Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2002, Blaðsíða 10
OUARASHI BYRJAR VEL íJAPAN Tónleikaferð Quar-as- hi í Bandaríkjunum held- ur áfram og aðdáendum hennar fer greinilega fjölgandi. Þegar eru komnar f loftið nokkrar aðdáendavefsíður og myndin hér að ofan, sem sýnir þá félaga árita plötu í Chicago, er tekin af einni slíkri. Jinx er að nálgast 100 þús. eintökin ísölu í Bandarfkjunum sem telst nokkuð gott fyrir fyrstu plötu þó að hún sé kannski ekkert að ógna Eminem eða Nelly. Það hafði skapast töluverður áhugi fyrir Quarashi í Japan og nálægt 20 þús. eintök höfðu selst af innfluttum ein tökum áður en platan kom út þar í landi 19. júní. Þcgar hún kom út fór hún hins vegar beint í48. sæti japanska listans sem auð- vitað er frábær árangur. Japanska útgáfan innihcldur 2 auka- lög, Switchstance og Into Your Arms. Thrill Jockey UNDIRBÝR 10 ÁRA AFMÆLISVEISLUNA Plötuútgáfan Thrill Jockey í Chicago er íslendingum að góðu kunn, þökk sé litla risanum við Laugaveginn, plötubúðinni Htjómalind. Útgáfan er nú á sínu 10. starfsári og til þess að halda upp á tímamótin verður haldin þriggja daga afmælishátíð í New York dagana 5.-7. september nk. Meðal þeirra sem koma fram á afmælistón- leikunum sem hatdnir verða í Irving Plaza og Bowery Batlroom eru Tortoise, íslandsvinirnir 1 Trans Am, Bobby Conn (mynd), Chicago Underground Duo, Mouse On Mars, Sea 8 Cake, Fred Anderson, Freakwater, Eleventh Day Dream og Lonesome Org- anist. Auk þess verður sýnd ný kvikmynd þar sem nokkrir aðdá endur útgáfunnar tjá sig um hana, þ.á m. Thurston Moore úr Sonic Youth, Steve Albini og Björk. Safnplata með Björk væntanleg í SEPTEMBER Björk Guðmundsdóttir sendir frá sér safnplötu t haust. Lögin á hana voru valin með hjálp notenda vefsíðunnar hennar, bjork.com, í vor. Á plötunni verða 13 af þekkt- ustu lögum hennar ásamt nýju lagi sem hún gerði með San Francisco dúóinu Matmos, It’s In Our Hands. Önnur lög á plötunni eru: All Is Full Of Love, Hyper- ballad, Human Behavious, Joga, Bacheiorette, Army of Me, Pag- an Poetry, Big Time Sensuality, Venus As A Boy, Hunter, Isobel, Possibly Maybe og Play Dead. Smáskífulög eins og It’s Oh So Quiet, Hidden Place og Violently Happy komust sem sagt ekki á plötuna sem kemur á óvart og ekki heldur Arabadrengurinn sem kemur aðeins minna á óvart... Auk safnplötunnar er von á tónleikum Bjarkar frá Royal Opera House í London í desember sl. á DVD íágúst. Lífið eftir Audiogalaxy Eins og kunnugt er læsti tónlistarvefurinn vínsæli Audioga- laxy öllu efni nýlega eftir málshöfðun bandartskra plötufram leiðenda en hann hafði verið leiðandi fyrir áhugamenn um tón- list í mp3 formi eftir að frumherjinn Napstervar kveðinn í kút- inn. Eftir fall Audiogalaxy hafa nýjarvefsíðurtekið við. Hér eru nokkrar þeirra: KaZaA (www.kazaa.com), WinMX (www.win- mx.com), SoulSeek (www.soulseek.org), LimeWire (www.limewire.com), Direct Connect (www.neo-modus.com) og Blubster (www.blubster.com). Enginn þessara vefa kemst með tærnar þar sem Audiogalaxy hafði hælana hvað alhliða úrval og auðveldni í notkun varðar en þeir eru allir vaxandi og gera sitt gagn þó að maður þurfi stundum að hafa töluvert fyrir þeim. KaZaA og WinMX eru taldir bestir fyrir alhliða tónlist en Soul- Seek ber af fyrir áhugamenn um raftónlist og hip-hop. Gagnrýnendur hafa tekið nýju Oasis-plötunni Heathen Chemistry mis- vel en aðáendur sveitarinnar virðast ekkert vera að fá nóg af henni ef miðað er við þær frábæru viðtökur sem hún hefur fengið á tónleikum sínum í Evrópu undanfarið. Engin ladeyða í hugskoti Gallagher-bræðra Þeir Gallagher- bræður Noel og Liam keppast við að lýsa því yfir þessa dagana að nýja Oas- is-platan, Heathen Chemistry, sé þeirra langbesta plata stðan frumburðurinn Def- initely Maybe kom út haustið 1994- Eiga næstvinsæl- ustu plötu breskrar tónlist- ARSÖGU Oasis var stofnuð í Manchester árið 1991 og náði rnikl- um vinsældum. Sveitin var ein af að- alnöfhum britpop- bylgjunnar og var sú breskra hljómsveita sem seldi mest af plötum á tíunda ára- tugnum, ekki síst vegna gríðarlegrar sölu annarrar plöt- unnar, What’s the Story Moming Glory, sem kom út 1995 og er næstmest selda breska platan í sögunni, aðeins Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band með Bítlunum hefur selst meira. Næstu tvær plötur, Be Here Now (1997) og Stand- ing on The Shoulder of Giants (2000), þóttu töluvert lakari og í seinni tíð hafa Gallagher-bræðumir vakið meiri athygli fyrir alls konar yfirlýsingar um aðra tón- listarmenn og skrautlegt einkalíf sitt heldur en fyrir að búa til eftirminnilega tónlist. Sú hugmynd hefur meira að segja verið nefhd að búa til raunveruleikasjón- varspþáttaröð í anda The Osbournes sem héti The Gallaghers. Meira í grfni en al- vöru auðvitað, en það gætu örugglega orð- ið nokkuð litríkir þættir því að þeir láta allt vaða, þeir eiga frægar og sætar kærustur og svo væri Lennon líka per- sóna í þáttunum ... Þrátt fyrir slakar plöt- ur hefur Oasis samt tekist að halda stöðu sinni sem kraftmikil og vinsæl tónleika- sveit. Hálfvitar og tækifærissinnaðir ómerkingar Deilur Noels Gallaghers og Damons Albarns úr Blur voru mikið auglýstar fyrir nokkrum árum og nýlega endur- vakti Noel þær þegar hann kallaði Það er alltaf sami kjafturinn á strákunum í Oasis, sama þótt nýja ptatan þeirra fái vægast sagt misjafna dóma. Damon ýmsum miður prenthæfum nöfn- um (t.d. „cuntfuck") og lýsti því yfir að Gorillaz-söngvarinn væri tækifæris- sinnaður ómerkingur tónlistarlega. Noel hefur líka að því er virðist endalausan tíma til þess að gefa skít í Robbie Willi- ams og nýlega bættust svo Thom Yorke og Radiohead 1' hóp þeirra tónlistar- manna sem fara í taugamar á honum. Og Strasailor. Og svo kallaði hann krúttið hana Kylie Minogue „djöfulleg- an lítinn hálfvita“. Og Liam lýsti því yfir eins og frægt varð að hann ætlaði að fara í golf með hausinn á George Harrison eftir að sá síðarnefhdi dissaði hljómsveit- ina. Einhver mundi kalla þetta minni- máttarkennd en það verður að viðurkenn- ast að það er skemmtilegra að lesa viðtöl við Oasis heldur en sveitir eins og Trav- is sem hafa frá engu að segja og ekkert slæmt að segja um nokkurn mann ... Og þó að Noel spari ekki fúkyrðin þá er hann líka ánægður með sumt. „Það er frá- bær tími fyrir gítartónlist núna,“ segir hann „ég elska Hives, Soundtrack of Our Lives og Black Rebel Motorcycle Club. Og nýja Doves-platan er alveg einstök" Og þeir í Oasis eru líka miklir Strokes-menn. Glæsileg endur- koma eða nagli í líkkistuna? Heathen Chem- istry er fyrsta Oasis- platan sem er tekin upp með nýrri mannaskipan og lfka sú fyrsta sem Noel Gallagher semur ekki langflest lögin á. Af 11 lögum sem- ur hann bara 6, Liam litli bróðir 3 og nýlið- amir Gem Archer og Andy Bell sitt lagið. hvor. Lög Li- ams eru alls ekki síðri en Noels á plötunni þó að þau þyki minna töluvert á John Lennon. Eins og áður segir hefúr platan fengið mis- jafna dóma, tímaritið Q, sem hingað til hefur stutt sveitina dyggilega, sló þvf t.d. upp á forsíðu að plat- an væri hrikalega lé- leg og margir vilja halda því fram að Noel vanti einfald- lega innblástur til þess að semja nógu góð lög. En svo eru aðrir, t.d. NME, sem segja plötuna glæsilega endurkomu Oasis eftir öldudal síðustu ára. Eina leiðin til þess að gera upp hug sinn hvað þetta varðar er auðvitað að hlusta á plötuna. Mikil tónleikasveit Oasis hafa verið að spila á tónleikum undanfarið við góðar undirtektir. Það vakti athygli á tónleikum þeirra í Frakk- landi nokkru fyrir útkomu plötunnar að tónleikagestir sungu fullum hálsi með í nýju lögunum sem sýnir að það hafa margir sótt þau á Netið. Það virðist þó ekki hafa nein áhrif á söluna þvf að plat- an fór beint á toppinn í Bretlandi og rauf 5 vikna toppsetu Eminem. Um síðustu helgi hélt sveitin svo þrenna risatón- leika í Finsbury Park-garðinum í Norður- London og náði upp frábærri stemningu þrátt fyrir suddaveður. Þeir enduðu fyrstu tónleikana á því að minnast á Who- bassaleikarann John Entwhistle, sem lést nýverið, með því að spila ffægasta Who lagið, My Generation. texti: Trausti Júlíusson hva8 fvrir skemmtileaar ni&ursta&a plöYudómar hvern? sta&reyndir p vT v 'k k k ★ k **' SpH Flytjandi: Antipop . ^ Consortium jS ^ k Platan: Arrhythmin 'ÍC V- Útgefandi: Warp/Smekkleysa Lengd: 43:17 mín. Arrhythmia er önnur plata hinnar fram- sæknu New York rappsveitar Antipop Consortium og sú fyrsta sem þeir gera fyrir breska raftónlistarrisann Warp. Sveitin er skipuð þeim High Priest, Beans og M. Sayyid, sem rappa, og pródúsemum ótrúlega, M. Biaize. Antipop Consortium eru sönnun þess aö hip-hop getur veriö hvaö sem er. Það er hægt aö rappa yfir alls konar tónlist. Þessi plata er fýrir þá sem vilja heyra eitthvað nýtt og ferskt. Það má segja að Antipop hafi tekið viö af De La Soul sem fánaberar óheftrar sköp- unar í hip-hop heiminum. Væntiö hins óvænta. Antipop Consortium er einstök sveit í rappsögunni. Hún var stofnuð 1997 1 New York meö það markmið af hrista upp i einlitri hip-hop-senu borgarinnar. Þeir vöktu fýrst athygli fyrir kassettur sem þeir gáfu út sjáifir en sendu frá sér snilldarplötuna Tragic Epilogue hjá 75 Ark áriö 2000. í fyrra gerðu þeir svo samning við Warp. Hip-hop á Warp Records! Það hiýtur að vera eitthvað sérstakt. Og þessi plata er það vissulega. Undirtónninn er frek- ar hrá raftónlist með smá 80's litbrigö- um. Ofan á það bæta þeir svo rappinu og alls konar ðvæntum og djörfum hlutum. Allt ööruvísi en síöasta plata en alveg jafn frábær. trausti júlíusson :.A » k k k k i Flytjandi: Tom Waits i| . Platan: Alice wg JjU.,. Útgefandi: Anti - *•!'Lengd: 48:25 rnin. 1 Nýveriö komu út tveir diskar meö þessum merka tónlistarmanni; Blood Money og Alice. Á Alice fer Tom Waits slóöir sem hann tróð sjálfur (ýrir mörgum árum. Þessar slóöir þekkír hann vel og honum líöur greinilega eins og heima hjá sér á þessum diski. Alice er í rólegri kantinum miðað við margar af seinni tíma plötum hans en samt er aö finna alkunnan gralf araskap skipulagöa hávaöans úti um allt. Tom Waits sameinar hér báöar geröir síns stíls, rómantiska trúbadorinn frá fyrstu árunum og svo aftur skipulagöan hávaöa seinni tima. Hér er nóg fyrir að- dáendur beggja þessara stíltegunda og alltaf getur kallinn komið á óvart. Hann er 1 toppformi á Alice og þetta er skyldu- eígn allra Tom Waits-aðdáenda og ef þú hefur ekki enn uppgötvaö þennan snilk ing þá er Alice góður byrjunarreitur. Bæöi Alice og Blood Money innihalda tón- list sem Tom Waits, ásamt Kathleen Brennan, samdi fyrir leikverk. Tónlistin á Blood Money var samin fyrir leikverkið Woyzeck og tónlistin á Alice var samin fyr- ir samnefnt leikrit. Tom Waits hefur setið á þessu í Uu ár og það er víst miklu meira efhi til en hér kemur út. Það er þvi aldrei aö vita nema það komi annar tvöfaldur pakki á næsta ári. Titillagið gefur tóninn strax í byrjun og minrv ir það á gömlu plöturnar. Frábær iög eins og Poor Edward og Reeperbahn fylgja og hvergi er veikan blett að finna. Hann syng ur af sinni einstöku snilld, gróft en samt Ijúft og lögin eru Ijúfar djassskotnar melódk ur i bland við einkennismerki hans, hráar trommur og hávaða. Tom Waits veisnar ekki með árunum en það er spurning hvort menn geti batnað endalaust. k.newman k k k Flytjandi: Space IVIon- keyz versus Gorillaz Platan: Lalka Corne Home Útgefandi: EMI/Skífan Lengd: 76:16 mín. Eftir fýrstu Gorillaz-plötuna og auka- laga- og remix-plötuna G-Sides er hér komin þriöja platan frá Gorillaz. Á henni hafa þeir fengiö Space Monkeyz til þess að gera dub-útgáfur af öllum lögunum á fyrstu plötunni. Space Mon- keyz eru þrir breskir upptökumenn sem hafa m.a. unnið með Linton Kwesi Johnson, George Clinton og Jamiroquai. Þessi plata er fyrst og síöast stíluö inn á haröa aðdáendur frægustu teikni- myndafígúruhljómsveitar heims. Auk þeirra söngvara sem sungu á uppruna- legu Gorillaz-plötunni fáum viö hér aö njóta krafta reaggie-meistarans U- Brown og gamla Specials-söngvarans Terry Hall sem syngur í fyrsta smá- skífulaginu, dub-útgáfunni af MlAl. Eins og margt gott í tónlist síðustu ára- tuga kemur dub-útgáfan frá Jamaika. Þarlendir pródúserar eins og Lee Scratch Perry byrjuðu á því að gera dub-útgáfur fýrir á b-hliðar smáskifna en síðan urðu til heilu plötumar meö dub-útgáfum. Eftirminnileg dub-plata frá síðustu árum er meðferð Mad Pro- fessor á Protection meö Massive Attack. Einhveijum finnst kannski að Gorillaz séu að mjólka sömu lögin endalaust en ég er alls ekki sammála því. Það mætti alveg vera meira af svona dub- plötum. Hitt er svo annað mál að út- koman er svolítiö misgóö, stundum frábær (eins og í MlAl sem minnir mikið á Specials), en stundum líka frekar ðeftirminnileg. traustl júlíusson f Ó k U S 12 . júll 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.