Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2002, Page 4
22 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 Tryggvi í uppskurð Vamarmaðurinn efnilegi, Tryggvi Bjarnason, sem leikur með KR, er meiddur á hné og þarf að gangast undir aðgerð. Hann meiddist í leik KR og Grindavíkur á Candela Cup á Spáni í síðustu viku og verður líklega frá í þrjár vikur. Þetta er enn eitt áfallið fyrir KR-inga en fyrir eru þeir Sigursteinn Gíslason, Einar Þór Daníelsson, Guðmundur Bene- diktsson, Egill Atlason, Þórhallur Hin- riksson, Magnús Már Lúðvíksson, Jón Skaftason og Grétar Sigurðsson allir á sjúkralista. 200 handteknir í Danmörku Það gekk á ýmsu í Kaupmanna- höfn í gærkvöld fyrir leik Dana og ísraela á Parken. Ekki voru allir sáttir við að Danir skyldu leika gegn ísraelum vegna hernaðarað- gerða þeirra gegn Palestínuaröbum og var meðal annars hótað að sprengja upp leikvanginn ef leikur- inn færi fram. Hópur fólks mætti á staðinn fyrir leikinn tO að mótmæla framkomu ísraelsmanna. Gífurleg öryggis- gæsla var á leiknum og þurftu lög- reglumenn að handtaka um 150 mót- mælendur fyrir leikinn vegna ólgu. Fimmtiu mótmælendur í viðbót voru síðan handteknir þegar þeir reyndu að komast inn á völlinn. Það voru ekki margir áhorfendur á veUinum enda bauðst danska knattspymusambandið tU að endur- greiða þeim miðanna sem höfðu keypt en höfðu ekki geð í sér að horfa á ísraelska landsliðið etja kappi við það danska. Fjölmargir þáðu það og var stemningin á pöUunum heldur dösuð. -ósk Juan Pablo Sorin fagnar hér marki sínu gegn Þjóðverjum að hætti hússins. Michael Owen, nýskipaður fyrirliði enska landsliðsins, fagnar hér skallamarki sinu gegn Paragvæ í gærkvöld. Reuters Englendingar voru i essinu sínu gegn Paragvæ á Anfleld Road í gær- kvöld og unnu 4-0. Þeir léku stór- kostlega og var erfítt að sjá að Dav- id Beckham væri fjarri góðu gamni. „Ég var ánægður með hugarfar okkar aUan leikinn. Við spUuðum kannski ekkert sérstaklega vel í fyrri hálfleik en eftir að annað markið kom i seinni háifleik þá héldu okkur engin bönd,“ sagði Sven Göran Eriksson, þjálfari Eng- lendinga, eftir leikinn og bætti við að Steven Gerrard og Joe Cole hefðu staðið sig best aUra leikmanna enska liðsins í leiknum. Cesare Maldini, þjálfari Paragvæ, viðurkenndi eftir leikinn að lið sitt hefði mætt ofjörlum sínum í þessum leik. „Við vorum yfirspUaðir enda enska liðið mjög gott. Það er ungt, með frábæran þjálfara og á eftir að verða enn betra,“ sagði Maldini. Vel skipulagðir Rússar Rússar sóttu heimsmeistaca Frakka heim og náðu markalausu jafntefli. Þeir geta þakkað mark- verði sínum, Ruslan NigmatuUin, fyrir jafnteflið en hann varði frá- bærlega. „Við fengum nokkur tækifæri en Rússamir voru vel skipulagðir og markvörður þeirra varði vel. Ég vona að við lendum ekki á móti þeim i HM því þeir eru erfiðir and- stæðingar," sagði Roger Lemerre, þjálfari Frakka. Fimm hjá Spánverjum Spánverjar tóku N-fra í kennslu- stund í Belfast, 5-0. Jose Camacho, þjálfari Spánverja, var glaður í bragði eftir leikinn. „Við spUuðum frábærlega aUan leikinn og þessi frammistaða gefur góð fyrirheit fyrir keppnina í sum- ar,“ sagði Camacho. Sammy Mcllroy, þjáifari N-íra, var ekki jafnupplitsdjarfur eftir stærsta tap N-íra á heimaveUi í 37 ár. „Það finnst engum gaman að tapa 5-0. Við spUuðum skelfilega en við munum halda áfram. Ég hætti ekki. Það er ekki minn stUl,“ sagði McU- roy. Brassar bjartsýnir BrasUíumenn hafa góða ástæðu tU að vera bjartsýnir eftir leikinn gegn Portúgölum í gærkvöld. Scol- ari, þjálfari liðsins, stUlti upp Ron- aldo, Ronaldinho og Rivaldo saman í framlínunni og lofar sú samsetn- ing góðu. Leikur þessara tveggja liða var harður og oft á tíðum vék fagurfræðin fyrir hörkunni. -ósk Vináttuleikir Japan-Kosta Ríka ...........1-1 1-0 Myojin (69.), 1-1 Parks (76.). Austurríki-Kamerún...........0-0 Belgia-Slóvakía ............1-1 1-0 Goor (56.), 1-1 Janocko (83.). Króatía-Bosnía ..............2-0 1-0 Olic (44.), 2-0 Suker, víti (52.) Danmörk-ísrael..............3-1 1-0 Heintze (4.), 2-0 Tomasson (14.), 3-0 Rommedahl (37.), 3-1 Nimni, viti (90,). England-Paragvæ .............4-0 1-0 Owen (4.), 2-0 Murphy (47.), 3-0 Vassell (55.), 4-0 Ayala, sjálfsm. (77.). Frakkland-Rússland ..........0-0 Þýskaland-Argenttna.........0-1 0-1 Sorin (47.). Grikkland-Tékkland ..........0-0 Ungverjaland-Hvita-Rússland 2-5 1-0 Kenesei (13.), 1-1 Gleb (23.), 1-2 Kutuzov (29.), 1-3 Kutuzov (33.). 1^4 Khatskevich (45.), 1-5 Kachuro (76.), 2-5 Feher, víti (86.). Írland-Bandaríkin............2-1 1-0 Kinsella (6.), 1-1 Pope (34.), 2-1 Doherty (83.). Ítalia-Úrúgvæ ...............1-1 1- 0 Panucci (74.), 1-1 Abreu (77.). Lúxemborg-Liechtenstein . . . 3-3 0-1 Stocklasa (7.), 0-2 Stocklasa (25.), 0-3 Stocklasa (37.), 1-3 Strasser (39.), 2- 3 Christophe (69.), 3-3 Cardoni (83.). Makedónia-Finnland...........1-0 1-0 Stavrevski (36.). Lettiand-Kasakstan...........2-1 0-1 Shevchneko (45.), 1-1 Zemlinski, víti (75.), 2-1 Stoltsjers (89.). Malta-Aserbaidsjan...........1-0 1-0 Mifsud (67.). N-írland-Spánn ..............0-5 0-1 Raul (23.), 0-2 Baraja (48.), 0-3 Raul (54.), 0-4 Puyol (68.), 0-5 Morientes (78.). Noregur-Svíþjóð .............0-0 Pólland-Rúmenia..............1-2 0-1 Ganea (30.), 0-2 Mutu (36.), 1-2 Hajto (86.). Portúgal-Brasilía............1-1 1-0 Conceicao (64.), 1-1 Ronaldinho, víti (73.). Skotland-Nigeria.............1-2 1-0 Dailly (7.), 1-1 Aghahowa (40.), 1-2 Aghahowa (69.). Slóvenía-Túnis...............1-0 1-0 Pavlin (23.). Suður Afríka-Ekvador........0-0 Tyrkland-Chile ..............2-0 1-0 Sukur (30.), 2-0 Ilhan (81.). Úkraina-Georgía .............2-1 1-0 Rebrov (17.), 1-1 Burduli (70.), 2-1 Tymoshchuk (90.). Júgóslavía-Litháen ..........4-1 1-0 Ilic (16.), 1-1 Zutautas (20.), 2-1 Kezman (35.), 3-1 Kezman (76.), 4-1 Bmovic (87.). -ósk Argentínumenn sterkir - unnu Þjóðverja án margra lykilmanna Argentínumenn sýndu styrk- leika sinn í gærkvöld þegar þeir lögðu Þjóðverja, 1-0, í Stuttgart. Þeir léku án lykilmanna eins og Ju- an Sebastian Veron, Hernan Crespo og Gabriel Batistuta en reyndar gátu Þjóðverjar heldur ekki stillt upp sínu sterkasta liði. Þjálfari Argentínumanna, Marc- elo Bielsa, var ánægður með sigur- inn í leikslok. „Ég held að sigur okkar hér í kvöld hafi verið verð- skuldaður. Sigurinn var þó ekki auðveldur því þýska liðið er sterkt og ég ber mikla virðingu fyrir því. Rudi Völler, þjálfari Þjóöverja, sagði að sínir menn hefðu borið of mikla virðingu fyrir stórstjömun- um í argentínska liðinu og það hefði gert þeim erfitt fyrir. „Argentínumenn áttu samt sem áður sigurinn skilinn. Þeir voru betri aðilinn í leiknum og hefðu hæglega getað bætt við öðru marki áður en yfir lauk. Mér fannst við vera of varkárir í leiknum og það kann aldrei góðri lukku að stýra,“ sagði VöUer. Miðjumaðurinn snjaili, Michael Ballack, tók i sama streng og sagði að trúna hefði vantað í þýska liðiö. -ósk Fjöldi vináttuleikja fór fram í heiminum í gærkvöld: Veisla á Anfield - Englendingar kafsigldu Paragvæ í frábærum leik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.