Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Page 2
16 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2002 Sport r Bland í i Eióur Smári Guðjohnsen lék allan leikinn með Chelsea og komst í nokk- ur góð færi án þess þó að ná að skora. Hann krækti sér siöan í gult spjald undir lok leiksins. Félagi hans í framlínu Chelsea, Jimmy Floyd Hasselbaink, náði sér hins vegar engan veginn á strik en hann hefur átt við meiðsli að striða upp á siðkastið. Hasselbaink var skipt út af fyrir Gianfranco Zola rétt áöur en Arsenal skoraði fyrra mark sitt. Sem dœmi um slaka frammistöðu Hasselbaink má nefna að hann átti ekki skot á mark Arsenal fyrr en þtjár mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Ein hjátrú hefur fylgt úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í fjölda ára. Það er að liðið sem lendir í syöra búningsherberginu tapi úrslitaleikn- um. Þetta gekk eftir í þessum leik ní- unda áriö í röð þvi Chelsea lenti í syðra herberginu í leiknum á laugar- dag. Ray Parlour viröist ætla að geyma mörkin sín þangað til í bikarkeppn- inni. Mark hans var einungis annað markið sem hann gerir á þessu tima- bili. Hitt gerði hann i 5-2 sigurleik Arsenal á Gillingham i þessari sömu keppni. Freddie Ijungberg hefur hins vegar verið heldur iðnari við kolann. Mark hans var það sjöunda í síðustu sex leikjum fyrir Arsenal. Stuóningsmenn Arsenal anda senni- lega léttar eftir þennan leik þvi marg- ir þeirra muna eftir úrslitaleiknum í fynra. Þá komust þeir yfir gegn Liver- pool sem svaraði hins vegar meö tveimur mörkum og vann bikarinn. Fyrsta gula spjaldió í leiknum kom eftir aöeins 90 sekúndur. Það var Graeme LeSaux sem fékk það fyrir að fara með sólann í höfuð Lauren. Arsenal vann síðasta enska bikarinn fyrir fjórum árum, 1998. Þá unnu þeir einnig enska meistaratitilinn og þeim nægir jafntefli gegn Manchester United á þriðjudag til að endurtaka það afrek. Þetta var ifyrsta sinn sem þessi tvö lið mættust í bikarúrslitaleik. Reynd- ar eru liðin 20 ár síðan tvö lið fi*á London mættust síðast í úrslitaleik þessarar keppni. Þá vann Tottenham QPR 1-0 í síðari leik liðanna en sá fyrri hafði endað með jafhtefli. Chelsea var að spila sinn þriðja bik- arúrslitaleik á sex árum og hafði unnið bikarinn í tvö fyrri skiptin. I fyrra skiptið var Ruud Gullit við stjómvölinn hjá Chelsea og í það seinna Gianluca ViallL Báðir þessir stjórar vom síðan reknir frá Chelsea. Ólíkiegt þykir að sömu örlög bíði Claudio Ranieri, enda er hann nýbú- inn að skrifa undir fimm ára samn- ing við félagið. Menn eru þegar famir að hugsa um leik Man. Utd og Arsenal i deildinni á fimmtudag. Juan Sebastian Veron hefur t.d. varað við því að United viiji bæta fyrir tapið gegn Leverkusen í meistaradeildinni og mæti hungrað í sigur. Hann telur einnig að Arsenal muni kikna undan pressunni sem sé á því núna þó að þeir hafi fimm stiga forskot þegar tvær umferðir em eftir. Real Madrid skýrði frá þvi um helg- ina að Patrik Vieira myndi leika með liðinu á næstu leiktíð. Spænskt dagblað greindi frá því að Real myndi borga Arsenal 56 mUljónir punda, eða um 7,5 miHjaröa islenskra króna, sem yrði þá metupphæð fyrir leikmann. Framtió Fabien Barthez hjá Manchester United er nú í lausu lofti samkvæmt enskum fjölmiðlum. Alex Ferguson er sagöur vera að leita að markverði í hans stað og hefúr Mart Poom, sem leikur með Derby County, verið nefndur í því sambandi. Þá hef- ur einnig nafn tyrkneska landsliðs- markvarðarins Rustu Recber verið nefnt en hann leikur með Fener- bache. David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, sem er þessa dagana að jafha sig eftir ristarbrot, er nú farinn að taka léttar æfingar. Beckham er á góðum batavegi og þó aö hann leiki ekki með Man. Utd það sem eftir er timabilsins er nú orðið nánast öruggt að hann verður orðinn leikfær þegar heimsmeistarakeppnin hefst. Tottenham er á höttunum eflir sókn- armanninum Shota Arveladze sem leikur með Glasgow Rangers. Þetta er enn einn sóknarmaðurinn sem bendl- aður er við liðið og á að leysa af Sergei Rebrov sem er á leið frá félag- inu. -HI - Arsenal sigraöi Chelsea, 2-0, og stefnir að tvöföldum sigri í annað sinn á Qórum árum Arsenal bar sigurorð af Chelsea, 2-0, í frábærum bikarúrslitaleik á Þúsaldarvellinum í Cardiff á laugardag. Þetta var í áttunda sinn sem Arsenal vann bikarinn og á liðið nú möguleika á að vinna tvöfalt i England í annað sinn á fjórum árum. Chelsea byrjaði betur og Graeme LeSaux og Frank Lampard fengu David Seaman til að taka á honum stóra sínum á fyrstu 20 mínútum leiksins. Eftir það hresstust leikmenn Arsenal og fengu tvö ágæt færi til að skora en skallar frá Dennis Bergkamp og Lauren hittu ekki rammann. Fyrri hálfleikurinn var annars hin besta skemmtun og sá síðari var ekki síðri. Thierry Henry fékk dauðafæri tveimur mínútum eftir hlé en Carlo Cudiccini varði frá honum af stuttu færi. Eftir þetta sótti Chelsea meira og Eiður Smári Guðjohnsen var nálægt því að skora með skoti utan teigs en David Seaman varöi glæsilega. Þetta gerðist á 60. minútu og tiu mínútum síðar náði Arsenal forystunni. Ray Parlour lék þá upp völlinn og skaut svo glæsilegu skoti efst í markhomið, óverjandi fyrir Carlo Cudiccini. Eftir þetta var aldrei spuming hvemig leikurinn færi. Cudiccini varði vel frá Henry en kom síðan ekki vömum við á 80. mínútu þegar Freddie Ljungberg fékk sendingu frá Edu, prjónaði sig í gegnum vömina og skoraði með öðra þrumuskoti fram hjá Cudiccini. Tvö frábær mörk tryggðu því Arsenal sigurinn í frábærum leik. „Var aldrei öruggur" Freddie Ljungberg var í sjöunda himni eftir leikinn. „Við lékum vel, en ég var samt aldrei öraggur um sigur. Þeir era með mjög sterkt lið. Við berjumst hver fyrir annan og okkur finnst frábært að spila fótbolta. Við töpuðum síðasta bikarúrslitaleik en við áttum skilið að vinna í dag.“ Hinn markaskorarinn, Ray Pralour, var ekki síður ánægður. „Það vora virkileg vonbrigði að tapa úrslitaleiknum í fyrra og það sýnir mikinn baráttuvilja bjá okkur að koma aftur og vinna nú í ár. Þetta var frábær frammistaða hjá okkur undir lokin. Þetta átti aUtaf eftir að vera jafii leikur enda um grannaslag að ræða. Ég skora ekki alltaf svona mikilvæg mörk en þetta var frábært og strákamir tóku síðan við.“ Graeme LeSaux, fyrirliði Chelsea, var ósáttur við úrslit leikins. „Það er erfitt að taka þessu þvi við virtumst hafa stjóm á leiknum inni á vellinum. Þeir fengu eina góða sókn og úr henni skoraði Ray Parlour frábært mark. Annað mark þeirra var svo rothöggið fyrir okkur. Við reyndum okkar besta en þvi miður var þaö ekki nóg. Við héldum að við gætum unnið. Boltinn gekk vel á milli okkar, þetta var bara einn af þessum dögum þar sem hlutimir gengu ekki upp.“ HI Rangers bikarmeist- ari í hörkuleik Glasgow Rangers varð nokkuð óvænt bikarmeistari í Skotlandi eftir 3-2 sigur á Celtic í dramatísk- um leik á Hampden Park í Glasgow á laugardag. Þar með vann Rangers báðar bikarkeppnimar í Skotlandi. Leikurinn var hin besta skemmtun og þótti bæta upp þá ládeyðu sem einkennt hefur skosku deildina í vetur en þar hefur Celtic haft mikla yfirburði. Rangers byijaði betur og átti tvö hættuleg færi en síðan kom Celtic betur inn í leikinn og á 19. minútu skoraði svo John Harston fyrsta mark leiksins fyrir Celtic með skalla eftir að Bobo Balde nikkaði homspymu til hans. En tveimur minútum síðar jafnaði Peter Lövenkrands með stórglæsilegu skoti. Þrátt fyrir nokkur ágæt færi vora ekki skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. En strax eftir fjögurra minútna leik í þeim síðari komst Celtic yfir aftur og þar var Bobo Balde að verki með skalla eftir aukaspymu frá Neil Lennon. Barry Ferguson jafnaði svo um miöjan hálfleikinn með marki beint úr aukaspymu. Rangers var heldur nær því að skora það sem eftir liföi leiks og fengu nokkur prýðileg færi. Það stefndi þó allt í framlengingu þegar Lövenkrands skoraði sigurmark Rangers með skalla eftir fyrirgjöf frá Neil McCann. Alex McLeish hefur náð tveimur titlum til Rangers á sínu fyrsta ári með liðið og hann var kátur eftir leikinn. „Ég er jafnþreyttur og leik- mennimir, ég sparkaði í hvem ein- asta bolta með þeim. Mér fannst allir leikmennimir spila frábæra knattspymu í þessum leik. Okkur hefur farið gríðarlega fram síðustu sex mánuðina. Ég hugleiddi að tala Lövenkrands út af þar sem mér fannst hann detta dálítið út úr ■leiknum í seinni hálfleik. En hann er alltaf ógnandi og sannaði það í dag.“ -HI Barry Ferguson, fyrirliöi Glasgow Rangers, ræður sér varia fyrir kæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.