Alþýðublaðið - 22.11.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.11.1921, Blaðsíða 2
a ALÞtfÐ0BLAÐ1Ð Vetrarstígvél fyrir börn íást í kiásil á Laagaveg 17 i t Helgi: Nei, þeir korau sumir á þessu tímabili. Eg: Voru fleiri trachoma sjúkl- ingar þarna þegar þér fóruð það- an en þegar þér komuð. Helgi: Það man eg bara ekki. Eg: Þér haflð sagt, að aldrei sé hægt að fullyrða, nema að sjúklingur, sem veikin heflr verið stöðvuð í, geti smitað frá sér. En finst yður ekki sennilegast að sjúkdómurinn hætti að smita, eftir að hann er stöðvaður? Helgi: Sennilega smitar hann ekki frá sér. Ó. F. Réttlæti. Æðstu stjórn landsins heflr orðið það á, að fremja glappaskot í fljótfærni. Glappaskot þetta hefði leitt af sér mikið ranglæti, hefði það komist í framkvæmd, og kom- ið harðast niður á munaðar- og varnarlausum dreng. Fjöldí bæjar- búa hefir tekið málstað drengsins, ' tekið málstað lítilmagnans gegn ofureflinu, af einskærri réttlætis- tilflnningu. Hafa þeir hindrað lög- regluna í að koma fram ranglæti þessu með valdi. Þetta heflr nokkr- um broddborgurum bæjarins með Morgunblaðið í fararbróddi orðið mikill þyrnir í augum, tala þeir um ofbeidi, óstjórn og jafnvel byltingu, ofbeidi hafi beitt verið gegn stjórninni og Iög landsins fótum troðin, af þessari ástæðu muni alt fara i hundana, verði skipun stjórnarinnar um útflutning drengsins ekki framkvæmd, og þeir er staðið hafi í vegi fyrir lögreglanni Iátnir sæta ábyrgð, samkvæmt 52 ára göraium hegn iugarlögum. Er nú þetta sem hér hefír farið fram hættulegt þjóðfélag- inuf Borgararnir haiá tekið sérdóm og framkvæmdarvald, í mannúðar- og téttlætismáii, í máli, sem þeir álitu að fremja væri stór glæp með að fylgja til streytu, frá hendi yflrvaldanna. Er ranglætið ekki átumein, hvaðan sem það kemurf Er það nokkuð betra, þó það eigi að fremja af stjórnarvöldum lands- ins. Nei, það er það ekki. Það er miklu hættulegra fyrir þjóðfé- lagið, þegar stjórnarvöldin fremja opinberlega ranglæti, að þjóðin þegi við slíku, heldur en þó hún komi í veg fyrir, að það nái fram að [ganga. Er það mælikvarði á siðgæðismeðvitund þjóðarinnar, þegar hún mótmælir af alefli hvers- konar ranglæti, og gefur því betri vonir um göfgi hennar, sem mót- mæiin eru almennari. Þeir, er hampa þeirri skoðun, að við ráðstöfunum yfírvaldanna megi ekki hrófla, hljóta aðganga út frá því sem gefnu, ,að stjórnar- völdin séu óskeikul og alvitur, þau séu einskonar guðir, sem enga vitleysu geti gert, og dómar þeirra einskonar guðsdómur. Þetta er hugsunarháttur aftan frá miðöld- um, þegar húm fáfræðis og ment- unarleysis hvíldi yfir þjóðunum. (Sbr. óskeikulleiki páfans í Róm). Við vitum, að þeir sem í stjórn sitja eru menn eins og við, og þeim getur [skjátlast og skjátlast oft j eins og öðrum dauðlegum mönnum. En hvers vegna þá, að Ieyfa þeim að fremja ranglæti, fremur en Pétri og Páli. Það er engin ástæða til þess, og verður heldur ekki gert. Stjórnin hefir eftir fljótfærnis- Iegum tillögum tveggja lækna framið yflrsjón. Er það ekki göfug menska, að viðurkenna sínar eigin yflrsjónir, og fyrst þeir sem þessu hafa ráðið eru mældir á sama kvarða og aðrir, er þeim þá ekki meiri sómi f. að viðurkenna sem fyrst, að þeir hafi haft á röngu að standa, úr því að allur almenn- ingur veit það og sér. Hér er ekki verið. að hvetja til neinnar uppreisnar, og vandræði / vilja menn fotðast í lengstu Iög, en hin sterka réttar- og siðgæðis- meðvitund þess mannfjölda, er tekið hefir að sér að verja mál þetta, mun aldrei leyfá, að þv§ verði framkomið, að drengurinn fari úr landi. Þetta eru alt ftið- samir borgarar, ef ekki er á þá ráðist, svo að vandræði munu einungis af þessu hljótast, haldii stjórnin ranglætinu til streytu. Borgari Mb iagisut «g ycgin. Gullfoss fer til Vestíjarða í kvöld. Meðal farþega er Finnur Jónsson póstmeistari. Sú saga gengur um bæinn að Sjómannafél. hafi haldið fund og þar h?fi átt að vera samþykt að |styðja ekki Ólaf Friðriksson i þessu umtalaða máli. Þetta er auðvitað tilbúningur einn, þvf Sjómannafél. hefir engan fund haldið síðan 6. nóv. og tillaga sem þessi mundi aldrei hafa verið samþykt þó fundur hefði verið haldinn Sjómaður. Jón Porláksson bæflt. talar í kvöld um húsbyggingar, á fundi sem Iðnarmannafélagið heidur f Iðnó kl. 8. Willemoes er kominn tii Hafn- arfjarður með kol og steinolfu tií Landsverzlunarinnar, er hann vænt- anlegur hingað í kvöld, og fer héðan norður um land til út- landa. Lagarfoss er nýfarinn frá Leith kemur hingað norðan um land. Söngæflng í Braga kl. 8 í kvöld, Kveikja ber á bifreiða- og reiðhjólaljóskerum eigi sfðar ec kl. 4V4 í kvöld. Alþýónmenn verzla að öðra jöíhu við þá sem augiýsa í blaðl þeirra, þess vegna er bezt að auglýsa í Aiþýðublaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.