Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 DV % _________________37 Eiríkur á föstudegi ... með einum af fjölmörgum nemendum á Bifröst. Brillerar á Bifröst Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra sló í gegn á fjölmennum fundi sem hann hélt með nemendum Við- skiptaháskólans á Bifröst í vikunni. Guðni mætti á fundinn i fylgd bíl- stjóra og aðstoðarmanns og kom víða við í langri ræðu. Sagði meðal annars að þeir sem óttuðust að islenskar kýr yrðu norskar ef leyfðir yrðu norskir fósturvísar gætu eins haldið því fram að íslenskir kjúklingar væru ítalskir. Þegar Guðni yfirgaf fundinn voru flesti fundarmenn orðnir framsóknar- menn. Nýtt kaupfélag Hinn 1. desem- ber verður opn- aður nýr veit- ingastaður á Laugavegi 3 þar sem Búnaðar- bankinn var áður til húsa. Staðurinn verður á tveimur hæð- um og þar verð- ur „...góður mat- ur, tónlist, nettengdar tölv- ur og verslun með fágæta muni,“ eins og Friðrik Weisshappel, fram- kvæmdastjóri staðarins, orðar það. Veitingastaðurinn hefur hlotið nafnið Kaupfélagið og verður rek- inn í tengslum við Hús Málarans í Bankastræti sem áður hét Sólon ís- landus en Friðrik hefur keypt sig inn í rekstrarfélag þess staöar. Friðrik Matur og fágætir munir. Kynlífssaga Út er kom- in bókin Mannkynið og mimúðin - kynlífssaga mannsins eftir R. Tannahill í þýðingu Kristins R. Ólafssonar, fréttaritara á Spáni. í bók- inni er fariö vítt og breitt yfir svið kynhegðunar mannsins frá örófi alda og fram til kvenrétt- indabyltingar síðari ára. Borið hefur á gagnrýni þess efnis að bet- ur hefði mátt myndskreyta bókina þó þar sé að finna ýmsar merkar myndir sem varðveist hafa um aldabil. í lokaorðum höfundar hittir hann þó naglann á höfuðið þegar hann segir og skrifar: „Þá er söguöld hófst, höfðu ger- ræðissamfélög þegar uppgötvað að með því að koma aga á kynferðis- leg mök var hægt að ná valdi á fjölskyldunni og stuðla þannig aö auknum stöðugleika ríkisins." 'I tfV i/.OMAl’fi l fe, MANNKYNIÐ OG MIJNÚÐIN Myndskreyting Samræöi viö dýr var ekki óalgengt í iand- búnaöarsamfélög- um. Leiðrétting Vegna tilkomu lúxussala í kvik- myndahús í höfuðborginni skal tek- ið fram aö almennir sýningarsalir eru ekki eingöngu fyrir fátæklinga. Þeir eru öflum opnir óháð fjárhag gesta. Velheppnað kvöld í Oskjuhlíð Ef hugmynd milljaröamæringsins yrði aö veruleika - „...þetta þyrfti aö augiýsa vei í þáöum heimsálfum og þá þarf ekki aöspyrja um businessinn. “ SAMSETT MYND Draumur íslensks milljarðamærings erlendis: Spilavíti í Perluna - eins og í Mónakó og Las Vegas - Alfreð líst vel á Einn af milljarðamæringunum sem kemur við. sögu í nýrri bók Pálma Jónassonar um ríkustu ís- lendinga samtímans hefur viðrað þá skoðun í bréfi til vinar síns hér á landi að Perlunni verði breytt í spilavíti og stílað á alþjóðamarkað. Fyrirhuguð sala á Perlunni er kveikjan að hugmynd milljarða- mæringsins sem ekki vill láta nafns síns getið þar sem málið sé enn á umræðustigi í þröngum kunningja- hópi hans. Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni Orkuveitunnar og upphafsmanni Perlusölunnar, líst ekki illa á hugmynd milljarðamær- ingsins: „Ég er fyrst að heyra þetta núna en líst ekki illa á. Reyndar finnst mér þetta athyglisvert," segir Alfreð og bætir því við að áhugi manna á Perlunni sé miklu meiri en hann hafi órað Alfreð fyrir. Fyrir- Athyglisvert. spurnir hafi 1 borist jafnt frá innlendum aðilum sem og erlendis frá. Ljóst sé að auö- veldara verði að selja Perluna en búist hafði verið við. í bréfi milljarðamæringsins, þar sem hann viðrar hugmyndir sínar um alþjóðlegt spilavíti í Perlunni, segir meðal annars: „...annars hvað viðvíkur Perlunni þá sé ég fyrir mér að þar verði sett upp Casínó með tilheyrandi finiríi. Þetta þyfti að auglýsa vel í báðum heimsálfum og þá þarf ekki að spyrja um businessinn. Að vísu mættu Reykvíkingar ekki spila þarna enda trúi ég því að það yrði ekki vel séð. Þannig er það í Las Ve- gas. Þar mega bæjarbúar ekki spila og það sama er í gildi í Mónakó. Hugsaðu um þetta fyrir mig og með mér. Við ættum kannski að arangera einhverju. Þetta númer gæti gefið af sér nokkrar kúlur. Þinn vinur, ...“ o.s.frv. Kolla og karlarnir Þórhallur Sverrisson Umkomulaus í eldhúsinu. Heimir Már Pétursson Öfugur þokki. Jónmundur Gudmarsson Þokkalegur frambjóðandi. Gísli S. Einarsson Flýgur á hneykslunum. Erlingur Gíslason Betri en Strindberg. Amaldur Indriðason Spennandi gæi. Toppsex-llsti Kollu byggir á grelnd, útgelslun og andlegu menntunarstlgi þelrra sem á honum eru. Nýr llsti næsta fóstudag. Ellsabeth Hurley Hugh kæmi aldrei aftur. Jennlfer Lopez Tom færi aftur heim. Stjörnu- spik Ákveðið hold þarf til að skapa ákjósanlegar linur kvenlíkamans svo eftir sé tekið. Sá er leikur kynj- anna innbyrðis. Holdið má þó aldrei verða of mikið því þá renna linumar út í formleysu yfirþyngd- ar sem íþyngir mörgum. Banda- rískir tölvumenn hafa gert það að leik sínum að þyngja nokkrar af helstu stjórstjörnum kvikmynd- anna myndrænt eins og hér má sjá. Catherlne Zeta-Jones Douglas liti undan. Gwyneth Paltrow Hlutverkin myndu breytast. Bræöraborg - bráöum café - bar Kaupmaöurinn segir æpandi eftirspurn eftir krá í hverfinu. Rétta myndin Loks í Vesturbænum: Kjörbúð verður krá - kaupmaðurinn í Prag að kaupa húsgögn Heimir L. Fjeldsted, kaup- maður í kjörbúð Reykjavík- ur á Bræðraborgarstíg 43, hefur ákveðið að leggja verslunina af og opna þess í stað kaífihús og bar í hús- næðinu undir nafninu „Bræðraborg - café - bar“. Heimir er nú i Prag í Tékk- landi að skoða og kaupa inn- réttingar fyrir veitingahús sitt sem ætlað er að bæta úr brýnni þörf í vesturbænum sem ekki hefur státað af krá svo árum skiptir. „Prag er Mekka veitingahúsanna og þá sérstaklega innréttinga. Hér sit ég nú og skoða stóla sem milljón mans hafa sest í og þaö sést ekki á þeim,“ sagði Heimir í símtali frá Prag en hann sat þá á veitingahús- inu Kaffi Reykjavík sem löngu er víðþekkt í höfuðborg Tékk- lands. „Hér eru framleidd- ar bestu og ódýrustu inn- réttingarnar." Heimir segir krá sína á Bræöraborgarstíg eiga góða lífsmöguleika enda sé æpandi eftirspurn í hverf- inu eftir slíkum stað. Fólk sem vflji fá sér eina bjór- kollu eða tvær eigi ekki í nein hús að venda „...og sumir þora hreinlega ekki niður í bæ,“ segir Heimir sem stefnir að því að opna í vor. Reyndar á hann eftir að kynna borg- arstjóra og hennar fólki hugmyndir sínar en verið sé að vinna í leyfis- umsóknum á fullu. Frá þeim málum verði gengið strax og hann komi heim frá Prag - með mublur sínar allar. Heimir Fjeldsted Ætlar aö opna í vor. DV-MYND E.ÓL. Fyrir flóölö Hailgrímur Helgason býr sig undir jólabókaflóöiö meö gerö auglýsinga í Öskju- hlíö. Hnarreistur stendur hann í hlíöinni og markaöurinn bíöur spenntur eftir bókinni um rithöfundinn sem vaknaði upp í eigin draumi. Besta bók hans til þessa, segja sumir - nóbelsverölaunin innan 20 ára, segja aörir. <r *.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.