Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Side 4
18 MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002 Sport Villa náöi aöeins jafntefli Leicester City, sem þegar er fallið í fyrstu deild, tók á móti Aston Villa á Filbert Street. Villa er í baráttu um að komast í Inter-toto-keppnina en jafntefli varð niðurstaðan í leik lið- anna á laugardag. Muzzy Izzet og Jon Stevenson skoruðu fyrir Leicester en Darius Vassell og Tomas Hitzlsperger svöruðu fyrir Aston Villa. Þetta jafii- tefli heldur Aston Villa um miðja deild og var þetta fjórtánda jafntefli liðsins á leiktíðinni en ekkert annað félag í úrvalsdeildinni hefur gert jafn- mörg jaflitefLi og Aston Villa. Rauði herinn frá Anfield gefur ekki þumlung eftir í baráttunni um enska meistaratitilinn. Liverpool tók á móti Derby County sem mátti ekki tapa stigum þvi að þá var félagið fallið í fyrstu deild. Leikurinn var ekki í há- um gæðaflokki en fyrra mark leiksins kom á 15. mínútu þegar eldingin Michael Owen skoraði af mikiu harð- fylgi, bráust í gegnum vörn Derby og skoraði. Þannig stóðu leikar allt þar til á lokamínútunni er Owen skoraði aftur og gulltryggði Liverpool sigur- inn og efsta sætið í sólarhring. Arsenal átti ekki að leika fyrr en á sunnudeginum. Þetta var sannfær- andi hjá púllurum og liðið hefur 74 stig í öðru sæti. United tók Chelsea létt Manchester United komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar á laugar- daginn í fjórar klukkustundir þegar rauðu djöflamir heimsóttu Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum og unnu 3-0 sigur. Eiður Smári Guðjohnsen var að venju í byrjunarliði Chelsea en meiddist á ökkla og varð að fara af velli í hálfleik. Chelsea var meira með boltann fyrstu 10 mínútumar en Paul Scholes sneri leiknum á 15. mín- útu þegar hann kom United yfir. Ruud van Nistelrooij skoraði annað mark Manchester United íjórum min- útum fyrir leikhlé og það var svo Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær sem innsiglaði öruggan sigur United á Chelsea þegar hann skoraði íjórum mínútum fyrir leikslok þegar vöm Chelsea hafði verið sundurspiluð. Manchester United hefur 73 stig í þriðja sæti og á þrjá leiki eftir. Við tapið eru möguleikar Chelsea í meist- aradeildarsæti nánast úr sögunni en Chelsea á tvo leiki eftir og er með 61 stig. Það verður sennilega Newcastle sem tryggir sér fjórða og síðasta meistaradeildarsætið. Shearer meö 200. markiö Newcastle er á góðri leið með að tryggja sér meistaradeildarsæti eftir öruggan 3-0 sigur á Charlton. Gary Speed skoraði á 22. mínútu og Lom- ana Lua Lua skoraði annað mark Newcastle á 46. mínútu. Yfirburðir heimamanna vom miklir og það var vel við hæfi að gulldrengurinn á St. James Park, Alan Shearer, skoraði þriðja og síðasta markið í leiknum og var þetta 200. mark Alans Shearers í ensku úrvalsdeildinni og er það met. Guöni meö Bolton á ný Bolton og Tottenham léku á Ree- bok-vellinum í Bolton og lentu heima- menn undir á 8. mínútu þegar Steffen Iversen skoraði en gamli refurinn Dean Holdsworth jafnaði fyrir Bolton 19. mínútum fyrir leikslok. Guðni Bergsson lék að nýju í liði Bolton en hann hefur verið meiddur undanfam- ar vikur. Guðni styrkti vöm liðsins verulega með endurkomu sinni og fékk 7 í einkunn hjá netmiðlinum Sports.com. Óvænt á Elland Road Leeds United hefur undanfamar vikur verið í harðri baráttu við Newcastle og Chelsea um meistara- deildarsæti en á laugardag urðu þær vonir að engu. Leeds tapaði óvænt á heimavelli fyrir fallbaráttuliði Ful- ham, 0-1. Eina markið var skorað á sjöundu mínútu seinni hálfleiks þegar Steed Malbranque skoraði. Sigur Ful- ham fleytir liðinu í 13. sæti og er sloppið úr fallhættu. SennOega er það mikill léttir fyrir Frakkann Jean Tigana, stjóra Fulham Góöur sigur Hamranna West Ham vann Sunderland létt, 3-0, á laugardag þar sem Trevor Sinclair, Steve Lomas og hinn ungi Jermain Defoe skoruðu mörkin á Upton Park. Wes Ham hefur verið að gera góða hluti að undanfomu og er í sjöunda sæti með 50 stig en West Ham á þrjá leiki eftir. Sunderland er komið í alvarlega fallhættu, er með 38 stig i fjórða neðsta sæti og á tvo leiki eftir í deildarkeppninni. Blackburn meö óvæntan stórsigur á úvelli Blakcburn Rovers, lið Greame Souness, sem varð fyrr í vetur deild- arbikarmeistari, hefur verið í harðri Michael Owen fékk á laugardag fyrir leik Liverpool og Derby afhentan verölaunagrip til staöfestingar um aö hann heföi veriö valinn knattspyrnumaöur Evrópu á síöasta ári en Owen lék afburöavel á árinu 2001. Owen hélt uppteknum hætti gegn Derby og skoraöi bæöi mörk Liverpool. Reuter Everton í 11. sæti Southampton og Everton mætt- ust á heimavelli dýrlinganna og það vora piltar Davids Moyes sem hirtu öll þrjú stigin. Það var Steve Watson sem skoraði eina mark leiksins á 41. mínútu eftir undir- búning Kevins Campbells. Everton er þar með komið með 43 stig í ell- efta sæti en Southampton féll um eitt og situr í sætinu fyrir neðan. David Moyes er að gera góða hluti með Everton á þeim stutta tíma sem hann hafði og aðdáendur þeirrra bláu bíða í ofvæni eftir að næsta leiktíð hefiist. -vbv Paul Scholes og Ryan Giggs fagna hér marki Scholes í 3-0 sigri liösins gegn Chelsea í ensku deildinni í gær þar sem United fór á kostum. Reuter fallbaráttu alla leiktiðina en á laugar- dag birti loks yfir félaginu. Black- bum fór þá í heimsókn til Middles- brough sem var fyrir leikinn með 45 stig í 9. sæti. Blackburnmenn komu, sáu og unnu stórsigur, 3-0, á útivelli. Jorge Yordi kom Blackbum yfir eftir um hálftímaleik. Þannig var staðan allt þar til 16 mínútum fyrir leikslok að Andy Cole skoraði. Það var síðan David Dunn sem skoraði þriðja og síð- asta mark Blackbum Rovers gegn Middlesbrough úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Þar með er Blackbum kom- ið með 39 stig í fimmta neðsta sæti en liðið á fióra leiki eftir á meðan flest önnur eiga tvo til þrjá leiki eftir. Enska knattspyrnan á laugardag: Uverpool gefur ekkert eftir - í baráttunni um meistaratitilinn - Derby fallið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.