Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 22
J 34 Islendingaþættir__________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson ^85 ára________________________ Ester Magnúsdóttir, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði. 80 ára______________________ Ertendur Þóröarson, Álftamýri 24, Reykjavík. Guömundur Guömundsson, Tjarnarbóli 14, Seltjarnarnesi. Henný Slgurjónsdóttlr, Kleppsvegi 64, Reykjavík. 75 ára______________________ Guöbjörg Jóhannsdóttir, Rauðageröi 29, Reykjavík. 70 ára______________________ Bragi Gunnlaugsson, Berufirði 2, Djúpavogi. Guðrún Bryndís Eggertsdóttir, Fannafold 4, Reykjavík. Tómas Þ. Sigurösson, Hlunnavogi 6, Reykjavík. Vigfús Sigtryggsson, Grundarbraut 15, Ólafsvík. Vöggur Jónsson, Reynimel 50, Reykjavík. 60 ára_______________________ Guöbjörg K.G. Roesel, Stigahllö 48, Reykjavík. Svanur Pálsson, Álftártungu, Mýrasýslu. Unnur Ingibjörg Jónsdóttir, ■ragrabergi 34, Hafnarfirði. 50 ára_______________________ Anna Katrín K. Norödahl, Heiðarlundi 17, Garðabæ. Árnína Guörún Fossdal, Skúlabraut 29, Blönduósi. Eiín Stella Siguröardóttir, Hlíðarhjalla 38, Kópavogi. Guðjón Ólafsson, Holtsbúð 1, Garðabæ. Ingolf Klausen, Goðheimum 16, Reykjavík. Lára V. Jóhannesdóttir, Heiðargeröi 20, Akranesi. Rúnar Árnason, Öldugeröi 1, Hvolsvelli. Tómas Jónsson, Álfhólsvegi 143, Kópavogi. Valdimar Jón Guðmannsson, Hlíðarbraut 1, Blönduósi. Valgeir Anton Þórisson, Seljahllð 5a, Akureyri. 40 ára_______________________ Ágústa Guöný Atladóttir, Selvogsgrunni 8, Reykjavík. Birgltta B. Siguröardóttir, Hjallalundi 17i, Akureyri. Guölaugur Gísli Bragason, Flókagötu 23, Reykjavík. Halldóra Grétarsdóttir, Goðalandi 15, Reykjavík. ingimundur Jóhannsson, Bröttugötu 2, Hólmavlk. Jóhanna Jörgensdóttir, Kolbeinsgötu 42, Vopnafirði. Jón Þórólfur Guðmundsson, Hulduhlíö 30, Mosfellsbæ. Petra Jörgensdóttir, Vallholti 21, Vopnafirði. Sigriöur Gísladóttir, Eyjaseli 4, Stokkseyri. Sigrún M Sigvaldadóttir, Ástúni 8, Kópavogi. Gcður bííótjqri j - er álltafj ! fígcðwn gír UMFERÐAR r- RAÐ www.umferd.is Stuðlum, bróður Bóelar, langömmu Geirs Hallgrlmssonar forsætisráð- herra og Karls Kvarans listmálara. Bóas var sonur Bóasar, b. á Stuðl- um í Reyðarfirði, Ambjörnssonar. Móðir Bóelar var Guðrún, systir Páls á Sléttu, afa Páls, afa Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Harðar Ein- arssonar framkvæmdastjóra. Guð- rún var dóttir Jóns, gullsmiðs á Sléttu í Reyðarfirði, Pálssonar, bróður Sveins, læknis og náttúru- fræðings. Móðir Guðrúnar var Guð- ný Stefánsdóttir, b. á Sandfelli, Magnússonar og Guðrúnar Erlends- dóttur, b. á Ásunnarstöðum í Breið- dal, Bjarnasonar, foður Þorbjargar, langömmu Vilhelms, langafa Al- berts Guðmundssonar. Móðir Hild- ar var Sigurbjörg, systir Guðnýjar, móður Huldu skáldkonu. Sigurbjörg var dóttir Halldórs, b. á Geitafelli, Jónssonar, prests og læknis á Grenj- aðarstað, Jónssonar, langafa Ólafs Friðrikssonar verkalýðsleiötoga, Haralds Níelssonar prófessors og Sigfúsar, foður Bjöms, fyrrv. há- skólabókavarðar, fóður Sveinbjörns háskólarektors. EBEBEK Regína Thorarensen fréttaritari Regína Thorarensen, fréttaritari DV á Eskifirði, til heimilis að Hulduhlíð, dvalarheimili aldraðra, Bleiksárhlíð 56, Eskifirði, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Regína fæddist á Stuðlum í Reyð- arfirði og ólst þar upp. Hún flutti til Reykjavíkur 1934 og stundaði þar nám við Kvennaskólann í Reykja- vík en hætti námi vegna heilsu- brests. Regína var húsmóðir í Skerjafirð- inum 1939-42, á Djúpuvík 1942-47, á Gjögri í Árneshreppi 1947-62, á Eskifirði 1962-81, á Selfossi 1981-96 en er nú á Eskifirði. Auk húsmóðurstarfanna var Regína fréttaritari Morgunblaðsins 1954-63, Dagblaðsins frá byrjun og síðan DV. Fjölskylda Regína giftist 24.8. 1939 Karli Ferdinand Thorarensen, f. 8.10. 1910, d. 28.2.1996, ketil- og plötusmið og járnsmíðameistara, auk þess sem Karl var útvegsb. á Gjögri og verk- stjóri á Eskifirði. Foreldrar hans voru Jakob Jens Thorarensen, bóndi og vitavörður á Gjögri, og kona hans, Jóhanna Sigrún Guð- mundsdóttir húsfreyja. Böm Regínu og Karls eru Hilmar Friðrik, f. 8.6. 1940, starfsmaður Fjármálaeftirlitsins, búsettur í Reykjavik, kvæntur Ingigerði Þor- steinsdóttur fóstru og eiga þau þrjú börn; Guðbjörg Karólína, f. 18.4. 1947, húsmóðir á Eskifirði, gift Búa Þór Birgissyni og eiga þau tvo syni; Guðrún Emelía, f. 17.11. 1948, hús- móðir í Mosfellsbæ, gift Rúnari Kristinssyni bifreiðarstjóra og eiga þau fjórar dætur; Emil f. 1.1. 1954, útgerðarstjóri og fyrrverandi bæjar- fulltrúi á Eskifirði, kvæntur Báru Rut Sigurðardóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn. Systkini Regínu eru Sigurbjörg, f. 6.4. 1912, d. 11.3. 2001, húsmóðir í Reykjavík, hennar maður var Óskar Bjarnason efna- verkfræðingur; Guðrún, f. 20.4. 1913, d. 15.6. 1997, var gift Eyjólfi Kristjánssyni, verk- stjóra og fyrrver- andi forseta bæjar- stjórnar i Kópavogi, sem er látinn; Elín Kristjana, f. 7.7. 1914, d. 15.1. 1963, húsmóðir í Reykja- vík, var gift Sigur- jóni Magnússyni, verkamanni sem er látinn; Borghildur, f. 1915, d. 31.12.1929; Tómas, f. 14.5.1918, bifreiðastjóri og skrifstofumaður á Seyðisfirði, kvæntur Þórdísi Bergsdóttur hús- móður; Bóas, f. 17.6. 1920, d. 28.5. 1997, framkvæmdastjóri á Selfossi, var kvæntur Guðrúnu Björnsdóttur sem er látin. Seinni kona hans var Sigríður Kristjánsdóttir; Jón P. Em- ils, f. 23.10. 1922, d. 16.10. 1978, hrl. í Reykjavík, var kvæntur Jóhönnu Hraunfjörð ljósmóður; drengur, f. 20.4. 1926, d. sama dag. Foreldrar Regínu voru Emil Tóm- asson, f. 8.8. 1881, d. 11.9. 1967, b. á Stuðlum í Reyðarfirði, og k.h., Hild- ur Bóasdóttir, f. 24.8. 1886, d. 12.12. 1933, húsfreyja. Ætt Emil var sonur Tómasar, b. á Syðra-Krossanesi í Eyjaflrði, Jóns- sonar og Guðrúnar, móður Önnu, ömmu Valdimars Jóhannssonar bókaútgefanda. Guðrún var dóttir Guðmundar, dbrm. i Stóra-Dunhaga í Hörgárdal, Halldórssonar, b. á Krossastöðum, Jónssonar, bróður Jóns, afa Jóns Magnússonar forsæt- isráðherra. Systir Halldórs var Guð- rún, langamma Stefáns Jóhanns Stefánssonar forsætisráðherra. Hildur var dóttir Bóasar, b. á Fertug Særún Eydís Ásgeirsdóttir verkakona Særún Eydís Ásgeirsdóttir verka- kona, Herjólfsgötu 5 í Vestmanna- eyjum er fertug í dag. Starfsferill Særún Eydís fæddist að Syðra Seli í Hrunamannahreppi, Ámes- sýslu 29. apríl 1962. Hún ólst upp að Kaldbak í Hrunamannahreppi. Fjölskylda Særún Eydís giftist 8. ágúst 1982 Kristni Bjömssyni verkamanni, f. 30. ágúst 1958. Foreldrar hans voru Magnea Halldórsdóttir og Björn Ingimundarson. Þau era bæði látin. Böm Særúnar Eydísar og Krist- ins: Særún, f. 29. júní 1982, Sædís, f. 7. nóvember 1983. d. 17. september 1998, Hrafnhildur f. 26. júní 1987 og Ingibjöm, f. 6. apríl 1995. Systkini Særúnar Eydísar eru Ævar Haukur Ásgeirsson, f. 20. mars 1961, Gestur Hjalti Ásgeirsson f. 7. maí 1968, Ása María Ásgeirs- dóttir, f. 10. september 1969, Ásgeir Hrafn Ásgeirsson, f. 8. júlí 1972, og Benedikt Óskar Ásgeirsson f. 8. ágúst 1975. Foreldrar Særúnar Eydísar: Ás- geir Gestsson bóndi, f. 27. ágúst 1937, og Hrafnhildur Jakobína Sig- urbjörnsdóttir, húsmóðir og verka- kona, f. 5. mars 1940, d. 27. mars 1998. Ásgeir var frá Syðraseli í Hrunamannahreppi en Hrafnhildur Jakobína frá Kelduneskoti í N-Þing- eyjarsýslu. Þau bjuggu á Kaldbak í Hrunamannahreppi. Merkir Islendingar Steingrímur St.Th. Sigurðsson, listmálari hefði orðið 77 ára í dag. Hann fæddist á Akureyri 29. apríl 1925, sonur hjónanna Sigurðar Guðmundsson ar, skólameistara Menntaskólans á Ak- ureyri, og Halldóru Ólafsdóttur. Stein- grímur var í námi i University College í Notthingham á Englandi 1946-1947, lauk cand. phil.-prófi frá Háskóla íslands 1949 og stundaði nám í St. Peter’s Hall í Oxford 1956 og í Edinborg 1959. Steingrímur kenndi við MA 1944-46 og 1954-60 og kenndi við Gagnfræðaskólann í Lindargötu 1949-50. Hann var blaðamaður á Tímanum 1948, gaf út og ritstýrði timaritinu Líf og list 1950-52 og stundaði blaðamennsku og ritstörf á árunum 1961-1966 en hafði myndlist að aðalstarfi eftir það. Hann hélt mik- inn fjölda málverkasýninga bæði heima og erlendis. Bækur sem Steingrímur lét eftir sig era Skammdegi á Keflavíkurflugvelli, 1954; Fórur, ritsafn 1954; Sjö sögur, smásagnasafn, 1958; Spegill samtíðar, 1967; Ellefu líf, saga um lífshlaup Brynhildar Georgíu Björnsson- Borger, 1983. Hann þýddi Dagrn' í lifi Ivans Den- isovitchs, eftir A. Solzhenitsyn, útg. 1983. Einnig þýddi hann fjölda greina í blöð og tímarit, flutti efni í útvarp, var ritstjóri Heimilispósts- ins 1961 og formaður Stúdentafé- lagsins á Akureyri 1954-1955. Steingrímur kvæntist 1956 Guð- rúnu Bjarnadóttur, f. 10. maí 1917 d. 17. 1. 1988, meinatækni, Þau skildu. Hann kvæntist 1961 Mar- gréti Ásgeirsdóttur f. 21. 8. 1928, loftskeytamanni. Þau skildu. Böm Steingrims og Margrétar eru Steingrímur Lárents Thomas, f. 21.7. 1962, lögreglumaður í Reykja- vík; Jón Thomas, f. 28.3.1964, deildar- sfjóri í Reykjavík; Halldóra María Mar- grét, f. 30.5. 1966, snyrtifræðingur og kaupkona í Reykjavík. Steingrímur lést 21. apríl 2000. Steingrímur St.Th. Sigurðsson MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 DV EŒIO Michelle Pfeiffer 45 ára Michelle Pfeiffer á af- mæli í dag. Pfeiffer er Kalifomíustúlka i húð og hár, eitt fjögurra systkina sem ólust upp í Santa Ana. Á skólaárum sínum var hún oftar en einu sinni valin fegurðar- drottning. Það leiddi til tilboða í kvik- myndum og við sýningarstörf. Ekki fór hún vel af stað í kvikmyndaheiminum. Eftir nokkur lftil hlutverk lék hún ann- að aðalhlutverkið í Grease 2 sem þótti afleitt. Hún rétti úr kútnum í næstu kvikmynd, Scarface, og hefur ekki þurft að líta til baka síðan. Eiginmaður hennar er David E. Kelley sjónvarps- framleiðandi (Ally McBeal, Chicago Hope) og eiga þau saman eitt bam. Gildir fyrir þriöjudaginn 30. apríl Vatnsberinn I20. ian.-18. fehr.k Fjármálin mættu standa betur en það fer þó að rofa til hjá þér. Varastu svartsýni í garð vina þinna. Happatölur þínar em 4, 17 og 29. Fiskarnlr (19. fehr.-?Q. marsl: Fram undan em rólegir dagar og þú ættir að nota þá til að hvíla þig því það kemur aftur að því að þú munt hafa í nógu að snúast. Hrúturinn m. mars-19. apríh: Einhver vinur eða ættingi kemur þér á óvart með skoðun sinni eða gerir þér óvæntan greiða. Ekki treysta þó um of á hjálp annarra. Nautlð (20. aprfl-20. maí): Þú hefur um nóg að hugsa á næstunni og ættir að einbeita þér að sjálfum þér. Láttu ekki undan þó einhver beiti þig þrýstingi. Tvíburarnlr m . mai-?i. iúnii: V Þér gengur vel að y^^vinna með öðmm og ^^ I ættir því að sækja f hópvinnu frekar en að vinna einn þessa dagana. Happatölur þínar em 1, 22 og 36. Krabblnn (22. iúní-22. iúií): Allir í kringum þig virðast uppteknir en láttu það ekki angra ____ þig, þú hefur sjálfur lítinn tíma fyrir aðra. Happatölur þínar em 16, 18 og 25. Uónlð (23. iúii- 22. áeústl: Dagurinn verður anna- samur en í kvöld færðu tækifæri til að slappa af með ástvini. Vertu varkár í fjármálum. Hugaðu að fjölskyldunni. Mevlan 123. ágúst-22. sept.I: Forðastu óhóflega peningaeyðslu. Hugs- ^^k^*»aðu þig vel mn áður ^ r en þú tekur ákvörðun í sambandi við fjármál. Happatölur þínar em 3, 7 og 15. Vogin (23. sept.-23. okt.I: J Vertu jákvæður og bjartsýnn á framtíð- \ Æ ina. Ferðalag gæti ver- r f ið á dagskrá og gættu þess að skipuleggja það vel. Happatölm- þínar em 18, 23 og 25. Sporðdrekl (?4. nkt.-?1. nnv.l: Dagurinn verður rólegur framan af \ \ V^en þú hefur meira I111SS aö 8era þegar líðm- á kvöldið. Happatölur þínar em 1, 14 og 23. Bogmaðurinn (22. nðv.-21. des.I: lHÍS^Þú gætir fengið óvænt- ar fréttir af einhverj- um sem þú þekkir. Þetta er góður tími fyrir hvers konar viðskipti. Kvöldið verður mjög ánægjulegt. Stelngeltln (22. des.-19. ian.T Þetta verður mjög líflegur dagur hjá þér og þér bjóðast ný tækifæri. Langtíma- áætlanir þínar byggjast upp á því hvað aðrir gera og vilja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.