Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2002, Blaðsíða 4
NÝ SÖNGKONA í BUTTERCUP
Svo virðist sem Valur í Butt'
ercup treysti sér ekki til að sjá einn
um. sönginn hjá hljómsveitinni
eftir að Iris yfirgaf bandið nú um
áramótin. Sveitin hefur því ákveð-
ið að fá nýja söngkonu í stað írisar
og herma fregnir að þessa dagana sé
sveitin að taka stúlkur í prufur
vegna þessa og kemur f íjós á
næstu vikum hver fær starfið.
Cemsavefur
Fyrsta kvikmynd
Mikacls Torfasonar,
Gemsar, verður frum-
sýnd föstudaginn 1.
feþrúar næskomandi.
Gemsar hefur verið
langan tíma í
vinnslu og má
búast við því
að einhverja
sé forið að
lengja eftir
frumsýning-
unni. Til að
stytta biðina
hefur verið settur upp vefur á
Vísi.is þar sem verður að finna ýms-
an fróðleik en eins og margir muna
eflaust var svipaður vefur ( gangi
þegar verið var að taka myndina.
Málið er sem sagt að taka forskot á
sæluna inni á Vísi.is.
Frikki laminn
Það er greinilega ekki tekið út
með sældinni að stjórna einum af
vinsælli pöbbum borgarinnar um
þessar mundir eins og Friðrik
Weisshappel á Kaupfélaginu fékk
að reyna um daginn. Frikki heldur
þeirri ströngu reglu að myndatökur
séu bannaðar á staðnum en helgina
fyrir jól fór það meira en lftið í taug-
arnar á einum gesti staðarins. Sag-
an segir að þegar Frikki reif af gest-
inum vélina og tók filmuna út hafi
umræddur gestur ekki hugsað sig
tvisvar um og hjólað í kappann.
Ekki veit Fókus nákvæmlega
hvernig leikum lauk, en hitt er vit-
að að eftir þetta var staðnum lokað í
nokkru fússi.
Veitingastaður í
Vesturbænum
Veit'
ingamað'
urinn
Örn
Garðars'
son sem
rekið hef'
ur Brass-
erie Borg
af mikl-
myndar- S D H D
skapund' REYKJAVÍK
með jjwillwWWiBiaiaí
splúnkunýjan veitingastað á prjón-
unum. Veitingastaðurinn er í vest-
urbænum, nánar tiltekið í gamla
Héðinsshúsinu og hefur hann
fengið nafrtið Soho Reykjavík.
Ekki er um endurreisn Skugga-
barsins að ræða heldur fyrsta flokks
veitingahús með lífrænt ræktuðu
hráefni í besta gæðaflokki. Fram-
kvæmdir eru nú í fullum gangi en
áætlað er að staðurinn verði opnaður
fljótlega.
f ó k u s
Fyrsta desember voru 286.275 einstaklingar búsettir á íslandi. Fókus fór á
stúfana og fann út hvað allir þessir einstaklingar hefðu haft fyrir stafni
síðasta árið. Hverjir fluttu hvert og hvaðan, hvað prumpuðu íslendingar
oft, hversu mikið var reykt og hvað var drukkið mikið af áfengi? Hér fyrir
neðan finnurðu svör við öllum þessum spurningum og ögn meira ...
2001 f tölum
Þann l.desember 2001 voru 286.275 einstaklingar
búsettir á landinu. Þar af 143.302 karlar og 142.973
konur. Það samsvarar fólksfjölgun upp á 1,21% sem er
minna en árið á undan.
Flestir útlendinganna komu frá Evrópu eða
rétt tæplega 1.000 manns. 246 þeirra
komu frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðis-
ins en af öðrum þjóðum komu hingað flestir
Pólverjar eða 271 maður.
Fólki frá Asíu fjölgaði einnig á klakanum
en alls fluttust 387 Asíubúar til landsins og
komu flestir þeirra frá Filippseyjum, alls 135.
Fólk frá öðrum heimsálfum lét líka sjá sig en þó
ekki í nándar nærri jafn miklum mæli. 66 fluttu
frá Afríku, 50 frá Mið- og Suður'Ameríku, 37
frá Norður-Ameríku og 13 frá Eyjaálfu.
Ekkert lát virðist vera á landsbyggðarflóttanum en
aðfluttir umfram brottflutta á höfuðborgarsvæðinu
voru 3.039.
Aðeins fjórir landshlutar fyrir utan höfuðborgina
ná að bæta við íbúatölu sína frá í fyrra en það voru
Suðurnesin þar sem fjölgaði um 225, Suðurlands-
búum fjölgaði um 203, á Vesturlandi fjölgaði
íbúum um 183 en á Norðurlandi eystra um
159.
Af þeim sem flúðu til annarra staða voru
flestir Vestmannaeyingar eða 94 og 52 frá
Raufarhöfn og nærsveitum. Ef fram heldur
sem horfir verður Raufarhafnarhreppur þvf
orðinn íbúalaus innan örfárra ára, í byrjun
árs 1999 bjugga þar 409 manns en þeim hef-
ur nú fækkað í 294.
Flestir virðast flytja til Kópavogs, íbúum
þar fjölgaði um 707 eða 3% en 592, einnig
3%, fluttu til Hafnarfjarðar. Reykvíkingum
fjölgaði um 864 sem er þó ekki nema 0,8%.
Síðastliðinn áratug hefur íbúum fjölgað um 28.548 á
höfuðborgarsvæðinu eða 19,1%.
Á síðustu 10 árum hefur íbúum fækkað á Vestfjörð-
um um 1.744 eða 17,9%, á Norðurlandi vestra um
1.032 eða 10,0% og á Áusturlandi um 1.385 eða
10,5%.
Tæplega 1500 manns skiptu um trúfélag á árinu en
54% þeirra má rekja til úrsagna úr þjóðkirkjunni.
Vinsælustu trúfélögin til að skrá sig í voru hins vegar
Fríkirkjumar í Hafnarfirði og Reykjavík en tæplega
150 manns fóru í hvort félag um sig.
Meðalmanneskja leysir vind um 14 sinnum á dag
sem samsvarar því að íslenska þjóðin hafi losað gas um
1.500.000.000 sinnum yfir allt árið.
Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs seldi ÁTVR
315.482.600 sígaretturog 1.0812.207 vindla.
íslendingar drukku 315.977 lítra af ókrydduðu
brennivíni eða vodka, 9.230.280 lítra af bjór og
959.327 lítra af rauðvíni árið 2001. Þá er desember-
mánuður ekki talinn með en þar er drykkjan einna
mest, auk þess sem smygl og brugg er ekki tekið með í
Erlendum ríkisborgurum fjölgaði til muna en að
fluttir útlendingar voru 1.532 umfram þá brott-
fluttu.
Síðustu tíu ár hefur landsmönnum fjölgað um nær
27.000 eða 10,3% og jafngildir það 0,98% fjölgun að
meðaltali á ári.
Um 4.200 börn fæddust á árinu sem leið
enl800 manns létust.
Árið 2001 fluttu 4.825 manns til landsins.
3.511 fluttu burt.
reikninginn.
Atvinnuþátttaka var 83,6% á síðasta ári sem þýðir
að 159.900 manns stunduðu einhvers konar störf en
163.800 voru skráðir sem nothæft vinnuafl þetta árið
og því voru 3.900 manns án atvinnu eða 2,4%.
4
4. janúar 2002