Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 Fréttir DV Alls búa um 24.500 manns S Kópavogi og hefur bærinn blásið út á síöustu árum. Þessi þróun er af hinu góða, að mati for- ystumanna meiri- hlutans en minni- hlutinn gagnrýnir þjónustuleysi við íbúana. Meirihlut- ann skipa Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur en Samfylkingin er í andstöðu. D-listi hefur 5 bæjarfull- trúa, B-listi 2 en Samfylkingin 4. Vinstri grænir bjóða fram í fyrsta skipti fyrir sveitar- stjórnarkosning- amar í vor. Hansína Björgvinsdóttlr Armann Kr. Ólafsson Flosl Eiríksson. Ólafur Þór Gunnarsson. Lítið um meiri háttar ágreiningsmál í Kópavogi: Helst tekist á um vöxt bæjarins - samvinna B- og D-lista gengið vel - Samfylking kvartar undan háum gjöldum Farsælt samstarf Ármann Kr. Ólafsson, 2. maður á lista sjálfstæðis- manna, segir að þegar gengið verður að kjörborðinu i vor muni Kópavogs- búar líta mjög til þess hvemig meiri- hlutinn hefur staðið sig á þessu kjör- tímabili og allan þann tima sem hann hefur verið við völd, þ.e.a.s. frá árinu 1990. „Ég er bjartsýnn fyrir okk- ar hönd því ég tel að við höfum staðið okkur vel á flestum sviðum." Ármann segir samstarflð við framsóknarmenn hafa gengið mjög vel og sem dæmi um uppbyggingu undanfarið nefnir hann menningar- málin, s.s. lokahnykk Gerðarsafns, Salinn og nýtt menningarhús sem vígt verður í byrjun maí. Þá hafi umgjörð til íþróttaiðkana verið stór- bætt, sbr. nýtt fjölnota íþróttahús, nýja sundlaug og nýtt íþróttahús í Salahverfl. „Það er líka ástæða til að minna á að við urðum fyrsta stóra sveitarfélagið til að einsetja grunnskólana árið 1997.“ Kópavogsbær hefur keypt land af ríkinu við Vatnsenda og er bærinn að ljúka deiliskipuiagi á hluta þess svæðis. Ármann reiknar með að þar muni rísa eitt skemmtilegasta íbúð- arhverfi alls höfuðborgarsvæðisins innan skamms. Önnur sveitarfélög séu hins vegar að vakna til lífsins varðandi lóðamál og megi reikna með að byggð í Kópavogi muni byggjast hægar upp í framtíðinni en undanfarin ár. En sér Ármann fyrir sér einhvern meiri háttar ágreining í helstu stefnumálum, t.d. hjá D-lista og Samfylkingunni? „Ég hef í sjálfu sér ekki séð neitt koma frá K-listanum sem er verulega frábrugðið okkar stefnu. Sveitarstjórnarmál snúast að miklu leyti um val á því fólki sem kjósendur treysta til góðra verka. Helsti áherslumunurinn er e.t.v. sá að við leggjum meira upp úr varkárni í rekstri sveitarfélags- ins.“ Snýst að hluta til um Sigurð Hansína Björgvinsdóttir skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins. Hún situr nú sem 2. bæjarfulltrúi framsóknarmanna en Sigurður Geirdal bæjarstjóri er oddviti list- ans. Hansína segir að kosningamar muni að hluta snúast um hvort bæj- arbúar vilji Sigurð áfram sem bæjarstjóra. „Þetta hef- ur verið ágæt samvinna allt frá því að Sigurður fór fyrst í samstarf með sjálf- stæðismönnum." Markmið framsóknar- manna er að ná inn þremur mönnum nú, en litlu mun- aði síðast að það tækist. Hansína vill hins vegar ekkert gefa upp um sam- starfsmöguleika við aðra flokka fyrr en úrslit liggja fyrir. Hún segir um að- komu Vinstri grænna að ansi mörg atkvæði geti fall- ið dauð þannig að D-listinn gæti náð hreinum meiri- hluta. Framsóknarmenn munu halda áfram að byggja upp bæinn, að sögn Hansínu, og bendir hún á að Kópa- vogslistinn hafi á sínum tíma verið mótfallinn uppbyggingunni. Hún segir fjárhag bæjarfélagsins sérlega góðan og skuldir litlar miðað við tekjur. „Ég vil sjá áframhaldandi góða stjómun I þessu bæjarfélagi. Menn munu byggja upp Vatnsenda- hverfið á næstu árum og svo væri æskilegt að styrkja stjómsýsluna og koma upp e.k. netkerfi sem gæti miðlað bæjarbúum upplýsingum," segir Hansina. Utþenslubær Fjöldi íbúa í Kópavogi fyllir nú hálft 25. þúsundið en skoðanir eru skiptar um fylgifiska Ijölgunarinnar. KOPAVOGUR - úrslit kosninga 1998 fy i) J D- og B-listi mynda meirihluta TO3 bara hús. „Ég held að engum blöðum sé um það að fletta að bærinn hefur þanist út miklu hraðar en nokkm sveitar- félagi er hollt. Það sést best á því að þjónustan hefur ekki náð aö halda í þarfir íbúanna og á það sérstaklega viö um þjónustu skólanna. Einsetn- ingin var góð en það þarf að huga að fleiri þáttum sem varða innviði skólanna og sama má segja um þjónustu við aldraða og fatlaða.“ Ólafur Þór telur alls ekki von- Björn Þorláksson biaðamaður Of hröð uppbygging Ólafur Þór Gunnarsson skipar fyrsta sætið á lista VG. Hann segir að Vinstri grænir bjóði fram til að efla þjónustu við bæjarbúa. Gera þurfi stjórnkerfið opnara og styrkja innviði bæjarins. Helst megi gagn- rýna í stjómarháttum undanfarið hve útþensla bæjarins hafi verið hröð. Ofuráhersla hafi verið lögð á stækkun bæjarins án þess að hugs- að væri um nauðsynlega þjónustu í kjölfarið. Ekki sé nóg að byggja laust að Vinstri grænir komi að manni þrátt fyrir lítið fylgi í skoð- anakönnun í byrjun mánaðarins. Hann segist fmna ágætan meðbyr enda sýni kannanir að stór hluti kjósenda sé enn þá óákveðinn. Sjálfur hefur Ólafur Þór ekki haft bein afskipti af pólitík fyrr en hann segist alltaf hafa haft brennandi áhuga á stjómmálum og ávallt ver- ið vinstra megin. „Ég finn þegar ég kem aftur til Kópavogs eftir nám er- lendis að bærinn minn er ekki leng- ur sá þjónustubær sem hann var áður. Þessu vil ég breyta." Allt of há gjöld Flosi Eiriksson, oddviti Samfylk- ingarinnar, segir að þótt gott sé að búa í Kópavogi megi gera miklu bet- ur. Sérstaklega varði það þjónustu- mál. Ekki sé nóg að byggja hús held- ur verði einnig að huga að því sem gerist inni í húsunum. Hann segir að á sumum sviðum borgi íbúar Kópavogs mjög há gjöld. T.d. borgi þeir mun hærri fasteignagjöld en Reykvíkingar. Flosi segir að fiölskyldumálin verði sett á oddinn hjá Samfylking- unni í víðum skilningi og telur hann, líkt og talsmaður Vinstri grænna, að bærinn hafi þanist út hraðar en honum var hollt. „Viö höfum oft bent á það á þessu kjör- tímabili að nýjustu hverfin hafa ekki næga þjónustu." Markmið Samfylkingarinnar er að bæta við manni og fá fimm full- trúa kjöma, að sögn Flosa. Þörf sé á nýjum meirihluta en hann segir ótímabært að spá um hvernig nýr meirihluti verði myndaður. Varðandi einstök ágreiningsmál segir Flosi að Samfylkingin hafi aðra sýn en Framsókn og Sjálfstæð- isflokkur í umhverfis- og skipulags- málum og hvemig haga skuli al- mannaþjónustu. „Þjónustan við eldri borgara hefur t.d. setið á hak- anum og svo borga íbúar hér hæstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæð- inu. Þessum áherslum þarf að breyta," segir Flosi Eiríksson. Vinstri grænir eru ekki með mann inni skv. skoðanakönnun: Sjálfstæðismenn nálægt meirihluta - yrðu söguleg tíðindi - margir óákveðnir enn þá Samkvæmt könnun sem Talna- könnun hf. gerði fyrir vefsvæðið heimur.is í byrjun mánaðarins er núverandi meirihluti í Kópavogi fremur öruggur. Svo gæti farið að Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta bæjarfulltrúa. Niður- stöðumar voru þær að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi liðlega 47% at- kvæða, Samfylkingin um 31%, Framsóknarflokkurinn 19%, Vinstri grænir 2,5% og Frjálslyndir 0,5% en þeir síðastnefndu bjóða ekki fram í bænum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði heldur meira fylgi meðal karla en kvenna og Samfylkingin meira meðal kvenna en karla. Kynja- munurinn er þó miklu minni en er hjá fylkingunum í Reykjavík. í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum fengu sjálfstæðismenn 40% at- kvæða og 5 fulltrúa, Framsóknar- flokkurinn tæplega 23% og tvo og Kópavogslistinn rúmlega 37% og fióra fulltrúa. Samkvæmt könnuninni á Sjálf- stæðisflokkurinn örugga 5 full- KOPAVOGUR - úrslit könnunar 1 aprtl 2002 i A 'Á trúa, Samfylkingin 3 og Framsókn 2. Ellefu fulltrúar eru í bæjar- stjórninni og hnífiafnt er á milli sjötta manns sjálfstæðismanna og fiórða manns Samfylkingarinnar. Ef hann félli til Sjálfstæðisflokks- ins væri hann með sex fulltrúa af ellefu og þar með meirihluta í bæj- arstjórninni í fyrsta sinn. Niðurstöðurnar byggjast á svör- um 302 einstaklinga en rúmur þriðjungur aðspurðra er óákveð- A Kópavogur Framboðs- listar Framsóknar- flokkurinn 1. Sigurður Geirdal bæjarstjóri 2. Hansína Björgvinsdóttir bæjarfulltrúi 3. Ómar Stefánsson forstöðumaður 4. Sigurbjörg Vilmundardóttir leikskólakennari 5. Gestur Valgarðsson vélaverkfræðingur 6. Una María Óskarsdóttir uppeldisfræðingur 7. Hjalti Þór Bjömsson vímuvamaráðgj afi 8. Linda Bentsdóttir lögfræðingur 9. Andrés Pétursson fram- kvæmdastjóri 10. Sigrún Edda Eðvarðsdóttir verkefnisstjóri Sjálfstæðis- flokkurinn 1. Gunnar I. Birgisson alþingismaður 2. Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarm. sjávarútvegsráðherra 3. Gunnsteinn Sigurösson skólasfióri 4. Sigurrós Þorgrímsdóttir stjómmálafræðingur 5. Halla Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 6. Bragi Mikaelsson, eftirlitsmaður 7. Ásdís Ólafsdóttir íþróttakennari 8. Margrét Björnsdóttir bókari 9. Sigrún Tryggvadóttir hj úknmarfræðingur 10. Jóhanna Thorsteinson leikskólakennari Samfylkingin 1. Flosi Eiriksson, húsasmiður og bæjarfulltrúi 2. Sigrún Jónsdóttir, sfiómmála- fræðingur og bæjarfulltrúi 3. Hafsteinn Karlsson skólastjóri 4. Tryggvi Felixson, hagfræðing- ur og framkvæmdasfióri Landvemdar 5. Hjördís Magnúsdóttir íþróttafræðingur 6. Kristín Pétursdóttir kennari 7. Þór Ásgeirsson sjávarvistfræðingur 8. Bima Guðmundsdóttir félagsráðgjafi 9. Pétur Ólafsson sfiómmálafræðinemi 10. Kolbrún Sigurðardóttir þjónustufúlltrúi Vinstri grænir 1. Ólafur Þór Gunnarsson læknir 2. Sigurrós Sigurjónsdóttir, fyrrv. form. Sjálfsbjargar 3. Þórir Steingrímsson rannsóknarlögreglumaður 4. Rósa B. Þorsteinsdóttir kennari 5. Coletta Búrling, þýðandi og leiðsögumaður 6. Sigmar Þormar fyrirtækjaráðgjafi 7. Grímur Hákonarson kvikmyndagerðarmaður 8. Brynjúlfur Halldórsson matreiðslumeistari 9. Petra Vilhjálmsdóttir tannlæknanemi 10. Steinunn Anna Sigurjóns- dóttir dagmóðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.