Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Side 3
MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002
17
x>v____________________________
Á siðustu dropunum
- sterkur varnarleikur kom KA áfram i undanúrslit
KA-menn eru komnir í undanúrslit
Essódeildar karla í handknattleik eft-
ir sigur á Gróttu/KR, 23-19, í öðrum
leik liðanna á fóstudag, og samtals
2-0. KA mætir Haukum í undanúrslit-
unum sem hefjast á miðvikudag en
liðin mættust einmitt í úrslitarimm-
unni á síðasta ári. Þá hafði KA
heimaleikjaréttinn en Haukar urðu
meistarar.
Strax frá fyrstu mínútu var ljóst að
bæði lið ætluðu að selja sig dýrt -
vamir beggja liða voru sem nær
ókleifir veggir og smugumar fáar.
Sérstaklega fengu heimamenn að
kenna á því framan af, þó einkum
vegna þess að sóknarleikur liðsins
var ekki eins og best verður á kosið.
Gestimir náðu fljótt góðri forystu,
enda vart annað hægt þegar þriðja
mark heimamanna leit dagsins ljós
eftir 15 mínútna leik og staðan þá 3-6.
Skömmu eftir það fór þó að sjást til
sólar hjá heimamönnum. Þeir söxuðu
smám saman á forskotið og það þrátt
fyrir að hafa hætt að taka Aleksandrs
Petterson úr umferð. Flöt 6:0-vömin
varð þeirra helsta vopn og sóknin fór
að skila mörkum. Enda fór það svo að
Grótta/KR náði ekki að skora úr
fimm síðustu sóknum sínum í fyrri
hálfleik og KA náði að jafna áður en
Það var boðið upp á hreinrækt-
aða skemmtun í Austurberginu á
fostudagskvöldið þegar ÍR og Aftur-
elding mættust öðra sinni í átta
liða úrslitum Essó-deildar karla í
handknattleik. Afturelding hafði
sigur eftir tvær framlengingar,
33-34, og kemst því áfram í undan-
úrslitin því liðið sigraði einnig í
fyrri leiknum og nú era það Valsar-
ar sem verða næstu mótherjar.
Leikmenn beggja liða vora nokk-
uð lengi í gang því mikil tauga-
spenna einkenndi lungann úr fyrri
hálfleik enda mikið í húfi. Þegar
leið á hálfleikinn losnaði smám
saman um spennuna og aðeins
munaði einu marki þegar flautað
var til leikhlés, 10-11, en mest
höfðu gestimir náð þriggja marka
forskoti. Þeir endurheimtu það for-
skot með því að skora fyrstu tvö
mörk síðari háifleiks en þegar rétt
rúmar tólf mínútur voru liðnar af
hálfleiknum höfðu heimamenn hins
vegar snúið við blaðinu og náð for-
ystunni, 17-16, og nokkram sinnum
eftir það komust þeir tvö mörk yfir
en tókst ekki að bæta við þrátt fyr-
ir ágæt færi til þess.
Þegar tæpar tíu mínútur vora eft-
ir af leiknum fékk Sverrir Bjöms-
son, leikmaður Aftm’eldingcU-, sína
þriðju brottvísun og þar með rauða
spjaldið.
Páll Þórólfs með rautt
spjald fyrir olnbogaskot
Lokakafli venjulegs leiktíma var
æsispennandi en gestunum tókst að
jafna þegar tæp ein og hálf mínúta
var eftir og þar við sat í markaskor-
un. Rétt í þann mund er leiktíminn
var að renna út fékk Páll Þórólfs-
son, leikmaður Aftureldingar,
rautt spjald fyrir að gefa Ragnari
Helgasyni, leikmanni ÍR, olnboga-
skot beint fyrir augunmn á Kjart-
ani Steinbach, eftirlitsdómara leiks-
flautað var til hlés.
Leikgleðin birtist á ný og KA
komst yfir í fyrsta skipti í leiknum
með fyrsta marki síðari hálfleiks en
á meðan héldu gestimir áfram þar
sem frá var horfið og skoruðu ekki
fyrr en i fjórðu sókn sinni. Þeir
náðu reyndar að komast yfir á ný
þar sem sóknarleikur KA skilaði
álíka litlum árangri en þar við sat
og KA seig fram úr.
Á fimm mínútna kafla um miðjan
hálfleikinn breytti KA stöðunni úr
jafhtefli í þriggja marka forskot, for-
skot sem ekki var látið af hendi þrátt
fyrir ítrekaðar tiiraunir Gróttu/KR.
Á þessum tíma virtist færast annar
kraftur í KA-liðiö og leikgleðin birtist
á ný og náði hápunkti þegar hinn
ungi Baldvin Þorsteinsson skoraði
síðasta mark leiksins, 23-19, og erfið
hindrun að baki. Kristján Þorsteins-
son, leikmaður Gróttu/KR, fékk að
líta rauða spjaldið fyrir ljótt og alger-
lega óþarft brot á Baldvin þegar hann
skoraði síðasta markið.
Það var ekki að sjá á leik KA-liðs-
ins að það saknaði Jónatans Magnús-
sonar, sem var í leikbanni, en ljóst er
að með hann innanborðs og i þessum
vamarham verður liðið afar erfitt
viðureignar. Heiðmar Felixson tók yf-
ins.
í fyrri framlengingunni var
hnífjafnt hjá liðunum og taugamar
þandar til hins ýtrasta, enda leik-
menn meðvitaðir um að hver mis-
tök gætu orðið afdrifarík. Aftureld-
ing jafnaði leikinn með góðu hraða-
upphlaupsmarki Valgarðs Thorodd-
ir stöðu Jónatans sem primus mótor
liðsins og barátta hans var lykilatriði
í góðum sigri. Egedijus Petkevicius
stóð einnig fýrir sínu, og þá sérstak-
lega í síðari hálfleik. Andrius
Stelmokas var einnig traustur, beggja
vegna, og innkoma Baldvins vakti
verðskuldaða athygli.
Hjá Gróttu/KR var það Hlynur
Morthens sem stóð vaktina vel, auk
vamarinnar sem lengstum stóð sina
plikt með prýði. Fall Gróttu/KR má
einkum rekja til sóknarleiksins en
Petterson náði ekki að láta sitt rétta
ljós skina. Dainis Tarakanovs var
nokkuð ógnandi en skot hans orkuðu
oft tvímælis. Atla Þórs Samúelssonar
var greinilega saknað í sókninni.
Borgum fyrir okkur
„Við voram búnir að fara yfir
vamarleikinn sem við vorum í
vandræðum með í fyrri leiknum en
vorum einhvem veginn ekki i standi
í sóknarleiknum," sagði Atli Hilmars-
son, þjálfari KA, eftir leikinn. „Þeir
spiluðu sina vöm mjög vel í byrjun
og við áttum engan séns. Við breytt-
um síðan í 6:0 og tókum áhættu gegn
skotum Pettersons sem var sem betur
fer ekki eins góður og á miðvikudag-
inn. Við fengum góðan stuðning og ég
sens þegar fjörutíu sekúndur vora
eftir og þann tíma náðu heima-
menn ekki að nýta sér í vil og önn-
ur framlenging því staðreynd og
hreinlega allt á suðupunkti hjá öll-
um í húsinu.
Segja má að ÍR-ingar hafi tapað
leiknum í fyrri háifleik annarrar
er líka ánægður með hvemig menn
kláraðu leikinn, komnir á síðustu
dropana, og ég hefði ekki boðið i það
að fara í þriðja leikinn. Það er líka
frábært hvað ungu strákamir koma
vel inn og láta að sér kveða."
Atli er hvergi smeykur við hið
sterka lið Hauka sem KA mætir í
undanúrslitunum.
„Við byrjuðum á heimavelli gegn
þeim í fyira en erum á útivelli núna.
Ég held að það sé ekkert verra en við
eigum hjá þeim reikning sem við
þurfum að borga,“ sagði Atli, sposkur
á svip.
Davíð Ólafsson, leikmaður
Gróttu/KR, hafði litla ástæðu til að
fagna á afmælisdegi sínum. „Við töp-
uðum þessu úti á Nesi. Þaö var algjört
klúður. Við vorum að spila flna vöm í
kvöld en sóknarleikurinn gekk engan
veginn. Það er líka erfitt að fá Dainis
nýjan inn í þettta, hann hefur ekki
spilað heilan leik í vetur, og það vant-
aði Atla líka. Þeir hafa auðvitað
heimavöllinn á bak við sig en það er
engin afsökun. Sóknarleikur okkar var
einfaldlega ekki nógu góður og þeir
refsuðu okkur með hraðaupphlaupum,
trekk í trekk, og það er einfaldlega allt
of dýrt i svona leikjum." -ÓK
framlengingarinnar, en þá skoruðu
þeir ekki mark en gestimir þrjú.
Reynslan og yfirvegunin gerðu það
síðan að verkum í seinni hálfleikn-
um að sigur gestanna var ekki í
hættu þótt hið unga og skemmti-
lega lið heimamanna gæfist ekki
upp fyrr en í fulla hnefana.
Reynir Þór frábær í markinu
Svona eiga leikir að vera. Einar
Hólmgeirsson var bestur þeirra ÍR-
inga og það var merkilegt hvað
hann náði að gera mikinn usla
þrátt fyrir afar stranga gæslu.
Ragnar Helgason og Sturla Ásgeirs-
son vora góðir og Kristinn Björg-
úlfsson var ágætur. Ólafur Sigur-
jónssQn kom ekki inn á fyrr en í
síðari hálfleik annarrar framleng-
ingar og skoraði þá þrjú mörk og
spuming hvort hann hefði ekki
mátt koma við sögu fyrr.
Hjá Aftureldingu var Reynir Þór
Reynisson frábær í markinu og þá
var Bjarki Sigurðsson sínu liði
ómetanlegur en þessir tveir leik-
menn gerðu gæfumuninn fyrir
Mosfellinga. Daði Hafþórsson sýndi
góða takta þótt skotnýting hans
væri ekki góð, og þá vora Páll Þór-
ólfsson og Valgarð Thoroddsen
sterkir, sem og Magnús Már Þórð-
arson, sem skoraði nokkur mörk á
gríðarlega mikilvægum tímapunkt-
um.
„Við sýndum mikinn
karakter í leiknum"
Bjarki Sigurðsson var að vonum
í sjöunda himni eftir leikinn og
hafði þetta að segja: „Þetta var leik-
ur tveggja góðra liða sem ætluðu
sér áfram og það sást vel hér í
kvöld. Við vorum töluvert oftar
einum færri og slíkt reynir gífur-
lega á líkamlega getu og reynslu og
við sýndum mikinn karakter, sér-
staklega þegar við vorum búnir að
KA-Grótta/KR 23-19
0-1, 1-4, 3-7, 7-8, (10-10), 11-10, 12-12,
15-14, 18-15, 20-17, 23-19.
KA:(2)
Mörk/viti (skot/víti): Andrius
Stelmokas 5 (5), Heiðmar Felixson 4/1
(8/1), Heimir Óm Ámason 4/1 (11/2),
Baldvin Þorsteinsson 3 (3), Halldór Jó-
hann Sigfusson 3/1 (6/2), Jóhann Gunn-
ar Jóhannsson 2 (5), Hreinn Hauksson 1
(1), Einar Logi Friðjónsson 1 (2).
Mörk úr hraöaupphlaupunu 6 (Jó-
hann 2, Baldvin 2, Hreinn, Heiðmar).
Vitanýting: Skorað úr 3 af 5.
Fiskuó vitU Heiðmar 2, Haildór 2, Jó-
hann.
Varin skot/víti (skot á sig): Egidijus
Petkevicius 14 (32/2, hélt 6, 44%), Hans
Hreinsson 0 (1/1, 0%).
Brottvísanir: 8 mínútur.
Grótta/KR: (0)
Mörk/víti (skot/víti): Aleksandrs Pet-
ersons 5 (9), Magnús Agnar Magnússon
4/3 (5/3), Kristján Þorsteinsson 3 (4),
Dainis Tarakanovs 3 (11), Davíð Ólafs-
son 2 (6), Sverrir Páimason 1 (1), Gísli
Kristjánsson 1 (1), Alfreð Finnsson (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Davíð,
Petersons).
Vitanýting: Skorað úr 3 af 3.
Fiskuö vítU Tarakanovs 2, Gísli.
Varin skot/víti (skot á sig): Hlynur
Morthens 15/1 (38/4, hélt 5, 39%, víti
fram hjá).
Brottvísanir: 8 mínútur. (Kristján
Þorsteinsson beint rautt spjald á 60.
min).
Dómarar (1-10): Ingvar Guðjónsson
og Jónas Eliasson (5).
GϚi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 600.
Maöur leiksins:
Heiömar Felixson, KA
ÍR-Afturelding 33-34
0-2, 5-5, 7-10, (10-11), 10-13, 14-15, 20-19,
23-23, 25-24, (25-25), 25-26, (26-27), 28-27,
(28-28), 28-29, (28-31), 2031, 3033, 33-34.
Mörk/víti (skot/viti): Einar Hólmgeirsson 8
(15), Sturla Ásgeirsson 5 (7), Ragnar Már
Helgason 5 (10), Brynjar Steinarsson 4 (11),
Ólafúr Siguijónsson 3 (4), Kristinn Björgúlfs-
son 3 (9), Fannar Þorbjömsson 2 (3), Júlíus
Jónasson 1 (1), Finnur Jóhannsson 1 (2), Er-
lendur Stefánsson 1/1 (3/2).
Mörk úr hraöaupphlaupunv 6 (Sturla 2,
Einar, Finnur, Júlíus, Fannar).
Vítanýting: Skorað úr 1 af 2.
Fiskuö vitv Fannar, Kristinn.
Varin skot/víti (skot á sig): Hreiðar Guð-
mundsson 17 (48/4, hélt 11,35%), Hrafn Mar-
geirsson 1 (4/1, hélt 0,25%).
Brottvisanir: 6 minútur.
Aftureldins: (2)
Mörk/viti (skot/víti): Bjarki Sigurðsson 8/2
(15/2), PáU Þórólfsson 6/3 (10/3), Daði Hafþórs-
son 6 (16), Valgarð Thoroddsen 5 (9), Magnús
Már Þórðarson 4 (5), Haukur Sigurvinsson 2
(3), Sverrir Bjömsson 1 (2), Hjörtur Amarson
1 (2), Þorkell Guðbrandsson 1 (2).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 5 (Valgarð 2,
Þorkell, Daði, Hjörtur).
Fiskuð vítU Valgarð, Páll, Magnús, Hjörtur,
Sverrir. Vitanýting: Skoraö úr 5 af 5.
Varin skot/viti (skot á sig): Reynir Þór
Reynisson 24/1 (57/2, hélt 11,42%).
Brottvisanir: 12 mínútur. (Sverrir rautt fyr-
ir 3x2 á 50. mín. og Páll beint rautt á 60. mín).
Dómarar (1-10): Gunnar Viðarsson
og Stefán Amaldsson (7).
Gceöi leiks (1-10): 9.
Áhorfendur: 500.
í
Maöur leiksins:
Reynir Þór Reynisson, UMFA
missa tvo af okkar sterkustu mönn-
um. Það var í raun frábær barátta
liðsheildarinnar sem gerði útslagið
að þessu sinni og nú er bara að
halda áfram á sömu braut gegn
Valsmönnum," sagði Bjarki Sig-
urðsson, þjálfari og leikmaður Aft-
ureldingar.
Þarf talsvert af heppni
og klókindum
Júlíus Jónasson tók við liði ÍR
fyrir þetta keppnistímabil og óhætt
er að segja að hann sé búinn að
vinna frábært starf með þetta unga
og efnilega lið sem svo sannarlega
á framtíðina fyrir sér. Hann var að
vonum svekktur eftir leikinn en
stoltur af sínum mönnum, sem
hann má vel vera: „Við vorum með
góða stöðu á tímabili en okkur
tókst ekki að nýta hana sem skyldi.
Það þarf talsvert af heppni og
klókindum til þess að komast áfram
í þessari keppni, sér í lagi þegar
liðin eru svona jöfn eins og raunin
er með þessi tvö. Kannski var það
reynsluleysið sem háði okkur,
kannski eitthvað annað, en strák-
amir era búnir að standa sig frá-
bærlega vel í vetur og leggja veru-
lega mikið á sig og ég er virkilega
stoltur af þeim,“ sagði Júlíus Jónas-
son, þjálfari og leikmaður ÍR.
-SMS
- Afturelding áfram eftir sigur á ÍR í tvíframlengdum leik