Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2002, Qupperneq 16
Ekkert virðist mönnum vera
heilagt lengur. Það nýjasta hjá
sölumönnum hjálpartækja ást-
arlífsins eru kristilegir titrar
formaðir sem María mey, Móse
eða sjálfur Jesús Kristur.
Guðdómlegir
limir
Á vefsíðunni Divine-interventions.com er hægt að
komast í samband við kristnidóminn á heldur nýstárlegan
hátt. Um er að ræða titrara sem kenndir eru við persónur í
Biblíunni, fólk eins og Móse, Júdas og Maríu mey. Jesú
Krist er einnig hægt að fá í tveimur mismunandi útgáfum,
annaðhvort sem bam í jötu eða á krossinum og er greinilegt
að ekkert er lengur heilagt í veröldinni. Eigendur Divine
Interventions bjóða einnig upp á titrara fyrir aðra trúar-
hópa. Þar er t.d að finna Búddatitrara sem lofar að hjálpa
eigendum sínum að komast til Nirvana. Enn sem komið er
er þó engan Allah að finna í versluninni enda spurning
hvort það borgi sig fyrir hina bandarísku eigendur að reita
múslíma til reiði.
Kiddi Bigfoot skemmtanastjóri. Shrek kvikmyndastjarna.
Þeir eiga margt sameiginlegt tvtfarar þessarar viku. Báðir eru þeir í
skemmtanabransanum; báðir eru þeir stórir og stæðilegir á velli og báð-
ir skarta þeir sterklegum og miklum tanngarði. Þetta eru auðvitað félag-
arnir Kiddi Bigfoot og teiknimyndastjarnan Shrek eða Skrekkur eins
og hann hefur verið nefndur á hinu áskæra ylhýra. Kiddi var nokkuð í
umræðunni á síðasta ári þegar hann lýsti óvæntum hjartagalla sínum í
Séð og heyrt. Shrek fékk engu minni umfjöllun, kvikmyndin um hann
dró margan Islendinginn í kvikmyndahús. Sem sagt þekktir menn
þama á ferð.
Fréttimar sem fæstir heyra
Uppþvottavél fyrir gæludýr
Tveir Spánverjar, Eduardo Segura og Andrés
Diaz, hafa búið til uppþvottavél til að þvo gælu-
dýr í. Segja þeir að vélin sé alveg örugg og að það
sé mun auðveldara að þrífa bæði hunda og ketti í
þessari vél heldur en í höndunum. Vélin sér
ekki bara um þvott á gæludýrum heldur þurrkar
hún einnig dýrin og það á innan við hálftíma.
Hægt er að fylgjast með hvernig þvotturinn
gengur í gegnum lttinn glugga á vélinni.
Indverskur gáttaþefur
Sextugur Indverji að nafhi Venkat Raj Bhat
virðist vera þeim ótrúlega eiginleika gæddur að
geta þefað sig fram til vatns. Indverjinn mun
hafa fundið um
5000 vatnsupp-
sprettur og það
með hjálp lyktar-
skynsins. Bhat
grefur einungis
nokkra sentf-
metra upp úr
jörðinni, lyktar af
moldinni og get-
ur á þann hátt
sagt til um hvort
það sé vatn að
finna þar undir
eða ekki - og hef-
ur hann vtst
aldrei haft rangt
fyrir sér.
Hótel í krana
Nýstárlegt hót-
el mun brátt rísa í Harlingen t' Hollandi. Á hót-
elinu er aðeins eitt herbergi og þar getur aðeins
eitt par gist í einu. Hótel þetta er staðsett niðri
við höfnina, nánar tiltekið í byggingarkrana.
Gestir verða að príla upp 15 metra langar tröpp-
ur til að komast í svefnherbérgið sem er víst með
geðveiku útsýni yfir höfnina.
VlLJA EKKI KYNLÍF MEÐ KONUNNI
Nýleg könnun sem gerð var á Italíu sýnir að
40% af ítölskum karlmönnum stunda kynlíf með
eiginkonu sinni án þess eiginlega að vilja það.
Könnunin sýndi að ítalskir menn hafa meira
gaman af því að táldraga konur heldur en
akkkúrat að sofa hjá þeim. Sögðu flestir að eðal-
steinar, lúxusbátar og dýrar máltíðir væri það
sem best virkaði til að ná athygli kvenna.
Skemmtilegri matarboð
Svissneskur uppfinningamaður hefur fundið
upp allsérstakt matarborð. Stólarnir við borðið
færast úr stað þannig að ef maður er með matar-
boð þá sitja gestirnir aldrei of lengi við hliðina á
sama aðilanum. Við borðið er pláss fyrir 18 gesti
og um leið og stólamir færast úr stað fylgir mat-
urinn með. Þetta ætti að vera kærkomin nýjung
sem kemur algjörlega í veg fyrir að matarboðin
verði of þurr og leiðinleg.
Crafinn í sígarettupakka
Rúmanskur stórreykingamaður, Mihai Cep-
leuca frá Búkarest, hefur búið til sína eigin lík-
kistu úr um 7.000 sígarettupökkum sem hann
hefur reykt sjálfur. Með þessu uppátæki sínu vill
hann sýna fram á skaðsemi reykinga. Sjálfur
reykir hann tvo pakka á dag og segist ekki geta
hætt að reykja og því munu sígarettumar fylgja
honum til grafar í orðsins fyllstu merkingu því
það er ekki bara
kistan sem er
búin til úr sígar-
ettupökkum
heldur er kodd-
inn fylltur með
sígarettufilter-
um.
Nakinn í 80 ÁR
Fyrir 80 árum
fékk Indverjinn
Kanduri Bhoi
hita og veiktist.
Þá var hann 10
ára gamall en
síðan þá hefur
þessi 90 ára
gamli Indverji
gengið nakinn.
Ástæðan er sú að
hann er sannfærður um það að hann verði lasinn
aftur fari hann í föt en hann reyndi það nokkrum
sinnum á sínum yngri árum en fékk þá alltaf
hita.
Hollensk jólalygi
Hollenskur eiginmaður sem vildi frekar eyða
jólunum í faðmi hjákonu sinnar en eiginkonu,
ákvað að ljúga því að honum hefði verið rænt.
Maðurinn hringdi í konu sína á jóladag og sagði
að sér hefði verið rænt en í rauninni lá hann þá í
rúmi hjákonunnar. Eiginkona hans hringdi í
lögregluna í Rotterdam sem setti í gang mikla
leit sem endaði með því að eiginmaðurinn fannst
hjá hjákonunni. Nú á maðurinn yfir höfði sér
málaferli af hendi lögreglunnar sem er frekar
óhress með að hafa eytt tíma sfnum og orku í
þessa tilgangslausu leit.
Milli jO61a
IL
i/vnma.
ÁRAMÓTAHEÍTíÞ MÍTT ER tö »
Bor^a NWKIKIJÍ (\f RfcÍNUM
RUOBrauþ'iogsvkkíum
þANNiG /erri é& m
&ETA EIGiMASr NÝJA
VÍHi % HALM> í
FA GðMLU.
Flugvélar eru ekki svo hættulegar. Það er aðdráttarafl jarðar sem er stórhættulegt
16
f ó k u s 4. janúar 2002