Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 1
MIÐVKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 15 Sími: sso $ooo • Rafpóstur: dvsport@dv.is Haukur Ingi ekki á förum Haukur Ingi Guðnason, fram- herji úr Keflavík, er ekki á fór- um frá félaginu en eins og fram kom í DV-Sport á mánudaginn hermdu heimildir að Framarar vildu fá hann til liðs við sig. „Haukur Ingi fer ekki neitt. Hann vill spila áfram hjá okkur og að sjálfsögðu er það okkar vilji að hann spili hér sem lengst," sagði Rúnar Amarsson, formaður knattspyrnudefldar Keflavíkur, í samtali við DV- Sport í gær. „Ég vil líka benda fólki á það að Haukur er samningsbundinn Keflavík og það hefur ekkert fé- lag haft samband við okkur eða leikmanninn. Ég ráðlegg líka öðrum forráðamönnum að vera ekkert að þvi þar sem það væri tímaeyðsla," sagði Rúnar. Rúnar sagði jafnframt að eftir erfiðan vetur væri fariö að birta til og að hann væri bjartsýnn á komandi sumar. -ósk Valencia vill fá Aron Aron Kristjánsson, leikstjóm- andi Hauka, hefur fengið tilboð frá spænska liðinu Valencia, sem leikur í efstu deild á Spáni. Liðið er sem stendur um miðja deild á Spáni. Aron segir þetta tilboð mjög freistandi bæði fjárhagslega og fyrir fjölskylduaðstæöur. „Land- fræðileg staða bæjarins er góð og þetta er ein af bestu defldum í heimi þannig að þetta tilboð er í alla staði freistandi." Það er þó ekki gefið að Aron muni ganga tfl liðs við félagið. Tfl að mynda er Aron samnings- bundinn Haukum og því mun Valencia þurfa að semja við fé- lagiö um greiðslu á honum. „Ég á enn eftir að ræða þessi mál al- mennflega við forráðamenn Hauka en maður sættir sig alltaf við niðurstöðuna hvort sem ég fer út eða ekki.“ Aron segist vonast til að ákvörðun liggi fyrir innan viku. Ef af veröur mun hann fara út í sumar og klára tímabilið með Haukum hér heima. -HI Sigur hjá Stoke Stoke komst í gærkvöldi í fjórða sæti ensku 2. deildarinnar með því að leggja Bury að velli, 4-0, á heimavelli. Chris Iwelumo skoraði tvívegis fyrir Stoke og þeir Júrgen Vandúrzen og Stefán Þóröarson skoruöu sitt markið hvor. Bjami Guðjónsson og Am- ar Gunnlaugsson voru í byrjun- arliði Stoke en Stefán Þórðarson kom inn á sem varamaður. Everton er komið í 6. umferð ensku bikarkeppninnar eftir sig- ur á Crewe, 2-1, í aukaleik í gær- kvöldi. Tomasz Radzinski og Kevin Campbell skoruðu mörk Everton en Dean Ashton kom Crewe yfir á 24. mínútu. Everton mætir Middlesbrough í 6. um- ferð á Riverside-leikvanginum. -ósk - keppni í hverju orði Sigurður Ragnar ekki með IBV í sumar Sóknarmaðurinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson mun ekki leika með Eyjamönnum í Símadeildinni í knattspyrnu í sumar. Hann gaf forráða- mönnum félagsins afsvar í gærmorgun eftir að hafa ráðfært sig við nýja vinnuveitendur sína, Knattspymusamband íslands. Sigurður Ragnar tók við starfi fræðslustjóra hjá sambandinu ekki alls fyrir löngu og var það á þeim forsendum að hann myndi ekki spila með ÍBV í sumar. „Starfið gengur fyrir og því varð ég að gefa Eyjamönnum afsvar. Ég hef hins vegar mikinn áhuga á því að leika í Símadefldinni í sumar og það hafa nú þegar tvö félög, KR og FH, sýnt áhuga á að fá mig í þeirra raðir,“ sagði Sigurður Ragnar í samtali við DV-Sport í gærkvöldi. -ósk Jon Arnar Magnusson var hress í bragði á blaöamannafundi FRI í gær þar sem keppendur fyrir íslands hönd a EM innanhúss i frjalsum iþróttum voru kynntir. Jón Arnar keppir í sjöþraut á mótinu. DV-mynd Hilmar Þór EM í frjálsum íþróttum innanhúss í Vín um næstu helgi: Á meðal sex efstu - Jón Arnar Magnússon heldur utan auðmjúkur og afslappaður Jón Amar Magnússon keppir í sjöþraut á Evrópumeistaramótinu í Vín um helgina. Jón Arnar er í 5. sæti á Evrópulistanum en ljóst er að efsti maður á þeim lista, Þjóðverj- inn Frank Busemann, verður ekki með. Ætla aö skemmta mér „Ég fer út til Vínar með jákvæðu hugarfari og ætla aö skemmta mér. Ég er orðinn vanur því að keppa á svona mótum og hef séð að það er það eina sem dugir,“ sagöi Jón Amar Magnússon i samtali við DV- Sport i gær. Hógvær markmið „Ég hef sett stefnuna á að vera meðal sex efstu á mótinu. Ég held að það sé alveg raunhæft ef ég næ að komast í gegnum þrautina án þess aö klúðra nokkru. Allt fyrir ofan sjötta sætiö er síðan bara bónus.“ Er í fínu formi „Ég er finu formi, heilsan er mjög góð og það þakka ég breyttum áherslum í æfingum. Ég er léttari en ég hef verið áður en ég mun síðan að loknu þessu móti keyra upp æfingamar fyrir sumarið," sagði Jón Amar Magnússon. Mótlætiö styrkir mann Stangarstökksstúlkan Þórey Edda Elísdóttir verður ekki með á Evr- ópumeistaramótinu í Vín. Hún sagði í samtali við DV-Sport í gær að hún hefði átt við meiösli að stríða auk þess sem hún hefði feng- ið slæma flensu og væri fyrst nú far- in að æfa af fullum krafti. „Það er of stutt í mótið nú til að ég geti keppt en vissulega eru það mikfl vonbrigði fyrir mig að geta ekki verið með. Það þýðir þó ekkert að gráta það. Mótlætið styrkir mann og ég kem sterk inn í sumarið." Hef trú á Völu Aðspurð um möguleika Völu Flosadóttur í stangarstökkinu sagð- ist Þórey Edda hafa mikla trú á Völu. „Hún hefur verið að stökkva mjög vel á æfingum þó að henni hafi kannski ekki tekist að sýna það í keppni. Ég held og vona að hún geti spmngið út um helgina og mun fylgjast spennt með henni,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir. -ósk NBA í nótt Cleveland-Seattle.......89-109 Person 22, flgauskas 16 (7 frák.), Murray 12 - Payton 25 (8 stoðs.), Barry 16 (8 frák., 11 stoðs.), Mason 16 Milwaukee-LA Lakers .... 89-99 Cassell 21 (10 stoðs.), Robinson 19, Thomas 17 - O’Neal 28 (13 frák.), Bryant 27, Fisher 16 Chicago-Orlando..........97-112 Rose 24 (8 stoðs.), Fizer 18, Hassell 12 - McGrady 25 (9 frák.), Garrity 18 (8 frák.), Grant 16 Dallas-Memphis..........104-91 Finley 30 (8 frák.), Lafrentz 17, Nowitzki 16 (9 frák.) , Battier 18 (8 frák.), Wright 17, Gasol 15 (9 frák.) Houston-LA Clippers......84-94 Mobley 27, Francis 25 (7 stoðs.), Torres 8 - Brand 26 (15 frák.), Mclnnis 15, Ekezie 11 San Antonio-Phoenix......99-91 Duncan 29 (15 frák.), Smith 17, Rose 12 - Marbury 35 (10 stoðs.), Marion 23 (12 frák.), Gugliotta 14 (8 frák.) Sacramento-Utah ........107-81 Stojakovic 19, Jackson 17, Webber 16 (7 frák.) - Malone 11 (7 frák.), Collins 11 (8 frák.), Larue 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.