Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Qupperneq 1
Sími: 550 5000 • Rafpóstur: civsport@dv.is
Magdeburg mætir Kolding
Alfreð Gíslasyni, þjálfara
þýsku meistaranna Magdeburg í
handknattleik, varð að ósk sinni
þegar dregið var í undanúrslit
meistaradeildar Evrópu í hand-
knattleik í gær. Magdeburg
mætir danska liðinu Kolding og
fer fyrri leikurinn fram í Þýska-
landi helgina 23.-24. mars og
seinni leikurinn fer fram í Dan-
mörku viku seinna. í hinni
viðureign undanúrslitanna
mætast Fotex Veszprem og
Portland San Antonio.
„Þetta er allt eftir áætlun“
sagði Alfreð í samtali við DV-
Sport í gær. „Það hefði að vísu
verið betra að fá fyrri leikinn í
Danmörku en það skiptir svo
sem ekki meginmáli. Danska lið-
ið er mjög gott með fimm Svía
innanborðs þannig að við verð-
um að leika vel til að fara í úr-
slitin.“
Magdeburg er einnig komið í
undanúrslit í þýsku bikarkeppn-
inni og mætir þar Nordhorn.
-vbv
Fjögurra landa mótið í handknattleik í Danmörku:
Nýjum mönnum
gefið tækifæri
Leiftur á
núlli í apríl
Benedikt Sverrisson, formað-
ur knattspyrnudeildar Leifturs,
segir likur á þvi að fiármál
deildarinnar verði á núllinu í
apríl.
„Það vita allir hvað er að
gerast í okkar málum í dag,“
sagði Benedikt í samtali við
DV-Sport í gær. „Ég lít þannig á
að ef allt okkar gengur varð-
andi nauðarsamning þá verði
knattspymudeild Leifturs á
núlli 10. apríl."
Leiftur og Dalvík hafa ákveð-
ið að senda sameiginlegt lið til
keppni í 1. deild og 2. flokki
karla. Þar með mun Aftureld-
ing leika í 1. deild en liðið hafn-
aði í 3. sæti 2. deildar 2001.
Njarðvík mun þá færast upp í 2.
deild þar sem liðið sigraði KFS
í leik um 3. sæti 3. deildar.
-ÓK
Sjá nánar um sameininguna
á bls. 20
Nú styttist óðum í að Guðmund-
ur Guðmundsson, landsliðsþjálfari
í handknattleik, tilkynni lands-
liðshópinn sem heldur utan til
Danmerkur á 4-landa mót sem
hefst á fostudag í næstu viku. Auk
íslendinga og Dana taka Norð-
menn og Pólverjar þátt í mótinu.
Danir mæta íslendingum í loka-
leik mótsins og verður hann sýnd-
ur beint í danska sjónvarpinu.
Guðmundur sagðist í samtali
við DV í gær búast við að tilkynna
liðið strax eftir helgina en þetta
verða fyrstu leikir liðsins frá því á
Evrópumótinu í Svíþjóð í síðasta
mánuði.
„Hópurinn er smám saman að
taka á sig mynd en það er ljóst að
hann verður eitthvað breyttur frá
Evrópumótinu. Nýir leikmenn,
sem leika með liðum hér heima, fá
tækifæri til að spreyta sig með lið-
inu á mótinu í Danmörku. Það er
líka alveg sjálfsagt að gefa ungum
leikmönnum tækifæri til að sýna
sig, enda er það eitt af markmið-
um mínum með liðið. Það er of
snemmt á þessu stigi að segja hvað
ég fæ marga leikmenn frá Þýska-
landi en það verður ekkert leikið í
þýsku deildinni þessa helgi enda
landslið þeirra að leika við Sviss-
lendinga," sagði Guðmundur.
Landsliðinu hefur siðan verið
hoðið á mót í Hollandi með þátt-
töku Portúgala, Grikkja, auk
heimamanna og Islendinga dagana
24. maí til 25. maí. Verið er að
skoða þá möguleika að leika í
Grikklandi við heimamenn áður
en farið verður til Makedóníu þar
sem fyrri leikur þjóðanna í for-
keppni HM fer fram 1. júní.
-JKS
Olafur Stefánsson er
kominri á fullt skriö
melöalí 1 frá
Evrópumótinu og
leikur eflaust meö
islenska landsliöinu
mótinu 1 Danmörku
sem hefst á föstudag
1 næstu viku. Hér
sést Olafur skora
gegn Spánverjum 1
viöureign þjoöarina á
EI\A 1 Skövde.
DV-mynd Pjetur
Átakalítið
HSÍ-þing
Ársþing handknattleikssam-
bands Islands verður haldið um
næstu helgi, nánar tiltekið á
föstudag og laugardag, í
íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Engin mótframboð á nýja
stjórn hafa borist og þvi er bú-
ist við frekar átakalitlu þingi.
Guðmundur Ingvarsson verður
áfram formaður.-
Tillaga um sérstakan jöfnun-
arsjóð fyrir lið utan af landi
verður lögð fyrir þingið og
verður það sennilega stærsta
málið á ársþingi HSÍ um næstu
helgi. Einnig má búast við um-
ræðum um núverandi mótafyr-
irkomulag og þá hvort lið megi
vera allt að 16 en ekki 14 eins
og þau eru i Essó-deild karla i
dag.
Handknattleikurinn er i mik-
illi uppsveiflu hér á landi eftir
frækna frammistöðu landsliðs-
ins á EM í Svíþjóð og ljóst að
landslagið fyrir HSl hvað varð-
ar rekstur sambandsins hefur
batnað til muna og því bjartir
tímar fram undan.
-vbv
Baxter féll
á lyfjaprófi
Breski skíðakappinn Alain
Baxter, sem varð á dögunum
fyrsti Bretinn til að fá verðlaun
á vetrarólympíuleikum, er fall-
inn á lyfjaprófí. Þessum skoska
skíðakappa, sem hlaut brons-
verðlaun í svigkeppni leikanna í
Salt Lake City, var fagnað sem
hetju við heimkomuna en nú
verður hann að skila verðlauna-
peningi sínum eftir að hið ólög-
lega efni methamphetamine
greindist í sýnatöku úr Baxter.
„Eðlilega er þetta mikið áfall fyr-
ir mig en ég fullyrði það að ég
hef aldrei notað ólögleg lyf,“
sagði Baxter í yfirlýsingu sinni í
gær. Baxter hefur ákveðið að
leita til lögmanna og lyfjasér-
fræðinga varðandi mál sitt og
segist ekki ætla að una niður-
stöðu aganefndar ólympíunefnd-
arinnar. -vbv
Gylfi vekur athygii
- Dússeldorf borist tilboð í hann frá liði í úrvalsdeildinni
Gylfi Gylfason, sem leikur með
þýska 2. deildar liðinu Dússeldorf í
handknattleik, hefur vakið verð-
skulduga athygli með liði sínu í vet-
ur. Gylfi, sem leikur í hægra horn-
inu, skoraði átta mörk um helgina
með liðinu þegar það sigraði
Erlangen á heimavelli. Hann varð
fyrir því óláni að meiðast á fæti fyr-
ir áramótin og varð af þeim sökum
frá keppni í nokkrar vikur. Gylfi
kom aftur til baka á dögunum og lék
hann sinn annan leik með liðinu
um helgina eftir meiðslin.
Gylfi, sem er 24 ára gamall, hefur
leikið síðustu tvö ár með Dússeldorf
en samningur hans við liðið rennur
út í vor. Félagið vill framlengja
samningi hans við liðið en nú þegar
hafa lið í úrvalsdeildinni lýst yfir
áhuga á að fá hann í sínar raðir og
hefur eitt þeirra gert tilboð í hann.
Gylfi vildi í samtali við DV i gær-
kvöld ekki gefa upp hvert liðið er og
sagði málið á viðkvæmu stigi.
Takmark mitt aö komast aö
hjá liöi í úrvalsdeildinni
„Það hefur alltaf verið takmark
mitt að komast að hjá liði i úrvals-
deildinni. Það dæmi sem nú er til
skoðunar ætti að skýrast á næstu
tveimur vikum. Hins vegar vill fé-
lagið halda mér og eru forsvars-
menn liðsins stórhuga fyrir næsta
timabil og stefnan hefur verið tekin
á sæti i úrvalsdeildinni. Við náum
því ekki á yfirstandandi tímabili,
erum núna í fjórða sæti okkar rið-
Us,“ sagði Gylfi Gylfason.
Áður en hann hélt tU Þýskalands
lék hann með Haukum og þar áður
með Gróttu/KR.
Þess má geta að Róbert Sighvats-
son landsliðsmaður leikur einnig
með Dússeldorf en hann gekk tU
liðsins í vetur. Ekki er loku fyrir
það skotið að Gylfi verði valinn í ís-
lenska landsliðshópinn sem tekur
þátt í Danmerkurmótinu um aðra
helgi. Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari hafði Gylfa inni í
myndinni í undirbúningi landsliðs-
ins fyrir Evrópumótið í Svíþjóð.
Ekkert varð af því að Guðmundur
gæti skoðað hann því Gylfi meiddist
á þeim tíma. -JKS
Arsenal
á toppinn
Arsenal komst í efsta
sætið i ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu
í gærkvöld. liðið tók á
móti Derby County og
hafði sigur með marki
Frakkans Roberts Pires.
Það er landi hans Thi-
erry Henry sem sést hér
fagna marki hans.
Arsenal hefur 60 stig eft-
ir 29 leiki og Manchest-
er United er í öðru sæti
með 58 stig eftir 29 leiki.
Ljóst er að slagurinn um
enska meistaratitilinn í
ár verður mjög harður.
Nánar er fjallað um
leiki kvöldsins á bls.
20-21.
-JKS