Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Qupperneq 2
erjir \o ru hvor? Síðasta helgi var sú fyrsta eftir að flestir kláruðu prófin og var baerinn því stappaður alla hetgina. Á Kaffibarnum mátti á föstu dagskvölðið meðal annarra sjá í Birgi Örn Steinarsson, söngvara í Maus, fyrrum út- varpskonuna Betu rokk, rafvirkjameistar- ann Cunnar Hafliðason og Orra, trommara Sigur Rósar, nýskipaðan leiklistarnema, Stefán Hall Stefánsson, Þórhall Bergmann, hljómborðsleikara í Vinýl, verkfræðinem- ann Signýju, Janus Braga Jakobsson, trommuleikara Fídel, sem er snú inn aftur frá Dan- mörku og sestur við settið að nýju, ís- lenskufræðinginn Berg Tómasson, plötu- snúðinn Þormar og sjónvarpskonuna Þóru Karftas. Hverfisbarinn var heldur betur stappað- ur alla helgina og náði röðin langt upp á Laugaveg á tímabili. Inni á staðnum mátti m.a. sjá til hins kynþokkafulla Gumma Jðns Sálarmanns, Stoke-arinn Rikki Daða var einnig á svæðinu, sem og Bjarni Guðjðns ásamt Hermanni Hreiðarssyni sem voru í góðum ffling. Birgir Leifur, atvinnugolfarinn af Skaganum, var um- kringdur yngismeyjum en annað var svo sem ekki hægt þvf staðurinn var fullur af þeim og mátti m.a. sjá til fyrrum vin- kvenna ungfrú íslands sem voru með hitting. Fréttamaðurinn Haukur Hólm og Þór Jðnsson mættu ásamt konum sfn- um. Hinir yndisfögru lögfræðingar Kristfn P. og Thelma tóku nokkur létt spor ásamt vinkonum sfnum. Guðmundur „B&L“ og félagar voru hressir að vanda, sem og Eidjárn Nike og frú. Einnig sást til Cal á Dubliners, dansarans Berglindar Ingu, Villa „Sam-töffara“, Adda á Rauðará, Þráins kokks á Apótekinu, Eika plögg, Steinars hjá Alied Domec, Katrfnar Bernhöft og vinkvenna. Óskars Stóra, Ingimundar Ingimundar handboltamanns og hins íslenska súpermanns ásamt frú. Á Gauknum mátti sjá Gumma á Prikinu, Hákon hjá Kjöreign, Einar Ágúst, Steina Steph., Kára Sturiu, Dj Árna Einars og Dj Sðley. Viddi klippari var á svæðinu, eins Heimir Á móti sól, Jðnsi í svörtum föt- um, Beggi í Sóldögg, Hreimur í Landi og sonum ásamt frú, Biggi í sömu hljómsveit og Kolla. Aðrir sem vert er að nefna eru Daði mix, Addi 800, Svali á Fm , Þröstur 3000 og FM- gæinn Jóhannes Egiis. Glaumbar var stappað- ur alla helgina en þar inn- andyra sást m.a. til Svala á Fm 957, Hákonar hjá Kjöreign, Gunna Graf- íker, Erps XXXRottweiler, Ingu hjá Hári og fegurð, Sollu og Karenar hjá ís- lenska útvarpsfélaginu, Einar hjá Sambfóun- um, Sigga á Gauknum, Begga hjá Nýherja, Helgu Karenarog Birgittu fnu - báðar módel af guðs náð. Eftir viku er reyklausi dagurinn. Nýir boðberar reykleysis munu þá taka til starfa en XXX Rottweiierhundar hafa samþykkt að vera á nýjum plakötum frá Tóbaksvarnarráði þar sem þeir lýsa frati á tóbaksreykingar. Bent ákvað að fræða okkur nánar um þetta mál, Þorgrím Þráinsson og hvað fram undan væri hjá hundunum. Reyklaus Rottweilerhundur „Fyrst héldum við að þetta væri bara eitthvert grín en svo kom Þor- grímur Þráinsson og spjallaði við okkur um þetta. Okkur leist ágæt- lega á hugmyndina þannig að við ákváðum bara að kýla á þetta,“ seg- ir Bent í XXX Rottweilerhund- um. Rottweilerhundamir hafa nefnilega samþykkt að vera nýir áróðursmeistarar reykleysis á ís- landi og munu verða ffaman á þar til gerðum plakötum frá Tóbaks- vamarráði sem hengd verða upp út um allt land. Hætta að reykja, byrja að DREKKA „Erpur sá um að semja nokkur slagorð fyrir þetta og þau eiga eftir að standa á plakötunum. Eg held að eitt þeirra sé: Fáðu þér sígarettu og krabbamein ... fáviti,“ segir Bent og bætir við: „Það er náttúrlega enginn í hljómsveitinni sem reykir því annars værum við ekki að taka þátt í þessu. Við trúum því líka að reykingar séu af hinu slæma, enda skil ég ekki af hverju fólk er að eyða peningum í sígarettur þegar það getur keypt áfengi í staðinn. Vð viljum að fólk hætti að reykja og drekki meira í staðinn, svo framar- lega sem það er komið yfir ferming- araldur." Eins og flestir hafa væntanlega tekið eftir hafa Rottweilerhundam- ir notið mikilla vinsælda upp á síðkastið og fyrir vikið hafa þeir ver- ið meira áberandi í fjölmiðlum. Þessu fylgir náttúrlega alltaf ákveð- in ábyrgð, enda er fullt af krökkum sem líta upp til þeirra og einmitt þess vegna ákváðu hundamir að taka þátt í þessu. Bent segist þó ekki ætla að rappa um reykleysið í ffamtíðinni. „Það er allavega ekki á dagskrá hjá mér en það er aldrei að vita með Erp, hann gerir það sem honum sýnist, en það er allavega ekki planið hjá mér að predika reykleysi í gegnum tónlistina." Aðspurður sagðist hann líka efast um að Þorgrímur Þráinsson kynni nokkuð að rappa. „Ég efast stórlega um að hann kunni að rappa. Alla- vega hefúr hann skitið vel á sig í öllu sem kemur nálægt listum og skrifum. Ég held að hann eigi bara að halda sig við einhver nefhda- störf. Hann er ömgglega ágætur í því.“ Spilað fyrir þýska jakka- FATAGAURA Rottweilerhundamir em ný- komnir úr ferð sem þeir fóm til Þýskalands þar sem þeir léku á tónleikum í Berlín og fyrirhugaðar em enn frekari utanlandsferðir á komandi dögum. Hann segir samt of snemmt að tala um eitthvert meik í útlandinu. „Þetta var einhver Islend- ingavika sem haldin var í Berlín í tilefni af aldarafmæli Halldórs Laxness. Við spiluðum á einum tónleikum fyrir ein- hverja þýska jakka- fatagaura sem áttu að hafa voðalegan áhuga á íslenskri menningu. Ég held að þeir hafi orðið fyrir von- brigðum þegar við byrjuðum að spila; allavega vom ekk- ert voðalega marg- ir í salnum þegar við vomm búnir með prógram- mið. Þetta var bara fyndið en ferðin var engu að síður mjög skemmtileg. Svo för- um við að öllum lfk- indum til Finnlands að spila fljótlega og jafhvel New York. Það á samt ýmislegt eftir að skýrast með það. Það er allavega of snemmt að fara að tala um meik Rottweilerhundanna í útlöndum,“ segir Bent. besta „Um mánaðamótin síðustu frum- sýndi ég uppistandseinleik, eins og ég kýs að kalla það, í Hafnarfjarð- arleikhúsinu og hefur það gengið vonum ffamar. Það er sýnt fyrir fullu húsi og er auðvitað gaman þegar vel gengur. Verkið heitir Seílófon og er í raun saga um mig sjálfa og mínar raunir og það er gaman þegar fólk getur séð sjálft sig í því og hlegið að sjálfú sér, enda margir í sömu súpunni. Annars er ég að æfa annað leikrit á daginn, sem heitir Grettir og verð- ur frumsýnt f haust, og svo sýni ég á kvöldin. Ég er að leita að heimil- ishjálp þar sem ég er ekki að höndla þetta allt sjálf.“ Björk Jakobsdóttir leikkona FORSÍÐUMYNDINA TÓK HlLMAR ÞÓR AF MARÍKÓ M. Ragnarsdóttur oc Þóru Karítas Árnadóttur Nýlega auglýsti Djúpa laugin eftir nýjum umsjónarmönnum þar sem Þórey og Júlli láta af störfum næsta föstudag. Um 200 umsóknir bárust um starfið og nú er búið að velja 10 manns sem fá að spreyta sig við stjórn þáttarins í júní. Bitist um stjomartaumana í Djúpu lauginni Djúpu laugar-þættimir í sumar verða með nokkuð óvenju- legu sniði því þá verða nýir þáttastjómendur með hina fimm nýju þætti sumarsins. Þessir þáttastjómendur hafa verið vald- ir úr stórum hópi umsækjenda og munu keppa sfn á milli um það að fá fast starf sem umsjónarmenn þáttanna næsta vetur. Áhorfendur munu hafa mikil áhrif hvað valið varðar þvf eftir hvem þátt geta þeir gefið þáttastjórnendunum stig á netinu á heimasíðu Skjás eins. Samkvæmt upplýsingum Fókuss þá eru f þessum 10 manna hópi nokkur þekkt nöfn og ber þar helst að nefna poppparið Irisi Kristinsdóttur og kærastann hennar, Egil Rafn Rafns- son, en þau eru bæði í hljómsveitinni Ber. Fleira tónlistarfólk mun spreyta sig í starfi þáttastjómandans því Heiða Eiríks- dóttir, oft kennd við Unun en er reyndar núna í hljómsveit sem nefhist Heiðingjamir, er einnig komin á listann. Með henni verður annar tónlistarmaður, Davíð Þorsteinn Olgeirs- son, úr hljómsveitinni Brooklyn 5 sem vann söngvakeppni framhaldsskólanna á sínum tfma. Hin þrjú pörin sem sýna munu snilli sína eru: Haukur Sigurðsson og Þórdís Anna Oddsdóttir, en Haukur varð í öðru sæti í keppninni um fyndn- Djúpu laugina? f ó k u s Eiga íris og Egill í Ber séns í asta mann íslands í fyrra. Andlit Þórdísar Önnu er einnig mjög þekkt því hún dillar sér í ffelsisauglýsingum Landssím- ans undir laginu „I see you baby“. Unnar Jónsson og Kolbrún Bjömsdóttir eru eitthvað minna þekkt en að sögn þeirra sem til þekkja stórskemmtileg. Unnar vinnur hjá Landssfmanum en KolÉrún er ofurhress hárgreiðslukona úr Árbænum. Að lokum em það svo Hálfdán Steinþórsson og Gunnhildur sem láta ljós sitt skína á skjánum. Hálfdán er þekkt andlit af skján- um en hann var einn af krökkunum sem bjuggu saman í kommúnu f London og „Þátturinn" með Bimi Jömndi og Dóm Takefusa sýndi reglulega frá á Skjá einum. Um Gunn- hildi, sem er á móti Hálfdáni, er hins vegar lítið vitað. Ekki er enn komið á hreint í hvaða röð pörin munu spreyta sig en fyrsti þátmrinn verður 7. júní. Það skal tekið fram að áhorfendur gefa einstaklingunum stig en ekki pörunum og þannig gemr þáttastjómin fyrir rest lent í höndunum á ein- staklingum hvomm úr sínum þætti. Þegar þessum fimm óvenjulegu sumarþáttum lýkur mun Djúpa laugin fara í frí fram á haust og í millitíðinni geta hinir nýkrýndu þáttastjóm- endur hlaðið batteríin. fjölmörgu sem sóttu um. Heiða er ein af þeim 2 24. maf 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.