Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2002, Síða 14
Hip hop-aðdáendur verða að taka næsta fimmtudagskvöld
frá því þá munu þeir Jeru The Damaja og Dj Tommy Hill
leika fyrir íslenskan almúga á Gauki á Stöng. Jeru hefur
verið að gera það gott í hip hopinu síðustu árin og nú fá
íslenskir aðdáendur hans loksins að berja hann augum.
Jeru og Fjalla-Tommi
flytja rímur
Hip hop-þáttur allra landsmanna,
Kronik, mun á fimmtudaginn kemur
bjóða til svakalegrar hip hop-veislu á
Gauknum. Hingað til lands eru vænt-
anlegir þeir Jeru The Damaja og Dj
Tommy Hill en þeir munu trylla lýð-
inn með rappi og rímum allt kvöldið.
Jeru er þessa dagana á ferðalagi um
Evrópu til að kynna nýjasta verk sitt,
plötuna Heroz for Hire, en hann hafði
áður gert plötumar The Sun Rises In
The East og Wrath Of The Math, sem
þykja báðar með bestu hip hop-plötum
sem gerðar hafa verið.
Jeru hefur vakið mikla athygli fyrir
sviðsframkomu sína í gegnum árin en
hann hefur alla tíð verið mjög pólitísk-
ur rappari þar sem hann hefur meðal
annars, ólíkt mörgum kollegum sín-
um, barist gegn öllu ofbeldi. Upphit-
un þetta kvöldið verður í höndum For-
gotten Lores, sem hafa gert það gott á
Muzik.is síðustu vikumar, en að auki
mun ein ung sveit taka nokkur lög, en
hún kallast O.N.E. Plötusnúðar
kvöldsins verða svo þeir B-Ruff og
Addi Intro en þeir munu þeyta skífur
á milli þess sem hljómsveitimar koma
sér fyrir.
Fjörið verður eftur sem áður á
fimmtudaginn og verður húsið opnað
kl. 21. Miðaverði er stillt í hóf og kost-
ar aðeins 1000 kall inn og þeir sem eru
18 ára og eldri verða gjaldgengir.
•Krár
■ léttir sprettir á Kringlukránni
Hljómsveitin stórfína Léttir sprettir verö-
ur á Kringlukránni í kvöld og þykir ansi
víst aö stuöið mun standa langt fram á
nótt þar á bæ.
■ Stuð á Vegamótum
Enginn annar en DJ Kári ætlar að
skemmta fólki með skífuþeytingi.
Hörkugaman.
■ F-ligta kosningavaka
F-listi frjálslyndra og óháöra heldur kosn-
ingavöku á Vídalín í kvöld. Létt skemmti-
atriöi og fritt inn.
■ Nv dönsk á Kaffi Rvík
Piltarnir geðþekku í Ný dönsk veröa á
Kaffi Reykjavík í kvöld og lofa skemmtun
af bestu gerö.
■ Bítlarnir í Vesturporti
Hljómsveitin Bítlarnir veröa á kosninga-
nótt í Vesturporti I kvöld og munu spila
góöu gömlu bítlalögin í kvöld á milli þess
sem tölur eru lesnar.
■ Plavers á Kópavogí
Tímavélin sem er hljómsveitin Sixties
veröa á Players í Kópavogi í kvöld og sem
endranær má stóla ■ á afbragösgóöa
skemmtun þar í kvöld.
■ úlrjK á Amsterdatn
Rokk-salsa-pönk-diskó-soul-trióiö Úlrik
mun spila á Amsterdam í kvöld og langt
fram á nótt.
■ SSSól á Gauknum
Engir aðrir en stuöboltarnir meö Gunna
„Skímó" Óla í SSSól veröa á Gauknum í
kvöld, öllum til óblandinnar ánægju.
■ Café Catalína í Kópavogi
Hljómsveit Hilmars og Ara Jóns spila á
Café Catallnu I Hamraborg.
MJUMate í Breiöholti
Hin yndislega Mæðusöngvasveit Reykja-
vlkur leikur og syngur á uppáhaldsbarn-
um sínum hinum eina og sanna Nikkabar
I Breiðholti. Það veröur sannkölluð kosn-
inga og eurovisonstemming þar I kvöld.
■ Stuö á Gullöldinni
í kvöld mun stórsveit Ásgeirs Páls spila á
Gullöldinni og trylla lýöinn, svo mikið er
vlst.
■ Magpdpn á O’Briens
Dúettinn Magadon veröur á O'Briens I
kvöld og mun skemmta gestum og gang-
andi.
•Klúbbar
■ Júróvisiónstemning á Spotlight
Það veröur sannkölluö Eurovision &
kosningastemming á Spotlight til miö-
nættis. Dj CESAR I búrinu.
Opið frá 1700-0600, 20 ára aldurstak-
mark og 500 kr. inn.
■ PJ Rally Crpss fl 22
Settu I fluggírinn og driföu þig á Club 22
I kvöld. Þar mun DJ nokkur Rally Cross
þeyta sklfur við mikinn fögnuö viö-
staddra.
■ Fiör á Píanóbarnum
DJ Geir Róvent heldur uppi fjörinu á PI-
anóbarnum við Hafnarstræti. Tilboö á
barnum.
•D jass
■ Jazz i Hafnarhusinu
Jazzmógúlarnir Kristian Jörgensen, fiðlu-
leikari ásamt Birni Thoroddsen, gítarleik-
ara og Jóni Rafnssyni, kontrabassaleikara
leika I Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús-
inu I dag.
•Sveitin
■ Kosningavaka í Egilsbúð
í Egiisbúö I Neskaupstaö veröur hörkufjör,
kosningavaka með besta móti. Þorfunkel,
Vladimir og Sævi verða á staðnum frá kl
23 - 03 og munu skemmta gestum.
■ Böm í verkum Halldórs Laxness
Kl. 14, hefst dagskrá I Safnahúsi Borgar-
fjarðar sem ber yfirskriftina: Böm I verkum
Halldórs Laxness. Nemendurí 7., 8. og 9.
bekk Grunnskólans I Borgarnesi lesa
valda kafla úr skáldsögunum Sölku Völku,
Heimsljósi og Atómstööinni og ýmis gull-
kom úr verkum Halldórs Laxness. Þá verða
flutt Ijóö eftir Halldór og tónlist sem samin
hefur veriö viö þau. Böm I verkum Halldórs
Laxness er samstarfsverkefni Safnahúss
Borgarfjaröar og Grunnskólans I Borgar-
nesi I tilefni af 100 ára fæöingarafmæli
skáldsins. Með umsjón dagskrár fara Is-
lenskukennarar I unglingadeild skólans:
Anna Guðmundsdóttir, Elín Kristjánsdóttir,
Kristín Einarsdóttir og Lilja Ólafsdóttir en
Birna Þorsteinsdóttir hefur umsjón meö
tónlistarflutningi. Börnin sem lesa voru öll
fulltrúar skólans á lokahátíöum stóru upp-
lestrarkeppninnar undanfarin ár. Safnahús
Borgarfjaröar er aö Bjamarbraut 4-61 Borg-
arnesi og eru allir velkomnir.
■ Spútnik í Grindavík
Hljómsveitin Spútnik mun spila á Sjávar-
perlunni I Grindavík I kvöld og sjálfsagt
veröur stuöiö á staðnum stjarnfræðilega
mikið.
■ Ijósbrá á Pollinum
Staöur: Við Pollinn. Bæjarfélag: Akureyri.
Hljómsveit: Ljósbrá. Tilefni: Endurkoma eft-
ir margra ára hlé. Stuð: Gífurlegt.
■ KK á Húsavík
Hinn góðþekki tónlistarmaöur KK er á ferð
sinni um landið og mun I kvöld stoppa á
Húsavík þar sem hann kemur til með að
spila á Gamla Bauk.
1 áms é Fi*il"lfT*ilni
Stórsveitin Á móti sól ætlar aö vera á Eg-
ilsstöðum I kvöld, á Hótel Valaskjálf,
ásamt DJ Þresti 3000 og Ijósálfinum Geira
glæsimenni. 18 ára inn og hörkugaman.
■ ÍSF á Sjallanum
Þeir eru komnir á heimaslóðir, þeir I í svört-
um fötum og ætla aö spila á Sjallanum I
kvöld. Það þarf ekki aö fara mörgum
orðum um fjöriö sem mun eiga sér staö
þar.
■ pgff á &MftM
Smellnu drengimir I Buff veröa á Eskifiröi I
kvöld, nánar tiltekiö I Valhöll þar sem Ijúfir
tónar munu óma langt fram á nótt.
■ Stuðmenn í Evium
Stuömenn veröa I Vestmannaeyjum I
kvöld, I Höllinni og aldrei aö vita nema Ein-
ar kaldi llti við og tjútti smá.
■ Berí HoaftiB
Stuöbandið Ber er I feiknalega miklu stuði
þessa dagana og veröa þeir á Kaffi Róm I
Hverageröi I kvöld. Glfúrlegt flör.
■ Bingó á Búðarkletti
0-73? Nei, llklega ekki. Þaö veröur einung-
is hijómsveitin Bingó sem ætlar aö spila
og skemmta Borgnesingum og nærsveit-
ungum á Búöarkletti I kvöld.
■ Geirmundur Valtvsson á Akurevri
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar verður
I stanslausu stuöi langt fram eftir nóttu á
Oddvitanum Akureyri.
•Leikhús
■ Jón Oddur ott Jón Biami
í dag sýnir Þjóðleikhúsið leikritiö um þá
bræður Jón Odd og Jón Bjarna en flestir
ættu aö kannast viö piltana úr sögum Guð-
rúnar Helgadóttur. Sýningar dagsins eru
tvær og fara þær fram á stóra sviöi Þjóö-
leikhússins. Hefst sú fýrri kl. 13 en sú síö-
ari kl. 16. Hægt er aö nálgast miða á sýn-
inguna I gegnum slma 5511200 eöa I af-
greiöslu Þjóöleikhússins.
■ Með ftilla vasa af grióti
í kvöld sýnir Þjóöleikhúsið verkiö Með fulla
vasa af grjóti eftir Marie Jones. Leikendur
eru Stefán Karl Stefánsson og Hilmir Snær
Guðnason en leikritiö er nýtt Irskt verö-
launaleikrit sem nú fer sigurför um leikhús-
heiminn. Verkiö fjallar um tvo Irska náunga
sem taka að sér að leika I alþjóðlegri stór-
mynd. fjölskrúðugar persónur verksins eru
allar leiknar af leikurunum tveimus^ar.
Sýningin hefst I kvöld kl. 20 og hægt er aö
nálgast miöa I slma 551 1200 eða I af-
greiðslu Þjóöleikhússins.
■ Virgínía Wootf?
í kvöld sýnir Þjóðleikhúsiö leikverkiö Hver
er hræddur viö Virginíu Woolf? eftir Edward
Albee. Martha og George bjóða ungum
hjónum I eftirpartý en eftir þvl sem líður á
nóttina verður Ijóst að hér er ekki um neitt
venjulegt heimboö aö ræða. Magnþrungið
verk um grimmileg átök sem er jafnframt
eitt frægasta leikrit tuttugustu aldarinnar.
Sýningin hefst kl. 20 en miðapantanir eru
I slma 551 1200. Þetta er allra síðasta
sýning.
■ Með vífið í lúkunum
Borgarleikhúsiö sýnir I kvöld leikritiö Með
vífið I lúkunum eftir Ray Coone. Leikritið
hefur verið til sýningar lengi vel og þaö viö
miklar vinsældir. Sýningin I kvöld hefst kl.
20 og eru örfá sæti laus og miöa má nálg-
ast I slma 568 800. - Jón Jónsson leigubíl-
stjóri lifir hamingjusamlega tvöföldu lífi.
Hann býr á einum staö meö Maríu og I öör-
um bæjarhluta með Barböru, en sveigjan-
legur vinnutlmi leigubílstjórans gerir horv-
um kleift að sinna báöum heimilum eftir
nákvæmri stundatöflu. Einn daginn gerir
góðverk það aö verkum aö hann fær högg
á höfuðiö og tímaáætlunin riölast svo um
munar. Með aöstoö nágranna slns og góð-
vinar reynir hann aö bjarga þvl sem bjarg-
að veröur og foröa þvl að eiginkonumar
komist að hinu sanna. Þegar lögreglan og
blööin fara aö hnýsast I einkalíf hans flæk-
ist málið til muna.
■ Fyrst er að fæðast
Leikritið Fyrst er aö fæðast fjallar um Axel
sem var aö skilja viö Dúllu, því hann bæði
elskar hana og elskar hana ekki. Sissa
hefur þann undarlega galla að þola ekki að
sjá laufið falla af trjánum og fólk yfirgefa
hvert annað og getur ekki stillt sig um að
sþyrja hvers vegna. Viktor er mígrenisjúk-
iingur sem fær gjarna köst ef fólk talar of
mikið en Volgeir reynir að sjá samhengi
hlutanna. Verkiö er sýnt á Nýja sviði Borg-
arleikhússins og hefst sýningin kl. 20 og
hægt er að nálgast miða hjá Borgarleik-
húsinu I slma 568 800.
■ Gesturinn
í kvöld sýnir Borgarleikhúsið verkiö Gestur-
inn á litla sviðinu. Á þessari vitfirrtu en al-
varlegu nóttu reynir Freud aö átta sig á hin-
um furðulega Gesti. Trúleysinginn Freud
sveiflast á milli þess að halda aö hann
standi frammi fyrir Guöi og grunsemda um
aö gesturinn sé geösjúklingur sem sloppið
hefur af geöveikrahæli þá um kvöldiö. Höf-
undur er Eric-Emmanuel Schmitt en helstu
leikendur eru þau Gunnar Eyjólfsson, Ingv-
ar E. Sigurösson, Jóna Guörún Jónsdóttir
og Kristján Franklín Magnús. Leikstjómi er
Þór Tulinius en miðapantanir fara fram I
íma 568 800. Þetta er næst síöasta sýn-
ing.
■ Rauóhetta
Ævintýrið um Rauðhettu veröur sýnt I dag I
Hafnarjarðarleikhúsinu. Verkið er eftir
Charlote Böving en sýningin hefst stund-
vlslega kl.14 og miöapantanir fara fram I
slma 555 2222.
■ Sellófon
Sellófon er kærkomin innsýn inn I daglegt
llf Ellnar sem hefur tekið að sér það hlut-
verk I llfinu aö halda öllum hamingjusöm-
um, nema ef til vill sjálfri sér.
Á gamansaman hátt er skyggnst inn I líf El-
ínar sem er tveggja bama móðir I ábyrgö-
arstööu hjá tölvufyrirtæki á milli þess sem
hún tekur til sinna ráöa til þess að við-
halda neistanum I hjónabandinu. Björk
Jakobsdóttir er handritshöfundur en hún er
jafnframt eini leikarinn I sýningunni. Verkið
er sýnt I Hafnarfjarðarleikhúsinu I kvöld kl.
20.
•Opnanir
■ Hollenak list í Nýlistasafninu
Framlag Nýlistasafnsins til Listahátíöar
2002 er að þessu rinni sýning hollenska
myndlistarmannsins Aemout Mik. Sýningin
verður I nýjum sal safnsins að Vatnsstíg 3
og veröur oþnuö klukkan 16. Á sýningum
slnum skapar Mik oftast nýtt umhverfi I
sýningarrýminu, byggir veggi, herbergi,
ganga o.sf.rv., allt eftir svigrúmi. Stundum
er um aö ræöa einhvers konar völundar-
hús byggt úr lágum veggjum sem áhorf-
andinn sér yfir ef hann stendur á tánum,
stundum einhvers konar klefar og eitthvað
á milli arkitektúrs, skúlptúrs og sýningar-
rýmis. Inn I þennan ramma fellir hann svo
myndbandsverk sln. Allt þetta myndar
heildarrými fyrir áhorfandann.
■ 3 svningar í Galleri Fold
Kl. 15 veröa opnaðar þrjár listsýningar I
Gallerii Fold við Rauðarárstíg. Tryggvi
Ólafsson opnar málverkasýningu I Bak-
salnum, Olga Pálsdóttir opnar sýningu á
grafíkverkum I Rauöu stofunni.
Sýninguna nefnir listakonan Reykjavlk. Og
aö lokum opnar Emil Þór Sigurðsson Ijós-
myndasýningu I Ljósfold.
Galleri Fold er opiö daglega frá kl. 10 til
18, laugardaga frá kl. 10 til 17 og sunnu-
daga frá kl. 14 til 17. Sýningunum lýkur 9.
júnl. Ath: í tilefni komu Tryggva Ólafssonar
til landsins og þess aö opnunardaginn ber
upp á kjördag, bjóöum viö m.a. upp á
Gammel dansk við opnunina. Af sama til-
efni efnum viö til listmunahappdrættis á
opnunardaginn. Allir sem koma á opnun-
ina milli kl. 15 og 16 fá afhent happanúm-
er. Dregiö veröur úr númerunum um kl. 16.
Vinningar eru listaverk eftir listamennina
þrjá sem opna sýningar I galleriinu jjennan
dag.
erjir ^erða hvar?
Kosningavaka og SUS-partí
„Helgin verður undirlögð af
kosningunum en Samband
ungra sjálfstæðismanna stendur
fyrir partíi í kvöld og ég býst
fastlega við að ég muni verða þar.
Á morgun eru svo náttúrlega
kosningamar sjálfar og það verð-
ur heilmikið að gera í kringum
þær, og svo þarf ég auðvitað að
kjósa sjálf. Um kvöldið verður
svo kosningavaka sjálfstæðis-
manna á NASA og þar verð ég
væntanlega eitthvað fram á
kvöld. Á sunnudag ætla ég að
gera sem minnst og slappa vel af
eftir langa og erfiða kosninga-
baráttu.“
Margrét Einarsdóttir, lögfræði-
nemi og frambjóðandi á D-listan-
um
Gæsun og próf
„Á föstudagskvöldið er ég að
læra undir próf í Tækniskól-
anum. Á laugardaginn byrja ég
á því að taka prófið og mæti svo
í gæsun hjá vinkonu minni. Á
sunnudaginn er svo leikur og
því mun ég taka það frekar ró-
lega á laugardagskvöldið.
Sunnudagskvöldinu mun ég
svo verja heima í rólegheitum
yfir sjónvarpinu.“
Pálína Guðrún Bragadóttir,
kriattspymukona í KR
f ó k u s 24. maf 2002
KOSNINGASTÚSS OG SVEFN
„1 dag hef ég mikinn hug á að
kfkja á Ingólfstorg kl. 17, þar sem
þar verða ræðuhöld og skemmti-
atriði, og í kjölfarið kíki ég eitt-
hvað út á lífið, en við í R-listanum
munum standa fyrir heljarinnar
sprelli um kvöldið. Það fyrsta sem
ég geri svo á laugardag er að
kjósa, vitaskuld, og um kvöldið
mun ég sækja kosningavöku á
Broadway, í bland við kosninga-
partí hjá vinafólki, sem er að vísu
blandað R- og D-listafólki, en
sem betur fer eru allir vinir. Á
sunnudag ætla ég að sofa, sofa og
aftur sofa og faðma manninn
minn.“
Marsibil Sæmundsdóttir, fram-
bjóðandi á R-listanum