Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2002, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 DV
r
30
'.i
•4-'
Fiat á íslandi boðar sparleið
á nýjum Stilo og Multipla
Fiat hefur frestað því að hanna og
markaðssetja fjölnotabíl á grunni
Fiat Stilo í stíl viö Opel Zafira,
Renault Scénic og Citroén Xsara
Picasso. Því hefur líka verið frestað
um sex mánuði að koma með fjöl-
notabíl á grunni Punto sem til stóð
að markaðssetja síðla næsta árs.
Þess í stað leggur Fiat drög að
nýrri kynslóð Multipla, sem fram
undir þetta hafði ekki verið ákveðið
að endumýja, og er ný Multipla
væntanleg 2005. Stilo Station kemur
á markaðinn í haust, og siðan verð-
ur einnig lögð áhersla á að koma
með lítinn jeppling þegar árið 2004.
Slíkan bil hefur vantað í framboð
ítalska bílarisans hingað til.
Fiat hefur staðið illa fjárhagslega
um skeið og er þess skemmst að
minnast að forstjórinn Roberto
Testore mátti taka pokann sinn í
desember síðastliðnum. - í framhjá-
hlaupi má geta þess að hann hefur
nú verið gerður að aðalförstjóra
Finmeccanica Group, iðnfyrirtæki á
vegum ítalska ríkisins. - General
Motors Europe (Opel) keypti stóran
hlut í Fiat fyrir fáum misserum í
þvi augnamiði að styrkja stöðu
beggja og ef til vill má líta á ofan-
greinda ákvörðun í ljósi þess.
Fiat hefur mjög sterka stöðu á
meginlandsmarkaði. Það er ekki
sist Fiat Punto sem á mörgum
markaðssvæðum er söluhæsti bíll-
inn í sínum stærðarflokki. Þá fer
salan á nýja bílnum Stilo mjög vel
af stað og Multipla er stöðugt að
styrkjast. Stilo verður væntanlega
kynntur hér á landi laugardaginn
Fiat Multipla hefur reynst vinsælli en gert var ráð fyrir og nú er ný Multipla á prjónunum.
Árgerð 2002 hefur fengið ofurlitla andlitslyftingu.
27. apríl. Fyrirtækið gerði sér ljóst
þegar bíllinn var upprunalega
markaðssettur að hann myndi ekki
verða fjöldasölubíll, t.a.m líkt og
raunin hefur orðið með Opel Zafira,
og markið var sett á 40 þúsund bOa
sölu á ári. í reynd hefur hann farið
fram úr þeirri áætlun og er raunar
stöðugt að sækja sig, þykir einstak-
lega hagkvæmur og vel gerður biU.
Fiat í sparleiö á íslandi
Lítið hefur selst af Fiat á íslandi
undanfarin misseri. Að sögn Páls
Gíslasonar hjá ístraktor í Garðabæ
er meðal annars því um að kenna að
ekki hefur farið vel saman hjá ekki
stærra fyrirtæki að vera með véla-
deild, stóra vinnubíla og almenna
heimilisbíla. Istraktor hefur nú selt
véladeildina og hyggst helga sig
sölu Fiat og Alfa. Liður í því er
sparleið, ný bílakaupaleið sem á að
Fiat
Stilo
er afar
vel búinn bíli í milli-
stærðarflokki, m.a. með sex
líknarbelgi sem staðalbúnað og
annan öryggisbúnað eftir því.
Páll Gíslason, framkvæmdastjóri
ístraktors: „Með sparleið geta kaup-
endur sparað hundruð þúsunda."
spara bílakaupendum hunduð þús-
unda á hverjum bíl. Sparleið felst í
því að menn panta sína bUa fyrir-
fram og geta eftir ástæðum þurft að
bíða þeirra í 2-12 vikur. „Ég tel að
við þurfum sjaldan að biða nema
kannski 4-5 vikur frá því að pöntun
er staðfest,“ sagði Páll í samtali við
DV-bUa.
Þegar sparleið er annars vegar
eru notaðir bUar ekki teknir upp í
nýja. Með því að selja notaða bílinn
sjálfir fá bUeigendur gjaman
hærra verð en með
að leggja þá
upp í nýja hjá
umboðunum.
Þegar það
leggst við
lægra verð
geta menn
í mörgum
tUvikum
verið með
mun meira fe
tU þess að leggja í
nýjan bU. -SHH
’í
323!
Mazda 323
Meðal nýjunga má nefna nýtt útlit að framan,
nýjar vélar (1,6 100 hö. og 2,0 131 hö.),
nýjar glæsilegar útgáfur; Exclusive og Sportive,
með endurbættu hemlakerfi, ABS, EBD og
diskahemlum að aftan. Staðalbúnaður er
ríkulegur, t.d. útvarp meö geislaspilara, þokuljós
að framan og aftan, útihitamælir, spólvörn,
upphituð framsæti o.fl.
Enginn viðhaldskostnaður í tvö ár!
Allir nýir Mazda bílar eru i þriggja ára
ábyrgð eða 100.000 km og þeim fylgir
að auki 8 ára ryðvarnarábyrgð.
Fyrsta skoðun eftir 15.000 km eða eitt
ár er frí, þ.m.t. olía og olíusía þannig að
miðað við meðalakstur er engjnn viðhalds-
kostnaöur fyrstu tvö árin.
Komdu, skoðaðu og reynsluaktu
þessum frábæra bíl.
Opið á laugardögum
frá kl. 12.00 til 16.00.
www.raesir.is