Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2002, Síða 10
Endurvakningar voru nokkuð
áberandi á árinu. Hinir síungu
Hljómar komu saman á nýjan leik
og spiluðu m.a. fyrir fullri Laugar-
dalshöll á Reykjavík mini-festival
sem Hljómalind stóð fyrir um
hvítasunnuhelgina. Jet Black Joe
spilaði f sumar með nokkuð
breyttri mannaskipan og gerði
mikla lukku, en hljómsveitin f
sinni upphaflegu mynd kom svo
saman f desember. Mesta athygli
fékk samt endurkoma hinnar goð-
sagnakenndu rokksveitar Ham, en
þeir spiluðu á þrennum tónleikum
f sumar, settu m.a. aðsóknarmet á
Gauki á Stöng og hituðu upp fyrir
Rammstein. Tónleikarnir á Gaukn-
um voru gefnir út á disknum Skert
flog og Ham-endurvakningin var
svo kórónuð flok árs með sýningu
á heimildarmyndinni Lifandi dauð-
ir sem hefur fengið frábærar við-
tökur, enda rokksögulegt stór-
virki þar á ferðinni sem rekur allan
feril sveitarinnar frá upphafi og til
tónleikanna fsumar.
Það má segja að hip-hop bylgja
hafi skollið á landanum á árinu.
Mesta athygli vakti plata
XXX Rottweiler hunda sem kom
loks út um miðjan nóvember eftir
miklar tafir, m.a. vegna þess að
textalegt innihald hennar þótti
eldfimt. Um tfma voru uppi hug-
myndir um að ritskoða bæði tón-
listina sjálfa og textabókina, en
frá þvfvar horfið þegar undirfyrir-
tæki Skffunnar, Dennis, tók við út-
gáfunni af Japis.
XXX Rottweiler hunda-platan
fékk mjög góða dóma gagn-
rýnenda og viðtökur almennings
voru Ifka f lagi - platan náði gull-
sölu nokkrum dögum fyrir jól. Eitt
af þvf sem gaf fslensku hip-hop
bylgjunni byr undir báða vængi
var nýja útvarpsstöðin muzik 885,
en lög með fslenskum hip-hop tón-
listarmönnum hafa verið á meðal
mest spiluðu laganna á stöðinni
frá upphafi.
Um áramót er venjan að líta um öxl og skoða afraksturinn
á árinu sem var að líða. Trausti Júlíusson velti fyrir sér ís-
lenska poppárinu 2001. Hvað skyldi nú vera markverðast
á þessu fyrsta poppári nýrrar aldar og hvers er að vænta á
nýja árinu?
Fjölbreytnin aldrei
veriS meiri
Það er óhæct að segja að íslenskt tónlistarlíf hafi
verið við ágæta heilsu á árinu 2001. Það sem öðru
fremur einkennir árið er fjölbreytnin sem aldrei
hefur verið meiri. I rokkinu bar mest á harðkjarna-
senunni annars vegar og rólegu deildinni hins veg-
ar. I harðkjarnanum var Mínus auðvitað áberandi,
en auk þeirra spiluðu sveitir eins og Klink, Snafu,
Vígspá og I Adapt mikið á árinu og svo sigraði
Andlát í Músíktilraunum.
_ I rólegu deildinni voru hljómsveitir eins og
Úlpa, Lúna, Sofandi, Suð, Náttfari og Stolið áber-
andi, en þær þrjár fyrstnefndu sendu allar frá sér
plötur á árinu sem mæltust vel fyrir. Auk rokksins
var mikið að gerast í raftónlistinni, íslenskt hip-hop
sprakk út með hvelli og ýmis önnur tónlistarafbrigði
lifðu góðu lífi, t.d. fönkið sem Jagúar héldu á lofti
m.a. með frábærri plötu og mynd og svo var líka
mikil gróska í ýmiskonar djasstengdri tónlist og
margar áhugaverðar uppákomur og útgáfur í þeim
geiranum, allt frá Jóel Páls til JFM.
Gömlu hetjurnar skiluðu líka sínu ágætlega á ár-
inu. Megas sendi frá sér tvær mjög flottar en ólík-
ar plötur, hljómorðadiskinn Haugbrot og snilldar-
rokkverkið Far...þinn veg. Bubbi sendi frá sér sína
ferskustu plötu í nokkum tíma með hljómsveitinni
Stríð og friður og Sálin brást ekki aðdáendum á
sinni tíundi plötu Logandi ljós.
Mikil cróska í tónleikahaldi
Það var haldið ótrúlega mikið af tónleikum í
Reykjavík á árinu. Flesta daga var hægt að hlusta á
einhverja lifandi tónlist í höfuðborginni og oft var
úr nokkrum kostum að velja. Stefhumótin á Gauk
á stöng á þriðjudögum klikkuðu t.d. ekki. Erlendar
gestakomur voru nokkrar og bar mest á stórtónleik-
um Rammstein og Coldplay, en auk þeirra stóðu
Hljómalindarmenn fyrir tveimur sjálfstæðum tón-
listarháu'ðum, Reykjavík mini festival sem haldið
var um hvítasunnuna og sem skartaði bæði Blonde
Redhead og Alex Gifford úr Propellerheads auk
íslenskra sveita á borð við Hljóma og Sigur rós og
svo Vetrardagskrá Hljómalindar en á henni fengu
landsmenn m.a.að sjá og heyra Trans Am, The
Fucking Champs, Dismemberment Plan, Will
Oldham, Par Lind Project og Low. Iceland
Airwaves-hátíðin tókst líka sérstaklega vel og þó að
ekkert stórt erlent nafn hafi verið á dagskránni
þetta árið þá klikkuðu hvorki Sparta né Chicks On
Speed, þó að tónleikar þeirra síðarnefndu hafi
reyndar ekki verið öllum að skapi. Svo má ekki
gleyma finnsku raftónlistarfrömuðunum í Pan Son-
ic sem áttu eina af flottari uppákomum ársins í
Listasafni Reykjavíkur í sumar.
Glás af flottum plötusnúðum sótti okkur heim á
árinu og nægir þar að nefna Ashley Beedle, Lee
Burridge, Dego úr 4 Hero, breakbeat snillinginn
Tayo, Andrew Weatherall, Doc Scott og Dave
Clark að ógelymdum Timo Maas sem gerði allt al-
brjálað á Gauknum á afmælishátíð Partyzone og
Þrumunnar í október. Gengisþróun hefur samt gert
það öllu erfiðara að fá þekkta plötusnúða til landsins
og þess yegna var mun minna af stórum nöfnum á
ferðinni á seinnihluta ársins en á þeim fyrri.
Hip-hop bylgja
En það voru ekki bara plötusnúðar og rokkhljóm-
sveitir sem komu til landsins á árinu. Hip-hop
djömm hafa ekki verið mjög algeng á Islandi í gegn-
um tíðina, en á árinu 2001 fengum við þó nokkur
slík, aðallega á Gauki á Stöng. Það voru að vísu sorg-
lega fáir þegar breski snillingurinn Ty tróð þarupp í
vor, en það var allt brjálað þegar sænsku „terrorð"-
istarnir Loop Troop fóru þar hamförum í júlímán-
uði og það sama má segja um uppákomu Guru í des-
emberbyrjun.
Islenskt hip-hop sprakk líka út á árinu. Loksins
segja einhverjir. XXX Rottweiler hundar og Ses-
ar A sendu frá sér plötur með íslensku rappi á fs-
lensku. Það voru þær fyrstu, en örugglega ekki þær
síðustu því að liscamenn á borð við Afkvæmi guð-
anna, Mezzias og Skytturnar frá Akureyri hafa
þegar búið til efni sem er komið í loftið og þess því
væntanlega ekki langt að bíða að þeir sendi frá sér
plötur.
Uppstokkun oc hræringar í plötuútcáfu
Eitt af því sem einkenndi árið voru breytingar á
plötuútgáfulandslaginu. Japis, sem lengi var aðal-
keppinautur Skífunnar, hvarf af sjónarsviðinu en í
staðinn spratt jafnharðan upp ný útgáfa með fjár-
hagslegt bolmagn og tónlistarlegan metnað til að
keppa við Skífúveldið, sem reyndar fagnaði 25 ára
afmæli á árinu. Það er Edda sem sendi frá sér eitt-
hvað nálægt 20 plötum á árinu, þ. á m. Megas,
Jagúar, Klink og Úlpu. Auk Eddunnar jók Thule-
útgáfan mjög umsvif sín á árinu, og gaf út eina tólf
diska á árinu þar á meðal Trabant, Funerals, Sof-
andi, Exos og Tomma White, en eins og sjá má á
listanum er sú tíð liðin að Thule gefi eingöngu út
raftónlist. Auk þessara breytinga hjá plötuútgáfun-
um þá hefur aldrei verið auðveldara að taka upp og
gefa út sjálfur og einyrkjaútgáfur hafa örugglega
aldrei verið fleiri. Nú geta menn tekið upp með litl-
um tilkostnaði og skrifað þetta í tölvu í stykkjatali
og smellt í sölu milliliðalaust. Verslanir eins og 12
tónar og Hljómalind luma á ýmsu óvæntu úr
smiðju einyrkjanna fyrir forvitna tónlistaráhuga-
menn. Ódýrar útgáfur eins og Stefnumótadiskaröð
Undirtóna og Harðkjarnaútgáfan sáu okkur lfka
fyrir efni á árinu.
Okkar menn erlendis
Islenskir popparar vöktu enn og aftur athygli úti
í hinum stóra heimi á árinu. Mest bar auðvitað á
Björk, en auk hennar voru Mínus, Sigur Rós og
múm töluvert í sviðsljósinu. Sigur Rós spiluðu
nokkuð vfða og hlutu líka Virgin Megastore tón-
listarverðlaunin sem veitt voru f fyrsta sinn f
Bandaríkjunum í haust (Virgin Megastore Award
For Artistic Achievment In Music eins og þau
heita). Verðlaunin, sem er ætlað að verða einskonar
bandarísk útgáfa af Mercury-verðlaununum í Bret-
landi, eru veitt tónlistarmönnum sem skara fram
úr, en sem hafa selt innan við 500 þúsund eintök af
plötunum sem þeir eru tilnefndir fyrir. múm héldu
áfram að vekja athygli fyrir fyrstu plötuna sína og
fyrir remix-plötuna Please Smile My Noise Bleed
sem Morr útgáfan í Berlín gaf út í haust.
Á næsta ári má búast við því að íslenskir tónlist-
armenn verði ennþá meira í sviðsljósinu þvf að bæði
múm og Sigur Rós munu senda frá sér nýjar plötur
til að fylgja eftir hinum virtu og vinsælu Yesterday
Was Dramatic og Agætis byrjun. Sigur Rósar-plat-
an á að koma út fyrir haustið og inniheldur að sögn
þeirra félaga „svipaða tónlist, en samt aðeins rokk-
aðri“, en múm-platan er væntanleg í mars eða apr-
íl. Svo styttist í að Quarashi platan Jinx komi út á
vegum Sony í Bandaríkjunum og metsöluplatan
hennar Svölu, The Real Me, kemur væntanlega út
á Bandaríkjamarkaði fljótlega og hin unga og upp-
rennandi Védís Hervör stefnir líka á alþjóðamark-
að með frumsmíðina sína In The Caste. Land og
synir eru líka komnir á samning og væntanlega
fáum við að heyra afraksturinn á nýja árinu og svo
er Hafdís Huld að vinna sólóplötu í London.
Trabant, Funerals og Apparat Orgel Quartet
vöktu allar mikla athygli á Airwaves 2001 og það er
aldrei að vita nema það skili einhverju á nýja árinu.
Loks má nefna hljómsveitina Leaves sem spilaði í
fyrsta sinn opinberlega á Airwaves. Þeir hafa verið
að vekja athygli fyrir fyrstu demó-upptökurnar og
eru komir með samning beggja vegna Atlantshafs-
ins. Þeir eru m.a. búnir að vera að spila í Bretlandi
með sveitum eins og Bluetones og The Coral sem
er önnur hljómsveit sem miklar vonir eru bundnar
við á árinu sem var að byrja.
Mfnus gaf út plötuna sfna frá
þvf f fyrra, Jesus Christ Bobby, á
harðkjarnamerkinu Victory vet-
stanhafs og fékk mjög góða dóma.
Þeir eru nú ekkert orðnir heims-
fraegir, en það er bókað að þeir
eiga eftir að bæta við aðdáenda-
hópinn á tónleikaferðinni sem þeir
eru að fara á úti f Bretlandi núna í
janúar. Þar munu þeir spila á veg-
um Kerrang-tímaritsins, en útsend-
ari Kerrang á lceland Airwaves-há-
tfðinni f október átti varla nógu
sterk orð til að lýsa hrifningu
sinni, sagði m.a. eitthvað á þessa
leið: „Það má bóka að Mfnus var
besta hljómsveitin á íslandi þetta
kvöld. Fokk! Mfnus var besta hljóm-
sveitin í heiminum þetta kvöld."
Ekki slæmt veganesti það. Og jú,
hann kallaði pródúserinn þeirra,
(Bibba Curver) „hinrt fslenska Ap-
hex Twin“...
Björk var mikið f sviðsljósinu á
árinu. Hún sendi frá sér plötuna
Vespertine f lok sumars og fytgdi
henni eftir með tónleikaferðalagi
og kom aðallega við f óperuhús-
um, kirkjum og leikhúsum. Sfð-
ustu tónleikarnir á ferðataginu
voru f Reykjavík rétt fyrir jólin, en
þá spilaði hún bæði í Laugardals-
höllinni og Háskólabíói. Með
henni á tónleikunum spiluðu Sin-
fónfuhljómsveit fslands, græn-
lenskur kvennakór, hörpuleikar-
inn Zeena Parkins og San
Francisco raftónlistardúóið Mat-
mos. Tónleikaferðalag Bjarkar
hófst f Parfs, en þar ríkti hálfgert
Bjarkar-æði f haust. Menningar-
málráðherra Frakklands, Jack
Lang, veitti Björk heiðursorðu
franska ríkisins, en Jack uppgötv-
aði hæfileika Bjarkar þegar hann
kíkti inn á tónleika með Sykurmol-
unum á Ouus-húsi fyrir nokkrum
árum ásamt Francois Mitterand,
þáverandi Frakklandsforseta.
Nokkuð var um tónleika
erlendra listamanna árið
2001 eins og undanfarin ár.
Langmesta athygli og að-
sókn fékk þýska rokkvélin
Rammstein sem spilaði tvö
kvöld í röð fyrir stappfulla
Laugardalshöll fbyrjun sum-
ars. Spenningurinn fyrir
komu Rammstein var svo
mikill að það seldist upp á
hvora tveggju tónleikana á
örskömmum tíma. Það tók
enn skemmri tfma að klára
miðana á seinni tónleikana
og eftirspurnin var slík að
fjötmargir þeirra sem höfðu
beðið f biðröð í langan tíma
fengu ekki miða. Eitt af þvf
sem skýrir þennan mikla
áhuga er sú staðreynd að
Rammstein höfða til mjög
breiðs hóps af rokkaðdáend-
um. Á tónleikunum mátti
jafn sjá gamla hippa, pönk-
ara, þungarokkara, mennt-
skælinga og allt niður f börn
og unglinga. Og enn hefur
ekki frést af neinum sem
varð fyrir vonbrigðum.
10
4. janúar 2002