Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2002, Side 4
Frikki tekur upp kúbeinið Friðrik Weisshappel hefur selt sinn hlut f Kaupfélaginu og er ekki lengur fram- kvæmdastjóri staðarins. Friðrik vinnur þó enn þá á staðnum en hann hefur í hyggju að draga sig smám saman frá staðnum og leggja kraffa sína að fullu í húsasmíðar. „Mér líður betur með kúbein í hendinni en sjússamæli," sagði Frikki þegar Fókus sló á þráðinn til hans og spurði um ástæð- ur þessara breytinga. Friðrik er þessa dag- ana kominn á fullt í húsaframkvæmdir og er einnig að byggja sér sumarbústað fyrir austan. Að öðru leyti vildi hann lítið gefa upp um plön sín næstu mánuðina en ef að líkum lætur þá situr hann varla aðgerðar- laus. Skjót svör á totalradgjof.is Hitt húsið hefur opnað nýjan vef sem kallast Tótalráðgjöf. Tótalráðgjöfin er hraðvirk og heildræn og er hugsuð fyrir allt ungt fólk á aldrinum 16-25 ára sem á við einhvers konar vanda að etja.Hægt er að senda spumingar um hin ýmsu málefni á tölvupósti af heimasíðunni totalrad- gjof.is varðandi t.d fjármál, kynlíf og bam- eignir, sálfræðiaðstoð og samskipti við for- eldra og skóla svo fátt eitt sé nefnt. Lagt er upp úr því að fólk fái skjót svör en það er einnig hægt að mæta í Hitt húsið og hitta ráðgjafana á ákveðnum viðtalstím- um. Tótalráðgjöfin er samstarfsverkefni nokkurra stofnana og samtaka. Aðilar að samstarfinu eru: Hitt húsið, Félagsþjón- ustan í Reykjavík, SÁÁ, Fræðslusamtök um kynlíf og bameignir, Landsbankinn, o.fl. Það er um að gera fyrir unglinga að nýta sér þessa þjónustu sem kostar ekkert. OG UPPLYSINGAMIÐSTqq Hitt HúUð Eftir að hafa verið í rúm n ár í bransanum hefur hljómsveitin Forgarður helvítis loksins gefið út breiðskífu. Gripurinn heitir Gerningaveður og mun vera hraðasta og grófasta plata sem komið hefur út í sögu íslands, að sögn meðlima. Við hittum strákana og ræddum við þá um eilífðarpönk, fyrrver- andi hasshausa, einokun Skífunnar og virðingu gamalmenna. Ekki eins og fólk er flest „Ef það er eðlilegt að vera eins og fólk er flest þá er ég feginn því að vera óeðlileg- ur,“ segir Sigurgrfmur Jónsson, gítarleikari Forgarðs helvítis, en hljómsveitin hefur nú verið starfandi í rúm 11 ár og er ekk- ert á leiðinni að hætta. „Sumum firtnst það kannski skrýtið að við séum enn þá svona miklir rokkarar en fyrir okkur er þetta alveg jafn eðlilegt og það er fyrir annað fólk að horfa á sjónvarpið eða fara á hestbak. Við ætlum ekkert að hætta að sinna okkar aðaláhugamáli þótt aldurinn færist aðeins yfir okkur. Forgarðurinn hættir aldrei, það tekur því bara ekki að hætta úr þessu. Ætli við verðum ekki að þessu þangað til við deyjum." Ekkert Skífu-rugl Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar kom út í vikunni sem leið og ber hún nafnið Gemingaveður. Forgarðurinn hóf upptökur á verkinu síðla síðasta sumar en nú er gripurinn loks fáanlegur. „Þetta er búinn að vera langur prósess. Þetta er fyrsta stóra platan okkar en við höfum áður gert minni plötur, verið á safndiskum og 7 tommum. Þetta verður sem sagt fyrsta heilsteypta platan okkar,“ seg- ir Sigurður Harðarson, söngvari sveitarinnar, og bætir við: „Við tök- um engan þátt í þessu Skífu-rugli og seljum því plötuna bara sjálfir á tónleikum og í plötubúðum sem eru tilbúnar að ganga að okkar skil- yrðum. Það eru að sjálfeögðu Hljómalind, Japis á Laugavegi og Hljóð- húsið á Selfossi." Forgarður helvítis stendur algerlega á eigin fótum hvað útgáfumál varðar og tóku þeir allt efnið upp sjálfir á ffekar óvenjulegum stað. „Við leigðum félagsheimili úti á landi. Fórum af stað með græjum- ar, stilltum upp og lágum þarna í 10 daga við upptökur. Platan átti svo að koma út í september en það misfórst eitthvað. Það fóru sem sagt 9 mánuðir í hljóðblöndun," segir Magnús Halldór Pálsson bassa- leikari og Siggi bætir við: „Sándmaðurinn er nefnilega fyrrverandi hasshaus og tímasetningamar lagast ekkert hjá þeim þótt þeir hætti að reykja hass. Þannig að við þurftum að sparka nokkmm sinnum í hann. En plat- an er komin út og það er það sem skiptir máli. Markmiðið var að gera hröðustu og grófustu plötu Islandssögunnar, og það tókst.“ Snúa alltaf aftur Þrátt fyrir að Forgarður helvítis hafi verið starfandi lengi og á þeim tíma tekið litlum breytingum hafa þeir reglulega átt upp á pallborðið hjá landanum. Þeir hafa enn fremur skapað sér ákveðinn virðingar- sess hjá íslenskum rokkunnendum sem kunna alltaf að meta hávað- ann frá Forgarðinum. „Það er stór hópur í dag sem vill hlusta á svona tónlist oo hefur gaman af. Pönkið kom um ‘80, dauðarokkið ‘90 og svo hardcore-ið 2000 þannig að við skjótum alltaf aftur upp kollinum. Við höfúm aldrei getað flokkast sem hreinræktað pönk, né dauðarokk eða hardcore en við höfum samt alltaf passað einhvem veginn inn í þetta. Við fáum líka virðingu út af aldrinum, erum búnir að skapa okkur ákveðinn sess sem elsta bandið í bransanum.“ Forgarður helvítis heldur svo útgáfutónléika á morgun í Hinu hús- inu en þar munu nokkrar aðrar sveitir heiðra Forgarðinn með nær- veru sinni. „Þetta er á morgun kl. 18 í Hinu húsinu. Við viljum hafa þetta á þessum stað á þessum tíma svo að hver sem er geti komist. Það verð- ur sem sagt ekkert aldurstakmark og ókeypis inn en Spildog, I Adapt og Eco -Warrior verða þama líka. Diskurinn verður svo að sjálfeögðu til sölu á staðnum fyrir þá sem hafa áhuga en við erum líka að gefa út annan live-disk með fúllt af böndum. Hann verður seldur á 500 kall og inniheldur lög frá styrktartónleikum Dordingull.com. Það eru hlómsveitir eins og 1 Adapt, Dys, Sólstafir, Andlát, Citezen Joe og Down to Earth sem eiga lög á disknum.“ „Við fáum virðingu út af aldrin- um, erum búnir að skapa okkur ákveðinn sess sem elsta bandið f bransanum." MTVUFOEM S:5S5-OW0 'mmvríMLM& 1 PlayStation 2 Stundaðu innhverfa íhugun eins og hún gæti orðið þín síðasta. f ó k u s 4 14. júní2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.