Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Side 2
16
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002
17
Sport
Sport
Besti þjálfari og leikmaður 1. deildar kvenna í handbolta:
Allt of langt
á milli leikja
- segir Hrafnhildur Skúladóttir, besti leikmaður febrúar
Gústaf Adolf Björasson, þjálfari
Hauka, og Hrafnhildur Skúladóttir,
skytta Vals, eru að mati blaða-
manna DV-Sports besti þjálfari og
besti leikmaður febrúarmánaðar í 1.
deild kvenna í handbolta. Árangur
þeirra er frekar tíundaður hér til
hliðar en Hrafnhildur fór mikinn
með Val í þessum tveimur leikjum í
febrúar og lið Hauka, undir stjóm
Gústafs Adolfs Björnssonar, hélt
sigurgöngu sinni í deildinni áfram
og vann alla leiki sína.
Gústaf Adolf Bjömsson tók
skyndilega við liðinu þegar fimm
umferðir voru búnar af deildinni en
það hefur verið á góðu skriði undir
hans stjórn og aðeins tapaö einum
leik, gegn ÍBV í undanúrslitum bik-
arkeppninnar. Gústaf segir ekki
hafa verið erfitt að taka við liðinu
undir þessum kringumstæðum.
„Maöur hefur þjálfað áður þannig
að maður veit út á hvað þetta geng-
ur. Ég tók auk þess við góðu búi og
það var mitt að halda áfram með
það. Það hefur gengið bærilega og
ég get ekki annað en verið sáttur
við gengi liðsins."
Gústaf viðurkennir þó að eina tap
hans hjá Haukum, gegn ÍBV í und-
anúrslitum bikarkeppninnar, hafi
verið sárt. „Það er þannig með bik-
arkeppnina að maður fær aðeins
eitt tækifæri og við spiluðum ekki
nógu vel í Vestmannaeyjum. Þetta
er hins vegar löngu gleymt og graf-
ið og nú eru ný markmið og tæki-
færi fram undan.“
Framhaldið leggst vel í Gústaf.
„Staða okkar er góð núna. Við erum
með 55 mörk á ÍBV og fjögur stig
þannig að þetta á að halda. En strax
eftir páska byrjar nýtt mót þegar úr-
slitakeppnin hefst. Þá verður leikið
mjög þétt, öfugt viö það sem búið er
að vera undanfarið. Þar eru hörku-
leikir fram undan og þó að það sé
líklegast að liðin í efri hlutanum
taki þetta er aldrei að vita þegar
komið verður niður i liðin í 4. og 5.
sæti.“
Gústaf segir að það verði þægilegt
að fara í úrslitakeppnina ef deildin
vinnst en eins og staðan er núna
verða líkumar á því að Haukar
vinni deildina að teljast miklar.
„Þegar út í þá keppni er komið er
þetta spuming um hvernig við ná-
um að spila úr því sem við höfum,“
segir hann.
Ætlum aö ná fjórða sæti
Hrafnhildur Skúladóttir sagðist
hafa verið ánægð með gott gengi
Valsmanna fyrst eftir áramótin,
fram að síðustu tveimur leikjum en
þeir hafa tapast. „Við settum það
markmið fyrir tímabilið að enda í
fjórða sæti í deildinni og ætlum
okkur að ná þvi. Við erum í því sæti
núna en við erum aðeins stigi á
undan Víkingi sem er á miklu
skriði núna og getur náð okkur. Það
yrði mjög slæmt að missa heima-
leikjaréttinn til þeirra í úrslita-
keppninni."
Valsstúlkur byrjuðu vel eftir ára-
mótin en ekki hefur gengið eins vel
í síðustu tveimur leikjum. „Það var
margt orðið mjög gott í spili okkar
eftir áramót sem hefur farið að dala
aftur núna. Við áttum hörkuleiki
eftir áramót, m.a. á móti Stjömunni
en við töpuðum þeim leik mjög
ósanngjamt. Siðan unnum við þrjá
leiki í röð og spiluðum þá mjög vel.
Það er hins vegar slæmt að hiksta
núna þegar svo lítið er eftir af deild-
inni en það er samt nægur tími enn-
þá. Baráttan fram undan um fjórða
sætið verður hins vegar hörð.“
Algjört grín
Bæði Gústaf og Hrafnhildur eru
ósátt við hversu langt hefur verið á
milli leikja í deildinni í vetur. Gúst-
af segir þetta hafa skapað erfiðleika
fyrir sig sem þjálfara. „Oftar en
ekki er tveggja vikna hlé milli leikja
sem þýðir að fyrri vikan fer í tómt
rugl. Þá veit mannskapurinn að þaö
er langt í næsta leik og þá er ekki
sami áhugi fyrir því að æfa vel. Það
er mjög erfitt að halda dampi við
þessar aðstæður og nauðsynlegt að
það sé spilaður að minnsta kosti
einn leikur í viku. Það er heldur
ekkert verra að hafa þá tvo.“
Hrafnhildur tekur undir þetta.
„Miðvikudagsleikirnir sem voru áð-
ur fyrr eru alveg dottnir út núna og
oft voru tveir leikir í viku. Þetta er
alveg hræðilegt og deildin að þessu
leyti er algjört grin. Þetta gerir fólki
líka erfitt fyrir að fylgjast með
þessu."
Gústaf segist þó vonast til þess að
þetta lagist i apríl þegar úrslita-
keppnin hefst en þá er leikið mjög
þétt. „Þau lið sem eru með mestu
breiddina koma til með að standa
best að vígi því það er viðbúið að
margar viðureignir fari í oddaleiki.
Þá fer líkamlegt ástand að telja."
Bæði sjá þau fram á betri tíma á
næsta tímabili þar sem ársþing HSÍ
samþykkti nú um helgina að leikin
yrði þreföld umferð í 1. deild
kvenna. „Það verður mjög til hins
betra að fjölga leikjunum. Mér
finnst líka umhugsunarefni hvort
ekki væri hægt að koma á fót þriðju
keppninni, eins konar deildabikar-
keppni. Þó að það sé aðeins ein
deild hérna heima þætti mér viðeig-
andi að búa til annaö mót til að
stækka flóruna. Menn öðlast
reynslu í formi leikja og komast í
betri leikæfingu," segir Gústaf.
Bæði eru þau þó nokkuð sátt við
þann handbolta sem liðin hafa sýnt
í vetur. „Deildin hefur styrkst tölu-
vert og gott dæmi um það eru er-
lendu leikmennimir hjá ÍBV. Það
eru mörg góð lið í deildinni sem eru
að spila skemmtilegan bolta,“ segir
Hrafnhildur að lokum.
DV-Sport óskar þeim báðum til
hamingju með viðurkenninguna og
vonandi eigum við eftir aö sjá góð-
an handbolta frá þeim áfram í vet-
ur. -HI
Hrafnhildur Skúladóttir og Gústaf Adolf Björnsson meö verölaunagripi slna fyrir febrúarmánuö. DV-mynd Pjetur
Mánaðarverðlaun
Hrafnhildur Skúladóttir, Val, er
besti leikmaður febrúar í Essodeild
kvenna i handbolta að mati blaða-
manna DV-Sports. Hrafnhildur skor-
aði 8,0 mörk að meðaltali í tveimur
sigrum Valsliðsins þar sem hún nýtti
64% skota sinna. Hrafnhildur skoraði
þrjú af mörkum símun af vítalínunni.
Hrafnhildur hefur leikið vel í vetur
og er sem stendur önnur markahæst
í deildinni.
Aðrar tilnefndar
Inga Frióa Tryggvadóttir, Haukum,
skoraði 6,5 mörk að meðaltali í tveim-
ur sigrum Haukaliðsins sem færðu
þeim góða forustu á toppnum. Inga
Fríða nýtti 68,4% skota sinna og
fiskaði fjögur vítaskot en sex af 13
mörkum hennar komu af vítalínunni.
Ana Perez, ÍBV, lék vel fyrir sitt lið í
febrúar og átti mikinn þátt i að ÍBV
varð bikarmeistari en Perez skoraði 6
mörk úr 10 skotum í úrslitaleiknum.
Alls skoraði Perez 5,3 mörk að meðal-
tali i febrúar og nýtti 50% skota sinna.
Jelena Jovanovic, Stjörnunni, hélt
uppteknum hætti og varði vel í febrú-
ar. Jovanovic varði 20 skot að meðal-
tali og alls 5 víti í tveimur leikjum.
Helga Torfadóttir, Vikingi, varði vel
í marki Víkingsliðsins í febrúar og alls
16,0 skot að meðaltali. Helga var mað-
ur leiksins er hún varði 19 skot í sig-
urleik gegn Fram.
Ágústa Edda Björnsdóttir,
Gróttu/KR, lék vel fyrir sitt lið þótt
illa gengi hjá Seltjamamesstelpunum
að landa sigmm. Agústa Edda skoraði
6 mörk að meðaltali í þremur leikjum,
nýtti 66,7% skota sinna, fiskaði sjö víti
og skoraði fimm marka sinna úr
hraðaupphlaupum.
Besti þjálfarinn
Gústaf Adolf Björnsson er besti þjálf-
ari febrúarmánaðar í Essodeild
kvenna í handbolta en aðrir sem vora
tilnefndir vora Elfar Erlingsson, Val,
Erlingur Richardsson, ÍBV og Hlyn-
ur Jóhannsson, KA/Þór.
-ÓÓJ
1. DEILD KVENNA
ís 20 16 4 1376-1077 32
KR 20 14 6 1456-1123 28
Keflavík 20 13 7 1409-1279 26
Grindavík 19 11 8 1325-1327 22
Njarðvík 19 4 15 1103-1418 8
KFl 20 1 19 1041-1486 2
Stigahæstar:
Alda Leif Jónsdóttir, ÍS..........19,0
Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík . . 18,9
Birna Valgarðsdóttir, Keflavík . 17,5
Hildur Sigurðardóttir, KR.......15,4
Helga Þorvaldsdóttir, KR .......13,2
Lovísa Guðmundsdóttir, Is .... 13,0
Flest fráköst:
Helga Jónasdóttir, Njarðvík . . . 12,4
Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík . . 10,8
Lovísa Guðmundsdóttir, ÍS........9,1
Flestar stoðsendingar:
Alda Leif Jónsdóttir, ÍS ........5,2
Kristín Blöndal, Keflavík .......4,4
Hildur Sigurðardóttir, KR........4,1
Flestir stolnir boltar:
Jessica Gaspar, Grindavík......7,2
Alda Leif Jónsdóttir, ÍS ..........3,9
Hildur Sigurðardóttir, KR......3,6
Helga Þorvaldsdóttir, KR ..........3,3
Flest varin skot:
Alda Leif Jónsdóttir, ÍS ..........3,6
Lovísa Guðmundsdóttir, ÍS......3,3
Helga Jónasdóttir, Njarðvík .... 2,3
Besta 3ja stiga skotnýting:
Cecilia Larsson, ÍS...........41,5%
Guðbjörg Norðfjörð, KR..........40,6%
Alda Leif Jónsdóttir, ÍS........36,7%
Besta vítanýting:
Guðbjörg Norðfjörð, KR.........93,8%
Alda Leif Jónsdóttir, ÍS........83,5%
Erla Þorsteinsdóttir, Keflavik 80,6%
Helga Þorvaldsdóttir, KR . . . . 80,6%
Lágmörk era til að komast inn á
topplistana. Leikmenn 1. deildar
kvenna þurfa að hafa leikið 15 leiki
eða skoraö 250 stig, tekið 160 fráköst,
sent 60 stoðsendingar, stolið 50
boltum eða varið 20 skot, hitt úr 27
vítum eða hitt úr 12 þriggja stiga
skotum. -ÓOJ
Stúdínur fagna hér deildarmeistaratitlinum í gær eftir 65-63 sigur á KR. Taliö frá vinstri: Jófríöur Halldórsdóttir, Alda Leif Jónsdóttir, Hafdís Helgadóttir, Pórunn Bjarnadóttir og síöan fleiri sem eru ekki
greinaniegar enda gekk mikiö á þegar Stúdínur höföu náö aö leggja íslands- og bikarmeistarana aö veili og tryggja sér deildarmeistaratitilinn í fyrsta sinn. DV-mynd PÖK
Úrslitin réðust í 1. deild kvenna í körfubolta í Kennaraháskólanum í gærkvöld:
- Stúdínur tefldu fram erlendum leikmanni í fyrsta skipti í sögu félagsins
Stúdínur urðu I gærkvöld deildar-
meistarar í 1. deild kvenna í
körfuknattleik eftir 65-63 sigur á KR í
síðastu umferð vetrarins. ÍS leiddi all-
an leikinn en KR jafnaði og komst yfir
þegar skammt var eftir. Var mikil
dramatík í lokin þar sem Stúdínur
tryggðu sér sigur þegar Alda Leif Jóns-
dóttir stal boltanum er KR var að
leggja af stað í sókn og 14 sekúndur
voru eftir og munurinn aðeins tvö stig.
ÍS náði síðan að halda boltanum út
leiktímann og var fognuðuður liðsins
mikill þegar Ijóst var að þær hefðu
tryggt sér deildarmeistaratitilinn.
Heimavöllurinn ÍS mikilvægur
Það hefur mikið að segja fyrir ÍS að
hafa heimavallarréttinn í úslitakeppn-
inni þar sem liðið hefur alltaf verið öfl-
ugt í Kennaraháskólanum hingað til
og spilað mun betur þar en á útivelli.
„Alda Leif var sátt við lífið og tilver-
una að leik loknum. „Þetta er virki-
lega Ijúft. Mikilvægt fyrir okkur að
vinna KR og fullvissa sjálfar okkur um
að við getum þetta. Það eykur breidd-
ina hjá okkur að vera komnar með út-
lending og mér líst bara vel á hana og
ég er nokkuð viss um að hún á eftir að
hjálpa okkur mikið. Hún á eftir að
komast betur inn í þetta hjá okkur en
spilar fyrir liðið og það er gott. Við eig-
um síðan eftir að læra betur á hana.
Við eigum alveg jafna möguleika og
hin liðin að fara alla leið. Það hefur
verið þannig í vetur að öll liðin hafa
verið að vinna hvert annað hingað tiL“
KR skoraði fyrstu körfu leiksins en
siðan kom nýi bandaríski leikmað-
urinn hjá ÍS með þrjár 3ja stiga körfur
á skömmum tíma og Stúdínur voru
komnar með níu stiga forskot, 15-6.
Það var mikil barátta i leikmönnum ÍS
í byrjun og var pessað allan völl í
fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að nýr er-
lendur leikmaður væri í liðinu féllu
hinir leikmennimir ekki í þá gryfju að
fylgjast með henni heldur var eins og
hún væri búin að spila með liðinu í
nokkmrn tíma.
Hún var þó ekki með sóknarleik
liðsins á hreinu enda kom hún á laug-
ardaginn. Helga Þorvaldsdóttir var sú
eina i liði KR sem tók af skarið i sókn-
inni og var virkilega ákveðin í sínum
aðgerðum en það kostaði þónokkra
tapaða bolta.
Coffman Stúdínum erfið
Leikmenn KR komu ákveðnari til
leiks í öðrum leikhluta og unnu upp
forskot Stúdina og munaði aðeins einu
stigi í hálfleik, 35-34.
IS náði aftur undirtökunum í þriðja
leikhluta en KR var aldrei langt undan
og var Carrie Coffman heimamönnum
erfið undir körfunni. Hún átti stóran
þátt i því að KR komst síðan tveimur
stigum yfir, 59-61, þegar tæpar þrjár
mínútur voru eftir af leiknum en þaö
var í fyrsta skipti síðan í stöðunni 0-2.
Overstreet kom sterk inn
fS gerði næstu fimm stigin en Hild-
ur Sigurðardóttir minnkaði muninn í
eitt stig, 64-63, þegar 23 sekúndur voru
til leiksloka. KR-ingar brutu á Over-
street og freistuðu þess að hún myndi
klikka af vítalínunni en hún hitti úr
fyrra skotinu en brendi því seinna af.
Coffman tók frákastið og ætlaði að
kasta fram á samherja en Alda Leif
hljóp inn í sendinguna og ÍS hélt bolt-
anum út leiktímann eins og áður seg-
ir.
Overstreet komst ágætlega frá sín-
um fyrsta leik með ÍS og á eftir að
verða vaxandi með tímanum. Hún
spOar fyrir liðið og styrkir Stúdínur
verulega í þeirri baráttu sem fram
undan er. fS á góðan möguleika á að
hampa íslandsmeistaratitlinum með
Kana innanborðs, en það er í fyrsta
skipti í sögu félagsins, og með heima-
vallarréttinn. Alda Leif var góð að
vanda og verður fróðlegt að fylgjast
með samvinnu hennar og Overstreet á
næstunni. Lovísa Guðmundsdóttir var
drjúg bæði í vöm og sókn og átti finan
leik. Þær Þórunn Bjamadóttir og Haf-
dís Helgadóttir lögðu sitt í púkkið til
að vinna þennan mikilvæga leik og
gáfu allt í verkefnið.
Lykiimenn langt frá sínu besta
Hjá KR voru Carrie Coffman og
Helga Þorvaldsdóttir bestar og Guð-
björg Norðfjörð var ágæt. Leikmenn
eins og Kristín Jónsdóttir, Hildur Sig-
urðardóttir og Gréta Grétarsdóttir
voru langt frá sínu besta en þessar
þrjár gegna lykilhlutverki í liðinu. KR
hefur verið að valta yfir andstæðinga
sína að undanförnu en núna er komið
lið sem getur ógnað því að KR vinni
tvöfalt í ár.
Stig ÍS: Meadow Overstreet 21 (8 tapaðir, 5
stoðs.), Alda Leif Jónsdóttir 17 (9 fráköst, 4
varin, 6 stolnir), Lovísa Guðmundsdóttir 13
(9 fráköst, 5 stolnir, 4 stoðs.), Þórann Bjama-
dóttir 6, Hafdís Helgadóttir 6 (5 fráköst, 5
tapaðir, 5 stoðs.), Jófriður Halldórsdóttir 2.
Stig KR: Carrie Cofftnan 19 (10 fráköst),
Helga Þorvaldsdóttir 19 (6 fráköst, 8 tapað-
ir), Guðbjörg Norðfjörð 8 (5 fráköst, 5 stoðs.),
Hildur Sigurðardóttir 6 (5 fráköst, 5 tapaðir),
Linda Stefánsdóttir 4 (4 stolnir, 4 stoðs.),
Kristín Jónsdóttir 4 (5 tapaðir), Gréta María
Grétarsdóttir 3 (5 fráköst, 4 stoðs.).
-Ben
Ivar Ásgrímsson:
Sálfræðilega
miklvægt
ívar Ás-
grímsson,
þjálfari ÍS,
var að von-
um ánægður
með sigur-
inn gegn KR
og að hafa
unnið deild-
armeistara-
titilinn og
sagði leik-
inn vera
góða auglýs-
ingu fyrir kvennakörfuna þar
sem tvö góð lið áttust við.
„Það var gríðarlega mikilvægt
fyrir okkur sálfræðilega að
vinna þennan leik og vinna titil
í kjölfarið. Þær þurftu aö fá
þessa sigurtilfinningu og von-
andi fá þær trúna á að geta farið
alla leið,“ sagði ívar þegar DV-
Sport náði af honum tali eftir
leik.
Hvernig fannst þér sú banda-
ríska komast frá sínum fyrsta
leik ?
„Meadow Overstreet og Alda
Leif eiga eftir að stilla saman
strengi og þegar það er komið
mega önnur lið fara að varast
okkur.“
Nú er hún svipaður leikmaður
og Alda Leif, er þaó með ráðum
gert eða var þetta bara besti leik-
maóurinn sem völ var á?
„Við viljum spila hraðan bolta
og hún hentar vel inn í það sem
við erum að gera. Þá vantaði
okkur leikmann sem hjálpar
Öldu að brjóta pressur.
Ég hef trú á að hún eigi eftir
að nýtast okkur vel og ég er
nokkuð viss um að þetta er
hörkuleikmaður. “
Hverja telur þú möguleika liðs-
ins í úrslitakeppninni ?
„Við vildum helst ekki mæta
KR eða Keflavík í undanúrslit-
um en Grindavík hefur spilað
vel í vetur og viö mætum því.
Það verða hörkuleikir og við
veröum að mæta tilbúin.
-Ben
ívar Ásgrímsson,
þjálfari IS.
Handbolti
gegn fíkni-
efnum
Akureyrarliðin KA og Þór mæt-
ast í kvöld í Essodeild karla í hand-
knattleik en beðið hefur verið eftir
þessum leik með óþreyju enda var
fyrri viðureign liðanna mjög spenn-
andi. Liðin standa í tilefni af leikn-
um fyrir frábæru framtaki sem full-
trúar þeirra kjósa að nefna „Hand-
bolti gegn fikniefnum". Fer nú fram
áheitasöfnun þar sem fyrirtæki og
einstaklingar geta heitiö ákveðinni
upphæð á hvert skorað mark og
rennur ágóðinn til lögreglunnar á
Akureyri og verður notaður í bar-
áttunni gegn fíkniefnum í bænum.
„Félögin vilja þannig sameinast í
baráttunni gegn þessum vágesti og
segja honum strið á hendur. íþrótt-
ir og fíkniefni fara ekki saman og
því vilja félögin sameinast um aö
styrkja lögregluna í bæjarfélagi
okkar með fjárframlagi sem hún
getur nýtt tO tækjakaupa eða þjálf-
unar starfsmanna í þessum mála-
flokki," segir i tilkynningu frá fé-
lögunum.
Hægt er að heita á hvort liðið um
sig eða bæði og er líklegt að vænar
fjárhæðir safnist til þessa verðuga
verkefnis enda hafa leikir Þórsliðs-
ins í vetur oft verið markamiklir.
Tekið er við framlögum í sima 899
1089 (Geir Kristinn) og 847 6329
(Björn) auk þess sem hægt er að
leggja málefninu lið i KA-heimilinu
á leiktíma en leikurinn hefst kl. 20.
-ÓK