Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 28
32 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 Tilvera I>V Til minningar Margrét Jónsdóttir opnar einka- sýningu í Listasafni Islands á morg- un kl. 16. Hún nefnist IN MEMORI- AM og er tileinkuð nýlátnum ætt- ingjum Margrétar sem höföu áhrif á hana sem listamann, þeim Jóhönnu Hannesdóttur, móður hennar og Guðmundi Benediktssyni mynd- höggvara, fóðurbróður hennar. Margrét hefur dvalið undanfarin gögur sumur við listsköpun í París og verkin á sýningunni eru afrakst- ur þeirrar dvalar. Þau eru unnin með eggtemperu og olíulit á pappír út frá hugleiöingu um okkar lífsævi og verðmætamat. Ást í víðum skilningi Norræni skjaladagurinn er á morgun. Þema hans er ást og lögð verður áhersla á að sýna gögn um föðurlandsást, ást til maka og skyld- menna, umhyggju fyrir náungan- ;m, ræktarsemi við heimabyggð eða skóla og náttúrudýrkun, svo eitthvað sé nefnt. í tilefni dagsins mun starfsfólk skjalasafna víða um land hafa opið hús og leiðbeina gest- um sem vilja fræðast um uppruna sinn eða annað það sem söfnin geyma. Einnig verður tekið á móti gögnum ef því er að skipta. Þjóð- skjalasafn íslands á Laugavegi 162 verður opið frá 11-16 og þar verður kaffi á könnunni. Mótað í leir og tálgað í tré Vetrarsýning í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar verður opnuð um helgina. Hún er tvískipt; annars vegar eru tímamótaverk Sigurjóns frá ýmsum skeiðum á listferli hans og hins vegar frjáls verk, þar sem listamaðurinn gaf ímyndunaraflinu lausan tauminn og lífsgleði og kímni eru allsráðandi. Sigurjón hafði mörg ólík vinnubrögð á valdi sínu og vann af sömu snilld hvort sem hann mótaði andlitsmynd í leir, hjó í stein eða tálgaði í tré. Sig- urjónssafn er opið um helgar milli kl. 14 og 17. Smáauglýsingar 550 5000 Gönguleíðir Gönguferð við Grindavík: Að Þjófagjá og Gálgaklettum „Reykjanesið er fjölbreytilegasta en jafnframt vannýttasta útivistar- svæði landsins. Sennilega vegna þess hversu nálægt þéttbýlinu þaö er,“ segir Ómar Smári Ármanns- son rannsóknarlögreglumaöur. Hann hefur, ásamt öðrum, farið í 173 gönguferðir um nesið undan- farin misseri og sjaldnast á sama staö. í þeim ferðum hefur hann skoðað allar náttúru- og söguminj- ar á svæðinu sem þekktar eru og kann að lýsa þeim: „Þarna eru minjar frumbúsetu og menningar- sagan frá upphafi. Fornmannagraf- ir, letur- og rúnasteinar, brýr og gamlar þjóðleiðir. Sjá má ræturnar og þróunina ljóslifandi, aöstæður fólks og lifnaðarhætti í gegnum aldimar - bara ef gengið er um svæðið með augun opin. Strandirn- ar með húsatóttum, brunnum, sjó- búðum, vörum, naustum, þurrk- görðum, fiskibyrgjum, flórgólfum og fúnum árabátum og innlandið með seljunum 100 og fjárborgunum 45, sem enn má sjá móta fyrir, auk stekkja, kvía, fjárhella, nátthaga, rétta, varða o.fl. Þá eru náttúru- minjarnar ótaldar, s.s. eldgigar, hrauntraðir, hellar, skútar og vatnsstæði eða bara minjar seinni tima, s.s. skotbyrgi, skotgrafir, flugvélaflök eöa bátabrak." Grindavík stór- merkilegur staður Ómar Smári segir Grindvíkinga hafa stór- merkilegt land undir fót- um sér. Staðarbrunninn, Kóngshelluna, Virkið og Tyrkjabyrgin í Sund- vörðuhrauni að vestan- verðu og Hópsnesið, þurrkgarðana í Sloka- hrauni, Kapellulána, Ægissand, Fagradals- Qall, fiskibyrgin við ís- ólfsskála og útræðin á Selatöngum að austan- verðu. „Allt eru þetta staðir sem bjóða upp á mikla möguleika," segir hann. Nú ætlar hann að lýsa gönguleið þarna í ná- grenninu og byrja við Bláa lónið: „Fyrst fiörum við aö Skipsstíg, þjóð- leiðinni milli Njarðvíkur og Grindavíkur og skoð- um Dýrfinnuhelli, sem samnefnd kona hélt til í eftir að Tyrkir réðust að Grindvíkingum árið 1627. Svo lítum við á þann hluta Skipsstígsins, sem gerður var upp, sennilega í atvinnubóta- vinnu, eftir aldamótin 1900 og hefur átt að veröa til sam- göngubóta á sínum tíma. Þaðan höldum við að Baðsvellaseli, norð- an Þorbjamarfells. Þar má enn sjá tóft selsins, sem síðar var flutt upp á Selsvelli, undir Núpshlíðarhálsi, vegna ofbeitar." Hnýtti ermar og skálmar Nú mælir Ómar Smári með því að ganga á Þorbjamarfell, upp í Þjófagjá (Ræningjagjá) og leiðir hugann að löngu liðnum atburð- um: „Þama uppi segir þjóðsagan aö illvígir ræningjar hafi haldið til og herjað á byggðina allt þar til einn heimamanna gekk til liðs við þá. Sá lét yfirvöld vita af væntan- legum ferðum þeirra til heitra baða neðan fellsins, hnýtti saman ermar þeirra og skálmar og tafði þá uns þeir vom teknir höndum og hengdir í Gálgaklettum, sem þarna eru næmi. Næst er haldið áleiðis niður einstigið. Þaðan blasir Grindavík við. Hægt er að ganga aö Gálgaklettum, síðan með Svartsengisfjalli, að Amarseturs- Heillegar hleöslur Mörg áhugaverð steinbyrgi eru í hrauninu í grennd við Bláa lónið. Leiöin liggur um hraunstíga og fell. hrauni eftir gömlum stíg norður hraunið. Þessi stígur er óvarðaður og kemur ekki fram á gömlum þjóðleiðakortum. Á honum eru hins vegar hlaðnar brýr og vandað til allra verka. Búið er að eyði- leggja stíginn að mestu að norðan- verðu en hann liggur þó heill lang- leiðina aö nokkrum heilum og mjög vel hlöðnum steinbyrgum inni í hrauninu. Þar er talið aö vegagerðamenn hafi haldið hross sín þegar þeir lögðu gamla Grinda- víkurveginn gegnum hraunið, um 1920. Húsin eru mosagróin og falla gjörsamlega inn í landslagið svo erfitt er að greina þau úr nokkurra metra fjarlægð. Skammt norðar er Dátahellir. Þar fundu hermenn beinagrind, hníf, beltissylgju og fataleppa um 1967. Ef haldiö er í norður þaðan er komið að enn Rannsóknarlögreglan! Það leynist margt í hrauninu, ekki síst í nágrenni við gömlu brugghell- ana. Hér hefur Ómar Smári fundið flösku. einu steinhúsinu i hrauninu. Skammt austar er skemmtilega hlaðinn hellir, sem notaður var til þarfaþinga áður fyrr, svo sem bruggerðar. Það- an væri hægt að halda til suðurs yfir að Arnar- setri, skoða gíginn og fal- legu hraunrásina eða fara til vesturs og siðan suður stórbrotið hraunið að Bláa lóninu. Meiri fródleik Þessa göngu segir Ómar Smári taka 3-4 klukkustundir og með svona leiðarlýsingu er hún orðin sannkölluð söguganga. Hann vill þó vita meira! „Reynsla okkar hefur sýnt að margt eldra fólk býr yfir miklum fróðleik um sög- ur og sagnir, staði og minjar sem líklegt er að glatist að því gengnu," segir hann og klykkir út með smáauglýsingu: „Ef einhver í Grindavík eða annars staðar kann skil á steinhúsunum í Arnar- seturshrauni, tilgangi þeirra og notkun, væri gaman að heyra frá hon- um.“ -Gun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.