Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001__________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd Bush Bandaríkjaforseti hvatti þjóð sína til dáða í sjónvarpsávarpi í gær: „Heyjum stríð til að bjarga sjálfri siðvæðingunni" George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði 1 ávarpi til bandarísku þjóðar- innar í gær að hún væri sterkari og sameinaðari eftir hryðjuverkaárás- irnar þann 11. september sl. Hann notaði einnig tækifærið til að hæla „nýju þjóðarhetjunum", slökkviliðs- mönnunum sem unnu að björgun úr rústum World Trade Center og öðr- um opinberum starfsmönnum sem unnið hefðu að endurreisnarstarf- inu. Hann minntist einnig á þátt starfsmanna póstþjónustunnar sem öðrum fremur hefðu borðið byrðarn- ar af miltisbrandsfárinu, sem tröll- riðið hefur þjóðinni. „Við erum ekki sama þjóðin og við vorum þann 10. september. Við erum sorgmæddari og ekki eins saklaus, sterkari og samheldnari, og frammi fyrir aðsteðjandi ógn erum við ein- beittari og hugrakkari," sagði Bush, sem ávarpaði þjóðina í beinni sjón- varpsútsendingu frá WCC-ráðstefnu- höllinni í Atlanta í Georgíu, þar sem Georg W. Bush Bush Bandaríkjaforseti segir þjóö sína sterkari og samheldnari eftir hryöjuverkaárásirnar þann 11. september. „ Viö erum sorgmæddari og ekki eins saklaus, sterkari og samheidnari, og frammi fyrir aösteöjandi ógn erum viö einbeittari og hugrakkari, “ segir Bush. um 5000 manns, aðallega í þjónustu ríkisins og saman komin til að hylla forsetann sem yfir tuttugu sinnum varð að gera hlé á ræðu sinni vegna fagnaðarláta. Bush lagði áherslu á það að Bandaríkin væru að heyja stríð til að bjarga sjálfri siðvæðingunni og það væri munur á að vera í við- bragðsstöðu eða að vera buguð. „Þjóðin mun ekki láta buga sig,“ sagði Bush og bætti því við að ríkis- stjórnin gerði sitt tU ýtrasta til að hindra ný hryðjuverk og kallaði eft- ir stofnun nýrra öryggissveita sjálf- boðaliða til að sinna neyðartilfellum innanlands. „Þessi nýja staða kallar á ábyrgð, bæði ríkisstjórnar og borgara. Við eigum að varðveita það góða í okkur og til þess höfum við tækifæri núna. Eftir harmleikinn erum við nú aftur að endurheimta kraftinn sem ein- kennt hefur þjóð okkar, sagði Bush. REUTER-MYND Blair og Musharraf Leiötogar Bretlands og Pakistans voru ekki sammála um þaö á fundi sínum t gær hvort halda ætti áfram loftárásunum á Afganistan í föstu- mánuöi múslíma. Blair hafnar hléi á loftárásunum Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafnaði þvi í gær að hlé yrði gert á loftárásunum á Afganist- an í ramadan, föstumánuði múslíma sem hefst um aðra helgi, eins og Pervez Musharraf, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Pakistan fór fram á. Musharraf var í heim- sókn í London í gær. Blair sagði eftir viðræður við Musharraf, lykilbandamann i her- ferðinni gegn talibönum og hryðju- verkamönnum í Afganistan, að taka yrði tillit til viðkvæmni múslíma fyrir því aö berjast í föstumánuðin- REUTERTMYND Ungt og leikur sér Þessi sætu hvítu tígrisdýrshvolpar geta leikiö sér áhygglulaust í dýragarðinum í Nýju-Delhi á Indlandi. Hvítir tígrar eru ekki lengur til í villtri náttúru indlands þar sem þeir hafa veriö auöveld bráö veiöimanna af því aö þeir geta ekki dulist jafn vel og gulröndóttir bræöur þeirra. Sjö hvítir tígrar eru í dýragaröinum í indversku höfuöborginni. „En þegar öllu er á botninn hvolft held ég að allir skilji að baráttan verður að halda áfram þar til mark- miðum hennar hefur verið náð,“ sagði Blair. Musharraf hafði áður sagt í París að loftárásir í föstumánuðinum yrðu til þess að draga úr stuðningi múslíma við herferðina. Dönsku stjórnar- flokkarnir hopa Umræðurnar um útlendinga og rétt innflytjendafjölskyldna til að sameinast i Danmörku að undan- fömu hafa skaðað stjórnarflokkana, jafnaðarmenn og radikale venstre, að þvi er fram kemur í nýrri skoð- anakönnun sem fréttastofan Ritzau lét gera. Stjórnarflokkarnir hafa tapað fylgi síðustu daga en íhaldsflokk- arnir Venstre og íhaldssami þjóðar- flokkurinn hafa unnið á. Fylgi jafnaðarmanna fór úr 30,8 prósentum í 28,3 prósent á einni viku. Venstre eykur hins vegar fylgi sitt úr 28,9 prósentum atkvæða í 31,2 prósent. Afganskir flóttamenn fluttir í betri búðir á laugardaginn Hefja á flutning á afgönskum flóttamönnum frá bráðabirgðabúð- um skammt innan landamæra Pakistans til betri og öruggari búða lengra inni í landi á laugardag. Peter Kessler, talsmaður Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, sagði frönsku fréttastofunni AFP að flóttamennimir yrðu fluttir í ellefu nýjar búðir. Kessler sagði að flóttamenn sem hafast við í Killi Faizo-búðunum nærri borginni Quetta í suðvestur- hluta Pakistans og í öðrum búðum nærri Peshawar fengju forgang. Pakistönsk stjórnvöld gáfu leyfi fyrir þessum flutningum í gær. Pakistanar hafa verið tregir til að hleypa afgönskum flóttamönnum inn i landið. Flóttamannastofnun SÞ telur að meira en 135 þúsund afganskir REUTERJVIYND Flóttamenn í nýjar búðir Afganskir flóttamenn sem búa viö hvaö verstan kost í Pakistan veröa fluttir í skárri búöir um helgina. flóttamenn hafi komið til Pakitans frá því hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin í september. Flestir þeirra hafa farið ólöglega yf- ir landamærin. Nýju flóttamannabúðirnar hafa verið tilbúnar um nokkurt skeið en stjórnvöld í Pakistan hafa tafið fyr- ir því að þær væru teknar í notkun. Leyfi hefur verið gefið fyrir flutn- ingum þrjú þúsund flóttamanna, að- allega kvenna og barna. Flótta- mennimir hafa búið við mjög illan kost í búðunum við Quetta og Pes- hawar þar sem svo til engin aðstaða er til neins og þar sem matur er af skornum skammti. Peter Kessler sagði að aðstaðan í nýju búðunum væri mun skárri, þótt þar væri aðeins það allra brýn- asta. Hann sagði að þar væri nóg af bæði tjöldum og mat. Tilbúinn í heilagt stríö Alls 85 pakistanskir liðsmenn Harket-fylkingarinnar, sem berst meö talibönum, féllu í loftárásunum í gær. Fjöldi Pakistana féll í Afganistan Abu Okasha, talsmaður paki- stönsku Harket-fylkingarinnar, sem berst með talibönum í Afganistan, sagði að 85 liðsmenn hennar hefðu farist í sprengjuárásum Bandaríkja- manna í gær, á svæðinu suður af borginni Mazar e-Sharif í norðu- Afganistan og að tveir hinna föllnu hefðu verið háttsettir foryngjar. Okasha sagði að hersveitir þeirra hefðu verið á svæðinu síðustu átta daga og aðstoðað talibana við að styrkja varnir sínar gegn Norður- bandalaginu. Hann neitaði að ræða stöðu talibana á svæðinu, en sagði að Harket-fylkingin myndi halda áfram að styðja talibana í því sem hann kall- aði „heilagt stríð“ gegn Bandaríkjun- um og Norðurbandalaginu. Fjöldamorðingi á ferð í Mexíkó Mexíkanska lögreglan í landa- mæraborginni Ciudad Juarez, í ná- grenni E1 Paso í Texas, hefur síð- ustu daga fundiö lík átta kvenna, sem bendir til þess að fjöldamorð- ingi sé þar á ferðinni. Þrjár kvenn- anna fundust á akri í nágrenni borgarinnar á þriðjudaginn og aðr- ar fimm til viðbótar daginn eftir í næsta nágrenni. Lögreglan óttast að konurnar hafi allar verið myrtar af sama manninum, en á árunum 1994 tO 1997 hurfu að minnsta kosti 50 konur á sama svæðinu og óttast lög- reglan að tengsl gætu verið þar á milli. Aðallega mun um að ræða ungar konur sem vinna kvöldvinnu í verksmiðjum borgarinnar. REUTERTVIYND John Howard Ástralski forsætisráöherrann stend- ur fast á sínu og þvertekur fyrir aö hleypa flóttamönnum af háskafleyt- um inn í landiö. Howard neitar enn að taka við flóttamönnum John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sat enn við sinn keip í morgun og neitaði að hleypa flótta- mönnum inn í landið, daginn fyrir kosningar til ástralska þingsins. Tvær konur létu lífið eftir að kveikt var í báti með flóttamönnum þegar ástralski sjóherinn kom í veg fyrir að hann kæmist til hafnar í gær. Howard nýtur stuðnings áströlsku þjóðarinnar í að neita að taka við flóttamönnunum sem hafa reynt að komast til Ástralíu á manndrápsfleytum undanfarnar vikur. Flóttamannamálið er enda orðið að helsta kosningamálinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.