Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 4
Sumarið er loksins kornið, jafnvel þó að dagatöl landsmanna hafi sagt það byrja fyrir heilum mán- uði. Sumarblíðunni fylgir alltaf ákveðin stemning. Próftörn námsmanna Ifður undir lok og fólk hópast saman á Austurvelli til að sýna sig og sjá aðra. Ný- fcrmdir unglingspiltar gægjast yfir grindverk í von um að sjá fáklæddar stúlkur baða sig f sólinni og vel launaðir forstjórar bregða sér f golf með kollegum sfnum. Húsbændur sýna eldunarhæfileika sína með þvi' að draga fram gamla grillið og steikja nokkra hamborgara, börnunum til mikillar ánægju. Á með- an bregður mamma sér ígöngutúr með vinkonunum þar sem þær horfa á fáklædda malbikunarkalla hnykla vöðvana mitti þess sem þeir gramsa í heitu asfaltinu. Gamla fólkið gengur um bæinn og hneykslast á fáklæddum ungdómnum áður en það fer niður að Tjörn til að fleygja nokkrum mygluðum brauðmolum í fiðurfénaðinn. Já, sumarið er komið og allir eru sáttir. Konutfmaritið Vera hlýtur að vera úr fókus að þessu sinni fyrir hlægileg ummæli um nekt á siðum Fókuss. í síðasta tölublaði Veru fær Fókusinn mín- us fyrir að segja lesendum hvað Playboy-stúlkurn- ar okkar eru að fást við þessa dagana og mynd skreyta greinina með tilheyrandi hætti. Vera hefur á síðustu árum verið ötull stuðningsmaður þess að gera umæðuna um pfkur opinberari. Þetta sést best af veglegri umfjöllun um leikritið Pfkusögur og bókina Pikutorfuna. Vera hefur þannig, með dyggum stuðningi Bríetar, félagi ungra femfnista, náð að opna umræðuna um pfkur f fslensku samfé- lagi. Orðið pfka er nú notað eins og hvert annað nafnorð á sfðum Veru en svo þegar mynd af fyrir- bærinu birtist á síðum einhvers annars blaðs er það orðið að klámi. Samkvæmt Veru er þess vegna í lagi að vita af píkum, tala um þær og skrifa - en enginn má vita hvernig þær líta út. - Vera þarf greinilega aðeins að hugsa sinn gang, reyna að vera ögn betur samkvæm sjálfri sér og hefja alvöru- jafnréttisbaráttu f stað þess að nöldra yfir hlutum sem skipta litlu sem engu máli. Það eru ögn stærri vandamál en myndir af ptkum sem hrjá heiminn í dag. - Vera er þess vegna hvött til að vakna. Inntökuprófin í Leiklistarskólann eru einn af vorboðunum. Á hverju ári reyna yfir hundrað manns að komast inn í skólann en fáir komast að. Þetta árið voru níu teknir inn sem eru fleiri en venjulega og aldrei þessu vant var ekkert leikarabarn þar á meðal. Sjáumst eftir fjögur ár Alls sóttu 109 manns um að komast inn í Leiklistarskólann þetta árið. Inntökuprófin voru með hefðbundnu sniði og var fækkað jafht og þétt þar til níu stóðu eftir. Það er einum fleiri en venjulega og segja fróðir menn að það hafi ekki gerst síðan fimm voru teknir inn fyrir nokkrum árum. Það merkilega við hópinn sem komst inn er þó að ekkert leikarabam er innan hans en jafnan hefur verið nokkuð um þau. En lítum þá aðeins á þau sem komust inn. Alls em þetta fimm karlmenn og fjórar stúlkur. Magnea Björk Valdimarsdóttir er enginn ný- græðingur í leiklistinni. Hún er 23 ára gamall Garðbæingur sem fékk leiklistarbakteríuna þegar hún sótti leiklistamámskeið í Kramhús- inu ung að ámm. Magnea var öflug í leikfélagi MH þegar hún stundaði þar nám og sat f stjóm félagsins einn vetur. Hún er þó þekktust fyrir hlutverk sitt hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 1999 þar sem hún þótti fara á kostum í hlut- verki Sölku Völku. Það ár upplýsti Magnea les- endur Fókuss um að hún væri með ólæknandi ferðabakteríu, talaði spænsku reiprennandi og sé með eindæmum bamgóð. Sveinn Ólafur Gunnarsson fór með eitt að- alhlutverkanna í uppfærslu Stúdentaleikhúss- ins á verkinu Ungir menn á uppleið vorið 2001. Sú uppfærsla var valin áhugaleiksýning ársins og var verkið sett upp í Þjóðleikhúsinu um sum- arið af því tilefni. Stefán Hallur Stefánsson lék einnig í Ungir menn á uppleið og í Upprisu holdsins nú í vor. Dóra Jóhannsdóttir er 22 ára Reykjavíkur- mær sem útskrifaðist úr Menntaskólanum f Reykjavík árið 2000. Dóra tók þátt í uppfærsl- um Herranætur á MR-ámnum og var meðal annars aðstoðarmaður leikstjóra í einni upp- færslunni. Kærasti hennar er Ragnar Kjartans- son tónlistar- og myndlistarmaður. Birgitta Birgisdóttir lék í uppfærslu Leikfé- lags Kópavogs á Grimmsævintýrunum nú í vetur. Sú sýning var valin áhugaverðasta áhugamannasýningin. Jörundur Ragnarsson var einn þeirra sem tóku þátt í uppfærslu Stúdentaleikhússins nú í vetur á verkinu Upprisa holdsins. Halldóra Malín Pétursdóttir er yngst þeirra sem komust inn að þessu sinni. Hún er 21 árs og er ættuð frá Egilsstöðum. Það er aðeins einn sem komst inn sem getur mögulega verið sagður af leikaraættum. Sá heit- ir Víðir og er frændi Bergs Þórs Ingólfssonar, leikara og leikstjóra. Lengra nær það ekki og Fókus veit ekki frekari deili á honum. Að lokum er það Vignir Rafn Valþórsson sem kemur úr Kópavogi. Vignir er bróðir Gunnars Valþórssonar, gítarleikara úr Striga- skóm 42. Magnea Björk Valdimarsdóttir Tfr.r i 1 f ó k u s 4 24. maf 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.