert Magnússon, FH og Mar-
grét Ákadóttir, Breiðabliki, fengu
síðan háttvisisverðlaun einstak-
linga hjá KSl og Fylkir í karlaflokki
og Breiðablik í kvennaflokki fengu
þau sem lið. -ÓÓJ
Þau bestu og efnilegustu í ár. Talið frá vinstri: Gunnlaugur Jónsson, ÍA, besti leikmaöur íslandsmóts karla, Olga Færseth, KR besti leikmaöur íslandsmóts kvenna,
Rósa Júlía Steinþórsdóttir, fyrirliöi Vals sem tók viö verðlaunum Dóru Stefánsdóttur, efnilegasta leikmanns íslandsmóts kvenna, sem var aö keppa meö íslenska
unglingalandsliöinu í Rússlandi og aö lokum Grétar Rafn Steinsson, ÍA, efnilegasti leikmaöur íslandsmóts karla. DV-mynd EinarJ
Skagasumar
- Gunnlaugur Jónsson, ÍA og Olga Færseth, KR, valin bestu leikmenn ársins
Arni Gautur ekki á leið frá Rosenborg
Arni Gautur Arason átti frábæran
leik i markinu hjá Rosenborg þegar lið-
ið sótti Lilleström heim á Árásen í úr-
slitaleiknum um meistaratithinn í
norsku úrvalsdeildinni. Leikiö var fyr-
ir framan 12 þúsund áhorfendur, þar af
fjölmarga njósnara frá evrópskum iið-
um, byijuðu heimamenn betur en eftir
að Árni Gautur varði, einn á móti
áströlsku markamaskínunni, komust
meistararnir meira inn i leikinn og í
leikslok höfðu þeir komið annarri
höndinni á meistaratitilinn eftir 1-2
útisigur á spútnikliði sumarsins, Lil-
leström, sem flestir spáðu erfiðri fall-
baráttu í sumar. Sigurd Rusfelt og
Frode Johnsen skoruðu fyrir Rosen-
borg áður en fyrirliðinn, Torgeir Bjar-
man, minnkaði muninn fyrir Lille-
ström fimm mínútum fyrir leikslok.
Árni Gautur var að vonum ánægður
með sigurinn. „Jú það var mjög mikil-
vægt fyrir okkur að vinna þennan leik.
Nú er áframhaldiö í okkar eigin hönd-
um. Það er gott að þurfa ekki að treysta
á hjálp frá andstæðingunum."
Þið eruð nánast búnir að tryggja
ykkur tíunda titilinn i röð. Hvernig
er tilfinningin hjá liðinu eftir slik-
an árangur?
„Við erum ekki öruggir ennþá en
getum tryggt okkur titilinn á heima-
velli í næstu umferð þegar við mætum
Stabæk. Við getum ekkert leyft okkur
að slaka á fyrr en sá leikur er búinn og
þá aðeins ef við vinnum hann. Við
þurfum minnst tvö stig til að tryggja
okkur."
Þaö var sægur af sendiboðum frá lið-
um í Evrópu sem fylgdist með Lil-
leström og Rosenborg, m.a. átti Arsenal
sina' fulltrúa á Árásen sem fylgdust
með Árna Gauti.
„Ég hef ekkert heyrt sjálfur en eins
og aðrir þá les ég fréttirnar af sjálfum
mér bara i blöðunum. Meðan ég heyri
ekkert er ég ekki á leið í burtu. Ég er
mjög ánægður hjá Rosenborg og þarf
því ekkert að flýta mér neitt annað.“
-GÞÖ
.niistf: )iiaUindsJt.