Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 2
20 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 21 Sport Sport Fjórði leikur Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld Grindavík tekur í kvöld á móti Keflavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Epsondeildarinnar í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan átta í Röstinni í Grindavík. Keflavlk getur tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri en vinni Grindavík verður úrslitaleikur í Keflavík um helgina. Hér á eftir fer samanburður á heildartölfræöi liðanna í þremur fyrstu leikjum einvígisins. Lelkimlr til þessa: 1. Keflavík-Grindavik.......102-86 2. Grindavík-Keflavik .......86-97 3. Keflavík-Grindavík........85-94 Sigrar: Keflavík........................ 2 Grindavík ...................... 1 Stigaskor: Keflavík ..................... 286 Grindavík..................... 266 Fráköst: Keflavík.......................120 Grindavík ......................84 Sóknarfráköst: Keflavík .......................44 Grindavík ......................20 Stoðsendingar: Keflavík ..................... 51 Grindavík ......................51 Stolnir boltar: Keflavik .......................28 Grindavík ......................19 Tapaðir boltar: Grindavík ......................37 Keflavik .......................42 Villur: Grindavík ......................51 Keflavík .......................72 Varin skot: Grindavík..................... 7 Keflavík ........................6 3ja stiga körfur: Grindavík . ....................35 Keflavík .......................26 Skotnýting: Grindavík...........49,7% (181/90) Keflavik...........49,1% (228/112) 2ja stiga skotnýting: Grindavík.............59,1% (93/55) Keflavík ...........55,1% (156/86) 3ja stiga skotnýting: Grindavík.............39,8% (88/35) Keflavík .............36,1% (72/26) Vítanýting: Keflavík .............79,1% (43/34) Grindavík.............69,9% (73/51) Minútur frá bekknum: Keflavík......................177 Grindavík ....................91 Stig frá bekknum: Keflavík ......................50 Grindavík .....................38 Fráköst frá bekknum: Keflavík ......................18 Grindavík .....................13 Stoösendingar frá bekknum: Keflavík ......................15 Grindavík.......................5 Átta liða úrslit meistaradeildar Evrópu héldu áfram í gærkvöld: Börsungar lágu - umdeild vítaspyrna tryggöi Panathinaikos sigur - Liverpool vann Leverkusen Tveir 1-0 sigrar á heimavelli urðu niðurstaðan í seinni leikjum átta liða úrslitanna í gær. Liverpool lagði Bayer Leverkusen 1-0 í frekar slökum leik en öllu óvæntari var sigur Pan- athinaikos á Barcelona í Grikklandi. Gerard Houllier lýsti þvi yfir í gær að Liverpool gæti unnið bæði meist- aradeildina og ensku deildina og held- ur væntanlega 1 þann draum eftir leik- in gegn Bayer Leverkusen í gærkvöld. Það var Sami Hyypia sem skoraði sig- urmark Liverpool undir lok fyrri hálf- leiks minútu fyrir leikhlé og kom markið upp úr hornspyrnu. Michael Owen tók við spyrnunni og sendi fyrir markið þar sem Hyypia var á auðum sjó. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari fekk John Arne Riise tvö mjög góð færi fyrir Liverpool og Michael Ballack eitt fyrir Leverkusen en ekki var skorað meira. Þar með hefur Liverpool ekki enn tapað á heimavelli gegn þýsku liði i Evrópukeppninni. „Fyrirliðinn er alltaf til staðar þeg- ar á þarf að halda,“ sagði Gerard Houllier eftir leikinn um framlag Sami Hyypia. „Við fengum fleiri færi í seinni hálfleik en þetta voru góð úr- slit. Þeir sköpuðu sér engin færi. Nú eigum við eftir að spila í 90 mínútur í Leverkusen og ég held að við komumst í gengum það.“ Klaus Toppmöller, þjálfari Leverkusen, var sáttur við frammi- stöðu sinna manna. „Mér fannst við leika vel en það var óheppilegt að gefa þeim svona klaufamark rétt fyrir leik- hlé. Ég veit að leikmenn mínir geta leikið betur, sérstaklega varnarlega. Við vitum að 1-0 er mjög hættuleg staða því þeir eru með leikmenn á borð við Gerrard, Owen og Heskey. En við vitum hvað við þurfum að gera til að ná þeim úrslitum sem við þurfum á heimavelli." Varnarsinnaöir Börsungar Panathinaikos vann býsna óvænt- an sigur á Barcelona, 1-0, í Grikk- landi og kom sigurmarkið úr vafa- samri vítaspymu ellefu mínútum fyr- ir leikslok. Þessi leikur var einnig í slakara lagi, enda Börsungar með af- ar vamarsinnað lið. M.a. var Rivaldo á bekknum, spilað var með fimm manna vöm og þrjá vamarsinnaða Emile Heskey, leikmaður Liverpool, og Ze Roberto hjá Leverkusen eigast hér við í leik liöanna á Anfield í gærkvöld. Reuters miðjumenn. Rivaldo kom reyndar inn á tuttugu mínútum fyrir leikslok og hleypti töluverðu lífi í sóknarleik Barcelona. Hann var tvívegis nálægt því að skora sitt hvomm megin við mark Grikkjanna. „Við unnum mjög erfiðan og mikil- vægan leik. Lið mitt hefur stórt hjarta og er mjög agað,“ sagði Sergio Mark- arian, þjálfari Panathinaikos, eftir leikinn. „Ég get ekki sagt til um hvort vftið var réttur dómur. Ég sá þetta ekki nógu vel frá þeim stað sem ég sat.“ Carlos Rexach, þjálfari Barcelona, var vonsvikinn, einkum út í víta- spyrnudóminn. „Þetta var ekki víti. Ég vona að þessi ákvörðun dómarans hafi ekki úrslitaáhrif á möguleika okkar á að komast í undanúrslit. Með fullri virðingu þá erum við betra lið með betri einstaklinga. Ég er bjartsýnn fyr- ir heimaleikinn. Þetta em ekki frábær úrslit en það er hægt að breyta þeim.“ Seinni leikir 8-liða úrslitanna fara fram 1 næstu viku og þá ræðast hvaða lið komast í undanúrslit. -HI Fjóröi leikur Njarðvíkur ogKRíkvöld KR tekur í kvöld á móti Njarövik í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Epsondeildarinnar í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan átta í KR- húsinu við Frostaskjól. Njarðvík getur tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri en vinni KR verður úrslitaleikur í Njarðvík um helgina. Hér á eftir fer samanburður á heildartölfræði liðanna í þremur fyrstu leikjum einvígisins. Leikimir til þessa: 1. Njarðvík-KR............91-90 2. KR-Njarðvík ............8C-96 3. Njarðvík-KR..............80-91 Sigrar: Njarðvik ...................... 2 KR............................... 1 Stigaskor: Njarðvík .....................267 KR............................261 Fráköst: KR..............................134 Njarðvík .....................125 Sóknarfráköst: KR...............................44 Njarðvik ......................42 Stoðsendingar: Njarðvík .................... .58 KR.............................52 Stolnir boltar: Njarðvík ..................... 30 KR...............................22 Tapaðir boltar: Njarðvík........................ 33 KR.............................43 Villur: Njarðvík ........................62 KR.............................64 Varin skot: KR...............................32 Njarðvík ........................15 3ja stiga körfur: KR.............................32 Njarðvik ......................29 Skotnýting: Njarðvík......................41,9% (229/96) KR ..................40,4% (223/90) 2ja stiga skotnýting: KR ..................43,3% (134/58) Njarðvík....................42,7% (157/67) 3ja stiga skotnýting: Njarðvík......................40,3% (72/29) KR ...................36,0% (89/32) Vítanýting: KR...........................83,0%% (59/49) Njarðvík......................71,9% (64/46) Mlnútur frá bekknum: KR..............................179 Njarðvík .....................131 Stig frá bekknum: KR.............................67 Njarðvík ........................39 Fráköst frá bekknum: KR . ..........................47 Njarðvík ........................25 Stoðsendingar frá bekknum: KR ...................'........7 Njarðvík........................7 Spáö í spilin fyrir úrslitakeppnina í kvennahandboltanum: Frábært einvígi - fram undan á milli Hauka og ÍBV að mati Ragnars Hermannssonar Úrslitakeppnin í 1. deOd kvenna í hand- bolta hefst i kvöld þegar fyrstu viðureignimar í liða úrslitum fara fram. DV-Sport fékk Ragnar Hermannsson, fyrmm þjálfara kvennaliða Hauka og Vals, til að spá fyrir um framvindu úrslitakeppn- innar. Haukar-Fram 2-0 Það verður ekkert óvænt i þessu einvígi og Haukamir munu fá til- ____ tölulega þægOega byrjun í þessari úrslitakeppni. Þeirra Ragnar Hermannsson mark- mið hlýtur að vera að klára leikina eins fljótt og hægt er, bæði í leikjun- um sjálfúm og að nota aðeins tvo leiki. Haukastúlkumar eru hreinlega aOt of öflugar fyrir Fram-liðið en það verður góður skóli fyrir Fram-stúlk- umar að glíma við Hauka. Megin- þorri Framliðsins er imgur og efni- legur og það á að líta á einvigið sem góða reynslu sem hægt er að læra af. Annað álit Guðríöur Guðjóns- dóttir. 8 liða úrslit ÍBV-Grótta/KR 2-0 Ég held að það verði svipað uppi á ten- ingnum þarna. Grótta/KR hefur far- ið í gegnum miklar þrengingar í vetur og hefur vissulega valdið vonbrigðum. Eins og ástandið er núna lítur þetta mjög Ola út hjá þeim, þær eru bún- ar að missa Amleu __ Hegic, Ágústa Edda er meidd og AOa Gogorian í besta faOi að jafna sig eft- ir meiðsli. Ég get þvi ekki séð að þær veiti ÍBV neina keppni. Þetta verður tækifæri fyrir Gróttu/KR tO að leyfa stelpum sem munu bera liðið uppi i framtíðinni að spreyta sig en ÍBV mun reyna að komast frá þessum leOcjum án vandræða. Stjarnan-FH 2-0 Þetta einvígi gæti orðið hættulegt fyrir Stjömuna því FH-liðið virðist hafa trú á að það geti gert eitthvað á móti þeim. Það hefúr gríðarlega mik- ið að segja. FH hefur fengið fleiri stig í vetur en ég bjóst við fyrirfram og á góðum degi geta þær spOað góðan handbolta. Stjarnan hefur einhverra hluta vegna ekki náð að sýna sinn besta leik á móti FH, ekki bara í vet- ur heldur undanfarin ár. Þrátt fyrir þetta á Stjarnan að vinna þetta einvígi og ég hef trú á að þær vinni þetta 2-0. Valur-Víkingur 1-2 Haukar-Fram...............2-0 ÍBV-Grótta/KR.............2-0 Stjaman-FH...............2-1 Valur-Víkingur ..........2-1 Undanúrslit Haukar-Valur..............2-0 ÍBV-Stjaman .............2-1 Úrslitaeinvígið Haukar-tBV................3-2 „Ég býst við góðri úrslitakeppni enda er þetta skemmtilegasta tíminn en þar sem Haukar og ÍBV er um með yfirburðarlið ættu þau að fara alla leið í úrslitin. Mér finnst rosalega erfitt að spá fyrir um úrslitaleikina og læt það ráðast á heimavaUarréttin- um“ segir Guðríður Guðjónsdóttir, fyrrum leikmaður Fram og íslenska landsliðsins. Þetta er stóra einvígið í úrslita- keppninni og virkOega erfitt að spá fyrir um það. Þessi lið ætluðu sér ekki að enda á þessum slóðum í deddinni. Ef Víkingur fer áfram munum við fá spennandi einvígi þeirra og Hauka í undanúrslitum því Haukamir hafa átt í basli með Víking í gegnum tíðina á meðan Valur hefur ekki unnið Hauka síðan ég var með Valsliðið 1998! Bæði lið hafa 50% möguleika á að vinna þetta einvígi. Valsmenn hafa heimavödinn og hafa bæði einstak- linga og lið td að vinna þetta einvígi en td þess þurfa þær að sýna mun betri leik en þær hafa gert í vetur. Það þýðir ekkert fyrir þær að láta leOcinn snúast um Hrafnhddi og Drífu Skúla- dætur á meðan hinar bíða eftir því að eitthvað gerist. I augnablikinu hef ég meiri trú á Vdcingum af því þær hafa spdað betur upp á síðkastið en heima- vödurinn kemur reyndar á móti hjá Val. Ég spái hins vegar Víkingum sigri, þó ekki væri nema vegna þess að ég held að úrslitakeppnin verði skemmtdegri ef þær komast áfram. Haukar-Víkingur 2-1 Það verður meiri spenna í undan- úrslitum og meira jafnvægi á mOli lið- anna þannig að einvígin þar geta hæg- lega farið í þrjá leiki. Haukastúlkur hafa aðeins tapaði einum leik á Ás- völlum síðan þær byrjuðu að spda þar, og það aðeins með einu marki. Ég hef enga trú á öðru en Haukar vinni, og ef þær lenda á móti Víkingum vinna þær 2-1, en ef andstæðingurinn verður Valur vinna Haukar 2-0. Ég er viss um að ef Haukar vinna fyrsta leik á ÁsvöOum klára þær einvígið. ÍBV-Stjarnan 2-0 Þarna hefur heimavödurinn mikið að segja og ég er ekki í nokkrum vafa um að Eyjastúlkur komast í úrslit. Ég tel nokkuð lOdegt að þær muni vinna Stjömuna 2-0. Það er svipað upp á teningnum hér, ef ÍBVklárar fyrsta leOcinn vinna þær einvígið. Haukar-ÍBV 3-2 Eyjastúlkur hafa verið áberandi besta kvennalið landsliðs ef miðað er við siðustu þrjú ár og það er komin nokkuð sigurhefð í Éyjum. Haukar hafa hins vegar verið góðir í tvö keppnistímabd eftir slakan kafla þar á undan. Þessi tvö lið bera höfuð og herðar yfir önnur lið á landinu og munu verðskuldað leika td úrslita. Þetta verður frábært einvígi og ég tel engar líkur á því að Haukar vinni þetta 3-0 eins og f fyrra. Það eru adar líkur á því að Haukar vinni þetta þó að adt geti gerst í úrslitaviðureignum. Ég held t.d. að ef Eyjastúlkum tekst að vinna einn leik að ÁsvöOum vinni þær titOinn en ég hef hins vegar ekki mdda trú á að það takist. Ég tel þó lik- legra að ÍBV vinni að ÁsvöOum en Haukar í Eyjum. En mín trú er að heimavöOurinn ráði úrslitum þannig að HaukcU- muni vinna 3-2 þó að það geti verið að það sé pínulítd ósk- hyggja i því. Aðalvon mín er þó sú að þetta einvígi muni enda keppnistíma- bdið með stæl en þessi keppni í vetur hefur verið dauf. Ég tel reyndar aOar likur á því að svo verði. -HI Úrslitakeppni kvenna: Haukar-Fram Leikir í vetur: Haukar-Fram 32-15, Fram-Haukar 20-27. Mörkíleik: ......H 26,1-F 21,1 Mörk á sig í leik: . . H 19,1 - F 25,7 Skotnýting: . . . H 56,6% - F 44,5% Vítanýting: . . . . H 67,3% - F 63,5% Markvarsla: . . . H 46,5% - F 34,1% Hraðaupphlaupsmörk: H 111 - F 45 ÍBV-Grótta/KR Leikir í vetur: ÍBV-Grótta/KR 17-20, Grótta/KR-ÍBV 21-22. Mörk í leik:.....í 22,3 - G 21,4 Mörk á sig í leik: .. 119,1 - G 22,7 Skotnýting: .... I 50,8% - G 47,3% Vítanýting:....í 63,5% - G 59,5% Markvarsla: . . . . í 47,0% - G 34,4% Hraöaupphlaupsmörk: . í 75 - G 66 Stiaman-FH Leikir í vetur: Stjaman-FH 25-19, FH-Stjarnan 19-19. Mörkíleik: ......S 23,6 - FH 21,3 Mörk á sig i leik: . S 20,3 - FH 22,6 Skotnýting: . . S 53,8% - FH 46,0% Vítanýting: . . . S 83,6% - FH 62,5% Markvarsla: . . S 47,2% - FH 44,7% Hraðaupphlaupsmörk: S 67 - FH 49 Valur-Víkingur Leikir í vetur: Valur-Víkingur 23-14, Vikingur-Valur 17-19. Mörk i leik:......Va 21,7 - Ví 19,4 Mörk á sig í leik: Va 21,1 - Ví 19,8 Skotnýting: .. Va 52,2% - Vi 46,6% Vítanýting: . . . Va 76,9% - Ví 62,5% Markvarsla: . . Va 43,6% - Ví 43,9% Hraðaupphlaupsmörk: Va 65 - Ví 65 Annað álit Hlynur Jó hannsson, þjálfari KA/Þórs 8-liða úrslit Haukar-Fram..............2-0 ÍBV-Grótta/KR............2-0 Stjaman-FH...............2-0 Valur-Víkingur ..........2-1 Undanúrslit Haukar-Valur.............2-0 ÍBV-Stjaman ..............2-1 Úrslitaeinvígið Haukar-ÍBV................3-2 „Ég vonast eftir að spáin mín ræt- ist ekki og það verði eitthvað óvænt í þessu en það ætti að vera nokkuð ömggt aö Haukar og ÍBV mætist í úrslitunum. Þar hef ég meiri trú á Haukum enda má ekkert út af bera hjá ÍBV því þar er lítil breidd. Vinni ÍBV aftur á móti fyrsta leik- inn þá vinna þær,“ segir Hlynur Jó- hannsson, þjálfari KA/Þórs. Sáttir meö marsmánuö og verölaunin. Hlynur Morthens, markvörður Gróttu/KR og besti leikmaöurinn í mars, aö mati DV- Sports er til vinstri og Ólafur Björn Lárusson, þjálfari Gróttu/KR og besti þjálfarinn ( mars, er til hægri. DV-mynd ÞÖK * ~ \ Sjs* 0m SS? ’ 1 V. ,+Jl 'rt -Æ r'jLkmmJi Leikmenn marsmánaðar í Esso-deild kvenna og karla i handbolta hjá DV-Sporti: Tvöföld verðlaun til Gróttu/KR og Víkings DV-Sport verðlaunaði í gær bestu leikmenn og þjálfara í hand- boltanum í marsmánuði. Hlynur Morthens, markvörður Gróttu/KR, er besti leikmaður EssodeOdar karla í mars. Hlynur varði 18,5 skot að meðaltali í sex leikjum og 45,1% þeirra skota sem á hann komu. Hlynur varði einnig 9 af 15 vítum í síðustu þremur leikjum mánaðarins og var þrisvar sinnum valinn maður leiksins hjá blaðamönnum DV- Sports. Aðrir sem voru tdnefndir voru eftirtaldir: Róbert Gunnarsson hjá Fram skoraði 10,5 mörk aö meðaltali og nýtti 79,7% skota sinna í mánuð- inum. Róbert fiskaöi að auki 19 víti í sex leikjum og var þrisvar sinnum valinn maður leiksins. Aigars Lazdins hjá Þór skoraði 7,8 mörk að meðaltali og nýtti 61,8% skota sinna í mánuðinum og fiskaði að auki 11 víti. Aleksandrs Petersons hjá Gróttu/KR skoraði 8,7 mörk að meðaltali og nýtti 61,1% skota sinna í mánuðinum. Hann skoraði öd mörkin sin utan af vedi og 17 þeirra úr hraðaupphlaupum. Hreiðar Guðmundsson hjá ÍR varði 19,2 skot að meðaltali og 44,6% þeirra skota sem á hann komu. Hann varði yfir 20 skot í fjórum leikjum. Reynir Þór Reynisson hjá Aft- ureldingu varði 18,8 skot að með- altali og 45,6% þeirra skota sem á hann komu. Ólafur Björn Lársson var besti þjálfarinn i marsmánuðu í Esso- dedd karla að mati blaðamanna DV-Sports en lærisveinar hans í Gróttu/KR náðu í 10 af 12 stigum í boði í mánuðinum og tveir leOc- menn voru tdnefndir sem bestu leikmenn mánaðarins. Aðrir sem voru tilnefndir eru Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram, og SigurpáO Árni Aðal- steinsson, þjálfari Þórs. Tvenn verðlaun í Víkina Helga Torfadóttir, markvörður Víkings, er besti leikmaður Esso- deddar kvenna í mars. Helga varði 16,8 skot að meðaltali í fjór- um leikjum og 45,6% þeirra skota sem á hana komu. Helga varði einnig 8 af 17 vítum sem hún reyndi við og var tvisvar sinnum valinn maöur leiksins hjá blaða- mönnum DV-Sports. Aðrar sem voru tilnefndar voru Inga Fríða Tryggvadóttir hjá Haukum, Jolanta Slapdciene hjá FH, SvanhOdur ÞengOsdóttir hjá Fram, Ásdís Sigurðardóttir hjá KA/Þór og Jelena Jovanovic hjá Stjörnunni. Stefán Arnarson var besti þjálf- arinn í marsmánuði i Essodedd kvenna en leikmenn hans í Vík- ingsliðinu náðu i 6 af 8 stigum í boði í mánuðinum. Aðrir sem voru tilnefndir eru Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Hauka, Hlynur Jóhannsson, þjálf- ari KA/Þórs og Einvarður Jó- hannsson, þjálfari FH. -ÓÓJ Góöur marsmánuöur í Vikinni. Helga Torfadóttir, markvöröur Víkings og besti leikmaöurinn í mars, aö mati DV-Sports, er til vinstri og Stefán Arnarson, þjálfari Víkings og besti þjálfarinn í mars, er til hægri. DV-mynd ÞÖK +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.