Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2002, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2002, Qupperneq 2
18 MBÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 JjV Bíll ársins 2002,Toyota Corolla, þótti hafa bestu aksturseiginleikana í sínum flokki. Toyota Corolla valinn bíll árs- ins 2002 eftir harða keppni Nú er lokið vali á bO ársins fyrir árið 2002 og að þessu sinni hlaut þann titil ný kynslóð Toyota Corolla en hann fékk flest stig yfir heildina. Fyr- irkomulagið á valinu í ár var þannig að keppt var í þremur flokkum og var Corollan með flest stig í heildina og hlaut þar af leiðandi titilinn. Flokkam- ir skiptust þannig að Toyota Corolla vann í flokki smábíla og minni milli- stærðarbíla, Ford Mondeo flokk fjöl- skyldubíla og lúxusbíla og Suzuki Grand Vitara XL-7 flokk jeppa og jepp- linga. Dómnefnd var skipuð þeim Stef- áni Ásgrímssyni fyrir hönd FÍB-blaðs- ins Ökuþór, ísleifi Karlssyni úr bfla- þættinum Mótor á Skjá einum og und- irrituðum, Njáli Gunnlaugssyni, um- sjónarmanni bflablaðs DV. Mikil yfirferð Þeir bflar sem komust í forval frá sið- ustu keppni voru þeir bílar sem komu nýir á því tímabili sem leið fram að keppni þessa árs. Ekki var nóg að bfll- inn hefði fengið það sem kallað er and- litslyfting eða nýja vél heldur urðu þeir að vera af annarri kynslóð en forveri þeirra eða einfaldlega nýtt merki á markaði. Dómnefhd fékk senda ítarlega lista frá umboðum bflanna sem meðal annars innihéldu upplýsingar um inn- anrými, vélarafköst, öryggisbúnað, mengun, verð og svo má lengi telja. Efl- ir að hafa farið yfir þessar upplýsingar valdi dómnefnd þrjá bfla til úrslita í hverjum flokki. Þeir bflar voru svo skoðaðir ítarlega og prófaðir í einu til að fá samanburð á bflunum við sömu aðstæður. Sýndi mestu framfarirnar í flokki smábíla og minni milli- stærðarbila og titilinn bill ársins 2002, vann eins og áður segir Toyota Corolla en hann þótti skara fram úr fyrir breidd í innanrými, aksturseiginleika og frágang. Hann var líka með ódýrasta framtjónið enda er Corolla með nýja hönnun á bílnum að framan sem lágmarkar skemmdir við árekstur á lítflli ferð. Einnig þótti hann hafa sýnt mestu framfarimar frá fyrri kyn- slóð. Baráttan var samt hörð í þessum flokki sem öðrum og Peugeot 307 og Honda Civic voru ekki langt undan. Peugeot 307 var ódýrastur með mesta staðalbúnað og öryggisbúnað. Honda Civic var með minnstu eyðsluna og mesta hjólhafið og þar af leiðandi mesta fótaplássið í farþegasætum. Hann þótti einnig vera sá bíll að mati undirritaðs sem þægilegast var að ganga um. í bremsuprófún voru bfl- amir alli mjög áþekkir og varla hægt að tala um mun á þeim þar. Toyota Corolla 253 stig Peugeot 307 238 stig Honda Civic 234 stig Sigraði með aðeins einu stigi Sigurvegarinn í flokki ijölskyldubila og lúxusbfla var Ford Mondeo sem sigraði Renault Laguna n með aðeins einu stigi. Stutt á eftir kom Subam Impreza WRX og var minnstur munur- inn á bflunum í þessum flokki, jafiivel þótt þeir væra ólíkastir miðað við hina flokkana. Ford Mondeo var stærstur á flesta kanta og hafði þar af leiðandi mesta hjólhafið, fótaplássið og farang- ursrýmið. Hann hafði ásamt Imprezunni bestu aksturseiginleikana og var þar að auki með ríkulegan stað- albúnað og ódýrasta framtjónið. Renault Laguna kom á óvart í þessum samanburði þar sem hann var ódýrast- ur og aðeins með 1,6 lítra vél á móti tveggja lítra í hinum bflunum. Hann var því með minnstu eyðsluna og þótti vera með þægilegustu aflursætin ásamt Mondeo. Hann fékk þar að auki sérstakan plús fyrir öryggi og bestu bremsumar enda er þetta eini bfllinn sem fengið hefúr fimm sfjömur í árekstrarprófi EuroNCAP. Subam Impreza WRX var nokkuð ólíkur hin- um enda ekki hinn dæmigerði fjöl- skyldubfll. Hann ætti í raun að vera í minnsta flokknum en þar sem verðið á honum var yfir þremur milljónum fór harrn upp um flokk. Hann hafði að sjálfsögðu mesta aflið og áberandi góða aksturseiginleika. Ford Mondeo 227 stig Renault Laguna 226 stig Subam Impreza 223 stig Ólíkir bílar í flokki aldrifsbíla Keppnin í flokki jeppa og jepplinga v£ir einnig hörð og spennandi þótt bíl- amir væra í sjálfu sér nokkuð ólikir. Suzuki XL-7 er sjö manna jeppi með bensínvél en Terracan er fimm manna með dísilvél. Nissan X-Trail fellur svo í flokk jepplinga. Suzuki XL-7 vann þennan flokk fyrir atriði eins og hjól- haf og fótapláss, staðalbúnað miðað við verð og þar að auki var hann með afl- mestu vélina. Nissan X-Trail kom næstur og þrátt fyrir að vera eini jepp- lingurinn í hópnum hafði hann mestu breidd í innanrými. Einnig þótti hann vera með bestu bremsumar og mesta öryggisbúnaðinn. Hyundai Terracan var svo eini dísilbíllinn í hópnum. Sem stærsti billinn var hann með mesta farangursrýmið til að mynda en einnig var hann með ódýrasta ffamtjónið. Suzuki XL-7 226 stig Nissan X-Trafl 221 stig Hyundai Terracan 211 stig Höföu allir eitthvaö til síns máls Valið mun nú aftur fara fram að ári og eiga þá allir nýir bflar þátttökurétt, frá og með þeim tima sem forvalið fór af stað. Ástæðan fyrir því hversu seint valið fer fram hér á landi miðað við annars staðar í Evrópu er einfaldlega sú að bflamir koma seinna hingað til lands og má i því dæmi nefha að Mercedes-Benz E-lína komst ekki tím- anlega í valið eins og stóð til. Gfldi keppni eins og þessarar er fyrst og ffernst fyrir kaupendur þessara bíla sem fá þá mikla og ítarlega skoðun á þeim. Keppnin var sem fyrr segir hörð og spennandi i ár og ekki mikill mun- ur á stigagjöf þeirra bfla sem prófaðir vom. Má segja að sumir þættir hafi verið veigameiri i endanlegu vali en allir höfðu þeir eitthvað til síns máls, enda sigur í sjálfú sér að komast í úr- slit Hér eru stærri fjölskyldubílarnir í pásu uppi í Bláfjöllum þar sem þeir voru meðal annars prófaðir, bæði á malbiki og möl. Ford Mondeo vann í flokki stærri fjölskyldubíla og lúxusbíla. •• Þarabakka3 109Reykjavík Aukin ökuréttindi Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga (áfangakerfi). Kennt á leigu-, vöru- og hópbiffeið, einnig eftirvagn. Endurbætt kennsluaðstaða og sérhæfðir kennarar. Námsgögn verða eign nemenda. Góðir kennslubflar. Greiðsluskflmálar við allra hæfi. Flest verkalýðsfélög styrkja félaga sína til náms til aukinna ökuréttinda! Hringið eða komið og fáið nánari upplýsingar. E-mail mjodd@bilprof.is í flokki smábíla og smærri fjölskyldubíla var keppnin mest spennandi enda bflarnir mjög líkir. Hér eru frá vinstri, Honda Civic.Toyota Corolla og Peugeot 307. -NG Suzuki XL-7 vann titilinn í flokki aldrifsbfla og þá ekki síst fyrir aflmikla V6 vél- ina. Hér standa þeir hlið við hlið uppi í hlíðum Úlfarsfellsins þar sem þeir voru prófaðir til hlítar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.