Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Blaðsíða 10
Enn öcra Prodigy Ögrun hefur alltaf verið eitt af aðalsmerkjum hljómsveitar- innar Prodigy og nýja smáskff- an hennar sýnir að það verður seint breyting þar á. Lagið Baby’s Got A Temper, sem kem- ur út i. júlf, var frumflutt á BBC fyrir nokkrum dögum. Lagið fjallar um notkun lyfsins rohypnol sem veldur vöðvaslök- un og minnisleysi og hefur stundum verið kallað „date rape“ lyfið vegna þcss að það fara sögur af því að nauðgarar hafi btandað því út í drykk væntanlegra fórnarlamba til þess að slæva vitund þeirra og minnka mótstöðuafl. í viðlagi lagsins segir „We love Rohypnol / She got Rohypnol / We take Rohypnol / Just forget it all“. Keith Ftint sem samdi textann segir að hann hafi ekkert með nauðgara að gera, en fjalli um það að fara út á lífið og taka rohypnol til þess að ná sér niður og slaka á þegar heim er komið. Beck tilbúinn með n/estu plötu Beck lauk nýlega vinnu við næstu plötu sem kemur út hjá Interscope 24. september. Plat- an er unnin undir stjórn Nigel Godrich, en hann vann með Beck á plötunni Mutations frá árinu 1998. Godrich er þekktast- ur fyrir að hafa stjórnað upp- tökum á plötum með sveitum eins og Radiohead, Travis og Divine Comedy. Nýja platan sem enn hefur ekki hiotið nafn er fyrsta plata Beck sfðan hann sendi frá sér Midnight Vultures fyrir þremur árum. Platan var tekin upp í San Francisco, en meðal þeirra sem komu að vinnslu hennar auk Beck og Godrich má nefna Gorillaz pródúserinn Dan The Automator og Justin Meldal Johnson bassaleikara og Smokey Hormel gftarleikara, en þeir hafa báðir lengi verið í hljómsveit Becks. Ryan Adams kemur frá sér óútgefnu efni Væntanlegur er fjögurra diska kassi með áður óútgefnu efni með Ryan Adams. Það er Lost Highway sem gefur upptök- urnar út í samvinnu við Bloods- hot Records. Meðal efnis í pakk- anum verða lög sem tekin voru upp á sama tfma og Gold platan, trúbadoraefni og pönkað efni sem hann gerði með hljómsveit- inni Pinkhcarts. Kassinn inni heldur fjóra diska, en þrír þeirra verða svo gefnir út síðar hver f sínu lagi. Auk þessa efnis mun Ryan eiga efni á tvær plötur frá þeim tíma þegar hann var f hljómsveitinni Whiskeytown og svo hefur verið talað um að hann haf i gert sínar útgáfur af öllum lögunum á Strokes plötunni Is This It? en talsmaður Lost Highway segir í dag að Ryan hafi bara sagt þetta til þess að stríða breskum popp blaðamanni. REM-IX Þeir REM félagar hafa fengið nokkra listamenn til þess að remixa scx lög af plötunni sinni frá því í fyrra, Reveal. Engin áform eru um að gefa þcssar endurgerðir út á plötu, en hægt er að sækja þær í mp3 formi á opinbera vefsíðu hljómsveitarinnar www.rem.com. Það eru alls 10 mix sem hægt er að nálgast á vefsíðunni, en verkefnið hefur hlotið nafnið REM.IX. Þcir sem remixa eru Andy LeMaster, Jamie Candiloro, Chef, Knobody/Dahoud Darien, Her Space Hoti- day/Marc Bianchi og enski snillingurinn Matthew Herbert, en lögin sem fá yfirhaln ingu eru The Lifting, ITI Take The Rain, She Just Wants To Be Me, l've Been High, Beachball og Summer Turns To Higb. Breska hljómsveitin The Specials var stofnuð í Coventry árið 1977. Á árunum 1979-1984 sendi hún frá sér þrjár stórar plötur sem hafa síðan haft mikil áhrif á tónlistarlíf í Bretlandi. Trausti Júlfusson rifj- aði upp sögu sveitarinnar í tilefni af endurútgáfu þeirra nýlega. Tonlistarleg blanda sem gekk upp Eitt af því sem þróaðist upp úr breska pönkinu á áttunda áratugnum var SKA-bylgjan sem blómstraði á árunum 1979-1982 með hljómsveitum eins og The Selecter, The Beat og Madness. Merkilegasta SKA-sveitin er samt eflaust The Specials, en stofnandi hennar Jerry Dammers var jafn- framt stofnandi 2-Tone útgáfunnar sem gaf út efni flestra tónlistarmanna hreyfingarinnar sem var skammlíf en skildi samt eftir sig nokkrar plötur sem eru meðal meistaraverka popptónlistar síðustu aldar. Prestssonur, fæddur á Indlandi Jerry Dammers fæddist á Indlandi árið 1954 en flutti tveggja ára til Englands þar sem hann bjó fyrst í Sheffield og síðan í Coventry. Faðir hans var prestur og hann hlaut strangt uppeldi, en undi því illa og sneri baki við flestum þeim gild- um sem fjölskyldan hafði í heiðri strax á unglingsárunum. Hann fór 16 ára í listaskóla þar sem hann eyddi mestum tíma í að búa til teiknimyndir, en eftir að hann útskrifaðist var hann í nokkrum hljómsveitum sem hétu flottum nöfnum, en voru ekki að sama skapi áhugaverðar tónlistarlega. Á með- al þeirra voru Peggy Penguin & The Southside Geeks og The Sissy Stone Soul Band. Þegar pönkbylgjan skall á varð Jerry fljótlega virkur á pönksenunni í Coventry. Hljómsveitin Specials hét í byrjun The Coventry Automatics og spilaði blöndu af pönki og reggítónlist. Þegar Johnny Rotten hætti í Sex Pistols fékk Jerry þá hugmynd að fá hann til liðs við sveitina og dreif sig til London til þess að reyna að hafa uppi á honum. 1 staðinn hitti hann Bernie Rhodes, umboðsmann Clash, sem bauð þeim félögum að hita upp fyrir Clash á næsta tónleikaferða- lagi, sem þeir gerðu, en í þeirri ferð spilaði líka New York- sveitin Suicide. Þeir breyttu nafninu í The Special A.K.A. fyrir tónleikaferðina. ÓLÍKUR BAKGRUNNUR Jerry var hljómborðsleikari og aðallaga- smiður sveitarinnar, en aðrir meðlimir voru gítarleikaramir Lynval Golding og Roddy Radiation, bassaleikarinn Sir Horace Gentleman, trommarinn John „Brad“ Bradbury og söngvaramir Terry Hall og Neville Staples. Þeir komu úr ólíkum bakgrunni og sveitin var ein af fáum á þessum tíma sem skipuð var bæði hvítum og svörtum. Terry hafði verið söngvari í pönkhljómsveitinni The Squ- ad en Neville, Lynval, Brad og Horace voru miklir reggí-, fönk- og soul-áhuga- menn. Neville var reyndar fæddur á Jamaica þar sem hann ólst upp til 12 ára aldurs. Specials náðu aldrei mjög langt með pönk- og reggí-blönduna, en þegar þeir fóru að blanda saman pönki og SKA-tónlist duttu þeir niður á kokkteil sem virkaði. SKA-tónlistin var fyrirrennari reggítónlistarinnar og varð til á Jamaica seint á sjötta áratugnum. Hún var hraðari og léttari en reggíið. Meðal spámanna uppmnalegu SKA- tónlistarinnar má nefna Prince Buster og sveitir eins og Skatalites og Maytals. Partístemning og kynþáttaóeirðir Fyrsta smáskífan Gangsters kom út í mars 1979 hjá 2-Tone útgáfúnni sem Jerry stofnaði. Þegar fyrsta stóra platan henn- ar kom út hafði hún breytt nafninu í The Specials. Platan var tekin upp af Elvis Costello og innhélt bæði ný lög og gamla SKA-smelli, t.d. Too Hot, Monkey Man og A Message To You Rudy sem íslenska pönksveitin Fræbbblamir geiði seinna útgáfú af. Tónlistin var bæði hröð og lffleg (tónleikar sveitarinnar voru gjaman allsherjar partí par sem hálfur sal- urinn endaði uppi á sviði), en textamir fjölluðu um samfé- lagsleg vandamál þessa tímabils, Too Much Too Young fjall- ar t.d. um unglingsstelpu sem verður ólétt og Concrete Jungle fjallar um kynþáttaóeirðir sem voru mjög algengar í Bretlandi á þessum ámm. Fyrsta platan, Specials, fékk mjög góðar viðtökur og það sama má segja um aðra plötuna, More Specials, sem kom út 1980. Á henni hafði tónlistin þróast mikið og áhugi Jerrys á kvikmyndatónlist litaði hana og gaf henni nýjan hljóm. í júlí 1981 kom smáskífan Ghost Town, en tveimur mánuðum eft- ir útkomu hennar hættu Terry, Lynval og Neville og stofh- uðu The Fun Boy 3, en hinir héldu áfram sem Special AKA og byrjuðu að vinna að næstu plötu. Hún tók þrjú ár í vinnslu og hlaut fyrir vikið nafhið In The Studio. Á henni er tónlist- in mikið breytt og hefúr þróast frá SKA- pönkinu yfir í djass-skotið popp. Platan inniheldur m.a. smellinn Nelson Mand- ela. In The Studio þótti alltaf töluvert lakari en fyrri plötumar tvær en hefur batnað með árunum. Nýjar ENDURÚTGÁFUR Tónlist Specials hefur haft mikil áhrif á breska tónlistarmenn. Tricky hefur margoft lýst þvf yfir að sveitin hafi gjör- bylt sýn hans á tónlist og lífið almennt og áhrifin heyrast jafht í verkum Bristol sveita eins og Portishead og Massive Attack og f breskri danstónlist hvort sem það eru 4 Hero, Doolally eða nú síðast The Streets. Plötumar þrjár með Specials vom nýlega endurútgefhar, endurhljóð- blandaðar og hver um sig inniheldur að auki tvö myndbönd. Specials var ein af fyrstu bresku hljómsveitunum sem voru skipaðar bæði svörtum og hvítum. hva8 fvrir skemmtileaar niðurstaða plö^udómar hvern? staðreyndir X-PRESS2Í ,V k k ,V .MuziKiizufi SKia-,2 1 Útgefandi: Skint/Skífan 1 Lengd: '51:31 min. ii fl m i Á M \ X-Press 2 ertríó skipað Ashley Beedle, Rocky og Diesel, en þeir eru allir plötu- snúöar og hafa verió áberandi á bresku house senunni frá upphafi. X- Press 2 varö til áriö 1993 þegar þaö gerði lagið Muzik X-Press. Þetta er fýrsta stóra plata X-Press 2, en þeir eiga aö Paki plötu frá ‘97 sem Ballist- ic Brothers. Þetta er plata fyrir þá sem hafa gaman af kraftmikilli danstónlist. Platan inni- heldur þæöi instrúmental klúbbasmelli eins og AC/DC, Smokemachine, Muzikizum og Supa- song, en líka sungin lög. David Byrne, Dieter Meier úr Yello og Steve Ed- wards sjá um sönginn. Lagið sem David Byrne syngur, Lazy, er búið aö vera mjög vinsælt undanfar- ið og fór m.a. f 2. sæti breska smá- skífulistans. Eins og oftast hjá David Byrne er ákveðið konsept á bak við textann í Lazy. Honum fannst danslag um það að vera latur skemmtileg hug- mynd. Muzikizum er ein af betri danstönlist- arplötum ársins hingað til. Þessi 10 lög eru öll i lagi, sándið er kraftmikið og uppbyggingin flott. Það er hins veg- ar ekki hægt að segja að hér sé eitt- hvað nýtt á feröinni. Ekki endilega tón- list framtíðarinnar, en skemmtileg tón- list samt. traustl júliusson \ Flytjandi: Edwyn Collins Platan: Doctor Syntax Útgefandi: Setanta/Skífan Lengd: 53:59 mín. ' ' VÁ\ * \ ; t. i J Þetta er fimmta sólóplata skoska tón- listarmannsins Edwyn Collins, en hin- ar tvær síðustu Gorgeous George frá 1994 og l'm Not Following You frá 1997 þóttu mjög góöar. Edwyn er sennilega þekktastur fyrir smellinn (Never Met) A Giri Like You. Edwyn Collins er einn af þessum popp- urum sem fara sínar eigin leiðir og skeyta ekkert um strauma og stefnur. Hann gerir tilraunir með sánd og stíla og allt á eigin forsendum, en losnar seint undan Bowie-áhrifunum. Plata fyrir þá sem hafa áhuga á sérlunduöu og metnaðarfullu poppi. Edwyn vakti fyrst athygli með hljóm- sveitinni Orange Juice sem gaf út þrjár plötur á árunum 1982-1984 og átti eitt metsölulag, Rip It Up, árið 1983. Sólóferill hans fór hægt og brösulega af stað, en þegar A Giri Like You sló í gegn 1994 komst hann á flug. Þetta er skemmtilegt safn af popplög- um sem koma nokkuð víða við bæði varðandi tðnlist og texta. Lögin eru misgóð en sándið er skemmtilegt, næstum eins og .framtíðarhljómur fyrri ára". Never Felt Like This, Mine Is At, The Beatles og 20 Years Too Late eru bestu lögin á ágætri plötu. trausti júliusson f ó k u s 10 24. maí2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.