Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Side 4
22 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 Rafpostur: dvsport@dv.is - keppni í hverju orði Birkir Það er nánast frá- gengið að Birkir ívar Guðmundsson, mark- vörður Stjörnunnar í ESSO-deild karla í hand- knattleik, verði lánaður til spænska 2. deildarfé- lagsins Balonmano Tor- Birkir ívar revieja úr þetta keppnis- Guömundsson. tímabil. Birkir ívar hef- á leið til Spanar ur dvalið ytra undan- farna daga og sagði í samtali við DV-Sport í gær að aðeins ætti eftir að skrifa undir félags- skiptasamninginn á milli Stjörnunnar og spænska liðsins. „Stjörnumenn hafa sýnt mér mikinn skilning í þessu máli. Auðvítað er leiðinlegt að yfirgefa fé- lagið á þessum tíma- punkti en ég get varla sleppt þessu tækifæri. Nú fæ ég aö prófa at- vinnumennsku og sé þá hvort ég hef eitthvað í hana að gera“ sagði Birkir Ivar. „Þetta er ágætisfélag og verður spennandi dæmi ef upp gengur en það eru enn þá nokkrir lausir endar óhnýttir en ég vonast til að frá þeim verði gengið á næstu dögum,“ sagði Birkir ív- ar Guðmundsson. -ósk Fjölmennur hópur frá Júdófélagi Reykjavikur tók þátt í afmælismóti Júdósambandsins sem fram fór á dögunum. Þessi mynd var tekin af hópnum en margir félaga í Júdófélagi Reykjavíkur unnu til verölauna á mótinu og stóöu sig mjög vel. Á unglingasíðu í DV-Sport fljótlega veröur greint frá úrslitum í flokki þeirra yngstu sem kepptu á mótinu. Þátttakendur og verölaunahafar í Júdódeild Ármanns, í aftari röö: Heimir Haraldsson, Guömundur Sævarsson, Bjarni Skúlason, Jónas Blöndal, Víkingur Víkingsson, Margrét Bjarnadóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sævar Sigursteinsson þjálfari. í fremri röö: Axel Björnsson, Eyþór Björnsson, Hörður Hannesson, Darri Kristmunds- son, Bjarni Þór Margrétarson, Birgir Ráll Ómarsson, Daníel Albertsson, Björn Halldórsson þjálfari. Afmælismót JSÍ: Ármann og JR voru sigursæl Flest júdófélög landsins sendu keppendur á árlegt afmælismót Júdósambands íslands sem fram fór nýverið. Keppendur frá Júdódeild Ár- manns og Júdófélagi Reykjavíkur voru áberandi á mótinu og unnu sigra í mörgum flokkum. í flokki karla 15 ára og eldri sigraði Guðmundur Þórðarson, JR, í -60 kg flokki. Davíð Krist- jánsson, JR, sigraði i -66 kg flokki og Snævar Már Jónsson, JR, i -73 kg flokki. Jónas Blöndal, Ár- manni, sigraði í -81 kg flokki og Bjarni Skúlason, Ármanni, í -90 kg flokki. Ármenningar áttu einnig sigurvegara í tveimur þyngstu flokkunum. Guðmundur Sævarsson sigraði í -100 kg flokki og Heimir S. Haraldsson í +100 kg flokki. f Opnum flokki karla sigraði Bjarni Skúlason, Ármanni. Heim- ir S. Haraldsson, Ármanni, varð annar og þeir Baldur Pálsson, JR, og Gunnar B. Sigurðsson, JR, i þriðja sæti. í flokki kvenna 15 ára og eldri sigraði Ingibjörg Guðmunds- dóttir, Ármanni, í -57 kg flokki. Margrét Bjamadóttir, Ármanni, í -63 kg flokki og Gígja Guðbrands- dóttir, JR, i +63 kg flokki. 1 Opnum flokki kvenna sigr- aöi Gígja Guðbrandsdóttir, JR. í öðru sæti varö Margrét Bjarna- dóttir, Ármanni, og í þriðja sæti urðu þær Arna Gunnarsdóttir, KA, og Anna Soffía Vikingsdóttir, JR. Úrslit í öðrum flokkum verða birt fljótlega á unglingasiðu DV- Sport. Valencia á topp- inn á Spáni Valencia komst i gærkvöldi á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu þegar liðið bar sigurorð af Alaves, 1-2, á útivelli. Real Madrid missti af tækifæri til að komast aftur á toppinn þegar liðið tapaði fyrir Valladolid, 2-1. Barcelona náöi aðeins að rétta sinn hlut með 2-0 sigri á Real Sociedad og er iiðið nú komið í 4. sæt- ið, í bili að minnsta kosti. Rivaldo og Saviola skoruðu mörkin. -ÓK ^ Ársþing KSÍ haldið um helgina á Loftleiðum í 56. sinn: Osnertanlegur - Eggert Magnússon hefur komið ár sinni vel fyrir borð Ársþing Knattspyrnusambands fs- lands verður haldið í 56. sinn á Hótel Loftleiðum um helgina. Samkvæmt forystumönnum innan knattspyrnuhreyflngarinnar er búist við átakalausu þingi. Tillögurnar sem fyrir þinginu liggja munu, ef samþykktar verða, ekki setja hreyf- inguna á annan endann og ljóst þyk- ir að Eggert Magnússon, sem verið hefur formaður KSÍ undanfarin tólf ár, muni verða kosinn formaður á ný með hefðbundnu lófaklappi þingfull- trúa. Stjórn Knattpsyrnusambandsins birti í síðustu viku ársskýrslu ársins 2001 þar sem í ljós kemur að mikill hagnaður hefur verið á rekstri sam- bandsins á síðasta ári. Rekstur sambandsins skilaði 38 milljóna króna hagnaði að teknu til- liti til óreglulegra liða og fjár- magnsliða en 18 milljón króna tap var á rekstri Laugardalsvallar, sem er í höndum KSf. Góður rekstur sambandsins hefur skilað sér í því að öll mótagjöld fyrir mót á vegum KSÍ hafa verið felld nið- ur undanfarin tvö ár auk þess sem sambandið greiddi aðildarfélögum sínum 10 milljónir króna í síðasta mánuði. Vandi fylgir vegsemd hverri Vandi fylgir þó vegsemd hverri og með aukinni velmegun sambandsins hefur það gerst að forystumenn þess hafa verið sakaðir um flottræfilshátt, bruðl og óráðsíu, sérstaklega í tengsl- um við Danmerkurferðina í byrjun október. Knattspyrnuforystan hefur snúist til varnar í því máli eins og öðrúm, vísað til venjulegs fórnarkostnaðar vegna styrktaraðila og með glæsileg- an ársreikning í farteskinu er kannski erfitt fyrir menn að gagn- rýna þá fyrir bruðl. Stjórn KSÍ og starfsmenn sam- bandsins hafa verið duglegir að verja sitt og sína og með þeirra hjálp hefur Eggert Magnússon orðið að nokkurs konar stofnun innan knattspyrnu- hreyfmgarinnar. Eggert er kominn á þann stall að við honum verður ekki hróflað. Eggert hefur aldrei fengið mótframboð gegn sér í þau sex skipti sem hann hefur verið í kjöri og ekk- Iþróttaljós ert bendir til þess að breyting verði á því í ár. Hann hefur komið ár sinni þannig fyrir borð að hann er nánast ósnertanlegur. Dæmi um styrk Eggerts innan hreyfíngarinnar eru málalok fréttar þeirrar sem birtist á Vísi.is þar sem haft var eftir heimildarmanni að for- ystumenn liða í efstu deild karla hygðust reyna að koma honum frá völdum. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu þvi Eggert og fylgismenn hans sneru vörn í sókn, fengu fram stuðningsyfirlýsingu forystumann- anna og stóðu helmingi sterkari eftir fyrir vikið. Eft- ir sátu forystu- Óskar Hrafn Þorvaldsson sauðir --------------------------------- með sárt ennið og brostnar vonir um hallarbyltingu innan knattspyrnu- hreyfingarinnar. Innleiddi markaöshyggju „Eggert hefur verið geysilega far- sæll sem formaður KSl. Hann hefur innleitt markaðshyggju inn í hreyf- inguna og undir hans stjórn hafa orð- ið gífurlegar breytingar á rekstri sambandsins. I dag er sambandið rekið eins og fyrirtæki og það hefur hjálpað hreyfingunni í heUd mikið. Það held ég að sé ein helsta ástæðan fyrir því hversu sterk staða Eggerts er innan hreyfingarinnar," sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ, þegar hann var spurður um ástæður sterkrar stöðu Eggerts innan hreyfingarinnar. Harður í samningum Eggert sjálfur hefur þó ekki ein- ungis komið sér í þessa sterku stöðu fyrir hjálp annarra manna. Hann hef- ur, rétt eins og fram kemur í máli Geirs hér að framan, breytt rekstri sambandsins gífurlega á þeim tíma sem hann hefur verið við völd. Hann hefur það orð á sér að vera sérlega harður í samningamálum og hefur tiHtjgjím* Eggert Magnússon tekur hér í hönd Atla Eðvaldssonar þegar sá síöarnefndi tók við íslenska landsliöinu 1999. það skilað sér í einstaklega hagstæð- um sjónvarps- og auglýsingasamn- ingum fyrir sambandið. Þó eru ekki allir á eitt sáttir með störf Eggerts. Ýmsir þeir sem DV- Sport hefur rætt við eru óánægðir með stjórnunarhætti Eggerts og fínn- ast þeir vera orðnir ansi einræðisleg- ir aukinheldur sem vitað er til þess að einn stór styrktaraðili sambands- ins íhugar að slíta samstarfi við það í kjölfar Danmerkurferðarinnar margumræddu. Óánægjuraddir heyrast alltaf Rúnar Arnarson, formaður knattpsyrnudeildar Keflavíkur og formaður félags Símadeildarfélaga, ber Eggerti vel söguna. „Staða hans innan knattspyrnu- hreyfmgarinnar er gífurlega sterk og það er eingöngu vegna hans eigin dugnaðar. Hann hefur unnið gífur- lega vel fyrir sambandið og hreyfing- una í heild og ég get fullyrt að það sé langt síðan einn maður hefur unnið jafn ötult og öflugt starf fyrir hreyf- inguna og hann hefur gert. Hann hef- ur tíma tfl að standa í þessu og þigg- ur varla laun fyrir og við eigum að þakka slíka fórnfýsi," sagði Rúnar Arnarson og bætti við að auðvitað væri hann meðvitaður um að óá- nægjuraddir væru á kreiki en það væru aðallega menn sem þekktu ekki til innan KSÍéða þá að þeir sem væru alltaf óánægðir. Það er því nokkuð ljóst að staða Eggerts innan hreyfingarinnar er óhemju sterk hvort sem mönnum lík- ar hetur eða verr og fátt sem virðist hindra hann í því að sitja sem for- maður KSÍ eins lengi og hann lystir. Það verður ekki i fljótu bragði fundinn sá maður sem ætlar að taka slaginn við Eggert Magnússon. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.