Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2002, Qupperneq 18
BÍómUlar
Frú Potter ciftist
Höfundur Harry Potter bókanna, J.K. Rowilng,
gekk f það heilaga um jólin. Athöfnin fór fram á
heimili hinnar 35 ára gömlu Rowling ÍSkotlandi en
sfðan hún varð fræg fyrir skrif sfn hefur
hún verið dugleg við að halda sig
fjarri fjölmiðlum. Þetta er annað
hjónaband hennar en upp úr þvf
fyrra slitnaði áður en frægðin
sagði til sfn og að þvf loknu
eyddi Rowling mestum hluta af
tfma sfnum á Kaffihúsum Lund-
únaborgar þar sem hún hóf að rita
sögurnar um Harry Potter. Flestum ætti
að vera kunnugt um hvernig það fór en Rowling er
fdag ein ríkasta kona Bretlandseyja enda hafa
bækur hennar selst f milljónum eintaka og enn
fleiri hafa séð kvikmyndina um Harry og félaga.
„Ég er mjög ánægð með lífið þessa stundina,"
sagði Rowling eftir brúðkaupið. „Ég er nýbúin að
skrifa sfðustu bókin um Potter og önnur myndin
verður frumsýnd f lok árs. Þetta gæti ekki verið
betra."
VlNNIE KYNNIST CRÚPPÍUNUM
Harðnaglinn, leikarinn og fótboltatuddinn Vinnie
Jones hefur sfðustu misseri átt f erfiðleikum með
að venjast Hollywood-lífstílnum en hann keypti sér
nýverið hús þar f bæ eftir mikta velgengni á hvfta
tjaldinu. Vandamálið sem Vinnie þarf af glfma við
eru æstir kvennkyns aðdáendur en hann
hefur þurft að láta lögreglu fjarlægja
tjöld og annað sem þær hafa sett
upp fyrir utan húsið hans. „Ég
fer nú bara eiginlega hjá mér,“
sagði Vinnie f samtali við blaða-
mann. „Ég hef aldrei litið á mig
sem einhvers konar kyntákn og
ég reyni yfirleitt að komast hjá
slíkri athygli. Ég hreinlega skil ekki
þegar fólk er að kalla mig kyntákn og sfst af
öllu skil ég þessar konur sem hafa tekið sér ból-
festu fyrir utan heimilið hjá mér.“ Nýjasta mynd
Jones, The Mean Machine, er væntanleg innan
skamms en þar fer Vinnie með kunnuglegt hlut-
verk einhvers harðgerðs töffara.
Meira Star Wars
Nýjasta myndin f Star Wars röðinni er vel á veg
kominn en formlegum tökum hefur verið lokið.
Myndin er þó hvergi nærri tilbúin enda er mikil
tæknivinna eftir. f þessari mynd, sem er önnur f
tfmaröð'mni, koma fram margar persónur sem unn-
endum Star Wars myndanna eru að góðu kunnar
úr fyrri myndum. Til að mynda mun hausaveiðar-
inn Boba Fett gegna veigamiktu hlutverki f þessari
mynd en hann sást sfðast f myndum núm-
er f imm og sex. Auk þess hafa
tæknigúru Lucasar, höfundar og
leikstjóra myndanna, verið iðin
við að skapa og endurvekja hin-
ar ýmsu verur sem munu koma
fram f myndinnL Ekki er enn
vitað hvaða verur hér um ræðir
en George Lucas hefur áður sagt
að ekki gefist tfmi til að birta allt sem
hann vildi hafa með f myndinni. „Ég á enn eft-
ir að ákveða hvað verður f myndinni og hverju við
sleppum. En ég lofa þvfað þetta verður stórglæsi-
leg mynd og aðdáendur Star Wars munu ekki
verða fyrir vonbrigðum," sagði Lucas. Star Wars II:
The Attack of the Clones verður frumsýnd hér á
landi þann 17. mafnæstkomandl
Nýtt frá Scorsese
Leikstjórinn Martin Scorsese sem hefur áður gert
ogtekið þátt fmyndum á borð við Raging Bull,
Goodfellas, Kundun og Taxi Driver er núna að
vinna hörðum hödum að nýrri mynd sem ber heitið
Gangs of New York. Leikarar myndarinnar
eru ekki af verri endanum en með j
alhlutverk fara Leonardo
DiCaprio, Cameron Diaz, Daniel
Day-Lewis, Jim Broadbent,
Brendan Gleeson, Devon
Murray og Liam Neeson. Upp-
haftega átti að frumsýna
myndina fdesember á sfðasta ári
en framleiðendum leist betur á;
bfða með það fram til sumars og eiga
þannig möguleika á að hirða þannig sem flesta
Óskara á verðlaunahátfðinni 2002.
Tom cerist morðingi
Ný mynd er einnig fvændum frá Sam Mendes, leik-
stjóra stórmyndarinnar American Beauty, en nýjas-
ta mynd hans heitir The Road to Perdition og er
gerð eftir samnefndri sögu eftir Max Allan Collins.
Með aðalhlutverk fer óskarsverðlaunahafinn Tom
Hanks en sögusvið myndarinnar er Chicago f
kring um 1930 þar sem Tom leikur
teigumorðingjann Michael O’Sulli-
van sem gengur f daglegu tali
undir nafninu Engill dauðans.
Þetta verður þvf alvöru
gangstermynd með öllu tll-
heyrandi en aðrir sem eiga
hlutverk fmyndinni eru Tyler
Hoechlin, Jude Law, Jennifer Jason
Leigh, Al Molina (sem leikur nafna sinn
Capone), Paul Newman og Stanley TuccL Kvik-
myndin er væntanleg til frumsýningar um mitt
næsta sumar.
f ó k u s 4.janúar2002
Að vera eða vera ekki geimvera? Það er stóra spurningin sem veit er upp í
myndinni K-Pax sem frumsýnd verður í bíósölum Sambíóanna og Háskóiabíós
í kvöld. Aukaspurningin er svo hvort það sé of bjart á jörðinni.
Geimvera á geðsjúkrahúsi
Það hefur aldrei verið auðvelt að vera
mikið öðruvísi á jörðinni, sérstaklega ef
maður tilheyrir hópi hins vitiboma
manns eða lítur í það minnsta út fyrir
það. Þessu fær náunginn Prot að kenna
á í myndinni K-Pax. Hann er handtek-
inn í kjölfar þjófnaðar á lestarstöð.
Löggan veit hins vegar ekki í hvorn
fótinn hún á að stíga þegar Prot fer að
kvarta yfir því að það sé allt of bjart á
jörðinni. Þaðan sem hann sé, plánet-
unni K-Pax, sé ekki nærri því eins
bjart. Eins og þeir sem meðaljóninn
skilur alls ekki er Prot sendur beinustu
leið á næsta geðsjúkrahús.
Þar tekur á móti honum geðlæknir-
inn dr. Mark Powell. Powell hefur í
gegnum tíðina hitt haugana alla af
mönnum með mismikla veruleikafirr-
ingu og telur sig ekki vera lengi að
aflæsa huga Prot og finna hvað það er
sem virkilega angrar hans viðkvæma
sálarlíf. Prot útskýrir fyrir Powell að
hann sé í raun aðeins að afla upplýsinga
um jörðina fyrir samfélag sitt heima á
K-Pax en brátt þurfi hann að halda
heim á leið. Sjúklingar geðsjúkrahússins
trúa Prot og fara að panta far með hon-
um til K-Pax. Powell er hins vegar full-
ur efasemda en smátt og smátt fara þó
að renna á hann tvær grímur.
Prot (Kevin Spacey) segist vera geimvera, finnst of bjart á jörðinni og endar á geðsjúkrahúsi.
Tveir stórleikarar
Powelt (Jeff Bridges) skilur ekki alveg nýjasta sjúkling sinn og það
veldur honum hugarangri.
Aðalleikaranir í K-Pax eru ekki af verri endanum nema síður sé. Það
eru þeir félagar Kevin Spacey og Jeff Bridges sem sjá um að túlka þessa
tvo einstaklinga. Báðir eru þeir fyrir löngu búnir að rita nöfh sín stór-
um stöfum á stjörnuhimin bíómyndanna. Spacey, sem fullu nafni heit-
ir víst Kevin Spacey Fowler, hóf leik f kvikmyndum árið 1986 f hlut-
verki nafnslauss vasaþjófs í myndinni Heartburn. Þetta var lítið hlut-
verk í mynd sem skartaði nöfhum á borð við Jack Nicholson, Meryl
Streep og Jeff Daniels.
Á þeim fimmtán árum sem kvikmyndaferill Spacey spannar hefur
maðurinn birst í stærri og minni hlutverkum í 56 myndum, bæði fyrir
sjónvarp og hvíta tjaldið. Árið 1992 fór að bera á Spacey er hann lék í
myndinni Consenting Adults með Kevin Kline. Árið 1995 stimplaði
Spacey sig hins vegar endanlega og eftirminnilega inn í huga bíó-
myndagesta. Þá lék hann f stórmyndunum The Usual Suspects og
Seven. Síðan hefur ekki verið aftur snúið og hver stórmyndin rekið aðra.
Hann hefur hlotið tvenn óskarsverðlaun fyrir leik sinn í The Usual
Suspects og American Beauty.
Blautur á bak við eyrun
Jeff Bridges hefur verið lengur í bransanum en Spacey og það tók
hann stuttan tíma að komast í sína fyrstu mynd. Hann var ekki orðinn
eins árs þegar hann kom fram sem kornabarn í myndinni The
Company She Keeps árið 1950, enda inn undir f bransanum í gegnum
leikarann föður sinn Lloyd Bridges. Bridges fékk sína fyrstu óskarsverð-
launatilnefningu fyrir leik í aukahlutverki í myndinni The Last Pict-
ure Show árið 1971 og síðan hafa fylgt þrjár tilnefningar f viðbót en
aldrei hefur hann náð að krækja í þessi eftirsóttu verðlaun. Bridges hef-
ur leikið í flestum gerðum kvikmynda, frá óháðum myndum upp í
dramatískustu ástarsögur. Yngri kynslóðin þekkir hann hins vegar
kannski best sem slóðann og slúbbertinn Lebowski í Choen-bræðra
myndinni The Big Lebowski.
Leikstjóri K-Pax, Englendingurinn Iain Softley, er hins vegar enn
blautur á bak við eyrun þegar hann er borinn saman við leikarana tvo
sem hann þarf að leikstýra. Hann á að baki fjórar myndir er þeirra
þekktust sjálfsagt tölvutryllirinn Hackers frá árinu 1995.
Lord of the Rincs
Það þarf varla að fjölyrða um
þessa mynd en leikstjórinn Peter
Jackson hefur með öruggum hætti
náð að færa sögur Tolkiens yfir á
hvíta tjaldið. Urvalslið leikara er í
myndinni og ber að nefna Liv
Tyler, lan McKellen, Cate
Blanchett, Viggo Mortensen og
John Rhys-Davies. Myndin fjallar
um Hobbitann Fróða sem leggur
upp í mikla reisu til að forðast að
hringur, gæddur miklum mætti,
komist í hendur illra afla. Með
honum f för eru tveir menn, einn
álfur, einn dvegur, þrír hobbitar og
galdrakarlinn Gandalf.
Ocean’s Eleven
Þetta er mögnuð grín- og gaman-
mynd undir leikstjóm óskarsverð-
launahafans Steven Solderberg.
Myndin fjallar um Daniel Ocean
sem er gamalreyndur ræningi sem
fær þá hugdettu að ræna þrjú
stærstu spilavíti Las Vegas-borgar.
Sérlega stjörnum prýddur hópur
leikara er í myndinni en með aðal-
hlutverk fara Brad Pitt, Matt
Damon, George Clooney, Julia
Roberts og Andy Garcia.
The Class House
Kvikmyndin fjallar um tvö ung-
menni sem missa foreldra sfna í
hræðilegu slysi og er komið fyrir
hjá fósturforeldrum. I fyrstu virðast
krakkarnir ætla að hafa það gott en
þegar upp kemst að nýir foreldrar
þeirra skulda meira en þau ráða við
fara hjólin að snúast. Þetta er
mögnuð hrollvekja sem hefur feng-
ið góða dóma víðast hvar en með að-
alhlutverk í myndinni fer Leelee
Sabieski.
ZOOLANDER
Þetta er grínmynd af bestu gerð
með stórleikaranum Ben Stiller í
aðalhlutverki en hann fer hér á
kostum sem hálfvitinn Derek
Zoolander. Stiller hefur áður gert
garðinn frægan með kvikmyndum
á borð við There’s Something
About Mary og Meet the Parents
en fróðir menn segja að þessi sé
litlu síðri en þær. Með önnur hlut-
verk fara Jon Voight og Christine
Taylor auk þess sem Donald
Trump kemur fram sem hann sjálf-
ur.