Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2002, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2002, Page 14
Undanfarna mánuði hefur ýmislegt gengið á hjá söngkonunni Írisí Kristinsdóttur. Eftir að upp úr sam- bandi hennar og Vals í Buttercup slitnaði ákvað íris að segja skilið við hljómsveitina og hefur hún nú stofnað eigin hljómsveit undir nafninu Ber. Fókus hafði uppi á stelpunni sem sungið hefur í kirkjukór Grindavíkur, eignaðist son á unglingsárunum, er jafnhá og Pamela Anderson og segist aldrei hafa ver- ið hamingjusamari en einmitt í dag. „GuS gaf mér ekki nógu marga sentí- metra svo ég varð að kaupa þáu „Þegar ég var lítil stelpa ætlaði ég mér alltaf að verða fræg. Annaðhvort vildi ég verða dansari, fyrirsæta eða . leikari. Eg sá reyndar strax að ég ætti enga möguleika ( dansinn þar sem ég var svo spéhrædd að ég gat ekki hugsað mér að dansa í flegn- um suðuramerískum kjól- um. Ég fór í prufu vegna hlutverks en þegar ég fékk ekkert svar tók ég því sem hinti um að ég hefði enga leiklistarhæfileika. Allir draumar um frægð og frama sem fyrirsæta runnu svo út í sandinn þegar ég hætti að stækka við 158 cm. Þess vegna ákvað ég að einbeita mér að söngnum," segir Iris Kristinsdóttir, oftast kennd við hljómsveitina Butt- ercup. NÝ HLJÓMSVEIT MEÐ NÝJ- UM KÆRASTA Það var árið 1999, þegar Iris söng lagið Orginal með hljómsveitinni Sálinni, að nafn hennar skaust upp á stjömuhimininn með hraði. Lagið varð geysivinsælt og í kjölfarið af því var þessi óþekkta söngkona kosin söngkona ársins x sam- keppni urn hlustendaverð- laun FM957 árið 2000 og lagjð Orginal lag ársins. íris segist hafa verið syngjandi frá því að hún var krakki enda mikill tónlist- aráhugi í fjölskyldunni. Sjálf segir hún að sinn eig- inlegi söngferill hafi hafist í smáuglýsingum DV. „Eg sá að það var verið að auglýsa eftir söngkonu í dúettinn Staff og fékk starfið," segir íris. Síðan leiddi eitt af öðru, íris lék m.a í Grease-sýn- ingunni á Hótel Islandi, gerðist söngkona í írafári og fór þaðan yfir í Buttercup. „Irafár og Buttercup voruað æfa hlið við hlið. Þegar Butt- ercup ákvað að fá meiri vídd í bandið og taka inn söng- konu þurfti ég ekki að hugsa mig tvisar um og söðlaði um,“ segir Iris sem verið hefur söngkona sveitarinn- ar síðastliðin tvö ár og ein- nig kærasta söngvarans Vals í sömu hljómsveit. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum slitnaði upp úr sambandi Irisar og Vals í haust og ákvað Iris í kjölfar- ið að hætta í sveitinni. Ástæðan er þó ekki sú að hún treysti sér ekki til að vinna áfram með Val þó þau væru hætt saman heldur var hún ósátt við þá ákvörðun að trommuleikarinn Egill Orn Rafnsson væri rekinn úr sveitinni þegar þau íris og Egill fóru að slá sér upp. íris er nú komin (sambúð með Ágli og saman hafa þau stofnað nýja hljómsveit undir nafninu Ber sem mun fljótlega láta að_ sér kveða. „Við spilum fágað popp með (slenskum texturn," útskýrir Iris og neit- ar því ekki að sveitin muni berjast um sama markað og Buttercup. Auk þeirra írisar og Egils skipa þeir Ómar Freyr Kristjánsson og Þór Óskar Fitzgerald hina nýju hljómsveit. „Tíminn með Buttercup var alveg frábær og ég hefði ekki viljað missa af honum,“ segir íris sem óskar sínum gömlu félögum alls hins besta. Hætt á Steríó Ymsar sögusagnir hafa verið á kreiki varðandi sambandsslit Irisar og Vals enda má segja að þau hafi verið heitasta popppar íslands. Spurð hvort hún sé ekkert hrædd við að endurtaka leikinn, þ.e.a.s að fara aftur ( hljómsveit með kærastanum sínum, hefur hún þetta að segja: „Samstarfið í hljómsveitinni var síður en svo það sem fór með sam- band okkar Vals, það var miklu frekar það sem hélt því saman. Við Eg- ill höfum verið starfsfélagar (eitt ár og ég treysti sambandi okkar full- „Það fer vírkilega í mig hvað „sexið“ skiptir miklu máli í þessum tónlistarbransa þvítónlistin missir marks í þessari sölumennsku. Söngkonur með mikla hæfileika fá ekki einu sinni tækifæri af þvíað þær eru einu kílói of þungar,“ segir íris sem er búin að stofna nýja hljómsveit undir nafninu Ber. „Það vera mæli því. oft í að er æðislegt í kirkjukór, ég virkilega með Ég átti reyndar erfiðleikum með að syngja í jarðarför- um því ég er svo mikil tilfinningavera og fór bara að hágráta". Texti: Snæfríður Ingadóttir Mynd: Hari komlega í þetta,“ segir íris og hreinlega geislar af hamingju. „Ég held ég hafi aldrei verið ham- ingjusamari með nokkrum manni, ég hef fundið minn betri helming," seg- ir Iris opinská. En það eru fleiri breyt- ingar sem Iris stendur frammi fyrir. „Já, ég er at- vinnulaus þannig að ef einhver vill ráða mig í vinnuætti hann endilega bara að hafa samband," segir íris hlæjandi. Síðan í sumar hefur hún unnið við dagskrárgerð á útvarps- stöðinni Steríó 89,5 en hún sagði upp fyrir jólin vegna ósættis vegna launa. „Ég kann afskap- lega vel við mig ( útvarpi Óg gæti alveg hugsað mér áð vinna meira á því sviði,“ segir Iris sem leitar nú logandi ljósi að nýrri vinnu. Jafnhá oc Pamela Anderson íris er fædd í Hafnarfirði en uppalin á sveitabæ í Húnavatnssýslu. Skóla- ganga hennar varð ekki löng, hún kláraði grunn- skólann, byrjaði aðeins í FG og hóf svo söngnám í FÍH þar sem hún hefur lokið fyrsta stigi. „Eg hætti í skólanum þegar ég varð ólétt en ég eignaðist sön þegar ég var rétt orðin 18 ára gömul,“ segir Iris. Hún og bamsfaðir hennar voru saman í fimm ár og bjuggu m.a í Grindavík þar sem íris söng í kirkjukórnum. „Það er æðislegt að vera í kirkjukór, ég mæli virki- lega með því. Eg átti reyndar oft í erfiðleikum með að syngja í jarðarför- um því ég er svo mikil til- finningavera og fór bara að hágráta," segir íris og bendir á þá staðreynd að það að vera ( kirkjukór er launað starf. Það sem hefur farið mest í taugarnar á írisi við feril- inn sem söngkona er þessi endalausa fókusering fjöl- miðla á kynþokka. „Það fer virkilega í mig hvað „sex- ið“ skiptir miklu máli í þessum tónlistarbransa, því tónlistin missir marks í þessari sölumennsku. Söngkonur með mikla hæfileika fá ekki einu sinni tækifæri af því að þær eru einu kílói of þungar," segir Iris sem er enn hneyksluð yfir því að þegar hún var kosinn söngkona ársins hlotnaðist henni einnig titillinn kyn- þokkafyllsti popparinn en fjölmiðlar virtust einungis hafa áhuga á seinni titlinum. Iris stundar enga líkamsrækt og segist vera svo heppin að vera með hraða brennslu af guðs náð. Ef það er eitthvað sem fer í taugamar á henni varðandi útlit sitt þá er það hæðin en hún er einungis 158 cm há. „En það er lx'ka Pamela Anderson, Prince og Paula Abdul, þannig að það er líklega ekki svo slæmt," segir íris og hlær þegar talið berst að þessum háu Buffalo-skóm hennar sem hún sést oft og iðulega í. „Guð gaf mér ekki nógu marga sentímetra svo ég varð að kaupa þá,“ segir hún, kankvís. Nú eru líklega einhverjar ungar stelpur sem lesa þetta, stelpur sem dreymir um að verða söngkona eins og þú. Hefurðu einhver góð ráð að gefa þeim? „Ef þú hefur trú á sjálfri þér þá skaltu aldrei gefast upp. Ég fékk fullt af blautum tuskum í andlitið á leiðinni og fór í fullt af prufum sem gengu ekki vel en það bara herti mig. Það er um að gera að æfa sig. Eg hef þurft að hafa mikið fyrir því að læra að syngja," segir Iris að lokum. 14 f ó k u s 4.janúar 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.