Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2002, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2002 23 DV Sport Boston Celtics og San Antonio Spurs voru síðustu liðin til að tryggja sig áfram í úrslitakeppninni í NBA. Boston sigraði Philadelphia, 120-87, og San Antonio Spurs sigraöi Seattle, 101-78. Boston mætir Detroit í undanúrslitum austurstrandar og San Antonio mætir núverandi meist- urum, LA Lakers, í undanúrslitum vesturstrandar. Sacramento Kings og Dallas Ma- vericks riðu á vaðið í fyrsta leik lið- anna í undanúrslitum vesturstrand- arinnar í NBA. Sacramento sigraði örugglega, 108-91. Peja Stojakovic gerði 26 stig fyrir Sacramento en hjá Dallas var Dirk Nowitzki stigahæst- ur með stig. Lyon varó um helgina franskur meistari i knattspymu í fyrsta sinn í 52 ára sögu félagsins. í lokaumferð- inni sigraði Lyon helstu keppinauta sína í Lens, 3-1, en Lyon hlaut alls 66 stig og Lens 64 stig. Metz og Lorient féllu í 2. deild. Sæti þeirra taka AC Ajaccio, Le Havre, Strassborg og Nice en liðum i 1. deild verður fjölg- að í 20. Tyrkir luku einnig sínu keppnis- tímabili um helgina og fagnaöi Galatasaray meistaratitlinum. Liðið vann stórsigur, 5-0, á Yozgatspor sem var fyrir löngu fallið í 2. deild. Fenerbache lenti í öðru sæti og var þremur stigum á eftir meisturunum. Ragnar Óskarsson skoraði sjö mörk fyrir Dunkerque sem gerði jafntefli, 25-25, viö Livry-Gargan í 1. deild franska handknattleiksins um helg- ina. Gunnar Berg Viktorsson komst ekki á blað hjá Paris St Germain þegar liðið tapaði fyrir Selestat, 29-24. Montpellier hefur 69 stig í efsta sætinu, Chambery 64 stig, Dunkerque 62 stig, Cretei 56 stig og PSG 55 stig. Guöjón Valur Sigurósson skoraði fjögur mörk fyrir Essen og Patrekur Jóhannesson eitt þegar liðið sigraði Magdeburg, 32-28, í þýska handbolt- anum í gær. Ólafur Stefánsson skor- aði átta mörk fyrir Magdeburg, þar af fimm úr vítum. Þá skoraði Sigurður Bjarnason fimm mörk fyrir Wetzlar sem sigraði Minden, 20-25. Gústaf Bjarnason gerði eitt mark fyrir Minden. Þegar fjórar umferðir eru eftir er Nordhom efst með 47 stig en Kiel og Lemgo koma í sætum með 46 stig. Essen er síðan í fjórða sætinu með 42 stig. Ólafur Gottskálksson, markvörður enska liðsins Brentford, brá sér í frí til íslands um helgina. Hann æfði einu sinni með gömlu félögum sinum í Keflavik. Hann hélt af landi brott í morgun og hóf undirbúninginn með Brentford fyrir úrslitaleikinn gegn Stoke um sæti í 1. deild á laugardag- inn kemur. Á ársþingi Körfuknattleikssam- bandsins á Sauðárkróki um helgina var m.a. ákveðið að leikir í úrvals- deildinni á næsta tímabili verði á fimmtudögum og fostudögum og hæfust kl. 19.15 í stað 20 áður. Á þing- inu var skipuð nefnd til að móta framtíðarsýn fýrir deUdarkeppnina. Þá var tiUögu, sem miöar að því að setja launaþak á erlendu leikmenn- ina, sett í hendur nefndar sem kemur saman í haust. Ólafur Rafnsson var endurkjörinn formaður KKÍ tU næstu tveggja ára.. -JKS ^ Norðurlandamótið í júdó: Islendingar unnu íslenskir júdómenn létu heldur betur til sín taka á Norðurlanda- mótinu sem fram fór í Helsingor í Danmörku um helgina. Uppskera mótsins var sérlega glæsileg, fjögur gullverðlaun, tvö silfur og þrjú bronsverðlaun. Mikil ánægja er með þennan árangur og undirstrik- ar hann um leið þá uppsveiflu í íþróttinni sem hefur verið að vaxa fiskur um hrygg á síðustu þremur árum. Daníel Reynisson, fjölmiðla- fulltrúi júdósambandsins, sagði í samtali við DV að allir sterkustu júdómenn hefðu tekið þátt í mótinu í Danmörku. „Þetta var mannmargt mót. Þess- um árangri er að þakka sterkum hóp sem hefur liklega aldrei verið breiöari. Það er úppgangur í júd- óinu og einnig er áhersla í kvenna- flokkum að skila sér svo um mun- 4 gull ar,“ sagði Daníel. Á mótinu í Danmörku unnu gull- verðlaun í opna flokki karla þar sem Vemharður Þorleifsson bar sig- ur úr býtum eftir úrslitaglímu við Gísla Jón Magnússon. Bjami Skúla- son var þriðji í þessum flokki. Gísli Jón Magnússon sigraöi í +100 kg flokki og Heimir Haraldsson hreptti brons. í -100 kg flokki krækti Vem- harð sér í bronsverðlaun. Bjarni Skúlason vann sigur I -90 kg flokki. Bjarni og Vemharð hafa æft nokkuð í Svíþjóð í vetur og Gísli Jón í Danmörku og er veran þar greinilega að bera góðan ávöxt. Kvennaliðið stóð sig með prýði en þar vann Anna Soffía Víkingsdóttir gullverðlaun í opnum flokki og Mar- grét Bjamadóttir hreppti silfur. -JKS Vernharð Þorleifsson gerði góða hluti f Danmörku um helgina sem og allt íslenska júdófólkið. Vernharð vann ein gullverölaun og eitt brons. Norska úrvalsdeildin í knattspyrnu: Marel og Tryggvi á skotskónum Guðfinnur þjálfar Wasaiterna Guðfinnur Kristmannsson, fyrrum landsliðsmaður í hand- knattleik, hefur verið ráðinn þjálfari sænska handknatt- leiksliðsins Wasaitema frá Gautaborg eftir því sem fram kemur á vefsíðu félagsins. Guð- fmnur lék með félaginu i vetur við góðan orðstír en hann mun samhliða þjáifuninni leika áfram með liðinu. Aðstoðarmaöur hans verður Magnus Lindqvist. -JKS Grindavík á eftir Gesti Gylfasyni Úrvalsdeildarlið Grindvik- inga í knattspyrnu er á höttun- um eftir Gesti Gylfasyni sem leikur nú með danska liðinu Hjörring. Að sögn Bjarna Jó- hannssonar, þjálfara Grindvík- inga, gæti það komið í ljós í kvöld hvort Gestur gangi til liðs við félagið. Bjami útilokar ekki að félagið styrki sig enn frekar fyrir baráttuna í sumar. Ey- steinn Hauksson gerði þriggja ára samning við Grindavík fyr- ir helgina. -JKS Lyn er komið á toppinn í norsku úrvalsdeildinni eftir fimmtu umferð- ina sem lauk í gær. Lyn sigraði Moss 2-0 og lék Jóhann Guðmundsson all- an leikinn fyrir Lyn. Þá skaust Váler- enga í annað sæti deildarinnar með 2-0 sigri á Odd Grenland, sem var í öðm sæti fyrir þessa umferð. Þungu fargi er sennilega létt af Teiti Þórðarsyni eftir að Brann landaði sínum fyrsta sigri í gær, 0-1, á Bodö/Glimt sem var á toppn- um fyrir þessa umferð. Tryggvi Guðmundsson og Marel Jóhann Baldvinsson skoruöu sitt markið hvort fyrir Stabæk þegar liðið burstaði Sogndal 4-0. Marel skoraði sitt mark tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem vara- maður. Vandræði Rosenborgar halda hins vegar áfram og nú tapaði liðið 2-1 fyrir Bryne. Ámi Gautur Ara- son var í marki Rosenborg en verð- ur ekki sakaður um mörkin. Bryne komst í 2-0 og eftir það fékk Rosen- borg vítaspymu sem markvörður Bryne varði. Rosenborg náði síðan að skora í lokin. Molde og Lilleström gerðu marka- laust jafntefli. Bjami Þorsteinsson lék allan leikinn í vöminni hjá Molde og Andri Sigþórsson var einnig í byrjunarliðinu en var skipt út af fyrir Ólaf Stígsson 15 mínútum fyrir leikslok. Hjá Lilleström lék Indriði Sigurðsson allan leikinn og Gylfi Einarsson lék síðustu 20 mín- útumar. Þá gerðu Start og Viking 1-1 jafntefli. Hannes Þ. Sigurðsson var í byrjunarliðinu hjá Viking en náði ekki að fylgja eftir góðu gengi í síðustu umferð og var á endanum skipt út af í leikhléi. Lyn er eins og áður sagði efst með 12 stig, Válerenga hefur 11 stig og Bodö/Glimt og Odd Grenland hafa 10 stig. Þá koma Stabæk og Molde með 8 stig og síðan Viking með 7 stig. Á eftir þeim kemur Rosenborg með sex stig og síðan Lilleström með fimm stig. Brann er í næstneðsta sæti með fjögur stig ásamt Start, Moss og Bryne og Sogn- dal rekur síðan lestina með tvö stig. -HI Wallau vill fá Einar Þýska úrvaldsdeildarliðið Wallau Massenheim í hand- knattleik hefur boðið Einari Erni Jónssyni, landsliðsmanni úr Haukum, þriggja ára samn- ing. Einar Örn kom til lands- ins í gær með samningsdrögin undir hendinni en hann skoð- aði aðstæður hjá Wallau og æfði með liðinu. „Nú er bara að setjast yfir samninginn og skoða hann til hlítar með konunni. Ég mun láta þýða hann fyrir mig yfir á ís- lensku en á þessu stigi málsins er ég bjartsýnn á að skrifa undir samninginn í þessari viku. Tel það reyndar aðeins formsatriði. Mér leist mjög vel á allar aðstæður. Þetta er traustur klúbbur og það ríkir góður andi í kringum félagið. Ég hef stefnt að því að fara út í atvinnumennsku og það verður gaman að fá tæki- færi til þess að prófa þetta,“ sagði Einar Örn sem er 25 ára gamall og vakti framganga hans á Evrópumótinu í vetur mikla athygli. -JKS V. kerrupoki m burðarpoki Stálkerra Létt og meöfæríleg Verð áöur: ^ . 3.500 kr. Léttur 9 poki með góöum hólfum og fæst f fjórum litum I Verð áður: 12,500 kr. I Léttur og góður poki fæst f nokkrum litum Verð áður: 11.500 kr. THole in n n i c \/ c i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.