Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Síða 5
MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002 19 Leikmaður helgarinnar: Michael Owen Frábær vika hjá Owen Það er vel við hæfl að Michael Owen sé leikmaður helgarinnar i ensku úrvalsdeildinni í knatt- spymu. I raun ætti hann að vera valinn leikmaður vikunnar vegna frammistöðu sinnar með landsliði Engiands og Liverpool. Owen var í fyrsta sinn fyrirliði Englands að- eins 23 ára og þakkaði fyrir sig með því að skora fyrsta markið í 4-0 sigri á Paraguay siðastliðið mið- vikudagskvöld. Owen var svo aftur í sviðsljósinu um helgina þar sem hann skoraði bæði mörk Liverpool í sigri liðsins á Derby County í ensku úrvalsdeildinni. Hann skor- aði fyrra markið eftir 15 mínútna leik þar sem hann braust í gegnum miðja vöm Derby og skoraði. Seinna markið skoraði Owen síðan á síðustu mínútu leiksins þegar hann geystist upp völl- inn og innsigl- aði 2-0 sigur Liverpool. Fyrir leik- Michael Owen Fæddur: 14. desember 1979. Fæðingarstaður: Chester, Wales. Hæð: 173 cm. Þyngd: 73 kg. Lið: Uppalinn Liverpool. Landsleikir/mörk: 34/15. inn gegn Derby fékk Owen afhent an verðlaunagrip sem staðfestingi á nafnbótinni knattspymumaðui Evrópu árið 2001. Michael Owen er búinn að skon 29 mörk fyrir Liverpool á leiktíð inni, þar af 20 í deildinni. Hanr hefur skorað 15 landsliðsmörk fyr ir England í aðeins 34 leikjum sen er eitt besta hlutfall landsliðs manns Englands frá upphafi. Eng land er í úrslitakeppni HM í sumai og þar reynir virkilega á þennar mikla markaskorara og hver veii nema hann verði stjarm heimsmeistarakeppninnar. -vbt Thierry Henry og félagar hans í Arsenal gefa toppsætið ekki svo auðveldlega eftir. Hér sækir Titus Bramble að Frakkanum á Highbury í gær. Enska knattspyrnan: Obreytt staða - Arsenal heldur enn efsta sætinu eftir leiki helgarinnar Arsenal er sem fyrr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinn- ar. Fallbyssumar frá Hig- bury unnu Ipswich með tveimur mörkum gegn engu. Það var Svíinn Freddie Ljungberg sem skoraði bæði mörk Arsenal. Hið fyrra kom á 68. minútu og það seinna 12 mínútum fyrir leikslok. Þar með er Arsenal komið með 75 stig á toppi deildarinnar og á 4 leiki eftir. Liverpool kemur í öðra sæti með 74 stig í 35 leikjum og Manchester United er í þriðja sæti með 73 stig i 35 leikjum. Staða Arsenal er þvi væn. Arsenal á eftir að leika við Bolton og Manchester United á útiveili og West Ham og Everton á heimavelli. Hermann Hreiðarsson og leikmenn Ipswich Town era á leiðinni niður í 1. deild en Ipswich er með 33 stig í þriðja neðsta sæti og á þrjá leiki eftir en Sunderland og Blackbum era í sætunum fyrir ofan með 38 og 39 stig. Lárus Orri og félagar í W.B.A. í úrvalsdeildina West Bromwich Albion, lið Lárusar Orra Sigurðsson- ar, er komið í ensku úrvals- deildina. Albion var síðast í efstu deild fyrir 16 áram þeg- ar menn eins og Cyrille Reg- is og Laurie Cunningham voru í sviðsljósinu hjá W.B.A. I dag var það hinn 35 ára gamli Bob Taylor sem gulltryggði úrvalsdeildar- sæti félagsins með marki á 58. mínútu í leik gegn Crys- tal Palace en Darren Moore hafði komið liðinu yfir á 15. mínútu. 2-0 urðu lokatölurn- ar í leiknum og Lárus Orri og félagar fagna væntanlega fram á rauðanótt. Man- chester City varð sigurveg- ari í 1. deild með 99 stig og félagið skoraði 108 mörk og fékk á sig 52 í 46 leikjum. Wolves, Millwcill, Birming- ham og Norwich spila síðan um þriðja sætið í úrvals- deildinni á næstu leiktíð. Wolves mætir Norwich og Millwall liði Birmingham. Stockport, Barnsley og Crewe féllu í 2. deild. -vbv Hvað geröu okkar menn? Brentford, lið ívars Ingimarssonar og Ólafs Gottskálkssonar, var hársbreidd frá því að komast upp í fyrstu deild i ensku knatt- spymunni á laugardag. Brentford var fyrir síðustu umferðina með 82 stig í þriðja sæti, einu stigi á eftir Reading sem hafði 83 stig í öðra sæti. Þessi lið mættust á laugardag á heimavelli Brentford og þar fóra leikar 1-1. Það verða því Reading og Brighton sem fara beint upp í fyrstu deild. Brentford komst yfir í leiknum gegn Reading á 51. mínútu en Cuerton jafnaði metin fyrir Reading 13 mínútum fyrir leiks- lok. Ivar Ingimarsson lék allan leikinn að vanda í liði Brentford og fékk fína einkunn, eða 7, hjá netmiðlinum Sports.com. Ólafur Gottskálksson sat á varamannabekk Brent- ford allan leiktímann. Stoke City gerði 1-1 jafntefli á útivelli við Bristol City. Bjarni Guðjónsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Stoke en Ríkharður Daða- son sat á varamanna- K " bekknum allan leik- ■ inn. Stoke endaði í 5. Km 'ðlMk sæti deildarinnar og I mætir Cardiff i um- spili um eitt laust sæti Ji í fyrstu deildinni á næstu leiktíð. Fyrri f ieikurinn verður á Britannia-leikvanginum í Stoke. Sigurvegarinn mætir annaðhvort Brentford eða Huddersfield i úrslitaleiknum um þetta dýrmæta sæti. Brentford á fyrri leik- inn á útivelli gegn Huddersfleld. -vbv Sport Chelsea-Man. Utd 0-3 0-1 Scholes (15.), 0-2 van Nistelrooi; (41.), 0-3 Solskjær (86.). Arsenal-Ipswich 2-0 1-0 Ljungberg (68.), 2-0 (78.) Ljungberg Bolton-Tottenham .... 11 0-1 Iversen (8.), 1-1 Holdsworth (71.). Leeds-Fulham 0-1 0-1 Malbrangue (52.). Leicester-Aston Villa . . 2-2 0-1 Vassell (22.), 1-1 Izzet (viti 25.), 1-2 Hitzlsperger (27.), 2-2 Stevenson (67.). Liverpool-Derby 2-0 1-0 Owen (16.), 2-0 Owen (90.). Middlesbrough-Blackbum . . . .0-3 0-1 Yordi (33.), 0-2 Cole (74.), 0-3 Dunn (víti 83.). Newcastle-Charlton..........3-0 1-0 Speed (22.), 2-0 Lua Lua (46.), 3-0 Shearer (89.). Southampton-Everton.........0-1 0-1 Watson (41.). West Ham-Sunderland ........3-0 1-0 Sinclair (28.), 2-0 Lomas (52.), 3-0 Defoe (77.). Staöan í úrvalsdeild Arsenal 34 22 9 3 70-33 75 Liverpool 35 22 8 5 58-26 74 Man.Utd. 35 23 4 8 8544 73 Newcastle 35 20 7 8 68-46 67 Chelsea 36 16 13 7 63-35 61 Leeds 36 16 12 8 51-37 60 West Ham 35 14 8 13 45-51 50 Tottenham 36 13 8 15 47-51 47 Middlesbro 35 12 9 14 3543 45 Aston Villa 36 10 14 12 41-45 44 Everton 36 11 10 15 41-51 43 South'ton 36 11 9 16 42-51 42 Charlton 36 10 12 14 36-47 42 Fulham 35 9 13 13 3341 40 Bolton 35 9 13 13 43-55 40 Blackburn 34 10 9 15 4544 39 Sunderland 36 10 8 18 2648 38 Ipswich 35 8 9 18 40-58 33 Derby 36 8 5 23 32-61 29 Leicester 36 4 12 20 28-63 24 1. deild: Birmingham-Sheff. Utd........2-0 1-0 Horsfield (61.), 2-0 Grainger (63.). Burnley-Coventry.............1-0 1-0 Taylor (67.). Crewe-Rotherham...............2-0 1-0 Jack (26.), 2-0 Sodje (33.). Man.City-Portsmouth...........3-1 1-0 Howey (8.), Goater (26.), 2-1 Pitt (59.), 3-1 Macken (86.). Millwall-Grimsby..............3-1 1- 0 Dublin (5.), 1-1 Butterfield (10.), 2- 1 Harris (24.), 3-1 Harris (31.), Norwich-Stockport ............2-0 1- 0 Mulryne (41.), 2-0 Mackay (75.). Preston-Nott. Forest.........2-1 0-1 Harewood (29.), 1-1 Rankine (74.), 2- 1 Cresswell (86.). Sheff.Wed.-Wolves.............2-2 0-1 Cameron (1.), 1-1 Donnelly (43.), 2-1 Kuqi (54.), 2-2 Lescott (56.). Walsall-Bradford..............2-2 1-0 Corica (14.), 2-0 Corica (22.), 2-1 Cadamarteri (74.), 2-2 Uhlenbeek (sjm. 82.). Watford-Gillingham ...........2-3 1-0 McNamee (11.), 1-1 Hope (42.),2-1 Nielsen (54.), 2-2 Shaw (68.), 2-3 Onu- ora (83.). W.B.A.-Crystal Palace.........2-0 1-0 Moore (17.), 2-0 Taylor (54.). Wimbledon-Barnsley...........0-1 0-1 Sheron (12.). Lokastaðan í 1 .deild Man.City 46 31 6 9 108-52 99 WBA. 46 27 8 11 61-29 89 Wolves 46 25 11 10 76-43 86 Milwall 46 22 11 13 69-48 77 Birm'ham 46 21 13 12 70-49 76 Norwich 46 22 9 15 60-51 75 Burnley 46 21 12 13 70-62 75 Preston 46 20 12 14 71-59 72 Wimbledon 46 18 13 15 63-57 67 C. Palace 46 20 6 20 70-62 66 Coventry 46 20 6 20 59-53 66 Gillingham 46 18 10 18 64-67 64 Sheff.Utd. 46 15 15 16 53-54 60 Watford 46 16 11 19 62-56 59 Bradford 46 15 10 21 69-76 55 Nott. Forest 46 12 18 16 50-51 54 Portsmouth 46 13 14 19 60-72 53 Walsall 46 13 12 21 51-71 51 Grimsby 46 12 14 20 50-72 50 Sheff. Wed. 46 12 14 20 49-71 50 Rotherham 46 10 19 17 52-66 49 Crewe 46 12 13 21 47-76 49 Bamsley 46 11 15 20 59-86 48 Stockport 46 6 8 32 42-102 26

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.