Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2002, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002
29
Ht
DV
Utgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aöalritstjórí: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
AftstoOarritstjóri: Jðnas Haraldsson
Fréttastjórí: Birgir Guömundsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverholtl 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Ritsfjérn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setnlng og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerft og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Völd og ábyrgð
Mönnura hefur gengið misjafnlega að finna lýsingarorð
sem eiga við um stjórnmál og stjórnsýslu síðustu daga á
íslandi. Mörg þung orð hafa fallið en eftir sitja menn sem
fara ekki úr stólunum sínum frekar en fyrri daginn, enda
þótt sambærilegar aðstæður hefðu reynst þeim óbærileg-
ar sætu þeir sem stjórnendur og ráðherrar í þeim löndum
sem íslendingar bera sig helst og best við. Á íslandi er
ekki til siðs að taka á sig ábyrgð. Á íslandi vita ráðamenn
sem er að erfið mál gleymast.
Ein af meginstefnum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar,
einkavæðing Landssímans, hefur beðið mjög alvarlegan
hnekki. Upphafið má ef til vill rekja til þess að áhugi al-
mennings á að fjárfesta í þessu myndarlega fyrirtæki,
sem margur landsmaður hélt reyndar að hann ætti fyrir,
reyndist ekki jafn mikill og ráðamenn hugðu. Og fráleitt
hjálpaði það heldur sölumönnum ríkis að selja á heims-
ins versta tíma. Því fór sem fór. Söluútboð Símans
mistókst. Og enginn kaus að bera ábyrgðina.
Einkavæðingu Símans átti að hrinda í framkvæmd
með fulltingi nokkurra valinkunnra sæmdarmanna.
Fyrstan ber þar að nefna nýjan forstjóra á sinni tið sem
síðar kom í ljós að enginn hafði samið við. Og gott ef
hann samdi ekki við sjálfan sig upp á laun og fríðindi sem
hafa á síðustu vikum orðið tilefni fleiri frétta en saman-
lagðar tekjur allra ráðherra og alþingismanna landsins.
Hann var látinn róa á góðum mettima fyrir sakir sem
ekki má tala um frekar en þann sem samdi við hann.
Vinnusamir blaðamenn hafa upp frá þessu verið að
æra óstöðuga ráðamenn. í ljós hefur komið að þann stutta
tíma sem forstjórinn var við völd hjá Símanum lét hann
starfsmenn sína færa sér tré og tengingar upp úr stærstu
stöðuvötnum, auk þess að næra bifreið sína eins lengi og
nokkur kostur var. Ekki nægði honum að vera á ríflegum
forstjóralaunum sem tryggð voru til fjölda ára heldur
skrifaði hann það sem honum sýndist á Símann, fullviss
um hver myndi borga brúsann á endanum.
Yfir þessum forstjóra var stjórn og stjórnarformaður
sem ekki verður með nokkru móti séð hvað var að gera á
tíðum og ágætlega launuðum fundum sínum. Ekki tókst
henni að hemja forstjóra sinn og ekki tókst henni að
stöðva nokkur stærstu fjárglæfraverkefni fyrirtækisins,
sem náðu landsfrægu hámarki þegar skýjaglópar utan úr
heimi höfðu forstjórann og stjórnina alla að fífli og fé-
þúfu. Enn er hægt að lágmarka þann skaða með því að
hafa hann á þávirði en ekki núvirði.
Um það leyti sem landsmenn, stjórnin og ekki síst
stjórnendur þessa lands héldu að skammarstrikin væru
upptalin kom í ljós að stjórnarformaður Símans hafði um
árabil fengið hundruð þúsunda á mánuði ofan i eigið
kaup sem helsti ráðgjafi fyrirtækisins og stjórnvalda við
að einkavæða apparatið. Enn voru það vinnusamir blaða-
menn sem ærðu óstöðugan - og enn var engum skemmt.
Allra síst þeim sem voru í stjórn Símans, enda höfðu þeir
ekki hugmynd um þessa milljónaráðgjöf.
Nú er að koma á daginn, vegna vinnugleði téðra blaða-
manna, að Landssimahúsið var selt á hlálegu verði. Lík-
lega töpuðust þar lika hundruð milljóna. Það er í anda
þess sem á undan er komið. Klúðrið er orðið reyfara-
kennt. Ráðamönnum er það ekki raunverulegra en svo að
þeir vísa hver á annan og gera lítið úr vinnu blaðamanna.
Kona, sem nefnd hefur verið næsti ráðherra landsins,
spyr í þingsal hvað blöðum og stjórnarandstöðu gangi til.
Hún er bara alveg gáttuð!
Sigmundur Ernir
nv
Skoðun
Þekkingarþorp rís
Föstudaginn 15. febrú-
ar var nýbygging ís-
lenskrar erfðagreiningar
í Vatnsmýrinni formlega
tekin í notkun. Vígsla
hins glæsta húss, sem
reis á undraskömmum
tíma, markar tímamót,
ekki aðeins á sviði at-
vinnulífsins, heldur
einnig í skipulagsþróun
höfuðborgarinnar. Með
þessu húsi er uppbygging
fyrirhugaðs þekkingar-
þorps í nábýli við Háskóla íslands
og í framhaldi af miðborg Reykja-
víkur hafin. Hálfum mánuði fyrr
var niðurstaða starfsnefndar um
framtíðaruppbyggingu Landspítala
háskólasjúkrahúss kynnt þess efn-
is að öll starfsemi hans verði sam-
einuð og byggð upp við Hring-
braut. Ein meginröksemd fyrir
staðarvali nefndarinnar, fyrir utan
að mestur húsakostur sjúkrahúss-
ins er þar þegar fyrir hendi, er ná-
lægðin við Háskóla íslands, fyrir-
hugaöa Vísindagarða og íslenska
erfðagreiningu. Ráðamenn eru
með öðrum orðum loksins famir
Steinunn
Jóhannesdóttir
rithöfundur
að líta þetta land við mið-
borgardyrnar hýru augu
og skynja margþætt gildi
þess fyrir eflingu háþró-
aðs atvinnulífs og æðstu
menntunar í landinu. Þeir
hefðu betur áttað sig fyrr.
Þá hefði væntanlega ekki
verið anað út í nýbygg-
ingu Reykjavíkurflugvall-
ar sem er hið skipulags-
lega ljón í vegi þess að
strax sé unnt að tengja
saman þessa tvo mikil-
vægustu byggingarreiti í þéttbýli á
íslandi með náttúrulegum hætti.
Byggjum þétt og vistvænt
Nú eru þeir kirfilega aðskildir af
spánýrri aðalflugbraut vallarins og
verða það til ársins 2016 sam-
kvæmt nýsamþykktu Aðalskipu-
lagi Reykjavíkur. Val starfsnefnd-
ar Landspítalans hlýtur þó að
skapa aukinn þrýsting á borgar-
stjóm um að taka af meiri festu á
þeim vanda sem flugvöllurinn
veldur og stjaka honum fyrr út úr
miðbænum sé þess nokkur kostur.
Síðan verður stórmál að skipu-
leggja Vatnsmýrina og flugvallar-
svæðið þannig að til framfara horfi
fyrir höfuðborgina og allt samfé-
lagið. Ekki dugir að láta borgar-
verkfræðingi eftir að hanna nýjar
umferðaræðar í þágu óðabílismans
sem ríkt hefur síðustu áratugi,
burt séð frá því hverjir hafa farið
með hið pólitíska vald í borginni.
Bílisminn er kominn að ystu
mörkum þess sem samfélagið og
íbúar þess þola. Reykjavík hefur
staðfest Staðardagskrá 21 sem
skuldbindur stjómendur hennar
til að skipuleggja vistvænna sam-
göngunet og þéttari byggð en bíla-
borgin gefur kost á. Staðardagskrá
21 kallar á algjöra stefnubreytingu
í borgarskipulaginu.
Byggjum þekkingarþorp
Eina ráðið til þess að fá fram
bestu mögulegar hugmyndir um
framtíðarbyggð í Vatnsmýrinni í
anda Staðardagskrár 21 er að aug-
lýsa án tafar alþjóðlega samkeppni
um heildarskipulag flugvallar-
svæðisins alls út að Skerjafiröi.
Ekki má halda lengra i að leyfa
byggingar á svæðinu fyrr en heild-
arskipulag liggur fyrir og nýtt
deiliskipulag hefur verið gert fyrir
háskólasvæðið. út frá þeim breyttu
forsendum sem brottflutningur
ílugvallarins gefur.
Allt skipulag fram td þessa hef-
ur tekiö mið af ílugvellinum, hann
er forritaður inn i allar áætlanir og
hugmyndir þeirra sem unniö hafa
við borgarskipulagið. í nafni fram-
tíðarinnar verður að opna nýrri
hugsun og nýjum aðferðum leið að
skipulaginu. Víða í Evrópu og Am-
eríku er tU þekking á borgarskipu-
lagi sem getur gagnast okkur tU að
leysa þann vanda sem við stöndum
frammi fyrir. KöUum eftir henni,
klúðrum ekki Vatnsmýrinni með
því að setja niður hús og hús á
stangli eins og eyjar umkringdar
flennistórum bUastæðum.
Byggjum ekki Smára í Vatns-
mýrinni. Byggjum borg. Byggjum
stóra glæsta miðborg sem iðar af
fólki á ferli, fótgangandi, talandi,
hugsandi, vinnandi fólki sem hitt-
ist á fömum vegi og hefur gagn og
gleði hvað af öðm. Byggjum þekk-
ingarþorp á þekkingu.
Steinunn Jóhannesdóttir
Nýbygging í Vatnsmýrinni. - „Með
þessu húsi er uppbygging fyrirhug-
aðs þekkingarþorps í nábýli við Há-
skóla íslands og í framhaldi af mið-
borg Reykjavíkur hafin. “
Skipulagsmál Reykjanesbæjar
Fyrir nokkrum vikum áskotnuð-
ust undirritaðri drög að DeUiskipu-
lagi Njarðvikurfitja. Hönnuðir að því
eru Homsteinar Arkitektar. Megin-
forsendumar sem hafðar voru að
leiðarljósi við gerð þeirra voru m.a.
að gera tUlögu um landnotkun með
sérstöku tUliti tU náttúrufars, vemd-
unar- og friðunarsjónarmiða. Undir-
rituð álítur deUiskipulagið vel unnið
og verður gaman að sjá það verða að
veruleika.
Fitjasvæðið
Njarðvíkurfitjamar eiga sér langa
og merkUega sögu. Þar komu saman
þrjár meginþjóðleiðir á Suðumesj-
um, þ.e. frá Grindavík, Höfnum, Inn-
nesjum og Rosmhvalanesi. Þar er
líka afar sérstakt og sjaldgæft gróð-
ur- og fuglalíf. Sjávarfitjungurinn
sem þar vex myndast þegar gras-
lendi við flæðarmál fer á kaf í sjó
þegar hásjávað er. Sjávarfitjungur er
orðinn fremur sjaldgæfur og hefur
víða horfið vegna byggingarfram-
kvæmda.
í dag liggur aðaUeiðin í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar og út í heim fram
hjá Njarðvíkurfitjum. Þær eru það
fyrsta sem blasir við þegar ekið er
inn í Reykjanesbæ og því mikið í
Svanhvít
Guðmundsdóttir
lyfjatæknir og skólarit-
ari Njarövíkurskóla og
áhugamaóur um um-
hverfismál
’l j? u
YJ n
SjiiííS
:
i- < Ll
„Njarðvikurfitjamar eiga sér langa og merkilega sögu. Þar
komu saman þrjár meginþjóðleiðir á Suðumesjum, þ.e. frá
Grindavík, Höfnum, Innnesjum og Rosmhvalanesi. Þar er
líka afar sérstakt og sjaldgæft gróður- og fuglalíf. “
húfi að vel takist tU við
skipulag þeirra. I fyrr-
nefndum drögum er lagt
tU að Fitjamar verði sett-
ar á náttúruminjaskrá og
vonar undirrituð að svo
verði. Mikið umrót hefur
verið á Fitjunum undan-
farið ár vegna fram-
kvæmda við nýja hol-
ræsalögn sem var orðin
mjög brýn.
Mjög hart hefur verið
gengið að Fitjasvæðinu
við þessar framkvæmdir
og hefur án efa valdið
einhverju tjóni. 1 aðalskipulagi
Reykjanesbæjar er gert ráð fyrir
ibúðabyggð á svæði sem afmarkast
af Fitjunum, Njarðarbraut og Seylu-
braut. Þetta er afar skemmtUegt
svæði þar sem stutt er í framtíðar-
útivistarperlu bæjarins á Njarðvík-
urfitjum og Stekkjarkoti, þurrabúð-
inni sem Njarðvíkurbær lét byggja
upp úr rústum á sínum tima. íbúar
sem koma tU með að búa þarna
verða því næstu nágrannar
Fitjatjamanna sem er ákaflega við-
kvæmt svæði.
Fitjatjarnirnar í hættu
Frétt eins og sú sem birtist í bæj-
arblöðunum nýlega þess efnis að
verktaki hafi fengið úthlutaö þessu
svæði tfl skipulags og eins og segir í
Bæjarmálum, málgagni Samfylking-
arinnar í Reykjanesbæ, fengið frjáls-
ar hendur með skipulagningu þess,
hlýtur aö vekja furðu! Undirrituð
hefur orð bæjarstjóra Reykjanesbæj-
ar, EUerts Eiríkssonar, fyrir því að
það sé ekki rétt, enda ótrúlegt ef svo
væri. - ÞvUík skammsýni!
Að mati undirritaðrar var það ekki
rétt ákvörðun að setja þarna
íbúðabyggð og stofna þar með
gróðri og dýralífi Fitjatjarn-
anna í hættu ef ekki tekst vel
til með skipulagið og þau tak-
mörk sem því þarf að setja.
Skynsamlegra heföi verið að
stækka útivistarsvæði Njarð-
víkurfitja sem þessum skika
nemur og eiginlega með ólík-
indum að það var ekki gert.
Sú ákvörðun að taka þetta
svæði undir íbúðabyggð verð-
ur eflaust ekki aftur tekin og
því þarf að skipuleggja það
með sama hugarfari og Ásland-
ið í Hafnarfirði þar sem sértstakt tUlit
var tekið tU gróðurs og dýralifs og
katta- og hundahald er bannað tU
verndar fuglalífinu á Ástjöm.
Strangar starfsreglur
Það er ekki síður mikUvægt að
vernda fuglalífið á Fitjunum. Njarð-
víkurfitjar eru einstakt náttúru-
svæði, tU útivistar, náttúru- og fugla-
skoðunar og ekki síst tU fræðslu.
Ferð í Stekkjarkot með 1. bekkjar
nemendur í Njarðvikurskóla er orð-
in árviss viðburður og skemmtUeg
viðbót við hefðbundna kennslu. Þeg-
ar skipulag Homsteina Arkitekta er
orðiö að veruleika gæti fuglaskoðun
á Fitjunum t.d. orðið hluti af nátt-
úrufræðikennslu bama í grunnskól-
um Reykjanesbæjar.
Skipulagsyfirvöld í bænum þurfa
að setja verktakanum strangar starfs-
reglur og aðhald og honum gert skylt
að fá viðurkennda landslagsarkitekta
tU að skipuleggja svæðið sem tækju
tillit tU nálægðar þess við Fitjatjarn-
irnar svo komist verði hjá skipulags-
slysi sem ekki verður aftur tekið.
Svanhvít Guðmundsdóttir
Lottóvinningur
frá ráöherra
„Þolinmæði fólks
gagnvart þessum
endalausu verðhækk-
unum er fyrir löngu
þrotin þótt það láti
því miður aldrei
heyra frá sér - ekki
einu sinni þótt ráð-
herra samgöngumála úthluti fyrir
hönd skattborgara 37 mUljóna „lottó-
vinningi" tU forstjóra sem ekki var
hægt að nýta í þau störf sem hann
var ráðinn tU. Ekki heyrðist heldur
neitt frá skattborgurunum þegar í
ljós kom að Síminn, sem er eign okk-
ar allra, eyddi hundmðum mUljóna í
áhættuverðbréf í útlöndum. Hvað
með lífeyrissjóðina? Hafa þeir gambl-
að með peningana okkar í verðbréf-
um? Hvað með forstjóra hinna ýmsu
opinberu stofnana, hafa þeir misnot-
að aðstöðu sína og risnukostnað?"
Elín Albertsdóttir í Vikunni.
Allir eigi jafnan aðgang
„GrundvaUaratriði er að halda í þá
hugsun að aUir eigi jafnan aðgang að
heilbrigðiskerfinu, það skiptir mestu
máli og ber að hafa að leiðarljðsi þeg-
ar ákvarðanir eru teknar í sambandi
viö heUbrigðiskerfið. En það verður
ekki lengur horft fram hjá því að um-
ræðan um forgangsröðun er komin
tU að vera og henni verður ekki ýtt
út af borðinu. EðlUegt væri að stjóm-
málamenn legðu drög að slíkri stefnu
og það er ófært að menn geti enda-
laust komist hjá þeim óþægilegu
ákvörðunum sem þarf að taka. Hing-
að tU hafa læknar og stjómendur
sjúkrastofnana axlað aíltof mikla
ábyrgð þegar komið hefur að afleið-
ingum hins flata niðurskurðar sem
hingað tU hefur verið notaður."
Heiöa Hauksdóttlr á Hrifla.is
Spurt og svarað
ErReykjavík hœttuleg borg?
r*
Eyþór Amalds,
varaborgarfulltrúi Sjálfstœðisfl.:
Að hœtti
Guiliani
„Því miður er það svo að ör-
yggi í borginni er ekki lengur
það sem við Reykvíkingar get-
um með stolti sagt útlendingum frá. Þrátt fyrir
miklar framfarir á öflum sviöum hefur öryggi
hér hrakað. Eitt fyrsta verk R-listans eftir að
hann tók við völdum fyrir átta árum var að
leggja niður útideUd Félagsmálastofnunar sem
vár mikUvægur hlekkur í því að gæta öryggis
borgaranna. I þessum efnum hefur borgin því
miður ekki axlað ábyrgö heldur bendir á rikið.
Við eigum að læra af New York þar sem GuUi-
ani borgarstjóri sneri við blaðinu og bætti mjög
öryggi í borginni - í samvinnu við fólkið.“
Amþrúður Karlsdóttir,
kaupmaður og fv. lögreglumaður:
Lögreglan
verði efld
„Á margan hátt er Reykjavík
það. Líkamsárásir sem hér eiga sér
stað, oftast að tUefnislausu, hjjóta
að kalla á slíka ályktun. Dómsmálaráðherra ætti að
sjá sóma sinn í því að fjölga lögreglumönnum og
gera betur við þá í launum og öðru. Efling lögregl-
unnar veitir aðhald og hefur fráfælandi áhrif gagn-
vart því að fólk fremji afbrot og ráðist að öðrum. Ef
satt reynist að pUturinn sem framdi voðaverkið í
vesturbænum hafi verið í annarlegu eiturlyfja-
ástandi hlýtur það að kaUa á frekari umræðu um eit-
urlyfjavandann á íslandi sem er ærinn orðinn en á
síðustu árum hafa komið upp nokkur morðmál sem
beinlínis eru rakin til fikniefnaneyslu."
Stefán Ásgrímsson
blaðamaður:
Tiltölulega
róleg nótt
„Kannski er fullmikið að segja að
hún sé hættuleg. Óhætt er þó að
segja að einkanlega miðborgin sé
varasöm á vissum timum sólarhringsins. Það tengist
því að eiturlyfjaneysla og neðanjarðarstarfsemi henni
tengd hefur aukist undanfarin ár samhliða því að
vertshúsum hefur veriö hrúgað ómælt í miðborgina og
hún gerð að einu allsherjar gleði- og búlluhverfi fyrir
allt SV-hom landsins. Þaö er ekki óskaplega „líflegt"
þannig séð á laugardags- og sunnudagsmorgnum að
fara um miðborgina, vaðandi glerbrot af brotnum flösk-
um og rúðum í ökkla og mæta fyllibyttum og dóphaus-
um í árásarham eftir „tiltölulega rólega nótt“ eins og
stundum er haft eftir lögreglunni í morgunfréttum."
Vetrarkyrrð í Laugardalnum í Reykjavík
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Þú gjafmilda móðir
Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur
Þór Herbertsson, sá meira
að segja á síðasta ári að
Byggðastofnun fór með
rangt mál þegar hún sagði
að kvótakerfið heföi valdið
byggðaröskun. Fyrst fór
fólkið og síðan fluttu kvót-
arnir á eftir en ekki öfugt;
þeir eru að sjálfsögöu ekki
að hanga ónotaðir eftir á
mannlausum stöðum. Krist-
altærum bókhaldsrökum
viðskiptafræðinnar verður
ekki einfaldlega varpað fyr-
ir róöa án þess að ályktað sé um þau
í víðu samhengi og nátengdu mikil-
vægi kvótakerfisins; aðferðin er síð-
an flutt til útlanda eins og bæði
Ragnar og Hannes Hólmsteinn hafa
gert, áður en afbrýðisamir kollegar
gátu krotað í hana. Þingmaðurinn
Einar Guðfinnsson sagði á Rás 2,
8.2., að Ragnar væri virtur fræði-
maður og hefði hann flutt mál sitt
víða í útlöndum; þá veit maður það,
þingmenn vita upp á hár hvaða
fræðimenn eru virtastir.
Vísindavændi
í Fréttablaðinu 11.2. er grein und-
ir fyrirsögninni: „Faglegt vændi vis-
indamanna", en þar er átt aðallega
við lækna og vísindamenn, sem
leggja nöfn sín við tiltekin lyf fyrir
lyfjafyrirtækin. Þetta vita flestir.
Hér á Islandi ganga hlutimir ekki
þannig fyrir sig. Að vísu hefur Jón
Bragi Bjamason prófessor reynt að
selja smurning á húð sem á að lækna
ýmsa kvilla. Hann tók reyndar upp
ameríska dægurflugu um megrunar-
aðferðir og flutti mál sitt af skör-
ungsskap á fundum og í helgarvið-
tali DV fyrir um ári, en aðferðin fólst
í því að borða allt annað en mjölva
og sykur, einmitt orkuefni heilans.
Meira að segja gulrætur eru vafa-
samar að þessu leyti. Þótt hann hafi
orðið sér tfl skammar, þá var það
bara tfl upphitunar því koma tímar,
koma ráð.
Bandaríska hjartafélagið varaði að
vísu fólk við slíkum megrunarkúr-
um, en afbrýðisemi á milli fræði-
manna er viðtekin. En nú getur pró-
fessorinn andað léttar; þótt hann
vitni ekki i fræðUegar niðurstöður
úr tilraunum sínum um smuming-
irm því bóndi á Suðurlandi vitnaði
um notagUdi hans fyrir mjólkurkýr
eftir burð. Hann segir lyfið vera gott
við múkki og stálma; þeim sem endi-
lega þurfa að æmta út af þessu er
ráðlagt að nota smuminginn við
múkkinu.
Jónas Bjamason
Steinunn Váldís Óskarsdóttir,
borgarfulltrúi Reykjavikurlista:
Meira fé þarf
til lögreglu
„Á öUum tímum í sögu borg-
arinnar hafa gerst voðaatburðir
en sem betur fer er það sjald-
gæft. Hinn hræðUegi glæpur á Víðimelnum sýn-
ir að við verðum að nota þau úrræði sem við
höfum og þar skiptir meginmáli samstUlt átak
ríkis, lögreglunnar og borgarinnar.
Það er mikUvægt að íbúar í borginni upplifi
það að þeir geti öruggir gengið hér um götur.
TU að tryggja að svo sé þarf að efla löggæsl-
una og dómsmálaráðuneytið verður einfaldlega
að veita meira fé tU lögreglunnar í borginni tU
forvama og almenns eftirlits."
Atta manndráp hafa veriö framln á landlnu síöan í júlí 1999, sex í Reykjavík. í fjórum tllvikum er beln tenglng viö fíkniefni, þaö eru morö viö Leifsgötu, Espigeröi, í Öskjuhlíö og nú á Víðlmel.
„Alma mater“ var róm-
verskt ávarp og heiti, sem
átti við um gyðjur gjafmUd-
innar; síðan færðist það
yfir á háskólana, sem urðu
hinar örlátu stofnanir
þekkingar og viskubranns.
Fræðin eru líka uppspretta
styrks og virðingar, en það
er ekki víst að aUt sem það-
an kemur sé besta þekking
og mörgum hefur skjöplast
á vegi fræðUegra dyggða.
Fyrir skemmstu mátti sjá
og heyra Ragnar Ámason prófessor
á fundi á milli framkvæmdasfjóra og
formanns LÍÚ og sómdi sér bara vel.
Hann tjáði sig um skýrslu, sem
hann sjálfur hafði samið, en niður-
staða hans og Hagfræðistofnunar
H.í. að sögn, var sú að auðlindagjald
minnki tekjur rikisins og dragi úr
hagræðingu í sjávarútvegi. Já,
merkUegt nokk, en þegar hafa fjórir
fræðimenn mótmælt kröftuglega;
þrir koUegar Ragnars í H.I. töldu aö
hann byggði á sandi. - Ljótt ef satt
er.
Enn einn sagði, að það stæði ekki
steinn yfir steini í málflutningnum,
en skýrslan er bæði dýr og vönduð,
þvi skæðadrífur af mótmælum bera
vanalega vott um að mikUl sannleik-
ur sé fundinn. Aörir era
ósvífnir og telja að nýtt
afbrigði af sakleysis-
vottorði fyrir kvótakerf-
ið sé fram komið; örlát
viskugyðjan sé einfald-
lega orðin örlát fræði-
mönnum sínum,
Kvótaguöinn
Torgsalar gala um
ágæti aUra seljanlegra
hluta, og því skyldi það
ekki einnig eiga við um
kvótakerfið? Ragnar
sagði einnig að gjaldið
drægi úr hagræðingu í
greininni; það er aug-
ljóst því skuldir hennar
eru svo miklar og fiski-
skipaflotinn áflt of stór
og fiskleysi viðvarandi;
með því að setja meiri
peninga í greinina má
gera skipin öflugri og
segja upp sjómönnum,
enda er nýr formaður
FFSÍ glöggur. Hann sér
að nú er einmitt tíminn
tU að mynda varnar-
bandalag um kvótann
og eigendur hans, sem , . , . .. ,, ,.
geta þá keypt mikiu samhengi og natengdu mikilvœgi kvotakerfisins; aðferoin er siðan
fleiri skýrsiur. /7utf til útlanda, eins og bæði Ragnar og Hannes Hólmsteinn hafa
Enn einn kollegi °
Ragnars í H.Í., Tryggvi
„Kristaltœrum bókhaldsrökum viðskiptafrœðinnar verður ekki
einfaldlega varpað fyrir róða án þess að ályktað sé um þau í víðu
gert, áður en afbrýðisamir kollegar gátu krotað í hana. “