Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 28
KA-menn með miðilsfund Fjölmenni mætti á skyggnilýsinga- fund sem haldinn var í Brekkuskóla á Akureyri í gærkvöld. Hinn lands- kunni miðill Þórhailur Guðmundsson mætti á staðinn og sagði þar frá fylgj- (-^im og framliðnum. Kom sitthvað for- vitnilegt fram í máli miðilsins um það sem flestum öðrum er hulið. Miðils- fundurinn var haldínn til fjáröflunar fyrir fjórða flokk KA í handbolta sem hyggur á Svíþjóðarferð á komandi sumri. Ekki er vitað til þess að íþróttafélag hafi áður farið leiðir sem þessar til að afla fjár. Þórhallur miðill býr á Brekkunni á Akureyri sem er höfuðvígi KA-manna. Engar vísbendingar komu fram á fundinum um hugsanlegar lyktir í þeim leikjum KA og Vals sem fram undan eru í úrslitum íslandsmótsins í handknattleik á næstunni. -sbs _ Femin.isað ’ kaupa Vísi.is Viðræður standa yfir um kaup Femin.is á Vísi.is, sem er að mestu í eigu Frjálsrar íjölmiðlunar hf., og eru þær langt komnar. Um er aö ræða kaup á „konseptinu" á bak við Vísi.is og nafninu en ekki hlutafé- laginu sem á og rekur vefinn. íris Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Femin.is, vildi lítið tjá sig um fýrir- ætlanir með kaupunum í gærkvöld en staðfesti að viðræður milli aðU- anna væru í gangi. Femin.is er með vinsælustu vef- svæðum hér á landi. Stærstu hlut- hafar eru Iris Gunnarsdóttir og Soff- , ja Steingrímsdóttir, stofnendur vef- v" setursins, sem eiga meirihluta en aðrir eigiendur eru Talenta intemet, Norðurljós og Baugur.net. -hlh FARA VALSARAR FÁ í ANDAGLAS? hí. FRJÁLST, ÓHAÐ DAGBLAÐ MANUDAGUR 29. APRIL 2002 AIIianz(m) - Loforð er loforð DV-MYND KO Ný slökkvistöð vígð í Hafnarfirði Ný ogglæsileg slökkvistöð var tekin í notkun í Hafnarfiröi á laugardag aö viöstöddu fjölmenni. Klippt var á boröa og aö því loknu rann ný björgunarbifreið í sal- inn en hún mun veröa staösett í nýju stööinni. Umtalsveröar breytingar veröa á starfi björgunarliðs í Hafnarfiröi og nágrenni með þessari nýju stöö og þeim búnaöi sem auknum umsvifum fýlgir. Aö loknum hátíöarhöldun, fengu gestir að skoöa allan aöbúnað slökkviliösins og jafnvel prófa, eins og myndin sýnir. Búist við að Alþingi standi út vikuna: Ræðst af því hvað Níu ára stúlka fannst látin menn tala lengi - ríkisstjórnin dælir inn frumvörpum „Mér sýnist að við gætum þurft vik- una í að ljúka þingstörfum. Slíkt fer þó eftir því hversu lengi menn ætla að tala í einstaka málum sem liggja fyr- ir,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson, formaður þingflokks Framsóknar- flokksins, í samtali við DV. Enn er ekki ljóst hvenær Alþingi verður frestað, en í upphaflegum áætlunum var miðað við miðvikudag í fyrri viku. Komið hafa fram hugmyndir um að fresta þingi nú og taka þráðinn upp að nýju fljótlega eftir sveitarstjómar- kosningar. Eru menn annars nú að kosta kapps við að flýta þinglokum þannig að þingstörfin og undirbúning- ur vegna kosningr til sveitarstjóma rekist ekki hvort á annað. „Þetta hefur tafist af því ríkis- stjómin hefur verið að dæla inn frum- vörpum löngu eftir að frestur til þess var runninn út,“ sagði Ögmundur Jónasson, formað- ur þingflokks VG. Hann segir að þingheimur verði, ef ljúka eigi þing- störfum fyrr en síðar, að sammæl- ast um að víkja einhverju frá. Ein- beita sér að mál- um sem viðameiri séu og ítarlegri um- fjöllun þurfi. Nefhir hann þar sérstak- lega frumvarp um ríkisábyrgð til handa deCODE. Á Alþingi verða í dag greidd at- kvæði um lög um veiðileyfagjald og norsk-íslenska síldarstofninn. Þau mál eru þvi sem næst útrædd og verði því varla til að draga þingstörf á lang- Krlstinn H. Gunnarsson. inn, að mati Kristins. Hins vegar telja hann og eins Sigríður Anna Þórðar- dóttir, sem fer fyrir þingflokki sjálf- stæðismanna, að menn gætu ítarlega þurft að ræða um byggðaáætlun, rík- isábyrgðina, lög um málefni útlend- inga, Umhverfisstofnun og sölu Stein- ullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki. Um hinar löngu ræður sem þing- menn stjómarandstöðunnar hafa flutt í einstaka þingmálum síðustu daga segir Sigríður Anna að málþófið nú sé að sínu mati í meira lagi en verið hafi á síðustu dögum þings undanfarin ár. Hins vegar minnir hún á að Alþingi íslendinga sé eina löggjafasamkoman á Norðurlöndum þar sem ræðutími sé ótakmarkaður. Þetta verði að hafa í huga þegar rætt sé um að þingstörf dragist á langinn. -sbs Kona á fertugsaldri dvelur nú á geðsjúkrahúsi grunuð um að hafa valdið vofveiflegum dauða ungrar dóttur sinnar. Konan og dóttir hennar, sem var níu ára gömul, voru gestkomandi í heimahúsi í Seljahverfi og voru það íbúar sem tilkynntu látið til lögreglu um há- degisbil á laugardag. Unnið er að rannsókn málsins og hefur verið rætt við íbúa hússins. í gær reynd- ist ekki unnt að yfirheyra móður- ina, sem er 38 ára, sökum slæms ástands hennar. Litlar upplýsingar var að fá enda málið „erfitt og afar sorglegt", svo notuð séu orð lögreglumanns sem DV ræddi við. -ÓSB Veður vikunnar Fram á föstudag eru horfur á norðlægum og norðaustlægmn áttum og éljagangi af og til norðan- og austan- lands. Hiti breytist ekki að marki en hlýjast verður sunnan til. Á laugardag verður svo væntan- lega austlæg átt og rigning sunnan til en þrnrt norðan til. Þá hlýnar væntanlega og landsmenn geta horft bjartari augum á vorkomuna. Vestfirskir sjómenn óttast hrun fiskistofna: Lítið æti er fyrir þorskinn Eins og fram kom í DV um helgina óttast sjómenn og út- gerðarmenn á Vestfjörðum hrun fiskistofna likt og gerðist við strendur Kanada og Ný- fundnalands. Sjómenn segja fiskinn hafa verið sérlega hor- aðan í vetur og því slæman til vinnslu. Þá tala menn sérstak- lega um fisk sem veiðst hefur á línu á miðunum úti af Breiðafirði, norður með Vest- fjörðum og í Húnaflóa í þessu bandi. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri rannsóknastofnunarinnar, segist Guðjón A. Kristjánsson. sam- son, vegar ekki merkja neinar visbendingar um hrun fiski- stofna við landið en segir fiskistofnana þó vera í lægð og því þurfi að fara að öllu með gát tfl að byggja þá sem best upp á ný. „Ég hef heyrt sjómenn vera að tala um hversu hor- aður þorskurinn er og það ekki bara á Vestfjörðum," segir Guðjón A. Kristjáns- þingmaður fyrir Frjálslynda Haf- hins flokkinn. „Menn hafa áhyggjur af því hversu ætislítill fiskurinn er og menn fara að velta því fyrir sér hvort það sé ekki búið að veiða of mikið af loðn- unni. Aðrar tegundir eins og þorskur- inn nærast á loðnunni en þegar lítið er um hana minnkar ætið náttúrlega fyrir stærri tegundimar." Sjómenn sem DV ræddi við vildu lika meina að hvalurinn spilaði stóra rullu í þessu öllu saman enda ekkert smávegis magn sem hann tæki í æti. „Þetta er náttúrlega samspil margra þátta. Bæði er það loðnan og svo eru stóru sjávarspendýrin að éta heilmikið af fiski þannig að minna verður um æti. Það er ljóst að það þarf að grípa í taumana ef ekki á illa að fara,“ segir Guðjón. -ÁB Brother PT-2450 merkivélin Mögnuð vél sem, með þinnl hjálp, hefur hlutina í röð ogreglu. Snjöll og góð lausn á óreglunni. Rafport Nýbýlavegi 14 • sími 554 4443 • FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tókum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Björk með barni Björk Guðmundsdóttir, söngkon- an heimsfræga, á von á öðru bami sínu í síðustu viku septembermán- aðar. Faðir henn- ar, Guðmundur Gunnarsson, staðfesti þetta í samtali við DV í gærkvöld. Guð- mundur er nú að vænta síns átt- unda bamabams. Söngkonan er barnshafandi eft- ir Matthew Bam- ey en hann hefur verið sambýlis- maður hennar í New York síðustu þrjú árin eða svo. Barney er mynd- listarmaður, þekktur og virtur í heimalandi sínu, Bandaríkjunum. Hann mun meðal annars halda einkasýningu í hinu þekkta Gug- genheim-safni i New York snemma *a næsta ári. Fyrir á Björk soninn Sindra, sem er sextán ára. -ÓSB Björk Guö- mundsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.