Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Síða 4
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 Rafpostur: dvsport@dv.is Gerrard með gegn Barca Steven Gerr- ard, hinn snjalli miðvallarleik- maður Liverpool, hefur hafíð æfing- ar að nýju eftir að hafa verið frá vegna nára- meiðsla síðan í leik Liverpool og Galatasaray í meistaradeildinni fyrir þremur vik- um. Gerrard verð- ur að öllum lík- indum með Liver- pool í leiknum gegn Barcelona á morgun en þann leik verður Liver- pool nauðsynlega að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Þetta verða að teljast gleðitíðindi fyrir rauða herinn. -HI BKand í poka Austurríski múrarinn Her- mann Maier er staðráðinn í að ná fyrri styrk og getu í skíða- brekkunum. Maier varð fyrir alvarlegu slysi í ágúst á síðasta ári og missti ef vetrarleikunum í Salt Lake City á dögunum. Maier er 29 ára gamail og var nánast ósigrandi í keppn- um fyrir slysið. í gær fór hann i lokaaðgerðina vegna meiðsl- anna og voru þá skrúfur fjar- lægðar úr fæti hans. Maier seg- ist reikna með að geta byrjað að æfa upp úr næstu mánaða- mótum og sögur þess efnis að hann hyggist leggja skíðin á hilluna séu stórlega ýktar. Bandaríski tennisleikarinn Andre Agassi vann Spánverj- ann Juan Balcells i úrslita- leik, 6-2 og 7-6, á stóru móti at- vinnumanna í Bandaríkjunum um liðna helgi. Þetta var í fjórða skipti sem Agassi vann þetta mót. Um leið vann Agassi sinn 50. sigur á móti atvinnu- manna og komst þar með í fríðan hóp eftirtalinna snillinga: Jimmy Connors, Ivan Lendl, John McEnroe, Pete Sampras, Björn Borg, Guillermo Vilas, Ilie Nastase og Boris Becker. Matthew Le Tissier, leik- maður Southampton í enska boltanum, sér fram á endalok ferils síns sem knattspyrnu- manns. Le Tissier kom til Sout- hampton árið 1986 og samning- ur hans rennur út í júní. Hann er 33 ára gamall og hefur átt í langvarandi meiðslum undan- farin misseri. Sjáifur segir hann að ef forráðamenn Sout- hampton bjóði honum ekki nýjan samning muni hann hætta. Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, tilkynnti í gær að Carsten Jancker myndi ekki leika með Bayern gegn Manchester United í MeistaradeOd Evrópu á morg- im. Jancker meiddist á fæti um síðustu helgi. Þeir Mehmet Schol og Hasan Salihamidzic eru einnig meiddir og leika ekki gegn United. Það er því ljóst að Evrópumeistaramir geta ekki stiilt upp sínu sterkasta liði annað kvöld en reiknað er með að Alex Fergu- son mæti til leiks með alla sína bestu leikmenn í þennan mikil- væga leik. -SK íslendingar mæta Ungverjum íslendingar mæta Ungverjum í vináttulandsleik i knattspyrnu á Laugardalsvelli 7. september næst- komandi. Degi áður munu u-21 árs lið þjóðanna mætast en ekki hefur verið ákveðið hvar sá leikur fer fram. Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ, sagði í samtali við DV- Sport að þessi leikur væri liður í undirbúningi landsliðsins fyrir und- ankeppni EM sem hefst með leik gegn Skotum á Laugardalsvelli 12. október. Geir sagði jafnframt að KSÍ ætl- aði sér að fá einn vináttuleik til við- bótar á Laugardalsvelli í lok ágúst, á alþjóðlegum landsleikjadegi, en enn væri ekki ljóst hvaða lið myndi koma þá. -ósk Sigbjörn Óskarsson, þjálfari febrúarmánaðar í Essodeild karla: Mánadarverölaun Sigbjöm Óskarsson, þjálfari ÍBV, hefur verið valinn þjálfari febrúar- mánaðar í Essodeild karla í hand- knattleik af DV-Sporti. Sigbjöm stýrði ÍBV í fjórum leikj- um í febrúarmánuði. Tveir þeirra unnust, þar á meðal gegn íslands- og bikarmeisturum Hauka, sem töp- uðu sínum fyrsta og eina leik í deildinni til þessa, einn endaði með jafntefli og einn leikur endaði með tapi. ÍBV náði heldur að rétta hlut sinn í deildinni í febrúar eftir slak- an leik í fyrri hlutanum og á ágætis möguleika á því að komast í úrslita- keppnina. Ekki sáttur viö gengiö „Ég er ekki sáttur við gengi okk- ar í vetur. Þegar ég tók við í haust taldi ég að mikið byggi í liðinu en því miður höfum við ekki spilað nógu vel. Við höfum verið að spila ágætlega inn á milli en lélegu leik- imir hafa verið of margir. Óstöðug- leikinn hefur verið ailt of mikill en ég verð að viðurkenna að það hefur verið ákveðin stígandi í þessu hjá okkur að undanfórnu," sagði Sig- bjöm Óskarsson i samtali við DV- Sport í gær. Á sjálfur hlut aö máli „Ég hlýt að skoða sjálfur hvað hefur verið að gerast. Það er klárt að ég á sjálfur hlut að máli. Ég hef ekki náð því besta út úr mann- skapnum en við munu halda áfram og ætlum okkur að komast í úrslita- keppnina. Við eigum heilmikið inni sem er kannski eins gott því barátt- an um sæti i úrslitakeppninni er það hörð að menn mega ekki mis- stíga sig einu sinni án þess að eiga á hættu að missa af lestinni. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir okk- Sigbjörn Óskarsson, þjálfari ÍBV, var valinn þjálfari febrúarmánaöar í Esso- deild karla í handknattleik. DV-mynd Ómar G. ur að ná stöðugleika í spil okkar. Það sem er jákvætt hjá okkur er að það era margir ungir leikmenn að koma sterkir upp og eiga eftir að halda merki ÍBV á lofti næstu árin,“ sagði Sigbjörn Óskarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við DV-Sport. -ósk Ostöðugleiki - hefur einkennt lið ÍBV, segir Sigbjörn Óskarsson Aleksandrs Petersons, Gróttu/KR, er besti leikmaður febrúarmánaðar að mati blaðamanna DV-Sports en hann skoraði 9 mörk að meðaltali í fjórum leikjum Gróttu/KR-liðsins sem náði í þeim fimm stigum af átta mögulegum. Petersons skoraði öll 36 mörkin sín utan af velli og nýtti 57,1% skota sinna og gerði alls 16 mörk úr hraðaupphlaupum eða 4 að meðaltali. Petersons var einu sinni valinn maður leiksins er hann gerði 10 mörk í jafnteflisleik gegn HK. Aörir tilnefndir Halldór Ingólfsson, Haukum, lék vel fyrir sitt lið í febrúar og þá sérstaklega í bikarúrslitaleiknum þar sem fjórtán mörk úr 17 skotum er nýtt markamet í Höllinni. Halldór skoraði 9,8 mörk að meðaltali, þar af 5 að meðaltali af víta- linunni og nýtti 70% skota sinna. Róbert Gunnarsson, Fram, skoraði 7,8 mörk að meðaltali í fimm leikjum Fram og nýtti 72,2% skota sinna. Ró- bert fiskaði að auki 12 vítaköst og 9 marka hans komu úr hraðaupphlaup- inn. Hlynur Morthens, Gróttu/KR, varði 22,3 skot að meðaltali í marki Gróttu/KR og alls 51,7% skotanna sem á hann komu. Hlynur varði fimm víti í leikjunum flórum og var tvisvar mað- ur leiksins í þessum leikjum. Einar Hólmgeirsson, ÍR, skoraði 7,3 mörk að meðaltali í fjórum Ieikjum ÍR- liðsins þar sem að hann nýtti 58% skota sinna. Einar var valinn maður leiksins 1 Eyjum þar sem að hann nýtti 10 af 13 skotum sínum. Höróur Flóki Ólafsson, ÍBV, varði 18,6 skot að meðaltali i fimm leikjum ÍBV og var tvisvar valinn maður leiks- ins. Hörður Flóki varði 42,3% skot- anna sem á hann komu og hélt 61% þeirra skota sem að hann varði. Besti þjálfarinn Sigbjörn Óskarsson, ÍBV, er besti þjálfari febrúarmánaðar í Essodeild karla i handbolta en aðrir sem voru tilnefndir voru Viggó Sigurósson, Haukum, Ólafur Lórusson, Gróttu/KR, og Atli Hilmarsson, KA. Lettinn Aleksandrs Petersons spilaöi frábærlega með Gróttu/KR í febrúar og sýndi aö hann er ein besta skytta deildarinnar. DV-mynd Pjetur Aleksandrs Petersons, Gróttu/KR: í betra formi - núna heldur en fyrr í vetur Lettneska skyttan Aleksandrs Petersons, sem leikur meö Gróttu/KR, hefur verið valinn leikmaður febrúarmánaðar i Esso- deild karla í handknattleik af blaðamönnum DV-Sports. Petersons kom gifurlega sterkur inn eftir hléið vegna EM í Svíþjóð og skoraði níu mörk að meöaltali í fjórum leikjum Gróttu/KR í mán- uðinum. Þetta er stór framfór frá því í fyrri hluta mótsins þegar hann skoraði 42 mörk í níu leikjum eða 4,7 mörk að meðaltali. Hef æft betur „Ég hef æft betur heldur en fyr- ir jól og er í betra formi núna. Ég æfði ekki nógu vel fyrir jól en síð- an þegar hléið kom þá fór ég í æf- ingabúðir með lettneska landslið- inu og lék leiki með því í und- ankeppni HM. Sá tími kom mér aftur í form og það er held ég ástæðan fyrir því að ég er farinn að spila eins og maður á ný,“ sagði Aleksandrs Petersons í samtali við DV-Sport í gær. Bjartsýnn á framhaldið „Ég er bjartsýnn á framhaldið í deildinni. Það hefur verið viss stígandi í leik okkar að undanfórnu og ég hef trú á því að við getum gert góða hluti. Deildin er rosalega jöfn en ef okkur tekst að ná fjórða sætinu i henni þá tel ég að við eigum góða möguleika á því að komast í undanúrslit. Það væri góður árangur því við erum með ungt lið sem ætti að geta gert góða hluti á næstu árurn." Líöur vel á íslandi Petersons skrifaði undir nýjan samning við Gróttu/KR síðastliðið haust og hyggst dveljast í herbúðum Seltjarnarnessliðsins næstu þrjú árin. „Mér líður vel á íslandi og hlakka til næstu þriggja ára. Mig langar hins vegar til að fara til Evrópu í atvinnumennsku á næstu árum en er þolinmóður," sagði Petersons að lokum. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.