Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 4
22 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 Rafpóstur: dvsport@dv.is - keppni í hverju orði Bæði lið gengu ósátt af velli í Safamýri i gær: Jafnteflis- kóngar - KA-menn með fimmta jafnteflið í sjö leikjum Bæöi lið Fram og KA áttu mögu- leika á aö tryggja sér tvö dýrmæt stig í harðri baráttu sinni fyrir sæti í úr- slitakeppninni í Essodeild karla í handbolta í gær en í staðinn skiptust þau á stigum og gengu bæði niðurlút af velli í leikslok eftir 26-26 jafntefli. Magnús Erlendsson, markvörður Framara, varði vítakast frá Heiömari Felixssyni 1:20 mínútum fyrir leikslok en Framarar náðu ekki að nýta sér síðustu sókn sína í leiknum. Stigið hækkaði þó bæði lið í töflunni, KA- menn fóru í sjötta sætið og Framarar upp í það áttunda. Leikurinn einkenndist af góðum og slæmum köflum beggja liða en Fram- arar voru þó lengstum með frum- kvæðið og voru komnir í 19-15 eftir tiu mínútna leik í seinni hálfleik. Allt virtist í góðum gír hjá Safamýrarlið- mu á þessum tíma en þeir töpuðu hins vegar boltanum í fjórum sóknum í röð sem færðu KA-mönnum fjögur mörk og jafna stöðu. Leikurinn var síðan i jámum eftir það. Það er óhætt að segja að KA-menn séu orðnir vanir jafnteflum enda var þetta fimmta jafntefli liðsins í síðustu sjö leikjum og það áttunda á tímabil- inu. Jónatan Þór Magnússon sem harkaði af sér meiðsli á lokakaflanum er líka orðinn þreyttur á að uppskera aðeins eitt stig úr leikjum. Áttum aö vinna leikinn „Þetta er alveg skelfilegt. Við klúðr- um þessu alltaf og þetta er ekki hægt lengur. Eins og þessi leikur spilaðist síðustu tvær mínútumar áttum við að vinna leikinn," sagði Jónatan sem lét ekki kúlu á fæti halda sér frá leikn- um. „Ég er að drepast núna og ég veit Fram-KA 26-26 1-0,1-1, 2-2, 2-4, 3-5, 5-5, 6-7, 7-8, 8-8, 8-10, 9-11, 14-11,14-12, (15-12), 15-13,16-13,16-15, 19-15,19-19, 20-19, 21-20, 21-22, 23-24, 26-24, 26-26. Fram Mörk/viti (Skot/viti): Róbert Gunnarsson 9/5 (9/5), Rögnvaldur Johnsen 5 (9), ar Vilhjálmsson 5 (9), Guðjón Drengsson 3 (7), Björgvin Þór Björgvinsson 2 (3), Þorri B. Gunnarsson 2 (4), Ingi Þór Guðmundsson (1), Martin Larsen (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 5 (Guðjón 3, Róbert, Björgvin). Vitanýting: Skorað úr 5 af 5. Fiskuó vitú Hjálmar 2, Þorri, Rögnvaldur, Róbert. Varin skot/viti (Skot á sig): Sebastian Al- exandersson 4 (15/2, hélt 0, 27%), Magnús Erlendsson 11/1 (26/2, hélt 3,42%). Brottvisanir: 8mínútur. KA Mörk/viti (Skot/viti): Heiðmar Felixson 9/1 (15/2), Heimir öm Ámason 7 (9), Hall- dór Sigfússon 5/2 (7/2), Sævar Ámason 3 (4), Jóhann G. Jóhannsson 1 (2), Andrius Stelmokas 1 (3), Jónatan Þór Magnússon (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Sævar 2, Jóhann, Stelmokas). Vitanýting: Skoraö úr 3 af 4. Fiskuó víti Stelmokas 2. Sævar, Halldór. Vdrin skot/viti (Skot á sig): Egidijus Pet- kevicius 19 (44/4, hélt 5,43%), Hans Hreins- son 0 (1/1.0%). Brottvísanir: 14mínútur. Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og Valgeir Ómarsson (7). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 300. Maöur leiksins: Egidijus Petkevicius, KA ekkert hvað er f gangi en það er lík- lega bæði ökklinn og krossbandið. Ég skoða það bara eftir leikinn. Það er ekki hægt að spara sig fyrir einhverja úrslitakeppni því við komumst ekkert í hana nema allir spili. Við erum tap- lausir í sjö leikjum og þrátt fyrir fimm jafntefli reynum við að horfa á jákvæðu hliðamar," sagði Jónatan eftir leik. Róbert Gunnarsson var í afar strangri gæslu Andrius Stelmokas og fékk úr litlu að moða en níu mörk úr níu skotum sýna aö það það má aldrei líta af honum í sókninni. í vöminni má Róbert hins vegar bæta sig mikið og Heimir Öm Ámason fór oft illa með hann í leiknum í gær. Róbert var vonvikinn með að hafa fengið aðeins eitt stig. „Kasta/grípa“-mistökin „Það var rosalega mikið af byrj- endamistökum hjá okkur og við misstum niður fjögur mörk eingöngu vegna aulamistaka. Við eigum tvo leiki eftir og verðum að vinna þá báða til að komast í úrslitakeppnina og það er ljóst að við ætlum ekki snemma í frí í ár. Þetta er mikil vonbrigði því við vorum með unninn leik í höndun- um en það vora þessi „kasta/grípa“- mistök sem fóru með okkur,“ sagði Róbert í samtali við DV-Sport. Hjá Fram léku þeir Róbert, Rögn- valdur Johnsen og Magnús markvörö- ur best en hjá KA var Egidijus Pet- kevicius mjög sterkur í markinu og þeir Heiðmar og Heimir Örn héldu sókninni á floti. Jónatan var einnig drjúgur í vöminni og stal meðal ann- ars þremur boltum á stuttum kafla í seinni hálfleik þegar KA kom sér aft- ur inn í leikinn. -ÓÓJ Valur-ÍBV 27-18 2-0, 4-2 44, 7-6, 12-6, 13-8, 14-10. (15-11), 15-12,22-12,24-15, 25-16, 27-18. Valur Mörk/víti (Skot/viti): Bjarkl Sigurðsson 10 (14/1), Snorri Steinn Guðjónsson 4 (8), Ás- bjöm Stefánsson 3 (5), Markús Máni Michaelsson 3/1 (5/1), Sigfús Sigurðsson 3 (5), Erlendur Egilsson 2/1 (2/1), Freyr Brynjarsson 2 (6), Davíð Höskuldsson (1), Einar Gunnarsson (1), Geir Sveinsson (1), Davíð Sigursteinsson (1/1). Mörk úr hraóaupphlaupunu 9 (Bjarki 7, Snorri 2). Vitanýting: Skorað úr 2 af 4. Fiskuó vitú Snorri, Markús, Davíð H., Er- lendur. Varin skot/víti (Skot á sig): Roland Eradze 23/1 (40/4, hélt 9,58%, eitt víti yfir), Pálmar Pétursson 3 (4/1, hélt 1,75%). Brottvísanir: 6 mínútur. ÍBV Mörk/viti (Skot/viti): Davlð Þór Óskarsson 4/4 (9/6), Svavar Vignisson 3 (4), Kári Krist- jánsson 3 (4), Sigþór Friðriksson 2 (3), Amar Pétursson 2 (9), Mindaugas Andriuska 2 (10), Sigurður Bragason 1 (5), Petras Raupenas 1 (5), Sigurður Ari Stefánsson (3). Mörk úr hraóaupphlaupum: 2 (Sigþór, Kári). Vitanýting: Skorað úr 4 af 6. Fiskuó vítL' Svavar 5, Kári. Varin skot/víti (Skot á sig): Höröur Flóki Ólafsson 15 (40/1, hélt 8, 38%, eitt víti í stöng), Jón Bragi Amarson 3/1 (5/2 hélt 2 60%) Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Guöjón L. Sigurðs- son og Ólafur Haraldsson (7). Gceói leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 200. Ma&ur leiksins: Roland Eradze, Val Jordan ve rður ekki r neira með Washington Wizards í NBA-deildinni tilkynnti það í gær að Michael Jordan myndi ekki leika meira með á þessu tímabili en hann hefur glimt við slæm hnémeiðsli í vetur. Meiðslin þýddu að hann fór í aðgerð og var Jordan byijaður að spila aftur en fór líklega of fljótt af stað sem orsakaði það að hnéð bólgnaði aftur upp. Þessi ákvöröun kemur í framhaldi af því að Jordan skoraði aðeins tvö stig í tapi liðsins gegn Lakers í fyrrinótt en Jordan hefur aldrei gert færri stig i leik. Endurkoma hans hefur gengiö hægt og var það niðurstaðan að hann hvíldi sig, næði sér góðum og kæmi síðan endumærður á næsta timabili. Michael Jordan var með 22,9 stig. 5,7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali á þessu tímabili en hitti þó aðeins úr 41,6% skota sinna. -ÓÓJ Prír markahæstu menn vallarins í Safamýri í gær eigast hér við að ofan. KA-mennirnir Heimir Örn Árnason og Heiömar Felixson reyna þar að stööva Framarann Róbert Gunnarsson. DV-mynd E.ÓI. Valsmenn tryggöu sér annað sætið með 27-18 sigri á ÍBV: Valsmenn betri á öllum sviðum Staðan í Essódeildinni Haukar 24 20 2 2 687-610 42 Valur 24 15 4 5 635-564 34 Afturelding 24 12 5 75982-572 29 ÍR 24 13 2 9 612-587 28 Grótta/KR 24 12 3 96161-606 27 KA 24 9 8 7 620-584 26 FH 24 10 6 8 639-620 26 Fram 24 9 7 8 606-583 25 Þór A. 24 11 3 10 697-681 25 Selfoss 24 10 1 13 654-660 21 ÍBV 24 9 3 12 646-673 21 Stjaman 24 6 3 15 620-700 15 HK 24 5 4 15 646-672 14 Víkingur 24 0 3 21 535-699 3 Markahæstir: Jaliesky Garcia, HK .......195/48 Páll Viðar Gislason, Þór, Ak. 181/100 Mindaugas Andriuska, ÍBV . . 180/38 Guðlaugur Hauksson, Víkingi 170/43 Snorri Steinn Guðjónsson, Val 157/46 HaHdór Ingólfsson, Haukutn . 148/64 Robertas Pauzoulis, Selfossi . . 142/4 Alexandrs Petersons, Gróttu/KR 139/1 Valdimar Þórsson, Selfossi . . 138/41 Róbert Gunnarsson, Fram . . . 137/53 Páll Þórólfsson, UMFA .......136/57 Petras Raupenas, ÍBV..........134/7 Sturla Ásgeirsson, ÍR .......133/74 Einar Hólmgeirsson, lR .........131 Nœsta umferó fer fram á laugardag- inn og þá mætast ÍR FH, Stjam- an-Grótta/KR, Haukar Fram, KA-Val- ur, Selfoss-Þór, Afturelding-HK og ÍBV-Víkingur. Valsmenn tryggðu sér annað sætið í Essó-deild karla í gærkvöld með mjög svo ömggum sigri gegn ÍBV á Hlíðarenda. Valsmenn vom betri á öllum sviðum handboltans og ráðlaus- ir Vestmannaeyingar vom þeim lítil fyrirstaða. Níu mörk skildu liðin í lokin, 27-18, og gat Geir Sveinsson, þjálfari Vals, hreinsað bekkinn hjá sér síðustu mínútumar. Valur náði góðum kafla í fyrri hálf- leik þar sem það gerði fimm mörk í röð. Eftir það héldu Valsmenn gestun- um í hæfilegri fjarlægð og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11. Gestirnir skomðu síðan fyrsta mark- ið í seinni hálfleik og virtust vera til alls líklegir en annað kom á daginn. Það liðu heilar 13 mínútur þar til þeir gerðu næsta mark og á meðan lögðu Valsmenn grunninn að sigrinum og gerðu sjö mörk i röð. Þar með var munurinn orðinn 10 mörk, 22-12, og aðeins spuming hversu stór sigur Vals yrði. Roland Eradze var mjög góður í marki Vals og var með góða vörn fyr- ir framan sig. Bjarki Sigurðsson var fljótur fram í hraðaupphlaupin og skoraði sjö af 10 mörkum sínum þannig. Markús Máni Michaelsson byrjaði leikinn af krafti en lítið fór fyrir honum eftir það. Snorri Steinn Guðjónsson hafði hægt um sig og stjómaði spilinu og leyfði öðmm að njóta sín í sókninni. Sigfús Sigurðs- son og Geir fóm hamfórum 1 vöminni í seinni hálfleik og lokuðu á nánast allt. Hjá ÍBV var fátt um fina drætti og ekki að sjá að þama væri lið sem væri að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Nokkur pirringur var út í dómarana en þeir svartklæddu voru ekki þeirra helsta vandamál í leiknum. Hörður Flóki Ólafsson varði oft góða bolta í markinu og Svavar Vignisson var Valsvörninni erfiöur í upphafi leiks þegar hann fiskaði nokkur vítaköst. Hann komst þó ekkert áleiðis i seinni hálfleik frekar en aðrir leikmenn liðs- ins. -Ben Blcand í poka Tvö íslendingalið voru í eldlínunni 1 austurrísku 1. deildinni í gær. Kamten, lið Helga Kolviðssonar, steinlá fyrir Stilrm Graz, 5-1, á útivelli og lék Helgi allan leikinn fyrir Kamten. Graz AK, lið Stefáns Gislasonar, vann hins vegar 1-0 útisigur á Vled. Stefán sat á varamannabekknum allan timann. Tirol Insbruck er langefst í deildinni með 67 stig, 18 stigum meira en Graz AK sem er i ööru sæti. Kamten er í 5. sæti deildarinnar með 42 stig. Þá var einn leikur í hollensku deildinni í gær þegar Ajax vann Groningen 4-3. Jóhannes Haróarson var ekki í leikmannahópi Groningen. Ajax hefur eftir þennan sigur fimm stiga forskot á Feyenoord i efsta sæti hollensku deildarinnar en hefur leikið tveimur leikjum meira. Gabriel Batitusta hefur verið valinn í argentínska landsliðið sem leikur vináttu- landsleik gegn Þýskalandi eftir tvær vik- ur. Þetta er í fyrsta skipti í hálft ár sem þessi þekkti framherji hlýtur náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. Aðalástæðan fyrir því að Batistuta er 1 hópnum er þó sú að Heman Crespo er meiddur. Nefnd á vegum Alþjóða ólympíunefndar- innar (IOC) er stödd í Aþenu þessa dagana til að athuga með gang framkvæmda fyrir sumarleikana 2004. Fulltrúar lOC em ekki alls kostar ánægðir og hafa í raun miklar áhyggjur vegna samgöngumála. Sam- gönguráðherra Grikkja telur þær áhyggj- ur óþarfar. Þá er bygging sumra íþrótta- mannvirkja á undan áætlun en önnur em á eftir áætlun. Þá á enn eftir að byggja gistirými sem nemur 1000 íbúðum. Jack Nicklaus getur ekki tekið þátt í US Masters stórmótinu í golfi sem hefst í næstu viku á Augusta National golfvellin- um í Georgiu. Nicklaus er meiddur í baki og er þetta aðeins í annað skipti síðan 1959 sem Nicklaus missir af Masters. Bandaríski skautahlauparinn Apolo Ant- on Ohno er sá einstaklingur í heiminum sem ungt menntafólk í Kóreu vill síst sjá á HM í knattspymu sem fram fer í byrjun sumars. Ohno hlaut gullið í spretthlaupi á svellinu eftir að helsti andstæðingur hans frá Suður-Kóreu hafði sigrað en var slðan dæmdur úr leik. Þessu hafa nemendur i menntaskóla í Seoul ekki gleymt því af 400 nemendum sem tóku þátt i könnuninni greiddu 174 Ohno atkvæði sitt. Osama bin Laden kom í öðra sæti í „kosningunni" með að- eins 68 atkvæði. Af öðrum sem fengu at- kvæði má nefna Jay Leno og Brigitte Bardot. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.