Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Síða 8
22
MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002
Sport
i>v
1. úrslitaleikur kvenna 2002: Haukar-Stjarnan 17-22 (9-13 Leikstaður og dagur: Ásvellir. 20. apríl. Jónas Elíasson (6). Gœói leiks (1-10): 7. Dómarar (1-10): Ingvar Guðjónsson og Áhorfendur: 250.
Haukar 1 1 •cð s 2 g f ! 1
Útlleikmenn: Skot/Mörk 9m Vití Hrað. tr. I l i f
Inga Fríða Tryggvad. 7/6 86% 4/4 1/0 0 0 2 0 0
Brynja Steinsen 8/3 38% 5/0 2(1) 2 3 1 2
Hanna Stefánsdóttir 4/2 50% 1/1 1(0) 0 0 1 0
Tinna Halldórsdóttir 8/2 25% 7/1 1(0) 0 0 0 0
Nina K. Bjömsdóttir 15/2 13% 12/0 2/1 1(0) 0 1 0 0
Harpa Melsted 4/1 25% 2/1 Ki) 1 0 1 1
Thelma B. Ámadóttir 5/1 20% 0 2 0 0 0
Sonja B. Jónsdóttir 1/0 0% 0 0 0 0 0
Sandra Anulyte Björk Hauksdóttir Ema Halldórsdóttir Ingibjörg Bjamadóttir 1 0 0 0 0 0
Samtals 52/17 33% 26/2 6/5 2/1 6 3 3~
Til mót-
Markvarsla: Skot/Varin 9 m Vití Hrað. Haldið : heria
Jenný Ásmundsdóttir 32/10 31% 14/3 4/2 4/2 0 0 t i 4
Berglind Haíliðadóttir 1
Samtals markvarsla 32/10 31% 14/3 4/2 4/2 | 6(2) ~5 •: i 4
Skipting markskota: Langskot: 26/2 (8%), lína: 3/3 (100%), hom: 8/1
(13%), hraðaupphlaup: 2/1 (50%), víti: 6/5 (83%).
Sendingar sem gáfu víti: Harpa, Brynja, Nína, Tinna.
Fiskaöir brottrekstrar: Brynjar, Nína. (4 mín.).
2-0 (4 mín.), 2-2, 4-3, 4-7 (18
mín.), 5-7, 5-9, 7-9 (25 mín.), 7-11,
8-11, 8-12, 9-12, (9-13), 10-13, 10-16
(42 mín.), 11-16, 11-17,13-17, 13-18,
14- 18 (47 mín.), 14-21 (53 mín.),
15- 21, 15-22 (55 mín.), 17-22.
Sóknarnýting:
Fyrri hálileikur:
Haukar (23/9, 3 tapaðir) .. . . . 39%
Stjaman (23/13, 4 tapaðir) . . . 57%
Seinni hálfleikur:
Haukar (23/8, 2 tapaðir) . . . . . 35%
Stjaman (22/9, 4 tapaðir) . . . . 41%
Samtals:
Haukar (46/17, 5 tapaðir) . . . . 37%
Stjaman (45/22, 8 tapaðir) . . . 49%
Fráköst frá marki i leiknunu
Haukar.............10 (6 i sókn)
Stjaman............18 (6 í sókn)
Maður leiksins:
Jóna Margrét Ragnarsdóttir
Stjarnan
Útileikmenn: Skot/Mörk 9 m Vití Hrað.
Jóna Margrét Ragnarsd. 10/7 70% 8/5
Ragnheiður Stephensen 12/6 50% 8/4 3/1 1/1
HaUa María Helgad. 11/4 36% 8/2 2/1
Kristín J. Ciausen 5/2 40% 2/1
Anna Blöndal 6/2 33% 2/0
Herdís Sigurbergsd. 1/1 100%
Margrét Vilhjálmsd. 1/0 0%
Elisabet Gunnarsd. 0/0
Sólveig L. Kjæmested
2 (1) 3 2 0 0
3 (0) 1 0 0 0
6 (0) 2 1 1 7
2 (0) 0 1 0 0
2 (0) 2 0 1 0
0 0 0 0 2
0 0 0 0 0
0 0 10 0
Herdis Jónsdóttir
Anna Einarsdóttir
Hind Hannesdóttir
Samtals 23/12 56% 24/11 5/2 5/2 5 2 9 Til mót-
Markvarsla: Skot/Varin 9 m Vití Hrað. Haldið heria
Jelena Jovanovic Ólína Einarsdóttir 37/20 54% 10/8 6/1 2/1 0 0 6 8
Samtals markvarsla 37/20 54% 10/8 6/1 2/1 | 15 (1) 8 6 8
Skipting markskota: Langskot: 24/11 (46%), lína: 2/1 (50%), hom: 6/2
(33%), hraðaupphlaup: 5/2 (40%), víti: 5/2 (40%).
Sendingar sem gáfu viti: Jóna Margrét 2, Ragnheiður, Anna, Halla.
Fiskadir brottrekstrar: Jóna Margrét 2, Anna, Kristín (8 mín.).
Hnlla Matia Helgadótlir brýst hér i gegnum vörn Hauka
þegar liöin mættust á Asvöllum i fyrsta leiknum i einvíg-
inu um Islandsmeistaratitilinn. Halla Maria og félagar
hennar í Stjörnunni höíöu betur og átti Halla María fínan
leik. Harpa Melsteö, fyrirliöi Hauka, er hér til varnar.
DV-mynd Hilmar Pór
á öllum sviðum
- kom á óvart og vann Hauka sannfærandi í fyrsta leik liðanna og leiðir 1-0
Haukar tóku á móti Stjömunni í
fyrsta leik liðanna um íslandsmeist-
aratitilinn á laugardag og fór svo að
gestimir fóm meö óvæntan sigur af
hólmi, 17-22. Fyrir leikinn höfðu
Haukar ekki tapaö leik í úrslitakeppni
síðan fyrir tveimur ámm, hvað þá á
heimavelli, en Stjarnan lét árangur
Haukanna engin áhrif á sig hafa og
var mikið betri aðilinn í leiknum.
Það tók Stjömuna smátíma að kom-
ast i gang og kom fyrsta markið ekki
fyrr en fjórar mínútur voru liðnar af
leiknum. Jenný Ásmundsdóttir var
vel með á nótunum í marki Hauka og
varði vel í upphafl leiks. Hún var
komin með fimm varða bolta eftir níu
mínútur en síðan liðu heilar 28 mínút-
ur þar til sá sjötti leit dagsins ljós, eða
þegar sjö mínútur voru liðnar af
seinni hálfleik.
Vöm Stjömunnar small saman í
fyrri hálfleik og varð til þess að sigur
vannst gegn sterku liði Hauka. Gúst-
af Adolf Björnsson, þjálfari Hauka, brá
á það ráð fljótlega í leiknum að taka
Ragnheiði Stephensen úr umferð en
Ragnheiður hafði verið áberandi í
sókninni hjá Stjömunni framan af. Þá
steig Jóna Margrét Ragnarsdóttir upp
og skoraði hvert markið á eftir öðra.
Stjaman leiddi ávallt með 3-5 mörk-
um og var staðan í hálfleik 9-13 fyrir
gestina.
Stjaman var einfaldaldlega miklu
ákveðnari í aðgerðum sínum og hirti
nánast alla lausa bolta og fráköst en í
hálfleik hafði Stjaman tekið 12 gegn
aðeins tveimur heimamanna.
Eftir rólega byrjun varði Jelena
Jovanovic vel í markinu hjá Stjöm-
unni eftir að vömin fór að standa fyr-
ir sínu.
Munurinn jókst síðan í seinni hálf-
leik og var mestur sjö mörk, 14-21, og
ekkert sem benti til að Haukar væm
að fara rifa sig upp. Skyttumar hvor
sínum megin, þær Nina K. Bjömsdótt-
ir og Harpa Melsteð, vom teknar fóst-
um tökum og komust ekkert áleiðis
gegn vöminni þar sem þær Anna
Bryndís Blöndal og Halla María Helga-
dóttir vom fastar fyrir. Halla varði
ein 12 skot í vöminni og Anna fór vel
út í Nínu.
Stjaman stjómaði hraðanum í
leiknum og skoruðu Haukar aðeins
eitt mark úr hraðaupphlaupi en
Haukar hafa verið að nærast á þeim í
mörgum leilmum. Það er ljóst að allt
getur gerst í þessu einvígi og að
Haukar koma brjálaðir til leiks á
mánudaginn enda getur liðið spilað
mun betur. -Ben
Sigurgeir Magnússon,
þjálfari Stjömunnar:
Efumst
aldrei
„Við vorum búin að undirbúa okk-
ur rosalega vel fyrir leikinn. Stelp-
umar voru staðráðnar i að spila
hörkuvöm, sem þær gerðu, og áttu
Haukarnir fá svör við vörninni hjá
okkur. Þá spiluðum við skynsaman
sóknarleik en leikurinn vannst á
vörninni."
Þegar Ragnheiöur var tekin úr
umferó tók Jóna Margrét af skarið
í sókninni.
„Ragnheiður hefúr oft verið tekin
úr umferð í vetur og í þessum leik
leystum við það vel. Jóna Margrét
virðist kunna vel við sig í þessu húsi
því að hún átti mjög góðan leik héma
í deildinni."
Eflir þessi sigur ekki sjálfstraust-
ið í lióinu ?
„Við höfum spilað í vetur með
sjálfstraustið í lagi og efumst aldrei
um eigin getu. Núna þurfum við að
koma okkur á jörðina og það er ýmis-
legt sem við þurfum að laga þrátt fyr-
ir þennan sigur. Ég tel okkur eiga
nóg inni. T.d. fáum við fa hraðaupp-
hlaup og með svona vamarleik eigum
við að vinna fleiri bolta. Við höldum
okkar striki og sættum okkur ails
ekki við annað sætið.“ -Ben
Harpa Melsteð,
fyrirliði Hauka:
Slakt
„Vömin var al-
veg skelfilega
slök hjá okkur í
leiknum og okkur
tókst ekki að
keyra
hraðaupphlaupin.
Vamarleikurinn
er nokkuð sem
við verðum að
bæta fyrir næsta
leik. Þær virtust vera betur und-
irbúnar og skil ég ekki hvers
vegna það er. Ef við spilum eins
og við höfum verið að gera í vet-
ur vinnum við einvígið en ef
þetta verður svona áfram verð-
ur þetta erfítt. Það er nóg eftir
og úrslitin rétt að byrja. Með
bættum vamarleik kemur þetta
hjá okkur,“ sagði Harpa Melsteð,
fyrirliði Hauka, að leik loknum.
-Ben