Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2001, Blaðsíða 6
22
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2001
Sport
Maöur leiksins: Vilhelni
Gauti Bergsveinsson. HK.
að
vinna
„Boltinn var að mörgu leyti góður og liðið
er mjög sterkt sem við mættum,“ sagði
Valdimar Grímsson, þjálfari HK, eftir leikinn.
„Þetta eru góðir leikmenn og liðið er vel
þjálfað. Það er mikið í gangi hjá þeim, mikil
rútína og liðið að spila mjög vel. Hjá okkur
má segja aö innri pressa hafi borið okkur
ofurliöi í fyrsta Evrópuleiknum. Menn
héldu einfaldlega ekki haus.
Það vill oft vera þegar verið er að spila
svona alþjóðabolta að menn vilja sýna hvað
þeir geta og gleyma kannski að hugsa um
það að liðið er það sem við getum, ekki
einkaframtak hvers og eins.
Svo þegar við náðum okkur aftur á strik
gerðist það sama og þeir voru fljótir að refsa
okkur. Við urðum einfaldlega á eftir.
Við vorum búnir að skoða liðið vel í
undirbúningi okkar og sáum strax að liðiö
átti í frekari vandræðum með 5:1 eða 3:2:1
vörn þar sem þetta eru miklir skotmenn.
Við höfum hins vegar verið að æfa okkar 6:0
vörn í vetur og þótti eðlilegast að byrja þar.
Mér líst siðan mjög vel á seinni leikinn,
ég vil meina að ég á til dæmis Garcia
algjörlega inni fyrir hann sem er
gríðarlegur kostur. Ég held einnig að margir
leikmenn eigi eftir að geta sýnt betri leik
enda erum við í þeirri stöðu að við höfum
allt að vinna en engu að tapa.
-esá
Þurfum
að gæta
varkárni
„Við erum vissulega ánægðir
með þessi úrslit en auðvitað
verðum við að vera varkárir því
það er aðeins hálftími í þessum
viðureignum okkar,“ sagði þjálf-
ari Porto, Branislav Pokrajac, á
blaðamannafundi eftir leik HK
og Porto á laugardag.
„Við vitum að þér léku undir
pressu hér heima og jafnvel til
sigurs. Ég er viss um að allt
annað verður upp á teningnum
um næstu helgi. Við erum þó
ánægðir með sigurinn sem við
unnum hér i dag.“
Klaufaskapur
varð HK að falli
Valdimar Grímsson, þjálfari HK:
Höfum allt
Jaliesky Garcia náði sér ekki á strik í gær.
DV-myndir Pjetur
Vamarleikur HK batnaði þegar á
leið leikinn en Júgóslavinn í liði
Porto, Vladimir Petric, fékk að
skjóta að vild að utan og gerði 9 af
sínum 10 mörkum með langskoti.
Þegar HK breytti varnarleik sinum
úr 6:0 í 3:2:1 gengu hlutimir aðeins
betur og það sló leikmenn Porto að-
eins út af laginu.
Vilhelm Gauti Bergsveinsson var
án efa besti maður HK-manna og
óþreytandi barátta hans gerir hann
jafnvel að besta manni leiksins.
Hann þorði að taka frumkvæði
fyrstur heimamanna með góðum ár-
angri og gerði það líka skynsamlega.
Aðrir leikmenn áttu góða leikkafla
en líka slæma. Þá var Jón Bersi Er-
lingsson sterkur fyrir í vörninni.
Mæta meö breyttu hugarfari
Það var ljóst á góðum leikköflum
HK í leiknum að liðið á fullt erindi
í portúgalska liðið eins og það mætti
til leiks í gær. Liðið fékk frábæran
stuðning frá áhorfendum en taugaó-
styrkir leikmenn i sínum fyrsta Evr-
ópuleik fóru stundum illa meö sókn-
ir sínar og fengu á sig allt of mörg
ódýr mörk.
En HK getur nú mætt í síðari
leikinn með breyttu hugarfari. Það
hefur engu að tapa og sýndi það um
helgina að nái það sínum besta leik
fram nær það að stríða portúgalska
liðinu verulega. -esá
Óskar Elvar Óskarsson, fyrMiði HK:
Vonandi er mesti
skrekkurinn farinn
„Mér fannst ekki allt nást út úr þessum
mannskap sem hann hafði fram að bjóða. Menn
voru ekki aö ná sér á strik ef frá eru taldir ein-
hverjir örfáir.
Við förum í hvem leik til þess að vinna hann
og gefum alltaf okkar besta í leikinn. Nú er von-
andi mesti skrekkurinn farinn og menn aðeins
búnir að átta sig á því hvað þarf í svona Evr-
ópuleik. Nú er bara að hafa gaman af þessu og
ná að stríða þeim aðeins í seinni leiknum,"
sagði Óskar Elvar Óskarsson. -esá
HK komst í 4-2 og nýttu sér það að
Portúgalarnir voru enn að átta sig á
aðstæðum. Það entist þó ekki lengi
og gestirnir tóku af skarið og náðu
mest 5 marka forystu.
Það var á þessum leikkafla sem
HK missti leikinn úr böndunum.
Liðið var ekki að spila sem liðsheild
og einstaklingsframtök leikmanna
mestmegnis léleg. HK var greinilega
Portúgölsku leikmennirnir Manuel Arezes (11) og Carlos Resende taka á móti
Óskari Elvari Óskarssyni sem reynir að koma knettinum fram hjá þeim.
Það var þéttsetið á áhorfendapöll-
unum í íþróttahúsinu í Digranesi
þegar HK mætti Porto frá Portúgal í
sínum fyrsta leik í Evrópukeppni.
Þeir riðu hins vegar ekki feitum
hesti frá viðureigninni því hún tap-
aðist, 24-29. HK-menn geta þó hugg-
að sig við að leikmenn liðsins hafa
öðlast dýrmæta reynslu.
Leikurinn byrjaði þó ágætlega,
ekki að sýna sitt rétta andlit. Þá
kom Sigurður Sigurðsson mark-
vörður inn í leikinn og gerðl það
sem leikurinn þurfti nauðsynlega á
að halda, að verja langskot.
Vítamínsprauta
Það virkaði eins og vitamín-
sprauta á heimamenn því sjö mörk
á jafnmörgum mínútum minnkaði
muninn í 2
mörk í
háifleik og
skyndilega
var mögu-
leiki fyrh
hendi.
HK byrj-
aði síðari
hálfleikinn
á svipuðum
nótum og
minnkaði
muninn í 1
mark.
Þá
sprakk
leikur HK
og gestirnir
gengu á
lagið og
gerðu út
um leikinn
með 3
mörkum í
röð.
HK-Porto 24-29
1-0, 4-2, 4-7, 5-8, 6-11, 10-14, 12-15, (14-16),
14-17,17-18,17-21,19-22, 21-24, 22-27, 24-29.
HK:
Mörk/viti (skot/viti): Vilhelm Gauti
Bergsveinsson 7 (10), Jaliesky Garcia 7/2
(13/3), Valdimar Grímsson 5/3 (9/3), Alex-
ander Arnarson 2 (3), Óskar Elvar Óskars-
son 2 (9), Már Þórarinsson 1 (2).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Vilhelm,
Alexander, Már).
Vitanýting: Skorað úr 5 af 6. Fiskuð viti:
Óskar 3, Alexander 2, Vilhelm.
Varin skot/víti (skot/víti á sig). Arnar
Freyr Reynisson 2 (13/2, hélt 1, 15%), Sig-
urður S. Sigurðsson 7 (25/2, hélt 6, 28%,
vítin höfnuðu i slá og stöng)
Brottvísanir: 8 mínútur.
Porto:
Mörk/viti (skot/viti): Vladimir Petric 10
(13), Ricardo Costa 6 (6), Rui Rocha 6 (8),
Carlos Resende 4/2 (9/4), Aiexandru Dedu
2 (2), Carlos Matos 1 (2), Eduardo Filipe (1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 5 (Costa 2,
Resende, Roche, Petric).
Vitanýting: Skorað úr 2 af 4.
Fiskuð viti: Dedu 2, Costa, Roche.
Varin skot/viti (skot/viti á sig): Carlos
Ferriera 10 (29/4, hélt 3, 34%), Hugo Mota
0 (5/2, 0%, 1 víti í slá)
Brottvisanir: 6 mínútur.
Dómarar (1-10): V. Konopliasti og S.
Shal frá Úlffaínu (7). Gceði leiks (1-10):
8. Áhorfendur: 800.