Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2002, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2002, Side 12
Ekkert er tilviljun í náttúrunni, tautaði þýski túristinn andaktugur meðan hann horfði á mýflugurnar eðla sig á stráinu. Og auðvitað hafði Reinhard fullkomlega rétt fyrir sér. Hvort sem menn vilja þakka Guði eða þróun með náttúruvali er óneitanlega magnað hvað rökfesta, nytjahyggja og keðjuverkun eru áberandi lykilorð í lífríkinu. En það eru ekki bara yfirskeggjaðir, berleggjaðir Bæjarar í einsmannstjaldi á Fimmvörðuhálsi sem eru nánast stumm yfir þessu undri sem lífið er. Allir hafa einhvern tímann lent í því að spyrja sig, þegar þeir þykjast taka eftir enn einu dæminu um mikilfengleika lífsins: Hvers vegna? flnatómía fyrir flra litlo Hvergi hefur betur tekist að fanga í orð- um hið óendanlega spumingaflóð sem böm spúa út úr sér um alla skapaða hluti en í ljóðinu um hann Ara litla. Snáðinn sá var óþreytandi við að krefjast refja- lausra skýringa á aðskiljanlegustu hlutum, til að mynda bláma himinsins, offitu afa síns og varpi hæsnfugla. Eins og ljóðaunnendur vita var ekki laust við að nokkurs pirrings gætti hjá for- ráðamönnum Ara yfir fróðleiksfýsn patt- ans. Er það miður og ekki til eftirbreytni. Hins vegar hefði auðvitað verið kjörið ef þeir hefðu í staðinn beint þeim tilmælum til Ara að hann skilgreindi spumingar sínar betur, setti þær ffam á markvissari hátt og takmarkaði þær við ákveðið svið í einu. Þannig gæti hann náð fram hagræð- ingu, betra svarhlutfalli og minni geð- röskun hjá fullorðna fólkinu. Og auðvitað orðið nokkurs ffóðari í leiðinni. Einmitt þess vegna beinum við nú sjón- um að þrengra sviði en heiminum í heild: nefriilega mannslíkamanum, musterinu sjálfu. Spurt er: Hver er tilgangurinn með hinum ýmsu líkamspörtum? Hvers vegna höfum við...? Brincuhár Brjóstvöm hins sanna karlmanns. Ekki bera allir gæfu til að skarta myndarlegum brúski. Flagaraffumskógurinn á að virka vel við maka- leit en þar fyrir utan verður ekki séð að tilvist hans gegni neinum öðmm tilgangi. Nema ef vera skyldi þeim að Andy Garcia og Alec Bald- win hafi eitthvað að gera. Handarkriki Krikinn er bráðnauðsynlegur tilteknum starf- stéttum, einkum kennurum. A litlum, ein- angmðum „bletti“ eru samankomin mýgrútur svitakirtla og ræktarlegur hárvöxtur. Þetta er uppskriftin að svitakófi, ólykt og tilmenrium viðbjóði. Það fer því ekki á milli mála hversu mikil snilld það er hjá æðri máttarvöldum að hafa staðinn eins lítt áberandi og einangraðan og raun ber vitni: Falinn af handleggnum er dökki krikabletturinn hulinn óvægnum aug- um náungans auk þess sem svitapestin er tempmð með einangrun upphandleggsins, sem liggur þétt upp við „blettinn" og heldur óþefri' um f skefjum. Til að kunna að meta verkffæðina á bak við staðsetningu „blettsins" má fmynda sér hversu ógeðfellt það væri ef hann — með öllum sínum svitakirtlum, vessum og lftt geðslegu fúnksjón - væri staðsettur á öðrum og meira áberandi stað líkamans, til að mynda bringunni. Hver vildi svo sem vera með „kennara“ á bringunni? Eyru Eina afsökunin sem hvftir hafa fyrir að vera með affó. FlNGUR: Þumall Þumallinn er fingur fátæka mannsins: Hann gerir fólki kleift að komast leiðar sinnar með því að biðla til miskunnsamra ökuþóra. Einnig er hann mikilvægur sem snuð fyrir fátæku börn- in. í uppréttri stöðu tjáir hann ánægju - eins og vissir aðrir líkamspartar - og hefur sem ’slík- ur verið misnotaður af nördalegum kvikmynda- gagnrýnendum. VÍSIFINGUR Innbyggt fjölnota snyrtitól, afar víðtækt notagildi sem eymapinni, snýtiklútur, tann- stöngull og fleira. Einnig kynlífshjálpartæki ffamar öðrum fingmm og uppistaðan í fagni Al- ans Shearers. Langatöng Afar dónaleg alþjóðleg táknmálsskammstöf- un. Baugfingur Tilgangslaus nema fyrir þá sem segja já. Varir (á konum) Blóðrauðar hjálpa þær laganna vörðum að hafa hendur í hári keðjureykjandi tálkvenda. Litlifingur Omissandi við snobb þegar sötrað er te úr næfúrþunnum postulínsbollum með pastel- mynstri. Neglur Koma við sögu á hverjum degi, bæði aktívt og passívt. Aktívt ber neglurnar sennilega hæst sem skásta kostinn í vægast sagt þunnskipuðu með- fæddu vopnabúri mannslíkamans. Geta verið stórhættulegar sé þeim beitt rétt. Án nagla væri líka til dæmis svissneski vasahnífúrinn álíka hentugt og meðfærilegt fyrirbæri og sprunginn gúmmíbátur í Sahara. Þær geta líka reynst hjálplegar við að koma upp um ótrúa eiginmenn þar sem nöglum virðist hætta til að rista upp og setja mark sitt á baksvip hinna ótrúu. Passívt tengist tilvist naglanna helst geð- heilsu fólks og þá í tvennum skilningi, jákvætt og neikvætt. Annars vegar þykir sumum fró í þvf að spæna þær t sig með tönnunum og róa þær þá taugamar. Hins vegar valda þær ógur- legum geðsveiflum hjá kvenkyninu ef þær klofria, broma eða skaddast á einhvem hátt. Geirvörtur (á karlmönnum) Það eina sem kemur í hugann eru eiginlega eftirfarandi aðstæður: Skip sekkur, karlmaður kemst af á fleka ásamt komabami. Engar vist- ir, ekkert vatn. Bamið verður svangt. Bamið fer að gráta. Maðurinn gerir allar mögulegar og ómögulegar tilraunir (um aðferðir, sjá hinar ýmsu ævintýrabækur og kvikmyndir) til að út- vega fæðu. Bamið grætur, hamstola. Maðurinn tvístígur, áhyggjufullur, ráðalaus. Að lokum staðnæmist hann, verður harður og ákveðinn í framan, tekur erfiða ákvörðun. Hann rífúr af sér skyrtutætlumar, tekur ryðgaðan hníf/gler- brot/rakhníf eða eitthvert annað eggvopn, ber það hægt að brjósti sér. Mundar vopnið, andar djúpt, sníður eldsnöggt!... - og fljótlega hættir bamið að gráta. Ef Ara finnst þetta of langsótt verður jafnvel Fókus að játa sig sigraðan. Ara er þá bent á Vís- indavefinn, hvers vegna — vegna þess. texti: Finnur Vílhjálmsson eriir verðo hvor? fókus 14. júnf 2002 Spilahelgi á Ísafirði ,,Eg er að fara að spila í Sjallanum á Isafirði og grilla með hljómsveit- inni áður en við förum að spila. Á laugardaginn ætlar hljómsveitin að fara saman á sjóstöng og skemmta sér. Svo spilum við aftur í Sjallanum á 18 ára balli. Á sunnudaginn fer ég fyrst út að borða með vinkonu minni á veitingahús og svo spilar hljómveitin á Players í Kópavogi.“ Vaíur í Butt' ercup SUMARBÚSTAÐARHELGI „Um helgina ætla ég að vera uppi í sumarbústað með fjölskyldunni minni og vinna í garðinum.“ Bubbi Morthens tónlistar- maður Letihelgi „Á föstudaginn ætla ég ekki að gera baun í bala. Á laugardag ætla ég ekki heldur að gera neitt sér- stakt. En á sunnudaginn verð ég að undirbúa ráð- stefnu fyrir 17. júní.“ Páll Oskar tónlistarmað- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.